Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 8. KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT Roger Ebert The Rolling Stone KEFLAVÍK Kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.55, 4 og 6.05. Ísl. tal. kl. 1.45, 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. Kvikmyndir.is SV MBL SG DV „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Frumsýning Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. KRINGLAN Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3 og 8. Sýnd kl. 6. Enskur texti Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ “Frumlegasta og ein besta spennumynd ársins. Sýnd kl. 3, 5, 8 og 10.10. B.i. 16. Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY SV. Mbl  AE. Dv Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 12. Frumsýning NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL  Kvikmyndir.com "Þær gerast varla öllu kraftmeiri...hröð, ofbeldisfull...fyndin ogskemmtileg...án efa með betri myndum sem hafa skilað sér hingað í bíó á þessu ári." - Birgir Örn Steinarsson, Fréttablaðið Jólapakkinn í ár. Forsýnd í SAM-Álfabakka kl. 8.10 í kvöld Rokkuð heimildarmynd um þýsku rokkhljómsveitirnar Rammstein, In-Extremo og Sub Dub Micro Machine ofl. kraftmiklar sveitir. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 3 og 5. Íslenskt tal Frumsýning Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendu m Toy Story og Monsters Inc. The Rolling Stone Roger Ebert Áður hefur verið fjallað umþað á þessum síðum hvemikil gróska er í rokki vest-an hafs og þá helst í því er menn steypa saman ólíkum stefnum og straumum, hræra saman hug- myndum út tölvutónlist, rafpönki, ný- bylgjurokki og órafmagnaðri til- raunatónlist. Nefni til sögunnar tvær stórmerkilegar sveitir, bandarísku þremenningana í Menomena og kan- adíska tvíeykið sem kallar sig The Unicorns, en báðar sveitirnar sendu frá sér í haust afbragðs skífur sem eru með því skemmtilegasta sem heyrst hefur á árinu. Ég geri ráð fyrir því að tónlistar- áhugamenn séu almennt sammála þeirri staðhæfingu að Netið sé ein mesta uppfinnning mannsandans síð- an harmonikkan leit dagsins ljós. Ekki er bara að skyndilega er maður kominn með stærstu plötubúð heims inn á heimilið, heldur er einnig hægur aðgangur að aragrúa sérverslana og varla til sú tónlist sem ekki er hægt að finna á Netinu. Við það bætist síð- an að hægt er að komast í sýnishorn af tónlist á Netinu, hvort sem menn eru að nota deilihugbúnað til að sækja sér þjófstolna tónlist eða ein- faldlega að hlusta á það gríðarlega magn af tónlist sem framsæknar hljómsveitir gefa á vefsetrum sínum. Þannig er því til að mynda farið með hljómsveitirnar sem hér eru gerðar að umtalsefni, Menomena og Unicorns; á vefsetrum þeirra rakst ég á tóndæmi sem voru svo dæma- laus að ég keypti plöturnar á Netinu, en litlar líkur eru á því að þær eigi eftir að berast hingað til lands í bráð. Ekki bara frumleg sköpunargáfa Eitt af sérkennum Menomena, sem skipuð er þeim Brent Knopf, sem leikur á hljómborð og syngur, Danny Seim, sem leikur á trommur, og Justin Harris, sem leikur á saxó- fón gítar og bassa, er hvernig þeir fé- lagar vinna tónlistina, en á lögunum má heyra að þeir láta flestar við- teknar reglu tónsmíða lönd og leið. Skýringin á því er ekki bara frumleg sköpunargáfa þeirra félaga heldur smíðaði Knopf sérstakt tónsmíða- forrit sem þeir nota við lagasmíðar. Forritið vinnur með búta á nýstár- legan og mjög sveigjanlegan hátt, en þeir félagar taka upp parta, hljóma og hljóð, og raða svo saman í lög í tölvunni. Þegar þeir eru búnir að setja saman lag læra þeir það síðan af tölvunni ef svo má segja, hver sinn part, píanó, gítar og trommur, en Knopf syngur. Þeir Menomena-félagar spauga gjarnan með það að þeir séu í raun að stæla eigin lög, og má til sanns vegar færa, en vinnubrögðin skila sér í mjög sérkennilegri tónlist, grípandi með kappnóg af átökum og spennu. Vefsetur sveitarinnar er svo kapítuli útaf fyrir sig; skora á menn að kíkja á menomena.com til að sækja sér tón- list og almenna hugljómun. Plötu sveitarinnar fann ég aðeins á cdbaby.com, en það er reyndar af- skaplega gott