Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 11
’Ég var að vonast til að fá heita máltíðeinhvers staðar, takk fyrir að bjóða mér í
mat.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti snæddi kalkún
með bandarískum hermönnum í Bagdad í tilefni þakk-
argjörðarhátíðarinnar, í óvæntri heimsókn sinni til
Íraks.
’Við treystum þessu samkomulagi enríkisstjórnin reyndist ekki traustsins
verð.‘Garðar Sverrisson , formaður Öryrkjabandalags Ís-lands, eftir að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
upplýsti að ekki yrði að fullu staðið við samkomulag
um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á
kerfi örorkulífeyris um áramótin, eins og gert var ráð
fyrir.
’Ég held að komið sé að gullaldarárummiðborgarinnar.‘
Ingibjörg Pálmadóttir , hönnuður og eigandi 101 Hót-
els við Hverfisgötu, er hún tók við verðlaunum frá
Þróunarfélagi miðborgarinnar fyrir framlag sitt til
þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur.
’Það mun taka langan tíma að stuðla aðvaranlegum umbótum á aðstæðum barna
í Írak.‘Karin Sham Poo , aðstoðarframkvæmdastjóri Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á frétta-
mannafundi í Reykjavík.
’Við erum að reyna að fara svipaða leiðog við fórum síðast, að treysta á stöð-
ugleikann en jafnframt að reyna að hífa
upp lægstu launin.‘Halldór Björnsson , formaður Starfsgreinasambands-
ins, eftir að sambandið kynnti Samtökum atvinnulífs-
ins kröfur sínar vegna komandi kjarasamninga.
’Ég er á förum.‘Eduard Shevardnadze , fyrrverandi forseti Georgíu,
eftir að hann hafði verið neyddur til að segja af sér í
kjölfar mikilla mótmæla í landinu undanfarnar vikur.
’Við erum óánægð. Við vonumst til þessað fá betri lausn seinna meir.‘Afganski flóttamaðurinn Ramin Sana var ósáttur við
þá ákvörðun Útlendingastofnunar að neita honum,
konu hans Jana, sem er frá Úsbekistan, og nýfæddum
syni þeirra um pólitískt hæli á Íslandi.
’Vöxtur hennar er tvímælalaust alvarlegt vandamál.‘Anatoly Iksanov , stjórnandi Bolshoj-balletsins í
Moskvu, um ballerínuna Anastasíu Volotsjkovu, sem
mikill styr hefur staðið um í Rússlandi. Volotsjkova
var nýlega rekin úr ballettflokknum á þeirri forsendu
að hún væri of hávaxin og þung.
Ummæli vikunnar
Reuters
Ég er farinn
Eduard Shevardnadze klórar sér á enninu á
fréttamannafundi á heimili sínu í Tblísí eftir
að hann hafði sagt af sér forsetaembætti í
kjölfar mikilla mótmæla í landinu.
nú enn fyrir því að halda 20,5 milljónum evra
[1,8 milljörðum kr.] sem honum voru greiddar
eftir að hann var rekinn.
Gullnu fallhlífarnar og starfslokagreiðslurnar
eru samt aðeins hluti af þóknunum forstjór-
anna. Athyglin hefur beinst að þessum þáttum
síðustu mánuðina. En það er aðeins vegna þess
að eldri aðferð til að tryggja forstjórunum fúlg-
ur fjár – hlutabréfakauprétturinn – hafði sætt
svo harðri gagnrýni. Forstjórarnir eru valdir
vegna greindar þeirra og staðfestu og þeir hafa
nýtt sér þessa eiginleika til að hækka eigin laun.
Því meiri athygli sem ein tegund umbunarinnar
fær þeim mun hærri virðast aðrar þóknanir
verða.
