Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með Vefaranum frá Kasmír skrifaði Halldór sig frá kaþólskum sið. Verkið skrifaði hann í Taormina á Sikiley sumarið 1925, en hafði lent í ýmsum ævintýrum á leiðinni út. Halldór sigldi með Lagar-fossi til Aberdeen í Skot-landi, þar sem hann var 14.maí 1925. Síðan lá leiðin til Hull, þar sem hann steig á land og tók lest til Brighton. Hann var kominn þangað 15. maí og gisti hjá Völu Wall. Þaðan skrifaði hann Jóni Sveinssyni, að kaþólski söfnuðurinn heima hefði ekki gert vel við sig, og það hefði átt þátt í að flæma sig frá Íslandi. Jón svaraði stuttlega. Halldóri sárnaði. Hann skrifaði Jóni annað bréf frá Brighton og sagði, að Alþingi hefði fellt styrk til sín, af því að hann væri kaþólskur. Sama dag skrifaði Halldór Erlendi í Unuhúsi, sendi honum nokkrar enskar bækur og mælti sérstaklega með The Painted Veil (Málaða tjald- ið) eftir William S. Maugham. Hann skrifaði Hallbirni Halldórssyni líka frá Brighton og talaði þá ekki eins og verðandi munkur: „Góð líðan, sólar- breyskja, sólhvítt asfalt, Ermarsund, berrassaðar stelpur í fjörunni.“ Hall- dór tók lest og ferju frá Brighton til Parísar og var kominn þangað síð- degis 21. maí, en stóð stutt við. Jón Sveinsson tók á móti honum, og þeir jöfnuðu ágreining sinn um skilnings- leysi kaþólsku kirkjunnar á þörfum hins unga skálds. Dvölin í Róm Halldór fór með hraðlest frá París til Rómar, svo að hann þurfti hvergi að skipta. Halldór kom til Rómar að morgni sunnudagsins 24. maí 1925. Fyrsta verk hans var að setja ferðatösku sína í geymslu. Síðan fann hann veit- ingahús, þar sem hann fékk sér morgunverð, kaffi og brauð með ald- inmauki (marmelaði). Árið 1925 var sérstakt fagnaðarár, svo að fjöldi pílagríma var staddur í Róm. Halldór vissi af nokkrum Íslendingum í þeirra hópi. Hann fór á Hotel Valad- ieri, þar sem pílagrímarnir frá Norð- urlöndum bjuggu. Eftir nokkra leit rakst hann á tvo landa, Lárus Ing- ólfsson leikara og Kristjönu Guð- mundsdóttur hjúkrunarkonu. Hann hitti ekki á aðalforystumann kaþ- ólska safnaðarins á Íslandi, Gunnar Einarsson, sem var staddur í Róm. Svo illa vildi til, að íslensku pílagrím- arnir ætluðu norður þennan sama dag. Halldór og þau Lárus og Krist- jana notuðu því þær fáu stundir, sem þeim gáfust, til að spjalla saman á veitingahúsi. Íslensku pílagrímarnir sögðu Halldóri frá dvölinni í Róm. Þau höfðu verið þar í rúma viku, frá 16. maí, gengið fyrir páfa í höll hans ásamt öðrum norrænum pílagrímum og sótt guðsþjónustur í Péturskirkj- unni. Þau sögðust öfunda Halldór af því að mega dveljast áfram á Ítalíu. „Hver er að biðja ykkur að fara norð- ur aftur strax?“ spurði Halldór. „Lírukassinn er tómur,“ sagði Kristjana. „Við erum búin að eyða öll- um okkar peningum og höfum varla efni á að komast frá Kaupmannahöfn til Íslands. En hvað þér eigið gott, Halldór, að hafa alltaf nóg af pening- um til að leika yður fyrir!“ Halldór svaraði: „Já, peníngar eru eitt af því fáa sem nóg er til af í heiminum.