Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal Steinólfur Lárusson í Ytri- Fagradal er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Einræður hans bera vitni frumlegri hugsun, einstæðri kímnigáfu og meitluðu tungutaki. Stórskemmtileg bók um einstakan mann. „Steinólfur er maður allra tíma.“ – Einar Már Guðmundsson edda.is V igdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, segir að Norður- bryggja eigi í senn að vera hús minninganna, þar sem fólk öðlist dýpri skilning á sameiginlegri sögu Danmerkur og eyjanna í Atlantshafi, en jafnframt skuli þar vera nútíðarverðmæti þjóðarinnar og framtíðarinnar í sam- skiptum landanna. Sem formaður stjórnar Norður- bryggjusjóðsins hefur Vigdís verið andlit Norðurbryggju út á við í þau sjö ár sem liðin eru síðan Danirnir Morten Meldgaard, þáverandi formaður dönsku heimskauta- stofnunarinnar, og Kaj Elk- rog, sem þá var forstöðumað- ur danskra toll- og skatta- yfirvalda, kynntu fyrir henni hugsýn sína um menningar- miðstöð fyrir Norður- Atlantshafið í hjarta Kaup- mannahafnar. Vigdís segir að hún hafi skilið hvers vegna henni var falið þetta hlutverk. „Það er ekki hægt að neita fyrrverandi forseta Íslands um viðtal, þannig að ég fæ allt- af tækifæri til að koma og reifa áhugamál mín og hug- sjónir.“ Angan sögunnar greinileg Vigdís var nýlega flutt til Danmerkur ásamt dóttur sinni að loknu síðasta kjör- tímabili sínu sem forseti þegar þeir Meldgaard og Elkrog leituðu til hennar. Hún hafði fundið góða íbúð í Kaup- mannahöfn, en ætlaði sér ekki að vera mjög lengi. Það fór á annan veg. Vigdís segist strax hafa heillast af hugmyndinni og húsinu í Kristjánshöfn þegar hún sá það fyrst í kringum áramótin 1996/1997. „Gluggar og hlerar og fleiri slíkir hlutir voru í slæmu ástandi, en húsið sjálft var ótrúlega vel á sig komið. Ég sá þar strax mikla möguleika. Stað- setningin er ákaflega góð, beint á móti Nýhöfn, og úr vesturgaflinum er stórkostlegt útsýni þangað.“ Vigdís segist hafa fundið sterkt fyrir fortíð hússins og tengslum við Norður-Atlantshafið. „Þegar ég kom fyrst á efstu hæðina fannst mér ég finna sterka lykt, sambland af tjöru, saltfiski og ullarbölum. Þetta var ekki óþefur, þetta var angan af útflutn- ingsvörum norðan úr höfum. En auð- vitað er þetta eins og með börnin sem halda að þau muni frumbernsku sína, maður þekkir söguna og fer því að leita að lyktinni, angan sögunnar.“ Meldgaard, Elkrog og Vigdís fengu fleira fólk til liðs við sig og höfðu samband við dönsk stjórnvöld til að fá vilyrði fyrir húsinu „Við gengum mörgum sinnum á fund þeirra tveggja aðila sem komu mest að þessum málum í ríkisstjórn Dan- merkur, Mogens Lykketoft, sem þá var fjármálaráðherra, og Marianne Jelved, þáverandi samstarfsráðherra Norðurlanda. Við fórum til Kristjáns- borgar að ræða við þau og þau skildu strax hvað við vorum að fara,“ segir Vigdís. „Að lokum fengum við þau skilaboð að Danir vildu gefa húsið ef við útveguðum þá fjármuni sem þyrfti til framkvæmdanna.“ 240 milljóna króna gjöf og útrétt hönd íslenskra stjórnvalda Það sem þurfti til viðgerða og breytinga á húsinu voru ekki neinar smáupphæðir: 60 milljónir danskra króna, eða um 720 milljónir íslenskra króna samkvæmt útreikningum Kaj Elkrog. Undirbúningsnefndinni, sem Vigdís var í forsvari fyrir, tókst að fá loforð fyrir stórum hluta upphæðar- innar hjá íslenskum, grænlenskum og færeyskum yfirvöldum, en að sögn Vigdísar munaði mest um stórhug ís- lenskra stjórnvalda og Davíð Odds- son forsætisráðherra sem einstakan liðsmann. Þrátt fyrir þennan mikla stuðning var málið ekki enn í höfn. Það var því kærkomið þegar við bættist stuðningur danska milljarða- mæringsins Mærsk McKinney