Fjárhæðirnar sem forstjórarnir hafa fengið
með kaupréttarsamningum á síðustu árum eru
miklu meiri en gullnu fallhlífarnar og allar aðrar
þóknanir. Jafnvel árið 2001, eftir að hlutabréfa-
bólan sprakk, hækkaði verðmæti kauprétt-
arsamninga forstjóra 500 stærstu fyrirtækja
Bandaríkjanna um 43,6% á ári þegar heildar-
hagnaður fyrirtækjanna minnkaði um tæp 12%.
Gríðarlegur og tilviljanakenndur gróðinn
sem kauprétturinn getur fært forstjórunum
vakti reiði meðal hluthafa og almennings. Í
fyrra hagnaðist til að mynda Jeffrey Barbakow,
forstjóri Tenet Healthcare, fyrirtækis sem sér-
hæfir sig í stjórnun sjúkrahúsa í Kaliforníu, um
111 milljónir dollara [8,4 milljarða kr.] á kaup-
réttarsamningi og sama ár lækkaði gengi hluta-
bréfa í fyrirtækinu um tæp 60%. Barbakow
sagði af sér í maí eftir að hópur hlut-
hafa, undir forystu læknis frá Flórída,
hótaði að víkja honum frá.
Með kaupréttinum ágerist fyr-
irbæri sem kallað er „blásið upp og
selt“, en það felst í því að forstjórarnir
gera allt sem þeir geta til að blása upp
gengi hlutabréfa fyrirtækjanna til
skamms tíma (meðal annars með því
að fitla við reikningsskilin eins og í
WorldCom-málinu alræmda) þannig
að þeir geti selt hlutabréf sín á sem
allra hæstu verði.
Í rauninni þynntu þeir einnig út eig-
ið fé hluthafanna án þess að biðja þá
um leyfi. Að sögn rannsóknarstofn-
unarinnar Investor Responsibility
Research Centre í Bandaríkjunum
námu kaupréttarsamningar stjórn-
enda að meðaltali 15,7% af hlutafé fyr-
irtækjanna árið 2002 og var það met. Í
nokkrum mikilvægum tilvikum fór
þetta hlutfall yfir 25%. Það hefur verið
grundvallarregla í hluthafakapítalismanum í
áratugi að ekki eigi að þynna út eigið fé án þess
að hluthafarnir sem eru fyrir samþykki það fyr-
irfram. Með kaupréttarsamningunum var þessi
regla þverbrotin.
Um leið og kaupréttartískan rénaði sneru
forstjórarnir sér aftur að handbæru pening-
unum í því skyni að auka þóknanir sínar. Árið
2002 hækkuðu kaupaukarnir sem greiddir voru
í reiðufé um 8,8% í 500 stærstu fyrirtækjum
Bandaríkjanna eftir að hafa lækkað árið áður,
samkvæmt tölum frá CalPERS, stærsta al-
menna lífeyrissjóði Bandaríkjanna. Verðmæti
kaupréttarsamninga forstjóra minnkaði um
18,6% árið 2002 eftir að hafa aukist um 43,6%
árið áður.
Nokkur fyrirtæki umbuna forstjórum sínum
með hlutabréfum fremur en kauprétti. Trevor
Fetter, eftirmaður Barbakows sem forstjóri
Tenet Healthcare, fékk tvo hluti í fyrirtækinu
fyrir hvern hlut sem hann keypti sjálfur, en
hann má þó ekki eiga meira en 200.000 hluti.
Margar af þessum hlutabréfaúthlutunum eru
háðar þeirri takmörkun að forstjórarnir geta
ekki selt hlutabréfin í ákveðinn tíma. Þannig
haldast tengslin milli umbunarinnar og gengis
hlutabréfanna, en möguleikarnir á því að „blása
upp gengið og selja“ hverfa að mestu.
Önnur aðferð við að umbuna forstjórunum
rausnarlega kom fram árið 2002 og hún felst í
eftirlaunasamningum. Þeir komust fyrst á for-
síðurnar vegna skilnaðarmáls Jacks Welch,
fyrrverandi forstjóra General Electric. Fyrr-
verandi eiginkona hans benti þá á fyrir rétti að
eftirlaunasamningur Welch fólst ekki aðeins í
rausnarlegum lífeyri, heldur einnig í rétti til að
nota einkaþotur GE, aðstoð við að leigja íbúð á
Manhattan fyrir 80.000 dollara á mánuði, auk
þess sem honum voru send blóm reglulega.
