Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 31 Í Salnum í Kópavogi er orðin til sú hefð að helga söngtónleika 1. des- ember ár hvert einu íslensku tón- skáldi. Þetta árið verða öll sönglög Jóns Þórarinssonar flutt og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 á mánu- daginn. Sönglagatónleikar þessir hafa hlotið heitið „portrait- tónleikar“ og voru fyrstu tónleik- arnir á fyrsta starfsári Salarins ár- ið 1999, þegar flutt voru sönglög Emils Thoroddsen. Ári seinna voru verk Karls Ottós Runólfssonar flutt, þar á eftir verk Sigvalda Kaldalóns, í fyrra verk Jórunnar Viðar og nú verða það sönglög Jóns Þórarinssonar.. Flytjendur á „portrait-tón- leikum“ Jóns eru Auður Gunn- arsdóttir sópran, Gunnar Guð- björnsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Undirleikari er Jónas Ingimundarson píanóleik- ari. Sönglögin sem flutt verða eru frá ýmsum tímum af ferli Jóns, sum alþekkt eins og „Íslenskt vögguljóð á hörpu“, við ljóð Halldórs Laxness og „Fuglinn í fjörunni“, þjóðvísa, en bæði hafa fyrir löngu tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni. Þegar Jónas Ingimundarson er spurður um sérstöðu Jóns Þór- arinssonar á Íslandi, segir hann: „Jón er fæddur árið 1917 og hefur tekið þátt í – og átt stóran hlut að máli í – þeirri gríðarlegu grósku og þeim breytingum sem átt hafa sér stað í tónlistarlífinu hér frá því að hann, ungur maður, kom heim frá námi. Hann lærði fyrst hér heima og síðan erlendis hjá Paul Hindem- ith. Allt frá því að Jón kom heim hefur hann verið mjög athafnasam- ur, og ekki bara sem tónskáld held- ur kom hann til landsins með nýjan tón og kenndi mönnum nútímalegri vinnubrögð en áður höfðu þekkst hér. Hann var mikilvirkur kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi heilli kynslóð af tónskáldum. Fyrir utan að vera tónskáld og kennari var Jón starfs- maður Ríkisútvarpsins, dagskrár- stjóri sjónvarpsins, framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands – en hann átti mikinn þátt í því að hún var stofnuð. Jón var söngstjóri Fóstbræðra og hefur látið til sín taka á ritvellinum með ýmsum hætti, skrifað kennslubækur í tón- fræði og ýmislegt fleira. Núna er hann að skrifa Tónlistarsögu Ís- lands, sem verður gríðarlega mikið og merkilegt rit – því hann telur sig hafa fundið sannanir fyrir því að íslensk tónlist nái mun lengra aftur en við höfum hingað til álit- ið.“ Hvað einkennir sönglög Jóns Þórarinssonar? „Það sem er kannski mest ein- kennandi er hversu auðvelt er að sjá þróunina sem verður hjá honum og þau áhrif sem hann hefur orðið fyrir við tónsmíðanám í Bandaríkj- unum. Jón hefur samið sönglög sem hvert um sig er merkt þeim tíma sem þau eru samin á og ég vil fullyrða að lagaflokkurinn „Of Love and Death“, sem Ólafur Kjartan Sigurðarson flytur á tón- leikunum, er með bestu sönglögum sem samin hafa verið hér. Þau eru bautasteinninn í hans sköpunarverki.“ Sem fyrr segir taka þau Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Guð- björnsson þátt í flutningnum, auk Ólafs, og koma þau gagngert til landsins vegna tónleikanna. Jónas bætir að lokum við: „Ég vil endilega minna á að fyrir nokkrum árum kom út geisladiskasafnið „Fuglinn í fjörunni“ þar sem eru hljóðrituð öll verk Jóns. Þar er því að finna öll hans söngverk – og það eru þau sem við erum að flytja.“ Morgunblaðið/Þorkell Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjart- an og Jónas Ingimundarson. Portrett af Jóni Þórarinssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.