Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 23

Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 23 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS M OR 2 27 64 1 1/ 20 03 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Orkuveitan Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Gagnkvæm þekkingarmiðlun: Magnús B. Jónsson, rektor LBH, og Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri OR, undirrita samstarfssamninginn. Samningur um gagn- kvæma þekkingarmiðlun Hvanneyri | Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu sam- starfssamning á föstudaginn. Í samningnum felst gagnkvæm þekkingarmiðlun og munu starfs- menn Orkuveitunnar koma að kennslu og rannsóknum við há- skólann og geta sjálfir sótt þekk- ingu þangað með því að sækja ein- staka námsáfanga. Með samningnum er kveðið á um samstarf Landbúnaðarháskól- ans og Orkuveitunnar um rann- sóknir á þeim sviðum sem tilheyra námsbrautum skólans. Þar er meðal annars átt við umhverfis- mál, jarðfræði, orkunotkun og orkuvinnslu, nýtingu jarðvarma, gæðamál og hönnun veitukerfa. Einnig er kveðið á um aðgengi nemenda og kennara háskólans að upplýsingaveitum OR, svo sem landupplýsingakerfi. Landbúnaðarháskólinn hefur gert samstarfssamninga við marg- ar stofnanir en í máli Magnúsar B. Jónssonar rektors kom fram að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður við fyrirtæki. Ásgeir Margeirsson, aðstoðar- forstjóri OR, lagði áherslu á mik- ilvægi samningsins við LBH. Þar færi fram kennsla í landnýtingu og umhverfisskipulagi, en OR væri landeigandi og legði mikla áherslu á skynsamlega nýtingu góða um- gengni um landið. Við sama tækifæri var jafnframt tekið í notkun nýtt tölvuver há- skólans í nýju skrifstofubygging- unni að Hvanneyrarbraut 3 með styrk frá Orkuveitu Reykjavíkur sem einnig studdi háskólann við tölvukaup. Í tölvuverinu eru 19 nýjar og öflugar tölvur sem henta vel stórum forritum sem nemend- ur háskólans nota í náminu. Auk þeirra er fullkominn kennslubún- aður í verinu. Auk Orkuveitunnar studdu Sparisjóður Mýrasýslu, Norðurál, Kaupfélag Borgfirðinga, Vátryggingafélag Íslands, Opin kerfi, Sjóvá-Almennar og Búnað- arbanki Íslands tölvukaupin. Tískuverslun Laugavegi 25 ATVINNA mbl.is FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.