vefsetur með útgáfum óháðra og samningslausra tónlistar- manna sem reynst hefur vel í leit að nýrri tónlist síðustu ár. Kanadískir sérvitringar Önnur hljómsveit sem vakið hefur athygli mína undanfarið, reyndar bara tveggja manna sveit, er ættuð frá Kanada og kallast Unicorns. Saga þeirra sveitar hófst er þeir Alden Ginger and Nicholas „Neil“ Diam- onds kynntust í miðskóla í smábæn- um Campbell River í Bresku Kól- umbíu, en Ginger mætti í pilsi fyrsta skóladaginn, að sögn til að kynnast nýju fólki, og fyrir vikið sá Diamonds að þar var kominn vænlegur félagi. Þeir voru og eru báðir sérvitringar og miklir áhugamenn um tónlist (sem fer reyndar oft saman fyrir ein- hverjar sakir). Þeir stofnuðu fyrstu hljómsveit sína í félagi við tvo aðra ónafngreinda tónlistarmenn, en sveitin hét POOR ALEXANDER. Til að byrja með lék Ginger á gítar og Diamonds söng, en síðar hætti Diamonds í sveitinni og skömmu síðar bassaleikari hennar einnig. Ginger tók þá við söngnum líka og nýr maður tók við bassanum. Sveitin skipti nokkrum sinnum um nafn á næstu mánuðum, hét meðal annars Mad Daddy & The Patty Stackers og The Stanley Milgrim Project, en tók síðan aftur upp nafnið POOR ALEXANDER um það leyti sem Diamonds sneri aftur. Í janúar 1999 má svo segja að hljómsveitin hafi hætt starfsemi þegar Diamonds fór í kvikmyndaskóla í Montreal. Í desember árið 2000 kom hann heim í jólafrí og þeir Ginger ákváðu að endurreisa The Stanley Milgrim Project. Þegar á reyndi fannst þeim það ekki lukkast eins vel með kvart- ett og þegar þeir voru að semja lögin tveir saman og þegar kom að því að halda tónleika voru þeir bara tveir. Til að tryggja að áheyrendum leiddist ekki nýttu þeir ýmis hjálpartól, úr- sérgenginn gettoblaster með gamalli DIO-spólu, 8 mm sýningarvél með gömlum teiknimyndum, handlóð og hnetusmjör, sultu og brauð fyrir tíu samlokur. Þegar þeir mættu á stað- inn voru þeir ekki búnir að finna nafn á sveitina en þegar þeir voru að stilla upp dótinu rakst Diamonds á mynd af einhyrningi á auglýsingabæklingi fyrir smokka og þar með var nafnið komið. Samstarf þeirra félaga hefur verið stormasamt og þannig hætti Diam- onds í sveitinni um tíma eftir harka- legt rifrildi skömmu áður en sveitin átti að leika á tónleikum. Diamonds lék á tónleikunum undir nafinu Menomena og fékk róna og útigangs- menn til að hlaupa í skarðið fyrir fé- laga sína. Hann sættist síðan við þá eftir tónleikana, enda segist hann hafa áttað sig á að þeir væru betri en hvaða róni sem er. Fyrsta skífan, Unicorns Are People Too (Caterpillars of the Community), kom út á síðasta ári og á þessu ári kom svo út skífan frábæra Who Will Cut Our Hair When We’re Gone? á vegum Alien8 útgáfunnar kanadísku sem er annars frægust fyrir útgáfu á tilraunasteyputónlist. Á þeirri plötu er sveitin tríó því trymb- illinn Jaime Thompson kom til liðs við þá Diamonds og Ginger fyrir upptök- urnar og hefur reyndar spilað með sveitinni síðan. Tónlist The Unicorns er enn æv- intýralegri en Menomena og mun meira í gangi í hverju lagi, enda mikið haft undir í hljóðveri og á sviði; þeir leika á úrsérgengna rafgítara, gam- aldags hljóðgervla, Hagkaupshljóm- borð, trommuvélar, ýmisleg leik- fangahljóðfæri og trommuheila í bland við hefðbundinn hljóðfæraslátt. Lögin eru ævintýralega fjölbreytt og ekki síður eru textarnir merkilegir, en býsna margir þeirra fjalla um dauðann og drauga og reyndar lýkur plötunni svo að sögumaður deyr. Plötur Alien8 útgáfunnar hafa fæstar fengist hér á landi, helst að þær rati inn í 12 tóna á Skólavörðu- stíg, en fyrirtækið er með á sínum snærum marga einkar forvitnilega tónlistarmenn, til að mynda Shalabi Effect, set fire to flames, Acid Mot- hers Temple, Merzbow, Loren MazzaCane Connors, Keiji Haino og Tim Hecker svo dæmi séu tekin. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Tvær stórmerkilegar Einn af helstu kostum Netsins í augum tónlistar- áhugamanna er að það gerir mönnum kleift að kynn- ast nýrri tónlist sem aldrei fyrr. Dæmi um það eru hljómsveitirnar frábæru Menomena og The Unicorns. Einhyrningarnir tveir. Tveir þriðju Menomena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.