Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2,2 MILLJARÐA ÚTGJÖLD Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að útgjaldaliður fjárlaga næsta árs hækki um rúmlega 2,2 milljarða króna en útgjöldin voru 273 milljarðar samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu þegar það var lagt fram 1. október. Á móti er áætlað að tekjur aukist um 2,6 milljarða. Mannskæður bruni í Moskvu Þrjátíu og sex erlendir námsmenn létu lífið í eldsvoða í heimavist há- skóla í Moskvu í fyrrinótt. Að sögn rússneskra embættismanna leikur grunur á að kveikt hafi verið í hús- inu. Er þetta mannskæðasti eldsvoði í Moskvu í áratug. Kröfur fyrir kjarasamninga Starfsgreinasamband Íslands leggur fram formlega kröfugerð fyr- ir næstu kjarasamninga á fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag. Mesta áherslan mun verða lögð á hugmyndir að breyttu launakerfi, hækkun lægstu launa, trygging- arákvæði samninga og samninga til lengri tíma. Shevardnadze ekki í útlegð Edúard Shevardnadze kvaðst í gær ætla að vera um kyrrt í Georgíu og neitaði fréttum um að hann hygð- ist fara til Þýskalands og lifa þar í útlegð. Shevardnadze var neyddur til að segja af sér embætti forseta Georgíu á sunnudag. Þjóðernissinnar til valda Kjósendur í Króatíu veittu þjóð- ernissinnum ótvírætt umboð til að taka aftur við stjórnartaumunum í landinu í þingkosningum á sunnu- dag. Króatíska lýðræðisbandalaginu (HDZ) og bandamönnum þess var spáð öruggum meirihluta. Kæra fyrrv. starfsmann Kaupþing Búnaðarbanki hefur kært fyrrverandi starfsmann fyrir að senda „mikilvæg gögn“ úr vinnu- tölvu sinni skömmu eftir að hann sagði upp störfum og sagðist á leið í vinnu hjá Landsbankanum. Efna- hagsbrotadeild lögreglunnar hefur málið til meðferðar. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverr- isson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Orm- arsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|- Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is HLUTAFJÁREIGN bankanna í sjálfum sér er eðlileg að vissu marki að sögn dósents við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, en eign bankanna á bréfum í sjálfum sér hefur verið í um- ræðunni eftir að hlutabréf Kaupþings Búnaðar- banka lækkuðu nokkuð fyrri hluta síðastliðins föstudags en hækkuðu aftur fyrir lok viðskipta. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að Kaupþing Búnaðarbanki var sjálfur kaupandi í flestum við- skiptum dagsins eða í um það bil 80 tilvikum af 187. Sólon R. Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Bún- aðarbanka, segir bankann eiga eitthvað af hluta- bréfum í sjálfum sér, bæði bankinn sjálfur og sjóð- ir í hans vörslu. Sólon segir af og frá að kaup bankans á bréfum í sjálfum sér séu notuð til að halda uppi markaðsverði eða ýta því niður, og seg- ir hlutabréfaeign bankans í sjálfum sér stöðuga. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, segir að það liggi fyrir að bankarnir eigi hlutabréf í sjálfum sér sem og sjóðir sem þeir reka með einum eða öðrum hætti, þó að hann hafi ekki rýnt í tölur þess efnis. Hann segir þessa hlutabréfaeign bankanna eðlilega að ákveðnu marki en segir óeðlilegt ef réttur bank- anna til hlutabréfakaupa er notaður til að halda uppi markaðsverði bréfanna og eða ýta því niður, en tekur fram að hann þekki ekki einstök dæmi þess. Segir verðþróun bankans fylgja áhuga fjárfesta á markaðinum Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, þvertekur fyrir það að bankinn kaupi bréf í sjálf- um sér til að halda uppi markaðsverði, eða ýta því niður. „Við eigum viðskipti með bréf í bankanum, og bankinn heldur raunverulega úti viðskiptavakt þannig að það séu virk kaup- og sölutilboð, en verðþróun bankans fylgir áhuga fjárfesta á mark- aðnum til kaups og sölu,“ segir hann. Bjarni segist ekki hafa það á hreinu hversu mik- ið Íslandsbanki eigi í sjálfum sér í augnablikinu, en segir bankann yfirleitt ekki eiga meira en 4–5%. Sigurjón Þ. Ármannsson, bankastjóri Lands- bankans, segir bankann eiga eitthvað í sjálfum sér, en það sé ekki mikið, enda ekki hagstætt fyrir bankann. Frá bankanum fengust þær upplýsingar að bankinn ætti í dag rétt um 1% í sjálfum sér, en það gæti sveiflast aðeins upp