Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 29
sem hundategundum í landinu hef- ur fjölgað mikið og áhuginn er sí- fellt að aukast. „Joan Palmer var einnig höf- undur Stóru hundabókarinnar sem Þorsteinn Thorarensen þýddi og gaf út árið 1985. Þar voru öll teg- undaheiti hundanna þýdd á ís- lensku þótt Þorsteinn hafi gert sér fulla grein fyrir því að ekki myndu þau öll festast í sessi. Raunar hafa fæst þeirra staðist tímans tönn og því var valin sú leið í þessari bók að nota upp- runaleg eða alþjóðleg heiti hundategundanna og hafa þau í sviga aftan við íslensku heitin hafi ástæða verið talin til. Hið sama á við um feldliti.“ Brynja segir ennfremur að þar sem sú málvenja hafi skapast í íslensku að tala um hundakyn sem teg- undir sé þeirri venju fylgt í bókinni þótt það stangist á við flokkunarkerfi dýra- fræðinnar. „Fyrir 20 árum var hundahald ólöglegt nema með sérstökum undantekn- ingum og hundar í þéttbýli nánast réttdræpir. Hið fræga mál með tíkina hans Alberts Guðmunds- sonar í byrjun 9. áratug- arins var kannski vendi- punkturinn og reglur um hundahald í Reykjavík fóru að breytast í kjöl- farið á því.“ Brynja segir að breytingarnar megi kannski best merkja á því hversu margar og ólíkar hundategundir hafa verið fluttar til landsins á undanförnum áratug, en lengst af var bannað að flytja hunda til landsins nema með sérstökum undanþágum frá yfir- dýralækni. „Það var ekki fyrr en árið 1991 sem leyft var að flytja hunda til landsins og einangrunarstöðin í Hrísey var opnuð. Það gjörbreytti stöðunni. Fyrsta alþjóðlega hundasýningin var síðan haldin hér á landi árið 1994 og síðan hef- ur hundaræktin vaxið hröðum skrefum. Það er líka fjölmargt að breytast í samfélaginu varðandi hunda. Viðurkenning samfélagsins á því að eðlilegt sé að fólk haldi hunda í þéttbýli er smám saman að komast á eðlilegt stig en til að svo megi verða þurfa hundaeig- endur að taka sér tak. Ég segi hiklaust að hver sá sem ætlar að fá sér hund ætti fyrst að gera upp blendinga gefa kannski minnst fyrir tal um hreinræktun. Þegar valinn er hreinræktaður hvolpur er hægt að kynna sér eiginleika kynsins og fólk veit nákvæmlega að hverju það gengur. Blendingar eru jafnmisjafnir og þeir eru margir og þeir sem taka að sér blendingshvolp ganga ekki að neinu vísu varðandi útlit, lundar- far eða eiginleika.“ Brynja dregur enga dul á að oft velji fólk sér hunda af tegundum sem henta því illa eða alls ekki. „Þegar fólk velur sér hund á það fyrst og fremst að huga að því hvort hundurinn hafi þá skap- gerð og þá eig- inleika að henti lífstíl eigandans og fjölskyldunnar. Fólk á ekki að ætla hundi það hlutverk að breyta lífstíl heillar fjölskyldu. Ef fólk er værukært og lítið fyrir útivist á það ekki að fá sér stóran, kraft- mikinn hund af veiði- eða vinnuhunda- kyni sem þarf mikla hreyfingu og útrás fyrir at- hafnaþörf. Margir velja sér hund vegna útlitsins, finnst tiltekinn hundur svo fallegur og glæsi- legur. Slíkur hundur getur síðan reynst mjög erfiður í þjálfun eða þurfa mikla hreyf- ingu; gera þær kröfur til eigand- ans að hann rísi ekki undir þeim og þá fer illa. Flestir hundar sem fólk gefst upp á eru einmitt af þessu tagi; þeir eru flottir en reyndust allt öðruvísi en fólkið átti von á. Á hinn bóginn getur rétt valinn hundur orðið sá fjölskylduvinur og félagi sem sóst er eftir. Það er mjög mikilvægt að undirbúa komu hvolps á heimilið mjög vel og vanda valið. Ég bendi fólki eindregið á að leita til Hundarækt- arfélags Íslands en þar eru starfandi margar rækt- unardeildir og hægt að fá ítarlegar upp- lýsingar um viðkom- andi tegundir. Það er ekki óal- gengt að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir hreinrækt- uðum hvolpi en það getur marg- borgað sig, sérstaklega ef hann er frá virtum og vandvirkum rækt- anda.“ havar@mbl.is við sig hvort hann sé þar með tilbúinn til að hirða upp hundaskít tvisvar á dag næstu 10–12 árin.“ Að velja rétta hundinn Brynja segir að alltaf sé uppi umræða um hvort hreinræktaðir hundar séu betri kostur en bland- aðir. „Þeir sem eiga vel heppnaða Þrjár ólíkar hunda- tegundir, efst er Nýfundnalands- hundur, svo Shiba og loks Bulldog. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 29 Skartgripaverðlaun 2003 á Bretlandseyjum ER ÚR ÁRSINS 2003! Laugavegi 62, sími 551 4100 · Grindavík, sími 426 8110 UK Jewellery Awards Rotary var kosið úr ársins af seljendum á Bretlandseyjum vegna gæða og frábærrar þjónustu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustundarakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a. hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Salzburg, flugsæti og skattar. Verð kr. 59.950 Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. · 31. jan. · 7. feb. · 14. feb. - Uppselt Beint flug til Salzburg Skíðaveisla Heimsferða Austurríki Zell am See – St. Anton - Lech Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.