Møll- er. Møller, sem nú er níræður, er son- ur skipakóngsins fræga A.P. Møller, og hefur ávaxtað auð föður síns ríku- lega í flutningastarfsemi, olíuvinnslu og fleiri atvinnugreinum, og er nú auðugasti maður Danmerkur. Hann hefur látið háar fjárhæðir af hendi rakna til menningarmála í gegnum styrktarsjóð sinn, „A.P. Møller og Hustru Chastine McKinney Møllers Fond til almene Formaal,“ og meðal annars gefið Kaupmannahafnarborg nýtt óperuhús sem er í byggingu á Dokøen, skammt frá Norðurbryggju. Vigdís segir að Møller hafi aðeins einu sinni komið til Íslands, og það var í september 2001, en hafi þó lengi sýnt velvild sína til landsins með því að styrkja íslenska námsmenn í Dan- mörku. „Ég var málkunnug honum og hef verið það lengi,“ segir Vigdís. „Hann hefur meðal annars verið gest- ur minn á Íslandi, og hann er afar við- ræðugóður maður.“ Vigdís skrifaði Møller bréf og bað um að fá að leita ráða hjá honum og var þá boðið í hádegisverð. Þau Vig- dís og Ove Hornby, forstjóri styrkt- arsjóðs Møllers, snæddu saman á efstu hæð höfuðstöðva A.P. Møller- samsteypunnar við Esplanaden í Kaupmannahöfn í lok nóvember 1999. „Hann var þá nýbýinn að kaupa Doköen, þar sem óperan er nú að rísa, og var að velta því fyrir sér hvað hann ætti að byggja þar. Ég sagði honum frá því hvað við þyrftum að lágmarki til að gera hugsýn okkar um Norðurbryggju að veruleika. Þetta voru ákaflega vinsamlegar samræð- ur, en það var ekkert ákveðið svar gefið.“ Svarið frá Møller barst skömmu fyrir áramótin 2000. Hann sagðist þar hafa mælt með því að veittar yrðu til verksins 20 milljónir danskra króna, eða sem nemur um 240 milljónum ís- lenskra króna, úr áðurnefndum styrktarsjóði. Svarið vakti að vonum mikla gleði undirbúningsnefndar- innar. Þakklæti til Dana og Íslendinga „Þegar þessum áfanga var náð var ákveðið að stofna sjóð með þessum peningum, og „Fonden den Nordatl- antiske Brygge, eða Norðurbryggju- sjóður, varð til og ég var kosin stjórn- arformaður hans,“ segir Vigdís. „Ég tek það fram að ég var ekki fulltrúi Íslands í stjórninni og hef aldrei dregið taum einnar þjóðar í þessu verki. Íslendingar áttu sér skínandi góðan fulltrúa í sjóðsstjórninni, Guð- mund Árnason, núverandi ráðu- neytisstjóra í menntamálaráðu- neytinu, sem áður var skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.“ Vigdís hefur verið áberandi í allri umræðunni um Norðurbryggju og fjölmiðlar bæði í Danmörku og Ís- landi hafa einkum leitað til hennar. Vigdís bendir þó á að hún sé aðeins ein af mörgum sem hafi unnið að verkinu, þar hafi margir lagt lóð á vogarskálar. Þar eru fremstir í flokki Morten Meldgaard og Kaj Elkrog, en jafnframt margir aðrir einstaklingar sem hafi setið í undirbúningsnefnd- inni og sjóðsstjórninni eða með öðr- um hætti stuðlað að því að gera „draumahúsið“ Norðurbryggju að veruleika. „Ég hef ekki dregið hlass- ið,“ segir Vigdís, „en ég hef ýtt á eftir. Það er oft gott á leið upp brekkur.“ Vigdís Finnbogadóttir um miðstöðina Norðurbryggju Hús minninganna og framtíðarinnar Vigdís Finnbogadóttir kvaðst strax hafa heillast af hugmynd- inni um starfið í Norðurbryggju. Helgi Þorsteinsson ræddi við hana um undirbúninginn. AP Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti Íslands. Á barnasýningum gerist leikritið ekki bara á sviðinu. Það fer líka fram úti í sal. Þar er fluttur spuni sem fullorðnir gætu ekki leikið eftir. Því spuni er að sleppa sjálfum sér lausum; ritskoða ekki sjálfan sig. Fullorðnir eru svo alvarlegar kilj- ur. Þegar búið er að strika yfir sterkustu lýsingarorðin eru þeir hundleiðinlegir í ofanálag. Það myndast röð við miðasöluna og krakkarnir leiða foreldra sína, sem eru greinilega