“ Hann hafði gaman af að leika gest- gjafa, þótt hann ætti sennilega ekki meira í skjóðu sinni en þau. Bolognari-hjónin Undir lok maímánaðar lagði Hall- dór af stað til Sikileyjar. Hann hafði keypt sér farseðil til Palermo og var nú auralítil, en eftir að hafa heyrt að Taormina væri fallegasti staður á Ítalíu og raunar í Evrópu allri og þar væri prýðilegt gistiheimili, sem dönsk kona ræki ásamt manni sínum ítölskum ákveður hann að halda þangað og skrifa skáldsögu sína. Hann heldur af stað með rangan far- seðil og fær lánað fé fyrir miðabreyt- ingunum hjá enskum stúlkum í lest- inni. Lestin brunaði meðfram strand- lengjunni, aðra hverja mínútu um kolsvört brautargöng, uns hún nam staðar í litlu þorpi við sjóinn, Diadina. Þar stigu þeir út, sem áttu erindi til Taormina. Þorpið liggur í hlíðum Monte Tauro, Bolafjalls. Fjallið held- ur áfram upp æ brattara og endar í fögrum tindum, sem ber við himin, en hátt uppi eru gömul vígi og lítil þorp í fjallkverkum. Halldór týndi stúlkunum tveimur, sem höfðu lánað honum lírurnar, og tók bíl upp eftir snarbrattri hlíðinni um bugðóttan veg milli trjáa og blóma, þangað til komið var á lítið torg rétt fyrir utan gamla hliðið inn í þorpið vestan megin, Porto Catania. Á torginu stóð steingerð vera í gos- brunni, kona að ofan, tvífætt dýr að neðan, kirkja handan styttunnar, en á miðju torginu lítið gistiheimili, Pens- ione Riis-Bolognari. Klukkan var þrjú síðdegis, þegar Halldór knúði þar dyra. Hann sagði hjónunum, sem ráku heimilið, strax eins og var, að hann væri peningalaus og þyrfti að síma heim til Íslands eftir fé. Frú Riis, skilningsrík, hjartagóð og feit, sagðist aldrei á ævi sinni hafa kynnst öðru eins hugrekki, „dristig- hed“, að birtast peningalaus á Sikiley. Hún skellihló og gekk öll í bylgjum. Halldór hló með, þótt honum fyndist þetta allt annað en hlægilegt. Konan sagði: „Segið þér bara til, þegar yður vantar peninga, og þér skuluð fá það, sem þér þurfið.“ Bolognari-hjónin lánuðu honum strax fyrir símskeyti og 100 lírur að auki og útveguðu hon- um fæði á Old India veitingahúsinu þar skammt hjá á sínum reikningi. Vistaskipti Halldór hafði lengi skrifað í grein- ar í Morgunblaðið en hættir því tíma- bundið 1927. Í ársbyrjun 1927 hætti Halldór að skrifa í Morgunblaðið. Hann hafði átt samleið með því allt frá vorinu 1916, þegar hann birti fyrstu blaðagrein sína, á fermingaraldri, að vísu aðeins undir upphafsstöfum. Blaðið hafði fylgst með honum af vinsamlegum áhuga árum saman, og hann hafði verið tíður gestur á ritstjórnarskrif- stofu þess. Það hafði líka greitt hon- um prýðileg ritlaun, samtals 305 krónur 1925 og 230 krónur 1926. En síðasta grein hans í Morgunblaðinu um skeið var samin á gamlársdag 1926. Hún var lofsamleg umsögn um bók, sem þeir Þórbergur Þórðarson og Jón Thoroddsen, góðvinir Hall- dórs, höfðu þýtt eftir indverska spek- inginn Svami Vivekananda, Starfs- rækt eða karma-jóga. Næsta grein Halldórs birtist í Al- þýðublaðinu, í tveimur hlutum, 18. janúar og 5. febrúar 1927 undir heit- inu „Inngángur að ritdómum. Skáld- sagnagerð. Starffræðilegar athugan- ir“. Þar hélt hann því fram, að „öreigastéttin, mentunarsnauð og hleypidómalaus“ væri miklu frjórri jarðvegur skáldsins en „borgara- stéttin með öllum sínum félags- bundnu sjónarmiðum og rígskorðuðu fordómum“. Halldór virtist hér vera að tala um misjafnar viðtökur ljóða sinna og blaðagreina, sem birst höfðu í Morg- unblaðinu næsta árið á undan. Hann gerði lítið úr starfi rithöfundarins. Herforingjar og landkönnuðir, veit- ingaþjónar og háskólakennarar, væru líka skáld hver á sinn hátt. Skáldskapur sprytti síður upp úr huga skáldsins en af vörum almenn- ings. Sjálfur legði hann að jöfnu það, sem hann hefði lært af reykvískum óreglumanni, sem hann hefði kynnst, en fundist hefði látinn úti á miðri götu á Laugavegi eina nóttina, og hitt, sem hann hefði lært til samans af þeim Hamsun og Charles Chaplin. Undir áhrifum Gorkís Staðhæfing Halldórs á lærdómin- um sem draga mætti af óreglumann- inum