Síðan var upplýst að yfirmenn American
Airlines, sem átt hefur í erfiðleikum vegna sam-
dráttarins í farþegaflugi eftir 11. september,
hefðu lagt 41 milljón dala [3,1 milljarð króna] í
eftirlaunasjóð handa sjálfum sér og hann nyti
fullrar verndar ef flugfélagið færi í gjaldþrota-
meðferð. Þessum hlunnindum var haldið leynd-
um þar til nokkrum mánuðum síðar þegar fé-
lagið lauk samningaviðræðum við stéttarfélög
starfsmanna þess um að þeir gæfu eftir laun að
andvirði tveggja milljarða dollara [150 milljarða
króna].
Önnur vinsæl aðferð við að auðga forstjórana
felst í því að veita þeim lán og gefa síðan skuld-
ina eftir. Charles Conaway, forstjóri Kmart,
bandarísku lágvöruverðskeðjunnar, lét af störf-
um í mars 2002 eftir aðeins 21 mánuð í for-
stjórastöðunni og tveimur mánuðum eftir að
fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotameðferð.
Skuld hans við fyrirtækið að andvirði fimm
milljóna dollara [380 milljóna kr.], vegna láns
sem hann fékk og var hluti af launakjörum
hans, var gefin eftir þegar hann kvaddi fyr-
irtækið.
Robert Nardelli, annar tveggja umsækjenda
sem fengu ekki forstjórastöðuna hjá General
Motors eftir að Welch lét af störfum, varð for-
stjóri smásölufyrirtækisins Home Depot, sem
hefur meira en helmingi minni rekstrartekjur
en GE. Umbun Nardellis á árinu 2002 (að and-
virði 20 milljóna dollara, 1,5 milljarða kr.) fólst
meðal annars í niðurfellingu skuldar að andvirði
2,5 milljóna dollara [199 millj. kr.] á fjórum ár-
um vegna 10 milljóna dollara láns sem hann
fékk þegar hann var ráðinn. Samkvæmt ráðn-
ingarsamningnum þarf hann ekki heldur að
greiða vexti og skatta, auk þess sem samning-
urinn felur í sér gullna fallhlíf að andvirði að
minnsta kosti 20 milljóna dollara. Það er góð
búbót fyrir manninn sem GE hafnaði.
Athyglin beinist sjaldan að grunnlaunum for-
stjóra stórfyrirtækjanna vegna þess að þau
hækka yfirleitt ekki upp úr öllu valdi eins og
hinar greiðslurnar. Árið 2002 voru grunnlaun
forstjóra 500 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna
925.000 dollarar að meðaltali (70 millj. kr.].
Heildartekjur þeirra voru hins vegar 3,65 millj-
ónir dollara að meðaltali [277 millj. kr.].
Það liggur jafnvel við að það sé tíska nú til
dags að forstjórar afsali sér grunnlaunum sín-
um. Sidney Taurel, forstjóri Eli Lilly, þáði að-
eins dollar í grunnlaun árið 2002. John Chamb-
ers, forstjóri Cisco Systems, fór að dæmi hans
og Larry Ellison, forstjóri Oracle, fékk dollar
minna. Ellison var samt hæst launaði forstjóri
Bandaríkjanna árið áður, því að hann fékk 706
milljóna dollara vegna hlutabréfakaupréttar
sem hann nýtti sér það ár [53,6 milljarða kr.].
Greiði á greiða ofan
Hvernig fara forstjórarnir að því að fá svona
rausnarlega samninga? Warren Buffett, stjórn-
arformaður Berkshire Hathaway og einn af
snjöllustu álitsgjöfunum á sviði fyrirtækja-
stjórnunar, segir í nýlegu bréfi til hluthafa
fyrirtækisins að vandamálið felist „ekki í ófull-
nægjandi lögum… heldur í því sem ég kalla
andrúmsloft stjórnarsalanna“.
