Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 33
isson, hljómlistarmann. Helga og
Már hófu búskap við Eiríksgötu, síð-
ar við Rauðalæk. Þar kom að þau
festu kaup á íbúð í Stóragerði 4 og
hafa búið þar síðan.
Þótt Helga væri flutt til Reykja-
víkur voru æskuminningar hennar
tengdar Akureyri og átti hún alla tíð
létt með að rifja upp minningar frá
bernskuárum sínum við Eyjafjörð og
sérstakt dálæti hafði hún á Vagla-
skógi. Hún þekkti marga og kann-
aðist við enn fleiri. Margt af því fólki
flutti síðar til Reykjavíkur. Sérstök
tryggðabönd batt hún við tvær af
vinkonum sínum frá Akureyri, en
þær eru Árnína Jónsdóttir og Helga
Stefánsdóttir Mogensen. Þær hafa
haldið vináttuböndum í meira en 75
ár. Traustur vinskapur þar. Seinast
hittust þær í afmæli Helgu, en hún
varð áttræð 11. október síðastliðinn.
Þegar aðstæður leyfðu hóf Helga
að nýju að vinna utan heimilis og
vann til margra ára á Borgarspítal-
anum og sá þar um skipan og dreif-
ingu á líni spítalans og var það nokk-
uð krefjandi starf. Henni féll þó vel
við það og var þar í góðum fé-
lagsskap.
Áhugamál Helgu voru einkum
tengd útivist á sumardögum. Hún
hafði sérstakt dálæti á náttúruperlu
eins og Þórsmörk og fór þangað ótal
sinnum, og þá var farið í flestar
gönguferðir og klifið á hóla, hæðir og
fjöll. Helga hafði yndi af lestri bóka,
einkum fagurbókmennta. Hún gat
líka lesið aftur og aftur sumar frá-
bærar bækur, og ég man að hún hafði
miklar mætur á bókinni „Veröld sem
var“ eftir Stefan Zweig, sem segir
svolítið um bókasmekk hennar.
Helga var í meðallagi há, ávallt
grannvaxin, bein í baki og mittis-
grönn. Hárið á yngri árum
dökkjarpt, en síðari árin fallega
grátt. Hár hennar var ætíð vel til haft
og svo var einnig þau árin er hún
dvaldi á Droplaugarstöðum. Helga
var mér indæl mágkona, var per-
sónurík, hafði jafnaðargeð og hlýtt
viðmót.
Ég kveð þessa mætu mágkonu
mína með söknuði. Samúðarkveðjur
til svila míns, Más, og barna þeirra.
Blessuð sé minning hennar.
Trausti Thorberg.
Bara nokkur orð um góða konu
sem var mér mjög kær. Þegar ég
kom inn í fjölskyldu mannsins míns
tók hún mér mjög vel sem endranær.
Ég hafði af henni í mörg ár góð kynni
og alla tíð var hún jafn gestrisin og
prúð í framgöngu. Í lok sumars ár
hvert, á meðan heilsa hennar leyfði,
fórum við í sumarbústað minn og
dvöldum þar yfir helgi ásamt manni
hennar og annarri svilkonu minni.
Þar áttum við margar góðar stundir.
Helga mín, ég veit þú ert komin á
góðan stað núna og öllu þínu stríði
lokið.
Unnur Jóhannesdóttir.
✝ Friðrik Þórissonfæddist í
Reykjavík 23. sept-
ember 1934. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
mánudaginn 17.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Þórir
Tryggvason, f. 26.3.
1903, og Sigþrúður
Helgadóttir, f.
12.11. 1915. Systkini
Friðriks eru Nína
Þórdís, f. 12.1. 1936,
Ingimar Haukur, f.
6.9. 1943, Guðmundur Snorri, f.
22.2. 1948, og Tryggvi, f. 29.6.
1951.
Eiginkona Friðriks er Inga
Ósk Guðmundsdóttir, f. 6.5.
1948. Börn þeirra eru: Þórir
Ingi, f. 18.11. 1967,
maki Margrét Guð-
mundsdóttir, börn
Alexandra Sif og
Róbert Smári. Sig-
þrúður Hrönn, f.
10.1. 1970, maki
Einar Már Stein-
grímsson, börn
Hilmar Már, Lilja
Hrönn og Finnur
Mauritz. Þóra
Björk, f. 5.1. 1973,
maki Halldór
Sveinsson, börn
Birkir Grétar, Karl-
otta og Fríða Ósk.
