Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 31 Í Salnum í Kópavogi er orðin til sú hefð að helga söngtónleika 1. des- ember ár hvert einu íslensku tón- skáldi. Þetta árið verða öll sönglög Jóns Þórarinssonar flutt og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 á mánu- daginn. Sönglagatónleikar þessir hafa hlotið heitið „portrait- tónleikar“ og voru fyrstu tónleik- arnir á fyrsta starfsári Salarins ár- ið 1999, þegar flutt voru sönglög Emils Thoroddsen. Ári seinna voru verk Karls Ottós Runólfssonar flutt, þar á eftir verk Sigvalda Kaldalóns, í fyrra verk Jórunnar Viðar og nú verða það sönglög Jóns Þórarinssonar.. Flytjendur á „portrait-tón- leikum“ Jóns eru Auður Gunn- arsdóttir sópran, Gunnar Guð- björnsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Undirleikari er Jónas Ingimundarson píanóleik- ari. Sönglögin sem flutt verða eru frá ýmsum tímum af ferli Jóns, sum alþekkt eins og „Íslenskt vögguljóð á hörpu“, við ljóð Halldórs Laxness og „Fuglinn í fjörunni“, þjóðvísa, en bæði hafa fyrir löngu tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni. Þegar Jónas Ingimundarson er spurður um sérstöðu Jóns Þór- arinssonar á Íslandi, segir hann: „Jón er fæddur árið 1917 og hefur tekið þátt í – og átt stóran hlut að máli í – þeirri gríðarlegu grósku og þeim breytingum sem átt hafa sér stað í tónlistarlífinu hér frá því að hann, ungur maður, kom heim frá námi. Hann lærði fyrst hér heima og síðan erlendis hjá Paul Hindem- ith. Allt frá því að Jón kom heim hefur hann verið mjög athafnasam- ur, og ekki bara sem tónskáld held- ur kom hann til landsins með nýjan tón og kenndi mönnum nútímalegri vinnubrögð en áður höfðu þekkst hér. Hann var mikilvirkur kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi heilli kynslóð af tónskáldum. Fyrir utan að vera tónskáld og kennari var Jón starfs- maður Ríkisútvarpsins, dagskrár- stjóri sjónvarpsins, framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands – en hann átti mikinn þátt í því að hún var stofnuð. Jón var söngstjóri Fóstbræðra og hefur látið til sín taka á ritvellinum með ýmsum hætti, skrifað kennslubækur í tón- fræði og ýmislegt fleira. Núna er hann að skrifa Tónlistarsögu Ís- lands, sem verður gríðarlega mikið og merkilegt rit – því hann telur sig hafa fundið sannanir fyrir því að íslensk tónlist nái mun lengra aftur en við höfum hingað til álit- ið.“ Hvað einkennir sönglög Jóns Þórarinssonar? „Það sem er kannski mest ein- kennandi er hversu auðvelt er að sjá þróunina sem verður hjá honum og þau áhrif sem hann hefur orðið fyrir við tónsmíðanám í Bandaríkj- unum. Jón hefur samið sönglög sem hvert um sig er merkt þeim tíma sem þau eru samin á og ég vil fullyrða að lagaflokkurinn „Of Love and Death“, sem Ólafur Kjartan Sigurðarson flytur á tón- leikunum, er með bestu sönglögum sem samin hafa verið hér. Þau eru bautasteinninn í hans sköpunarverki.“ Sem fyrr segir taka þau Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Guð- björnsson þátt í flutningnum, auk Ólafs, og koma þau gagngert til landsins vegna tónleikanna. Jónas bætir að lokum við: „Ég vil endilega minna á að fyrir nokkrum árum kom út geisladiskasafnið „Fuglinn í fjörunni“ þar sem eru hljóðrituð öll verk Jóns. Þar er því að finna öll hans söngverk – og það eru þau sem við erum að flytja.“ Morgunblaðið/Þorkell Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjart- an og Jónas Ingimundarson. Portrett af Jóni Þórarinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.