Andrúmsloftið í stjórnarsölum stórfyrirtækj-
anna lýsir sér í orðunum „ef þú gerir mér greiða
skal ég pissa í baggana þína“ og hefur verið
þekkt í áratugi. Eða eins og Buffett lýsir þessu:
„þegar launanefndin – með aðstoð hálaunaðs
ráðgjafa – skýrir stjórninni frá risastórum
kaupréttarsamningi við forstjórann væri það
eins og að ropa við veisluborðið legði stjórnar-
maður til að nefndin breytti samningnum“.
Wall Street Journal skýrði nýlega frá því að
Grasso hefði reynt að telja verðbréfamiðlara í
kauphöllinni í New York á að tryggja að meiri
peningum yrði varið til kaupa á hlutabréfum í
AIG, stærsta tryggingafélagi Bandaríkjanna.
Hank Greenberg, stjórnarformaður AIG, hafði
kvartað yfir verðbréfamiðlaranum við Grasso.
Það vildi svo til að Greenberg sat í nefndinni
sem bar ábyrgð á launasamningnum við Grasso.
Gagnkvæma greiðviknin er áhrifarík einkum
vegna þess að hún nær til tiltölulega fámenns
hóps manna. Bókin „Les 200“ olli fjaðrafoki í
Frakklandi fyrir fimmtán árum því að þar voru
rakin tengsl þeirra 200 manna sem stjórnuðu í
reynd stórfyrirtækjum Frakklands. Í Banda-
ríkjunum, þar sem fólksfjöldinn og hagstærð-
irnar eru miklu meiri, er þetta tengslanet miklu
víðfeðmara. Rannsókn The Corporate Library
bendir þó til þess að jafnvel í Bandaríkjunum sé
fámennur hópur manna sem tengist hver öðrum
með setu í stjórnum stærstu fyrirtækja lands-
ins. Og þeir bera saman bækur sínar.
Í skýrslu, sem birt var í september, heldur
The Corporate Library því fram að stjórn J.P.
Morgan Chase hafi best sambönd í viðskiptalíf-
inu af öllum fyrirtækjastjórnum Bandaríkj-
anna. Einn stjórnarmanna bankans, William
Gray, formaður háskólasjóðs bandarískra
blökkumanna (UNCF) og fyrsti blökkumaður-
inn til að gegna formennsku í fjárlaganefnd full-
trúadeildar þingsins, situr í stjórnum átta af 500
stærstu fyrirtækjum landsins og fleirum en
nokkur annar. Hann er í stjórnum Dell, Pfizer,
Rockwell Automation, Viacom, EDS,
Prudential Insurance og Visteon, auk J.P.
Morgan. Ársvelta þessara átta fyrirtækja nem-
ur alls 186 milljörðum dollara [14.100 millj-
örðum kr.].
Umbun forstjóra er ákveðin að miklu leyti
þegar þeir eru ráðnir og flest fyrirtækjanna
beita staðlaðri ráðningaraðferð. Þegar Chri-
stopher Galvin sagði af sér sem forstjóri Mot-
orola 17. september var ráðningarnefnd skipuð
um leið og afsögnin var tilkynnt. Formaður
hennar var John Pepper, sem á sæti í stjórn
Motorola og var eitt sinn forstjóri Procter &
Gamble, og í henni voru einnig Larry Fuller,
fyrrverandi forstjóri Amoco, og Douglas Warn-
er. Fuller er í stjórn J.P. Morgan Chase. Warn-
er er fyrrverandi formaður stjórnar J.P. Morg-
an Chase og situr nú í launanefnd General
Electric.