hneykslaði suma. Óreglumað- urinn, sem Halldór nefndi í grein sinni, hét Brynjólfur Grímsson, kall- aður Brynki, og var frá Hólmi. Hann fannst þriðjudagskvöldið 26. mars 1926 nær dauða en lífi á Laugavegi og lést nokkru síðar. Hann hafði verið kófdrukkinn þá um kvöldið og rekist utan í bíl, að því er talið var. Hann „var kunnugur mörgum bæjarbúum, forneskjulegur karl á marga lund, hafði verið ágætur sjómaður og fram- úrskarandi hraustur“. Kristján Al- bertsson hneykslaðist síðar meir oft á því, að Halldór skyldi leggja að jöfnu það, sem hann hefði lært af þeim Brynka á Laugaveginum annars veg- ar og Hamsun og Chaplin hins vegar. Hann sagði, að þetta væri dæmi um tilhneigingu Halldórs til að taka stórt upp í sig, segja eitthvað til þess eins að hneyksla fólk og vekja athygli. En sennilega var Halldór undir áhrifum frá Maxím Gorkí, þegar þetta hraut úr penna hans. Gorkí hélt því fram, að hann skrásetti aðeins sögur, sem menn á förnum vegi segðu sér. Viska lífsins væri alltaf dýpri og víðfeðmari en viska mannanna. Hann hefði gert lítið annað en skrásetja þær. Vináttan við Halldór Halldór skrifaði ýmsar greinar í Alþýðublaðið. Ein ástæðan til þess, að Halldór hafði þessi vistaskipti, var vinátta hans við Hallbjörn Halldórsson, sem nú var orðinn ritstjóri Alþýðublaðs- ins. Hann hitti Hallbjörn og konu hans, Kristínu Guðmundsdóttur, oft, ýmist á ritstjórnarskrifstofu Alþýðu- blaðsins, heima hjá þeim á Spítalastíg eða í Unuhúsi. Þau ræddu um heima og geima, gildi dularfullra fyrirbrigða og siðmenningu íslenskra kvenna, þrætugirni og kurteisi og margt fleira. Á þeirri tíð notuðu menn tóm- stundir sínar oftar en síðar varð til að ganga um bæinn og heimsækja fólk. Stefnumóti frestað Ýmsar ástæður eru taldar fyrir því að Halldór hætti að skrifa greinar í Morgunblaðið. Önnur ástæða til vistaskipta Hall- dórs í ársbyrjun 1927 var, að honum hafði lent illa saman við Valtý Stef- ánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Hann hafði ætlað að bjóða stúlku út, en vantað fé til að gera það, svo að sómi væri að. Hann skrapp á skrif- stofu Morgunblaðsins í Ísafoldarhús- inu við Austurstræti og bað Valtý um fyrirframgreiðslu ritlauna. Ekki stóð vel á hjá blaðinu, svo að Valtýr synj- aði honum greiðslunnar. Úr þessu varð hávær orðasenna, en Halldór neyddist til að hætta við að bjóða stúlkunni út. Þetta sat lengi í skáld- inu og olli áreiðanlega einhverju um hin hörðu viðbrögð þess þá um vorið við ummælum Morgunblaðsins um Vefarann mikla frá Kasmír. En meginástæðan til vistaskipta Halldórs var auðvitað sú, að skoðanir hans og Morgunblaðsmanna fóru ekki lengur saman. Söguleg Suðurferð Laxness með augum þýska listmálarans Richard Beckers, sem hann kynntist á ferð sinni um Ítalíu. Laxness eftir dvölina á Sikiley. Halldór Kiljan Laxness á skírnardag- inn í St. Maurice de Clervaux árið 1923, þegar hann var skírður og fermdur til kaþólskrar trúar. Bókarkafli Halldór Laxness er án efa einn merkasti rithöfundur okkar Íslendinga. Ævi hans var um margt litrík, en Halldór tók kaþólska trú, afneitaði henni síðar og aðhylltist hugmyndafræði kommúnista, auk þess að ferðast víða um lönd, m.a. til Englands, Frakklands og Ítalíu líkt og segir frá í frásögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar af ævi Laxness. Halldór 1902–1932 – Ævisaga Hall- dórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson kemur út hjá AB forlaginu. Bókin er 620 bls. að lengd og myndum prýdd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.