Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORRÁÐAMENN Kaupþings- Búnaðarbanka fá hundruð milljóna í hvatningarskyni. Forsætisráð- herrann rumskar við vondan draum. Hann tekur út úr Kaup- þingi sparisjóðinn sinn, sem hann hefur önglað saman með ráðdeild – og svolitlu ráðríki. Og markaðs- frelsið lúffar fyrir pólitíkinni, almenn- ingsálitinu. Ég er sammála Davíði Oddssyni sem sagði „að örfáir menn í þessu þjóðfélagi væru að leika sér með það frelsi sem hefði verið skapað hér og kæmu skömm á það og við það væri ekki hægt að búa“. Hitt er svo líka rétt hjá Gunnari Smára, ritstjóra Fréttablaðsins, sem skrifaði að þannig væri nú „komið fyrir manninum sem vildi eigna sér stærstu skref þjóðarinnar í frjálsræð- isátt!“ Gunnar Smári veit sem er að frumkvæðið áttu aðrir menn, þótt Davíð eigi heiðurinn af því að hleypa frelsinu svo á skeið að nú blasir mark- aðsræðið við í sinni helköldu skugga- mynd og veldur honum ímugust. Þróun Íslands úr lokuðu klíkusam- félagi til opins markaðar átti sér stað á mettíma. Svo hratt hafa tólf ár á valdastóli liðið að forsætisráðherrann er rétt núna að átta sig á því hvað hann hefur verið að bardúsa uppí stjórnarráði. Hið kynlega við undrun Davíðs er að hann og félagar (Hannes Hólmsteinn, Kjartan stjórnarfor- maður og Hreinn Loftsson – þar til hann skipti um lið) hafa ítrekað hreykt sér af þessari dáð. Kaupin á Markaðseyrinni Og hvernig gerast kaupin á hinni markaðsvæddu eyri? Jón Ásgeir á Fréttablaðið, DV og Stöð 2. Björg- ólfur á Landsbankann og ræður Eim- skip. Tilkynnt er um hundruð millj- óna króna „verðlaun“ til forstjóra Kaupþings-Búnaðarbanka fyrir að vinna vinnuna sína. Og bankarnir eiga fyrirtækin, viðskiptavini sína. Landssíminn er síðasta hálmstrá Sjálfstæðisflokksins. Deyr fé, deyja frændur! Í gamla daga drottnuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yfir fjórtán eignafjölskyldum og útdeildu kvóta. Nú drottna yfir stjórnmál- unum miklu ríkari fjölskyldur sem hægt er að telja á fingrum annarrar handar. Ísland býr við fámenni og óheft markaðsfrelsi sem án leikreglna leið- ir til eignasamþjöppunar og fákeppni. Vissu menn þetta ekki uppí stjórn- arráði? Ofurvaxtarbóla síðasta áratugar var afleiðing ofurtrúar á markaðs- lausnum. Bólan varð til og óx vegna skorts á leikreglum og hún sprakk vegna vegna innbyggðra galla óheftr- ar auðhyggju. Bólan sprakk þegar í ljós kom að menn höfðu farið offari í fjárfestingum og ofmetið virði fyrir- tækja og forstjóra þeirra. Í ljós kom að hvetjandi kaupauki ýtti undir hvata til blekkinga. Listhneigðum bókurum (sem ku vera til) var gefinn laus taumurinn enda virtist frelsið einnig ná til bókhalds. Óþægindin voru falin utan lögsögu en stærðar plúsum lyft á stall eins og alræð- isherrum. Þar með hófst ferlið sem skaut virði fyrirtækja útúr þyngd- arafli raunveruleikans. En þyngdaraflið er lögmál – það sem fer upp kemur niður. Loftbólan hvellsprakk og tætlur hennar komu niður í formi Enron og WorldCom. En eyjaskeggjar á Íslandi láta eins og ekkert sé, bíða eftir næstu bólu og storma svo áfram á braut óhefts markaðsfrelsis með blæjuna niðri. Davíð í stjórnarandstöðu? Um viðbrögð Davíðs Oddssonar má segja að betra er seint en aldrei. Viðbrögð Gunnars Smára koma spánskt fyrir sjónir. Gunnar Smári er ofurkátur með núverandi stöðu mála og talar af ástríðu um frelsi á markaði – rjúkandi samkeppni. Það er skrýtið að ritstjórinn, sem barðist gegn ráð- andi öflum, er nú talsmaður ráðandi afla, fjölskyldnanna sem á