Þróuð ráðningartækni
Eitt af því fyrsta sem ráðning-
arnefnd Motorola gerði var að velja
ráðgjafa á þessu sviði – og fyrir valinu
varð ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stu-
art sem hefur sérhæft sig í því að finna
stjórnendur fyrir stórfyrirtæki. Ráð-
gjafarnir nota sérstök viðmið til að
ákveða hversu há laun næsti forstjóri
eigi að fá. Þegar nýr forstjóri Tenet
Healthcare var ráðinn, svo dæmi sé
tekið, var miðað við „umbunina og
tækifærin sem stjórnendum sambæri-
legra fyrirtækja bjóðast“.
Þetta hefur þær afleiðingar að stöð-
ugt er verið að spenna upp laun for-
stjóranna. Engin ráðningarnefnd vill
bjóða þeim, sem hún velur, minna en
það sem býðst hjá meðalfyrirtæki í at-
vinnugreininni. Það myndi, að mati
nefndarmannanna, ekki laða að besta
manninn í starfið og gæfi til kynna að
fyrirtæki þeirra sætti sig við mann sem væri
fyrir neðan meðallag. Þar sem starfstími helstu
forstjóranna hjá sama fyrirtæki er alltaf að
styttast aukast þessi launaþensluáhrif, einkum í
Evrópu þar sem mannaskiptin í forstjórastöð-
unum eru næstum þrisvar sinnum örari en
1995.
„Það væri skrípaleikur ef óhóflegar greiðslur
síðustu ára yrðu grunnlínur launakjara for-
stjóra í framtíðinni,“ sagði Warren Buffett ný-
lega. „Launanefndirnar ættu að fara aftur að
teikniborðinu.“
Það er þó ekki auðséð hvaða fyrirtæki er
nógu hugrakkt til að sigla á móti straumnum og
hafna ríkjandi viðmiðum. Gagn getur þó verið
að einum þáttanna í hneykslismálunum sem
komið hafa upp nýlega og varða laun forstjóra:
menn eru farnir að beina gagnrýninni meira að
þeim sem samþykktu óhóflegu samningana og
bera ábyrgð á þeim. Carl McCall, fyrrverandi
sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, og Jurg-
en Schrempp, forstjóri DaimlerChrysler, sögðu
sig úr stjórn kauphallarinnar í New York
skömmu eftir að Richard Grasso lét af störfum
vegna uppnámsins í tengslum við eftirlaun
hans. Og Josef Ackermann verður saksóttur af
þeirri ástæðu einni að hann lagði blessun sína
yfir gullnar fallhlífar sem nokkrir stjórnenda
Mannesmann fengu og þóttu yfrið rausn-
arlegar.
Verði launanefndirnar oftar dregnar til
ábyrgðar fyrir samningana sem þær samþykkja
virðist líklegt að færri þessara samninga gangi
alveg fram af starfsmönnum fyrirtækjanna,
hluthöfum og almenningi.
%
&
'()
#
+ , - . / 0
" #! # $$% " % #
&' ( # )$$)
12'3 4++
* 135
156
7 83
3
7
*#
+,-
./
9:! ;3 <
):! ;3 =:! ;>
?+3:!
@ ; =:!+
#:=3+
!
:
;
9:
91:%
91!:+
0" % 1
' (# 12?:):#+43 >1.,,/
: <:<
1+
?+3<: + =+ ++ >=1 ;( +%+
>! ;3 !;AB ; >!+ >!+#
C
>B 4+1
;+;B
1> DD+#+> >+
@ ?:4:)
>#
B 1 + ># ;A4+># #+++>E >) F >)++<3
>)
(
;
4+1
><+;@ =
+1+>;3 )+
3>
F+4+11
;+>;+1>9
3:
’ Því meiri athygli semein tegund umbun-
arinnar fær þeim mun
hærri virðast aðrar
þóknanir verða. ‘
’ Verði launanefndirnaroftar dregnar til ábyrgðar
fyrir samningana sem
þær samþykkja virðist
líklegt að færri þessara
samninga gangi alveg
fram af starfsmönnum
fyrirtækjanna, hluthöfum
og almenningi. ‘