Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fundarsetning Bjarni Aðalgeirsson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands Samantekt um sjávarútveg á Norðurlandi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Markaðsmálin, staða og horfur Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma - Sæbergs hf. Sjávarútvegurinn á krossgötum - hvar verðum við eftir 10 ár? Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims Sjávarlíftækni á Norðurlandi Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex Fiskveiðistjórnun og framþróunin - hverju skilar kerfið? Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings Sveitarfélögin og sjávarútvegurinn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri, Skagaströnd Sjónarmið fiskiðnaðarfólks Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju Sjónarmið sjómanna Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins Sjónarmið sjómanna Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og varaformaður Sjómannasambands Íslands Kaffihlé Fyrirspurnir og panelumræður Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma - Sæbergs Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands Sjávarútvegur á Norðurlandi staða, ógnir & tækifæri Opin ráðstefna Útvegsmannafélags Norðurlands í matsal Útgerðarfélags Akureyringa hf. föstudaginn 21. nóvember kl. 13.30. ÚTVEGSMANNAFÉLAG NORÐURLANDS Fundarstjóri verður Atli Rúnar Halldórsson, Athygli ehf. A th yg li, A ku re yr i DAGSKRÁ Samvera eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 20. nóv. Samvera eldri borgara í kirkjunni kl. 15.00. Kaffiveitingar og spjall. Sr. Magnús G. Gunnarsson þenur harmonikuna. Söngur, upplestur, ljóð og frásagnir. Barnakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Sr. Arnaldur Bárðarson leiðir bænastund. GLERÁRKIRKJA BÖRNIN í Brekkuskóla kunnu greinilega vel að meta ljúfa tóna Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands en hún heimsótti skólann í gærmorgun og lék fyrir börn og starfsfólk. Að sjálfsögðu við góðar undirtektir. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur að jafnaði á 30 skólatónleikum á hverju ári og fá skólabörn á Ak- ureyri, í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu að njóta tónlistar- innar. Eitt árið brá hljómsveitin sér einnig í Skagafjörð, en metnaður for- svarsmanna hennar er að leika fyrir sem sem flest börn á svæðinu. Til- gangurinn er að kynna fyrir skóla- börnum klassíska tónlist, enda eru þau framtíðarhlustendur hljómsveit- arinnar. Þá telja forráðamenn SN einnig að börnin eigi að fá að upplifa lifandi tónleika áður en þau halda út í lífið, hvað það er að sitja á tónleikum og hlusta á lifandi tónlist. Hljóm- sveitin hefur fengið jákvæð viðbrögð við skólatónleikunum og hvarvetna verið vel tekið. Menningar- og við- urkenningasjóður KEA hefur styrkt hljómsveitina til skólatónleikahalds- ins og einnig Barnamenningarsjóður. Lög úr James Bond og Toy story Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð 10 ára gömul í síðasta mánuði og var þá efnt til afmælistónleika. Aðrir tónleikar hennar í vetur verða á sunnudag, sannkallaðir fjölskyldu- tónleikar því þá flytur sveitin efni sem hún hefur leikið fyrir skólabörn- in síðustu vikur. Þar munu hljóma lög eins og titillagið úr James Bond, syrpa úr Hringadróttinsögu, íslensk rímnadanslög, Nautabanasöngur og lag úr Toy story svo eitthvað sé nefnt. Tónleikarnir verða haldnir kl. 16 á sunnudag, 23. nóvember í Gler- árkirkju og stjórnandi er Guðmundur Óli Guðmundsson. Morgunblaðið/Kristján Vandvirkni: Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikunum. Morgunblaðið/Kristján Áhugi: Nemendur Brekkuskóla hlýddu á tónlistina af miklum áhuga. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék við góðar undirtektir í Brekkuskóla Hlýddu á ljúfa tóna sinfóníunnar Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs Dal- víkurbyggðar var lagt fram minn- isblað bæjarstjóra um fund sem haldinn var nýlega um sameiningu sveitarfélaga sem fulltrúar frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík- urbyggð og Akureyri sátu. Sameig- inleg niðurstaða fundarins var að leggja til við sveitarstjórnir Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvík- urbyggðar og Akureyrar að farið yrði í sameiginlega athugun á sam- einingu allra sveitarfélaga á svæð- inu. Skipaður yrði vinnuhópur með einum fulltrúa frá hverju sveitarfé- lagi til að stýra þessu verkefni og áætla kostnað af því. Jafnframt yrði stýrihópnum falið að kanna vilja annarra sveitarfélaga á svæð- inu til þátttöku í verkefninu.    