Friðrik Þór, f. 9.11. 1974, maki
Ina Poulsen, börn Linda Rose,
Camilla Björg og Elías Þór.
Útför Friðriks verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Nú ertu farinn en ég á ennþá
bágt með að kyngja því enda er
alltaf erfitt og sárt að horfa á eftir
góðum vinum. Þetta var svo fjar-
lægur möguleiki því mér fannst þú
alltaf svo hress en þetta sýnir
manni hvað lífið er hverfult og að
maður á að njóta þess meðan það
er.
Ég man vel þegar ég hitti þig
fyrst á heimili þínu, þá nýbúinn að
kynnast yngri dóttur þinni. Ég las
úr svip þínum: „Ætlar þessi maður
að taka frá mér litlu stelpuna
mína?“
Litla stelpan var aldrei tekin frá
þér heldur bættist frekar í barna-
hópinn því með tímanum fór ég að
hugsa meira um þig sem föður en
tengdaföður.
Oft sátum við og töluðum um
heima og geima og þá sérstaklega
um ólæknandi sjúkdóminn sem við
gengum báðir með; bíladelluna. Ég
hlustaði hugfanginn á lýsingar þín-
ar frá því þú varst ungur, hvernig
bílarnir voru og hvernig allt í
kringum það var. Það skein alveg í
gegn að þú varst töffari á þeim
tíma, fínn í tauinu og á góðum bíl-
um. Í seinni tíð bar minna á töff-
aranum þó svo að hann blundaði í
þér.
Það gladdi mig mikið hvað þú
bauðst börnin mín strax velkomin í
fjölskylduna og var eins og þau
væru þín barnabörn. Jafn barn-
góður og ljúfur maður er vand-
fundinn en þegar maður hugsar til
baka kemur upp í hugann að þú
hafir samt ekki farið að lifa lífinu
til fulls fyrr en eftir að þú veiktist
og þurftir að hætta að vinna. Þú
sem hafðir alla tíð unnið myrkr-
anna á milli hafðir allt í einu mik-
inn tíma aflögu og fékk fjölskyldan
að njóta þess í tíu frábær ár. Á
þessum tíma hefur fjölskyldan
stækkað mikið og það var svo
greinilegt hvað það gladdi þig að
hafa mikinn tíma fyrir fjölskyld-
una, þú hafðir alltaf tíma fyrir
börnin, að hlusta á þau og tala við
þau.
Það verður skrítið að geta ekki
skroppið í kaffi og spjall til þín
lengur. Það er margt sem mér
finnst að ég hafi átt að segja við
þig og þá kannski sérstaklega
hvað mér þætti vænt um þig, von-
andi hefur þú fundið það.
Það verður erfitt fyrir okkur öll
á komandi hátíð að hafa þig ekki
hjá okkur en við vitum að þú ert
hjá okkur meðan við munum þig
og hugsum til þín.
Ég kveð þig að sinni, minn kæri
vinur, og veit að þú vakir yfir okk-
ur.
Halldór Sveinsson.
Elsku bróðir og frændi.
Við mæðgur viljum þakka fyrir
ást þína vináttu og umhyggju í
gegnum öll árin.
Guð geymi þig.
Það er svo tæpt að trúa heimsins
glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á tímans straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt. –
Því er oss bezt að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.
(Jónas Hallgrímsson.)
Megi góður guð veita okkur ást-
vinum þínum styrk í sorginni.
Nína, Kristín og
Inga Sigþrúður.
FRIÐRIK
ÞÓRISSON
fyrir mér hávaxinn mann, teinrétt-
an í baki, með ákveðinn svip, en
það var ávallt stutt í glettnina.
Hann var mikill útivistarmaður
og náttúruunnandi, hans aðal-
áhugamál var að ferðast um land-
ið, með sitt eigið hús, stoppa á fal-
legum stað, dvelja í kyrrð og vera
kóngur í ríki sínu.
Við hjónin viljum þakka honum
samfylgdina, þakka fyrir öll ferða-
lögin, sem við fórum í saman, úti-
legurnar og ekki síst þökkum við
samveruna á Laugarvatni sl. sum-
ar, sem verður okkur öllum
ógleymanleg. Þar sat hann gjarn-
an með Nínu fyrir utan hjólhýsið
þeirra, í hjólastólnum og hlustaði á
söng fuglanna, þytinn í trjánum,
eða horfði á fólk ganga hjá og rétti
þá upp hönd í kveðjuskyni, orð
voru óþörf.
