Morgunblaðið - 19.11.2003, Page 22

Morgunblaðið - 19.11.2003, Page 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Ingólfur 896 5222 - Magnús 822 8242 (atvinnuhúsn.) Bogi 699 3444 - Þórarinn 899 1882 - Bárður 896 5221  Samhentir sölumenn í fimmtán ár tryggja þinn árangur.  Mikil eftirspurn er eftir 2ja–4ra herbergja íbúðum.  Fjölmargir kaupendur á skrá. Einnig er mikil eftirspurn eftir sérhæðum,  rað- og einbýlishúsum.  Erum við símann núna. Láttu okkur selja fyrir þig - 70 ára samanlögð reynsla tryggir fagleg vinnubrögð Stykkishólmur | Á föstudagskvöld sigldi nýtt fiskiskip inn í höfnina í Stykkishólmi. Það heitir Gullhólmi SH 201 og er í eigu Sigurðar Ágústssonar ehf. Skipið er 324 brúttórúmlestir, 49 metra langt og 7,5 metra breitt. Skipið var smíðað í Noregi árið 1964. Það kom nýsmíð- að til Íslands og hefur öll þessi 40 ár heitið Þórður Jónasson sem er óvenjulega langur tími undir sama nafni. Skipið var gert út sem nóta- skip, en fær nýtt hlutverk. Miklar breytingar hafa farið fram á skipinu síðan nýir eigendur tóku við því sem Slippstöðin á Akureyri annaðist. Settur var í skipið nýr skutur fyrir togveiðar. Millidekki var breytt fyrir línu- og togveiðar. Lestinni var breytt í kælilest og frystilest fyrir beitu. Antveltitanki var komið fyrir í skpinu. Aðstaða áhafnar var bætt, m.a. var komið fyrir sturtum og saunaklefa. Línubeitningarbúnaðurinn er frá Mustad og línan keypt frá Dimon. Karl Luðvíksson teiknaði breyt- ingarnar og Ragnar Olsen útgerð- arstjóri sá um framkvæmdirnar fyrir hönd útgerðar. Í áhöfn verða 13 manns og koma flestir frá Stykkishólmi. Skipstjóri er Valentínus Guðnason. Skipið verður gert út til línu- og rækjuveiða. Reiknað er með að skipið haldi til línuveiða á mánudag. Aflanum verður landað í Stykkis- hólmi og seldur á Fiskmarkaði Ís- lands Gullhólmi, nýtt skip til Stykkishólms Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýtt nafn eftir 40 ár: Gullhólmi SH 201 fánum prýddur eftir að hann kom til nýrrar heimahafnar í Stykkishólmi. Sauðárkrókur | Á vegum félagsmiðstöðvarinnar Friður í Skagafirði var haldin á dögunum keppnin: Hár, stíll og förðun, en keppni þessi er undanrás fyrir að- alkeppni sem fram fer í Kópavogi hinn 22. nóvember næstkomandi. Er þetta í annað sinn sem Friður tekur þátt í þessari keppni og skráðu sig þrettán lið til keppn- innar sem var hin glæsilegasta. Þátttakendur voru frá öllum þrem félagsmiðstöðvunum í Skaga- firði og var auðséð að keppendur höfðu mikið á sig lagt, enda útkom- an yrði sem best, en þema keppn- innar var – eldur og því eðlilegt að rauður litur væri áberandi í þeim flíkum sem módelin kynntu. Að mati dómnefndar voru tvö lið, sem skáru sig úr og varð nokkur töf áður en niðurstaða fékkst og úr- slit réðust, en þó kom svo um síðir að hópur sem nefndi sig Angel of fire dæmdist hafa verið með bestu og glæsilegustu hönnun og útfærslu þemans og ávann sér þar með keppnisrétt sem fulltrúi Skaga- fjarðar í Kópavogi síðar í mán- uðinum. Í hópnum Angel of fire voru: Lilja Sigurðardóttir módel, auk, Sigrúnar Öldu Sigfúsdóttur, Tinnu Ingimarsdóttur og Auðar Ásbjörns- dóttur en þær stöllur koma úr fé- lagsmiðstöðinni í Varmahlíð. Morgunblaðið/Björn BjörnssonMódelin voru glæsileg þegar þau stilltu sér upp til