ekki á heimavelli. Langt síðan þeir voru á leikskóla. Þeir taka upp veskið og borga, en þar fyrir utan eru þeir bara áhorf- endur. Einstaka sinnum kemur til þeirra kasta. Þá eru þeir að þjóna stjörnum sýningarinnar. - Get ég fengið annað rör, segir pabbi hálfvandræðalegur í sjoppunni og bætir við til skýringar: Það rifnaði þegar hann var að setja það sjálf- ur í. Þegar litið er yfir salinn fer ekki á milli mála hverjir eru fullorðnir. Þeir eru eitthvað svo súrir á svipinn. Eru að bíða eftir að leikritið byrji. Skilja ekki að það er byrjað. Til þess þarf ekki leikara á sviðið. Það er nóg að vera í leikhúsi. - Þetta eru tröppur, pabbi, hrópar stelpa uppveðruð og bendir á leikmuninn á sviðinu. - Sjáðu kassann, segir strákur við pabba sinn, spenna í málrómnum. Hlutir eru ekki dauð fyrirbæri í augum barna, enda felast flestir leikir í því að gæða þá lífi. Jafnvel það sem ekkert er. Þykir sjálfsagt að selja ímyndaðan sleikjó á ímyndaðan fimmkall. Börnin eru heldur ekkert föst í sínum hlutverkum; þau geta hæglega leikið fleiri. Stelpa í röndóttum sokka- buxum stendur upp á stól og kallar til mömmu sinnar: - Sjáðu, ég er Lína Langsokkur. Aðrir krakkar eru að uppgötva furður leikhússins, jafnvel að fara í fyrsta skipti. - Voooó, sjáðu mamma. Ég halla svo upp, segir stúlka í leik- hússtólnum og hverfur ofan í sætið. - Ég vona að það setjist enginn fyrir framan mig, segir áhyggjufullur drengur. Það er líka greinilegt að þau tengja Dýrin í Hálsaskógi við leikhús. Strákur í svörtum lakkskóm er sannfærður um að hann sé að fara að horfa á Mikka ref. - Hann er soldið ljótur. - En það er enginn Mikki refur í þessari sýningu, segir amma hans. - Bara Lilli klifurmús, segir strákurinn. - Nei, ekki hann heldur, segir amman. - Bara bakaradrengurinn, segir strákurinn. Hann bendir á inngang- inn á sviðið: Hérna koma dýrin á eftir. Í leikritinu er spilað inn á þessa eftirvæntingu barnanna. Þá syngja Snuðra og Tuðra piparkökusönginn, reyndar sína útgáfu, og strákurinn dillar lakkskónum: - Já, við bökum heimsins bestu kökur býsna er nú þetta gaman, klínum deigi í kinn og höku kámum okkur svo í framan. Lagatextarnir sniðugir, hefðbundinn kveðskapur en þó uppá- tækjasamur. Samt skemmtilegast þegar barnshláturinn blandast sýn- ingunni. Börnin skellihlæja þegar Snuðra og Tuðra flækja sig í húf- unum. Eins þegar Snuðra eltir Tuðru með nærbuxur og táfýlusokka, sem hún finnur í fjörunni. - Oj, hrópar lítil stúlka upp yfir sig. - Æi, volar önnur sem er búin að festa löppina milli stólanna fyrir framan sig. Hún var að príla. Hefði getað komið fyrir Snuðru og Tuðru. Það er soldið af pöbbum í leikhúsinu. Sá sem er á sviðinu er ekkert alltof gáfulegur. Kaupir piparkökurnar úti í búð þegar hann er búinn að borða deigið frá mömmu. Er eiginlega á sama plani og börnin. Þarf að hugsa um hann. Passa að hann geri enga óknytti. Mamman tekur örugglega til eftir hann, eins og Snuðru og Tuðru. Áður en hún sofnar í jólamatinn, alveg frá af þreytu. - Mamma, það er drasl í herberginu mínu. Ég skal taka til, segir stelpa í salnum, sem sér lífið í nýju ljósi. Einu sinni missa börnin einbeitinguna. Það byrjar mas og brambolt. Stelpa í brúnum kjól klifrar yfir stólbakið í fangið á ókunnugri ömmu, sem tekur henni opnum örmum. - Jólin koma, tönnlast strákur á, eins og þau gleymist ef hann þagni. En þau gleymast varla. Börnin fá forsmekkinn í leikhúsinu að því sem koma skal. Og Snuðra og Tuðra eru orðin hluti af helgihaldinu. Ekki síður en Grýla og jólasveinarnir. Guðsmóðirin. Og jafnvel sjálft af- mælisbarnið. Í leiksmiðju barnanna SKISSA Pétur Blöndal horfði á Snuðru og Tuðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.