Ég veit hann vill þakka Nínu
sinni fyrir hjálpina og umhyggjuna
síðasta tímann. Við biðjum Guð að
blessa hana.
Nú er Friðrik umvafinn kær-
leika á nýjum stað.
Guð blessi minningu hans.
Ásgerður Jónasdóttir.
Í dag kveðjum við mág minn,
Friðrik Pétursson. Við hjónin vilj-
um þakka honum fyrir tryggðina
og allar samverustundirnar sem
við áttum saman, hér í Reykjavík á
heimili hans þar sem við vorum
alltaf boðin velkomin og ekkert
var of gott fyrir okkur. Eins fyrir
norðan á heimili okkar, þar sem
hann og Nína systir dvöldu oft á
sumrin hjá okkur, með vagninn
sinn. Hann var sveitamaður í sér
og vildi alltaf fylgjast með hvernig
gengi í sveitinni.
Síðasta árið var hann bundinn
hjólastól, en lét það ekki aftra sér
að koma í sveitina til okkar, kom
meira að segja tvisvar í sumar,
sem var okkur mikið gleðiefni og
ég vona honum líka.
Þetta eru fátækleg orð, en fyrir
allt þetta viljum við þakka og biðj-
um góðan Guð að blessa Nínu
hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín mágkona,
Hulda Jónasdóttir.
Nú ert þú farinn í þitt hinsta
ferðalag, Frissi minn. Þú hafðir
mikla unun af ferðalögum og oft á
ferðum þínum með Nínu hittum
við ykkur hingað og þangað um
sveitir. Það var alltaf gaman að
hitta þig og ekki ósjaldan tókst þú
í spil við dóttur okkar. Börnin litu
upp til þín og alltaf varst þú til
taks fyrir þau.
Þegar líða tók á og erfiðara var
fyrir þig að ferðast um, eignaðist
þú þinn sælureit við Laugarvatn á
meðal fjölskyldumeðlima og ég
veit að þar leið þér vel. Það var
alltaf gott að heimsækja þig ogæt-
íð var maður velkominn hvar sem
þú varst. Þú munt alltaf lifa í
minningu okkar. Guð veri með þér.
Pétur Þór Einarsson og
fjölskylda.
Elsku Frissi.
Óskaplega eigum við erfitt með
að skilja að þú sért farinn frá okk-
ur. En við vitum að englarnir
passa þig voða vel fyrir okkur
núna. Við viljum þakka þér fyrir
allar stundirnar okkar saman og
allt sem þú hefur gert fyrir okkur.
Elsku Frissi, við munum aldrei
gleyma þér og lofum að passa
hana Nínu þína rosalega vel.
Þín
Arney og Eyþór.
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
HALLDÓR KR. STEFÁNSSON,
Ystabæ 5,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
27. nóvember kl. 13.30.
Elín Hulda Halldórsdóttir, Þorsteinn Pétur Guðjónsson,
Stefán Halldórsson, Farida Sif Obaid.
Hjartkær bróðir okkar og vinur,
GEIR PÁLSSON
málari,
Heiðmörk 8,
Stöðvarfirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn
22. nóvember.
Útförin verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 29. nóvember
kl. 14.00
F.h. aðstandenda,
Ester Pálsdóttir,
Björn Pálsson,
Hlíf B. Herbjörnsdóttir,
Björn Hafþór Guðmundsson,
Jóna Gunnarsdóttir.
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
fóstra,
fyrrverandi forstöðukona
Vistheimilis barna,
til heimilis á Ránargötu 42,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 23. nóvember.
Steinunn Pálsdóttir, Þorkell G. Sigurbjörnsson,
Svandís Ólafsdóttir, Eyþór Einarsson,
Sigurður Pálsson, Jóhanna G. Möller,
Guðfinna Guðmundsdóttir,
systrabörn og bræðrabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON
húsgagnabólstrari,
Stórholti 19,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn
21. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 13.30.
Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir,
Ástríður Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA GUÐNADÓTTIR
frá Melstað,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðnesi sunnudaginn
23. nóvember.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn
2. desember kl. 13.30.
Sigurdóra Kristinsdóttir, Hrólfur Ingimundarson,
Þorsteinn S. Kristinsson,
Guðmundur B. Kristinsson, Kristín G. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.