fingrum teljast, á meðan forsætisráðherrann er kominn í andspyrnu við afleiðingar eigin gerða. Gunnar Smári eyddi kröftum sínum sem blaðamaður í að veitast að stjórnmálamönnum þegar þeir réðu ferðinni. Nú boðar Gunnar fagnaðarerindi oligarkanna – þeirra sem hann skrifar fyrir. Gunnar Smári er orðinn vörður nýrrar valdastéttar. Málstaður Smára er vondur! Á Ís- landi ríkir frjáls fákeppni. Sam- þjöppun valds og eigna hefur stór- aukist en ekki minnkað frá tímum klíkusamfélagsins. Markaðsöflin skapa auð en það á ekki að selja þeim sjálfdæmi um að hirða einokunargróða af varnar- lausum almenningi eins og stjórnvöld hafa leyft sér hingað til. Markaðsöflin á að nýta sem tæki til að skapa rétt- látara samfélag. Setja verður skýrar leikreglur á markaði. Skortur á slík- um leikreglum skóp loftbólu síðasta áratugar sem sprakk svo í andlitið á almenningi sem borga þurfti brús- ann. Stjórnarandstaða – um hvað? Síðasta samdráttarskeið á Vest- urlöndum hlýtur að hafa vakið við vondan draum hvern þann sem sagði að pólitík skipti ekki máli. Suma hluti gerir markaðurinn betur og aðra hluti gerir ríkið betur. Um það eiga stjórnmál nútímans að snúast. Í stað þess að vera klappstýra einkavæðingar, gera einkarekstur heilbrigðiskerfisins að aðalmáli og vafstra í smáatriðum, ætti Samfylk- ingin að nýta það tækifæri sem nú hefur skapast til að taka af skarið í ís- lenskum stjórnmálum og boða nýjan kúrs – nýtt samfélag sem byggist á velferð með markað að vopni. Meira að segja forsætisráðherrann hefur rumskað. En hvað með Samfylk- inguna? Stjórnarandstöðuna? Hún á nú að segja: Hingað – en ekki lengra. Frelsi án ábyrgðar endar í stjórnleysi – það var kallað arðrán hér forðum. Þjóðfélag, sem heftir at- hafnafrelsi, endar í stöðnun, fátækt. Þjóðfélag, sem stjórnast af einni sam- an gróðavoninni, breytist í ræn- ingjabæli. Stjórnmál sem snúast um fólk – um mannréttindi – koma lögum yfir ræningja. Stjórnmál sem snúast um mannréttindi tryggja rétt al- mennings til menntunar, heilbrigð- isþjónustu og ellilífeyris, og leggja á þá skatta sem þarf til að tryggja jöfn tækifæri – mannréttindi – í heimi hinnar hörðu samkeppni. Það þurfa fleiri en forsætisráð- herrann að rumska. Um ímugust og umskiptinga – For- sætisráðherra vaknar af værum blundi Eftir Glúm Baldvinsson Höfundur er stjórnmálafræðingur í Hafnarfirði. Á ÁHUGAVERÐU málþingi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstarfsmanna, sem haldið var á Grand Hótel Reykja- vík hinn 28. mars s.l., fjölluðu ýmsir ein- staklingar um um- bætur og nýskipan í rekstri hins opinbera á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Meðal þeirra sem töluðu á mál- þinginu var ríkisendurskoðandi, Sig- urður Þórðarson. Athygli vakti full- yrðing hans um að opinberar stofnanir þyrftu að hafa mun rýmri möguleika á að „losa sig við fólk“ eins og mig minnir hann hafi orðað það. Þessi orð ríkisendurskoðanda eru einkar áhugaverð í ljósi nýframkom- ins frumvarps fjármálaráðherra um breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Verði frumvarpið að lögum þarf ekki leng- ur að áminna ríkisstarfsmenn áður en að uppsögn kemur. Þeir munu ekki njóta andmælaréttar, reglunnar um jafnræði né meðalhófsreglunnar. Það verður m.