og niður. „Þessi viðskipti sem við eigum með Landsbank- ann eru tiltölulega takmörkuð og almennt séð eig- um við ekki mikið af bréfum vegna þess að það er mjög erfitt fyrir banka að eiga mjög mikið af bréf- um í sjálfum sér. Það er vegna þess að það þarf að draga það frá eiginfé bankans við eiginfjár- útreikninga bankans,“ segir Sigurjón. Eign bankanna í sjálfum sér eðlileg að vissu marki JANA og Ramin Sana, flóttafólkið frá Úsbekistan og Afganistan, og nýfæddur sonur þeirra fengu ekki pólitískt hæli hér á landi eins og þau höfðu óskað eftir, skv. úrskurði Út- lendingastofnunar sem birtur var hjónunum í gær. Þau fá hins vegar dvalarleyfi hér á landi af mannúðar- ástæðum í eitt ár. Ramin Sana sagði við fréttamenn, með aðstoð túlks, eftir að úrskurðurinn lá fyrir síðdeg- is í gær að þau hygðust kæra niður- stöðuna til dómsmálaráðuneytisins. Ramin var greinilega brugðið og sagði að þau væru ekki ánægð með úrskurðinn. „Við erum óánægð. Við vonumst til þess að fá betri lausn seinna meir,“ sagði hann. Skv. heimildum Morgunblaðsins hafa nánir ættingjar hans fengið pólitískt hæli í öðrum löndum Evr- ópu. Spurður um framtíðina sagðist hann vona hið besta en kvaðst að öðru leyti ekki vilja ræða niðurstöðu Útlendingastofnunar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að hjónin uppfylltu ekki, eins og sakir stæðu, skilyrði flóttamannasamnings Sam- einuðu þjóðanna til að fá hæli. „Hins vegar er það mat okkar að aðstæður þeirra séu með þeim hætti að ekki sé rétt að vísa þeim úr landi heldur veita þeim heimild til að dvelja hér á landi og gefa þeim kost á að aðlagast íslensku samfélagi,“ útskýrir hann. Georg segir að munurinn á pólitísku hæli og dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum sé aðallega sá að með póli- tísku hæli sé ríkinu skylt að annast flóttamennina, sjá t.d. um fram- færslu þeirra og veita þeim sömu réttindi og ríkisborgarar landsins hafa. Með dvalarleyfinu verða flótta- mennirnir hins vegar að sjá um sína framfærslu sjálfir. Georg segir að hjónin geti að ári liðnu sótt um end- urnýjun dvalarleyfisins. Atvinnurekandi sæki um atvinnuleyfi Katla Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur Alþjóðahússins, segir að rétt- indi þeirra sem fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum séu ekki eins vel tryggð og ef um pólitískt hæli væri að ræða. Þeir sem fái dvalarleyfi séu t.d. ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuðina. Þá þurfi þeir sem fái dvalarleyfi sjálfir að leita sér að hús- næði og vinnu og væntanlegir at- vinnurekendur þurfi að sækja um atvinnuleyfi fyrir viðkomandi ein- staklinga fyrir eitt ár í senn. Katla bendir ennfremur á að þeir sem vilji kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómsmálaráðuneytisins fái ekki ókeypis réttaraðstoð. Fengu ekki pólitískt hæli Ætla að kæra úrskurðinn til ráðuneytisins Morgunblaðið/Ásdís Hjónin Ramin og Jana Sana ræða við fréttamenn eftir að úrskurður Útlendingastofnunar lá fyrir í gær. LÍFEYRISSJÓÐURINN Fram- sýn, einn hluthafa í Kaupþingi Búnaðarbanka, fundaði með for- svarsmönnum bankans í gær vegna atburða liðinna daga í tengslum við hina umdeildu kaup- réttarsamninga tveggja æðstu stjórnenda bankans. Að sögn Bjarna Brynjólfssonar, framkvæmdastjóra Framsýnar, var það á fimmtudag, sem lífeyr- issjóðurinn kom á framfæri ósk um fundinn. Tilgangurinn var að ræða við stjórnendur bankans og heyra þeirra sjónarmið varðandi kaup- réttarsamningana og skiptast á skoðunum. „Ég lýsti yfir ánægju með að stjórnendurnir skyldu falla frá samningunum og við sem hluthafar í bankanum viljum að sátt skapist um félagið og stjórn- endur þess vinni að því að bæta traust á því,“ segir Bjarni í sam- tali við Morgunblaðið. Kaupréttarsamningar þurfa að vera á eðlilegum nótum Hann segir umrædda kauprétt- arsamninga stjórnenda Kaup- þings Búnaðarbanka þurfa að vera á eðlilegum nótum og því hafi stjórnendurnir breytt hárrétt með því að falla frá þeim. Lífeyrissjóðurinn Framsýn Fagnar ákvörðun stjórnenda KB Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/27 Úr verinu 13 Forystugrein 28 Viðskipti 14 Viðhorf 32 Erlent 15/17 Minningar 32/37 Heima 18 Bréf 40 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 