Sameining allra sveitarfélaga á svæðinu athuguð VERSLUNARMENN á Akureyri eru komnir í jólaskap eða um það bil að komast í gírinn, þótt enn sé rúmur mánuður til jóla. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og hafa verslanir bæði í miðbænum, á Glerártorgi og víðar, verið klædd- ar í jólabúning. Þeir félagar Sig- þór Bjarnason og Jón M. Ragn- arsson voru að undirbúa skreytingar á þeim verslunun sem þeir starfa í, JMJ og Joés og hengdu jólaljós á rauðgreni sem mest þeir máttu. Ragnar Sverr- isson formaður Kaupmannafélags Akureyrar og kaupmaður í JMJ og Joe’s hefur jafnan verið stór- tækur í jólaskreytingum og verður engin undantekning þetta árið. Ragnar hefur, ásamt sonum sín- um, þegar skreytt íbúðarhús sitt og garð með um 2000 jóla- ljósaperum og í kjölfarið hefur umferð um Áshlíðina, þar sem Ragnar býr, aukist til mikilla muna. Morgunblaðið/Kristján Sigþór Bjarnason og Jón M. Ragnarsson hengja jólaljós á rauðgreni. Komnir í jólaskapSkilorð vegna árásar | Karlmað-ur á þrítugsaldri hefur í HéraðsdómiNorðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi vegna lík- amsárásar. Refsingunni er frestað og hún fellur niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skil- orð. Þá var manninum gert að greiða um 103 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum slegið mann hnefahögg í andlit á veitingastað í bænum, en sá er fyrir högginu varð vankaðist. Nokkru síðar fyrir utan staðinn sló maðurinn til hans með flösku þannig að hann hlaut skurð. Maðurinn játaði brot sitt, en greindi frá því að áður en til átaka kom utan við veitingastaðinn hefði honum verið haldið, hent í götuna, og sparkað í höfuð hans. Ákærða til málsbóta var talið að hann játaði greiðlega og samþykkti greiðslu skaðabóta. Öruggur sigurvegari | Óvæntur en öruggur sigurvegari á haust- hraðskákmóti Skákfélags Akureyr- ar var Tómas Veigar Sigurðarson, en hann hlaut 12 vinninga úr 16 skákum. Í næstu sætum með 10 vinninga komu svo nýbakaður Norð- urlandsmeistari Halldór B. Hall- dórsson og Haki Jóhannesson. Í síð- ustu viku hélt svo félagiðforgjafarmót þar sem hart var barist. Þar var það Stefán Bergsson sem stóð uppi sem sig- urvegari, hársbreidd á undan Svein- birni Sigurðssyni. Atskákmót Akureyrar hefst svo nk. fimmtudag, 20. nóvember kl. 20. Því lýkur á sunnudag. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og eru allir vel- komnir.    Hreyfiþjálfun | Símenntun HA heldur dagana 21., 22., 29. og 30. nóv. í samstarfi við Endurmenntun HÍ námskeiðið Hreyfiþjálfun: Frá barn- æsku til efri ára. Námskeiðið er ætl- að fagfólki á heilbrigðis-, félags- og uppeldissviði. Námskeiðið er á fram- haldsstigi og má meta til 2 eininga af námi til meistaraprófs. Fjallað er m.a. um þróun hreyfi- þroskans, ágreiningsefni sem uppi eru um hreyfivirkni, æfingar, reynslu úr íþróttum, hreyfiþroska og áhrif alls þessa á vitrænan og tilfinn- ingalegan þroska á mismunandi ald- ursskeiðum. Kennari er Carola Að- albjörnsson Ph.D. í hreyfingarfræði, starfar hjá Delta. Kennt er á ensku.    Náms- og starfsval | Sif Einars- dóttir fjallar um kenningar um náms- og starfsval í fyrirlestri á Fé- lagsvísindatorgi háskólans í dag, miðvikudag, 19. nóvember kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Heitir hans er: Náms- og starfsval, ígrund- uð ákvörðun eða hugljómun? Sif mun m.a. fjalla um hvernig að- stoða megi ungt fólk við náms- og starfsval og leitar svara við spurn- ingunni um það hvort ungt fólk á Ís- landi hafi aðgang að þeim upplýs- ingum sem þarf til að geta tekið ígrundaðar ákvarðanir um náms- og starfsval.    Beint flug | Bæjarráð Dalvík- urbyggðar harmar þá ákvörðun Grænlandsflugs að hætta beinu flugi milli Kaupmannahafnar og Akureyr- ar. Miklar væntingar voru bundnar þessari flugleið fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og til eflingar atvinnu og búsetu við Eyjafjörð. Það er skoðun bæjarráðs að ekki hafi að fullu verið reynt á möguleika þess- arar flugleiðar, enda reynslutíminn mjög stuttur og hæpið að markaðs- starf hafi verið farið að skila sér.    Sundmót | Íþrótta- og tóm- stundaráð hefur samþykkt ósk Sundfélagsins Óðins þess efnis að fé- lagið fái afnot af Sundlaug Akureyr- ar dagana 25.- 27. júní 2004 fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi. Ráðið getur hins vegar ekki orðið við óskum sundfélagsins um að sundlaugin verði lokuð á meðan á mótshaldinu stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.