myndatöku. Hár, stíll og förðun í Skagafirði Grundarfjörður | Hinn 16. nóv- ember sl. voru 50 ár liðin frá þeim atburði er Eddan GK fórst í aftakaveðri á Grundarfirði. Edd- an hafði leitað vars inni á Grund- arfirði og lá við festar er hún lagðist á hliðina og sökk. Flestir skipverjanna komust á kjöl og síðan um borð í nótabát sem rak út fjörðinn og strandaði á skerj- unum framan við bæinn Suður- Bár við austanverðan Grund- arfjörð. Af 17 manna áhöfn skips- ins komust 8 af og var þeim hjúkrað af heimilisfólki í Suður- Bár. Sjómannadagsráði Grund- arfjarðar þótti tilhlýðilegt að minnast þessa atburðar nú hálfri öld síðar. Sérstök helgistund var haldin í Grundarfjarðarkirkju sl. sunnudag í umsjón sóknarprests- ins Elínborgar Sturludóttur. Í at- höfninni í kirkjunni voru heiðruð systkinin frá Suður-Bár, Þórdís og Tryggvi, en þau ásamt for- eldrum sínum, sem nú eru látnir, áttu stóran þátt í björgun og hjúkrun skipbrotsmannanna. Eft- ir athöfnina í Grundarfjarð- arkirkju var stutt athöfn niðri við Grundarfjarðarhöfn, þar rakti séra Elínborg í stuttu máli at- burðina fyrir 50 árum en að því búnu var afhjúpaður minnisvarði um atburðinn sem jafnframt er minnisvarði um hetjudáð sjó- manna. Það voru þau Óskar J. Vigfússon og Þórdís Gunn- arsdóttir sem afhjúpuðu lista- verkið. Óskar var einn þeirra sem komust af í Edduslysinu. Listaverkið hefur hlotið nafnið Dáð og er eftir Árna Johnsen. Margt manna var samankomið við þessa athöfn og voru það að- standendur sjómannanna sem og heimamenn. Í bókinni Fólkið, fjöllin fjörð- urinn sem gefin er út af Eyr- byggjum, Hollvinasamtökum Grundarfjarðar og sögunefnd Eyrarsveitar og kom út fyrr á þessu ári er ýtarleg umfjöllun um Edduslysið frá sjónarhóli þeirra sem stóðu að björgun sem og þeirra sem björguðust og jafn- framt sjómanna sem voru á sjó þennan örlagaríka dag. Systkinin frá Suður-Bár heiðruð Fimmtíu ár frá Edduslysinu á Grundarfirði Ljósmyndir/Sverrir Karlsson Systkinin sem voru heiðruð: Þórdís Gunnarsdóttir og Tryggvi Gunnarsson hlutu heiðursviðurkenningu sjómannadagsráðs Grundarfjarðar. Séra Elínborg Sturludóttir flutti stutt ávarp fyrir afhjúpunina. Austurland | Í frétt frá Þróunarstofu Austurlands segir að Steve R. Drew, framkvæmdastjóri samfélags- tengsla hjá Bechtel, hafi fyrir skömmu átt fund með fulltrúum Þróunarstofunnar. Bechtel undirbýr ásamt fleirum byggingu álvers Al- coa á Reyðarfirði. Bechtel og Alcoa hafa bæði gerst félagar í Þróun- arfélagi Austurlands, sem rekur Þróunarstofu. „Þessi tengsl geta fyr- irtæki, stofnanir og sveitarfélög sem eru í Þróunarfélaginu nýtt sér, m.a. í þeim tilgangi að koma á framfæri ábendingum til Bechtel og Alcoa sem varða hagsmuni atvinnulífs og samfélags á Austurlandi. Í því sam- bandi má benda á að bæði fyrirtækin hafa lýst yfir að þau muni leitast við að starfa með þeim hætti að sam- félagslegur og efnahagslegur ávinn- ingur af umsvifum þeirra verði sem allra mestur á Austurlandi. Til að svo geti orðið þurfa Austfirðingar einnig að vera vel meðvitaðir um þau áhrif sem bygging álversins hef- ur og bregðast við á þann hátt að all- ir leggist á eitt um að gera ávinning þess sem mestan,“ segir í fréttinni. Alcoa og Bechtel bæði í Þróunarfélag Austurlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.