41 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Fólk 48/53 Landið 23 Bíó 50/53 Daglegt líf 24 Ljósvakar 54 Listir 25/26 Veður 55 * * * SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 25.nóvember 2003 Sáttargjörð og tiltekt Rætt við Þráin Bertelsson um bókina Ein- hvers konar ég Hann bíður okkar á Hótel Bristol,virðulegu kaffihúsi í hjarta Ólsóarþar sem hefð er fyrir því að norskirgagnrýnendur og blaðamenn yf- irheyri rithöfunda um verk sín í jólavertíðinni. Allir veggir eru þaktir rykföllnum bókum, á gamaldags leðurhúsgögnin stafar mildri birtu frá stórum kristalsljósakrónum og kaffið er borið fram í hátíðlegum silfurkönnum. Það er ekki oft sem blaðamenn fá að fara með þýðendum í einskonar pílagrímsferð til að hitta rithöfunda. Sú var þó raunin er undirrituð slóst í för með Sigrúnu Kr. Magnúsdóttur, þýðanda bókarinnar Hálfbróðurins, til að hitta höfund hennar, Lars Saabye Christensen. Þýðandinn og rithöfundurinn heilsuðust af varfærnislegri hlýju; höfundurinn meðvitaður um langvarandi ferðalag þýðandans um hugarheima hans, þýð- andinn örlítið hikandi yfir þekkingu sinni á skapara þessa sama hugarheims – hver veit hvernig persónuleiki höfundarins kemur heim og saman við þá reynslu þegar allt kemur til alls. Það líður þó ekki nema augnablik þar til þau tala saman eins og aldavinir og þegar kaffið hef- ur verið teygað úr bollunum leggjum við þrjú af stað í gönguferð um sögusvið bókar sem á sig- urför sinni um heiminn hefur einnig leitt fólk úr öllum heimshornum um miðborg Óslóar með ógleymanlegum hætti. „Þið hafið kannski tekið eftir því hversu stað- ir skipta mig miklu máli,“ segir Christensen þegar við hefjum gönguna. „Allar sögupersón- urnar eiga sér sinn stað í tilverunni og þegar að- alpersóna Hálfbróðurins, Barnum, vill losa sig undan byrði fortíðarinnar í lok sögunnar, þá vill hann losna við staðina – loka þeim öllum.“ Áberandi gallað fólk Við tökum stefnuna á hæðina Blåsen í Stensparken sem oft kemur við sögu í lífi Barn- ums, fjölskyldu hans og vina. „Upphafið að þessari sögu var það að mig langaði til að skrifa sögu um þrjár konur,“ upplýsir Christensen. Það liggur því beint við að spyrja hann af hverju þær og reyndar aðrar konur í bókinni, svo sem mæður vina Barnum, hafi allar orðið fyrir jafn- miklum skakkaföllum og raun ber vitni; lík- amlegum örkumlum, sjúkdómum, andlegum áföllum, nauðgun? „Í þessari sögu er það einfaldlega þannig að nánast allar persónurnar hafa einhverja áber- andi galla. Barnum sjálfur er gott dæmi um það, hann er svo lítill. Allar þarfnast persón- urnar „viðgerða“ – þrá að verða heilar. Vegna þessara ágalla eru þær líka allar hálfbræður eða -systur í táknrænum skilningi, eins og titill- inn gefur reyndar vísbendingu um,“ útskýrir hann, „því hann vísar ekki einvörðungu til Freds, hálfbróður Barnums.“ Ef litið er á bókina í samhengi við sögu Nor- egs, blasir við að líta má á fjölskyldu Barnums sem einskonar táknmynd, eða „pars pro toto“ fyrir stöðu Noregs í samfélagi þjóðanna um og eftir seinni heimsstyrjöld, en sá tími er einmitt sögusvið bókarinnar. Pabbi Barnums, Arnold, kemur frá þessum einangraða útnára í norðrinu inn í stærri heim og er illa skaddaður eftir ein- hverskonar innra stríð sem setur mark sitt á Skáldskapurinn tekinn bókstaflega Lars Saabye Christensen fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fyrir skáldsöguna Hálf- bróðurinn, sem var í smíð- um í tuttugu ár. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Kr. Magnúsdóttur. Fríða Björk Ingvarsdóttir slóst í för með höfundi og þýð- anda um sögusvið verks- ins í Ósló. Morgunblaðið/Fríða Björk Lars Saabye Christensen við styttu af skáldinu Welhaven, en afi hans var fyrirmynd hennar. Að sögn Christensen mætti skáldið þó sjálft er höfuðið var mótað. BÆ UR Mi›næturbörn er ein róma›asta skáldsaga 20. aldar og ger›i Salman Rushdie heimsfrægan í einu vetfangi. Hún hlaut hin virtu Booker- ver›laun ári› 1981 og sí›ar var hún valin besta Booker ver›launa- bók sí›ustu aldar. Mi›næturbörn hefur ævinlega lent í efstu sætum flegar valdar hafa veri› bestu og áhrifamestu skáldsögur allra tíma. edda.is amazon.de Ein besta skáldsaga allra tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.