ö.o. hægt að reka þá fyrirvaralaust úr starfi líkt og tíðkast um starfsmenn á almennum vinnu- markaði. Virðist sem ríkisend- urskoðanda hafi orðið að ósk sinni og það á furðu skömmum tíma. Á fyrrnefndu málþingi benti Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, á að op- inberar stofnanir hefðu nú þegar ýmsa kosti þegar kæmi að starfs- lokum starfsmanna, ef farið væri að lögum. Heimildir hvað þetta varðar tengdust þó raunverulegum skipu- lagsbreytingum, en veittu ekki rétt til tilefnislausra uppsagna í þeim til- gangi einum að losna við „óæskilegt fólk“. Í grein sem ég ritaði s.l. sumar í BHM-tíðindi mótmælti ég sjón- armiðum ríkisendurskoðanda, eink- um í ljósi reynslunnar af tilefn- islausum brottrekstrum sem tíðkast á almennum vinnumarkaði. Ég tel ríkja skeytingarleysi um afdrif fólks sem missir vinnuna á almennum vinnumarkaði og tel framkomu í þess garð einkennast af ónærgætni og ekki vera til eftirbreytni. Því veldur fyrrnefnt frumvarp fjármálaráðherra miklum von- brigðum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit á aðalfundi Bandalags háskólamanna í apríl 2000 um samráð við breytingar á lögum um réttindi og skyldur er farið einhliða fram með breytingar sem ganga bara á einn veg: að skerða einhliða réttarstöðu op- inberra starfsmanna. Verði frum- varpið að lögum munum við sjá mun meira af gerræðislegum brottrekstri starfsmanna hins opinbera en við höfum mátt venjast. Stjórnendum verður færður sá möguleiki að grípa til órökstuddra brottrekstra í þeim tilgangi einum að losna við „óheppi- legt“ fólk. Spurningin er hvort brott- rekstur starfsmanna verði það úr- ræði sem menn grípa til þegar ekki tekst að vinna úr ágreiningi á vinnu- stað, sem viðkomandi starfsmaður ber ekki einn ábyrgð á. Eðlilegt er að gera þá sömu kröfu um vandaða stjórnsýsluhætti til stjórnenda hjá hinu opinbera þegar þeir fjalla um starfsmannamál og gerð er til málsmeðferðar í öðrum málaflokkum. Við núverandi skilyrði felur þetta í sér að þeir fari að lögum þegar þeir vilja losna við starfsmann sem ekki uppfyllir væntingar þeirra um starfsframlag eða annað sem máli kann að skipta. Ef stjórnendur í opinberum stofnunum fylgja fyr- irmælum laga um vandaða máls- meðferð við nýráðningar starfs- manna og fylgja hlutlægum viðmiðum þegar ákvörðun um val á nýjum starfsmanni er tekin, eru minni líkur á því að þeir eða arftakar þeirra þurfi síðar meir að grípa til róttækra aðgerða til þess að „losa sig við fólk“ sem kom inn upphaflega á röngum eða annarlegum forsendum. Frumvarpið er m.ö.o. óþarft ef stjórnendur eru starfi sínu vaxnir. Gegn frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Eftir Ólaf Grétar Kristjánsson Höfundur er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Á TÍBRÁRTÓNLEIKUM í Salnum í kvöld kl. 20 flytja Garðar Thór Cortes tenór og Elísabet Waage hörpuleikari tónsmíðar eftir Benjamin Britten sem skrifaðar voru sérstaklega fyrir lífsförunaut tónskáldsins, Peter Pears tenór, og góðan vin þeirra beggja, hörpuleik- arann Osian Ellis. Á efnisskránni eru átta þjóðlög frá Bretlandi, svíta fyrir hörpu op. 83, Canticle V op. 89 við ljóð T.S. Eliots um dauða heilags Narcissusar og A Birthday Hansel op. 92 við ljóð Roberts Burns, sem Britten samdi að beiðni Elísabetar Bretadrottningar í tilefni af 75 ára afmæli drottningarmóðurinnar árið 1975. „Ég hef þekkt þessi verk mjög lengi og flutt sum þeirra áður með sópran. Mig hefur hins vegar lengi dreymt um að flytja þessi verk með tenór en var að leita að réttum manni í verkefnið, því að mínu mati henta ekki allar raddir fyrir þessi verk. Viðkomandi þarf að hafa ein- hvern sérstakan blæ á röddinni og hafa til að bera ákveðna mýkt og blæbrigði sem mér finnst rödd Garð- ars búa yfir,“ segir Elísabet sem var svo heppin að hitta Ellis sjálfan með- an hún var enn í námi. „Síðar tók ég þátt í masterklass- námskeiði hjá Ellis um Britten í Hollandi þar sem hann fór einmitt í svítuna, sem ég ætla að spila í kvöld, og talaði um hvað Britten var að leit- ast við með músík sinni. Með þessu móti komst maður óneitanlega nær músíkinni enda voru verkin samin sérstaklega fyrir Ellis sem var fyrst- ur til að móta þau,“ segir Elísabet. En hvað er það við verk Brittens sem heillar? „Það er bara svo gaman að syngja Britten, kannski einmitt af því hvað það getur oft verið erfitt. Britten er líka afar flinkur að velja góða texta til að semja við sem gaman er að syngja. Oft á tíðum eru textanir stórfurðulegir og má túlka þá á óteljandi vegu, eins og í tilfelli ljóðanna eftir T.S. Eliot þar sem Britten tekst í raun afar vel að túlka hinn dimma tón ljóðanna. Hvað t.d. þjóðlögin og A Birthday Hansel varðar þá spanna þau allan tilfinn- ingaskalann og eru allt frá því að vera býsna fjörug og glaðleg yfir í al- varlegri og sorglegri tón,“ segir Garðar Thór. „Britten kann líka þá list að skrifa mjög vel fyrir ólíka miðla og í tilfelli hörpunnar kann hann virkilega að nota hljóðfærið. Það þýðir samt ekki að það sé auðvelt að spila tónsmíðar hans, en það er vissulega mjög gef- andi. Mér finnst líka heillandi hvað Britten notar ólík blæbrigði í tónlist sinni og er óhræddur við að nota myrkari hliðar hörpunnar. Það er nánast eitthvað við þessa tónlist sem dregur mann til sín,“ segir Elísabet. Eiga þessi tvö hljóðfæri, ten- órröddin og harpan, vel saman? „Já, ég held það. Sérstaklega ef vel tekst til,“ segir Garðar Thór. „Söngvarar eru náttúrlega vanir að þurfa að keppa við píanó, sem er þó- nokkru hávaðasamara en harpan getur verið. Eðli tónsins hjá hörp- unni gerir það hins vegar að verkum að það er hægt að leika sér mun meira með alls kyns blæbrigði og söngvarinn þarf ekki að belgja sig eins mikið og getur leyft sér að syngja veikt líka. Í verkunum sem við flytjum í kvöld er einmitt leikið á allan styrkleikaskalann,“ segir El- ísabet. Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðar Thór Cortes tenór og Elísabet Waage hörpuleikari flytja tónverk eftir Benjamin Britten á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Britten fyrir tenór og hörpu silja@mbl.is LISTIR VÍNARBRAUÐ í hádeg- inu er yfirskrift hádeg- istónleika sem verða í Íslensku óperunni kl. 12.15 í dag. Breyting hefur orðið á dag- skránni frá því sem áður var kynnt, en til stóð að flytja atriði úr Rósaridd- aranum eftir Richard Strauss, undir yf- irskriftinni Uxahali í há- deginu. Umsjónarmaður há- degistónleikanna, Davíð Ólafsson, skýrir breyt- inguna þannig: „Vegna veikinda í eldhúsi hefur matseðli dagsins verið breytt. Í stað uxahal- ans verður boðið upp á vínarbrauð í hádeginu. Richard Strauss verður skipt út fyrir Johann Strauss en sögusviðið verður eftir sem áður í Vínarborg. Magnaðir Vín- artónleikar með skemmtilegum arí- um og dúettum, völsum og polk- um.“ Flytjendur á tónleikunum eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran, Snorri Wium, tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson, barí- ton, Davíð Ólafsson, bassi og píanó- leikarinn Kurt Kopecky. Hádegistónleikarnir standa yfir í um 40 mínútur. Vínarbrauð í stað uxahala í hádeginu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kurt Kopecky, Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Davíð Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.