Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Það nægja engar venjulegar gulrætur til að fá hjól einkavæðingarinnar til að snúast. Ráðgjöf fyrir börn vegna alkóhólisma Árangur er merkjanlegur Edda V. Guðmunds-dóttir og SigurrósHermannsdóttir standa þessi misserin fyrir ráðgjöf fyrir börn og full- orðna vegna alkóhólisma. Um er að ræða námskeið sem stendur allan vetur- inn og ber yfirskriftina „Þegar pabbi og mamma drekka“ – Ráðgjöf fyrir börn og fullorðna vegna alkóhólisma. Edda var spurð nánar út í hvað hér væri á ferðinni. Segðu okkur nánar frá þessum námskeiðum, fyrir hverja eru þau og hvenær hófu þau göngu sína? „Fyrirtækið heitir Róda. Námskeiðin heita „Þegar pabbi og mamma drekka“ og eru fyrir börn og unglinga sem hafa alist upp á heimilum þar sem alkóhólismi er eða hefur verið. Námskeiðin eru haldin í Furugerði 1 í Reykjavík og getur fólk annaðhvort skráð sig eða fengið nánari upplýsingar í eddav@islandia.is. Við byrjuð- um þetta starf árið 2002, en und- irbúningsvinna hófst árið á und- an.“ Hvernig fara námskeiðin fram og hverjar eru helstu áherslurnar og markmiðin? „Námskeiðin eru fyrir aldurinn 8 til 18 ára. Skipað er í hópa eftir aldri og eru aldrei fleiri en 6 börn í hóp. Hópurinn hittist einu sinni í viku í tvo tíma í senn í tvær annir, vorönn og haustönn og er miðað við skólaárið. Einnig eru einka- viðtöl eftir þörfum hvers og eins. Markmiðið er að vinna að for- vörnum fyrir börn vegna alkóhól- isma. Byggja upp sjálfsímynd og auka lífsleikni. Fræðsla um alkó- hólisma og þær tilfinningaraskan- ir sem þessum sjúkdómi getur fylgt og kenna leiðir til að bæta líðan. Rjúfa einangrun og ein- manaleika. Leiðirnar eru fræðsla, umræða, spjall, myndbönd, leik- list, tjáning, teikning og fleira. Fyrir foreldrana eru fræðslu- kvöld og stuðningur. Fræðslan er í formi fyrirlestra um alkóhólisma og afleiðingar hans á fjölskylduna í heild sinni. Einnig eru viðtöl og leiðsögn.“ Er þetta framtak ykkar Sigur- rósar, eða standa fleiri á bak við námskeiðin? „Við erum tvær sem höldum námskeiðin en með okkur í stjórn er séra Anna S. Pálsdóttir. Í starfi okkar sem ráðgjafar varð okkur ljós skortur á úrræði fyrir börn alkóhólista, þar sem þau geta fengið fræðslu um alkóhólisma, hitt önnur börn sem búa við sömu lífskjör, deilt reynslu sinni með öðrum börnum, lært að orða til- finningar sínar, lært að segja nei, lært að þekkja stuðningsnet sitt, leika sér og nota ímyndunaraflið, lært að sleppa ábyrgð á þeim sem enn eru í neyslu og hafa sjálf áhrif á umhverfi sitt og líðan.“ Hvað með fyrirmyndir, er fyrirmynd að þessu námskeiði? „Fyrirmyndin kem- ur frá Svíþjóð. Þar hef- ur Barnaheill í sam- vinnu við heilsu- gæsluna gefið út handbók skrifaða af Ami Arnell sálfræðingi og Inger Ekbomm félagsráðgjafa. Sam- starfsverkefni þeirra hófst árið 1989 í Lidingö. Eleonoragruppen í Linköping er framhald af þessu starfi og hafa þær starfað eftir þessari aðferð síðan 1991. Reynsla þeirra hefur skilað mikl- um og góðum árangri og eru þær á föstum fjárlögum hjá sveitarfé- laginu. Stofnendur Róda lærðu þessa aðferð hjá Eleonoragruppen en þær hafa kennt leiðbeinendum ýmissa þjóða. Stöðug samvinna er milli Eleonoragruppen og Róda.“ Er árangur merkjanlegur – og hvernig merkið þið árangur af starfi sem þessu? „Árangur er merkjanlegur, þessi aðferð virkar, reynslan sýn- ir það. Foreldrar segja frá breyt- ingum sem þeir merkja hjá börn- um sínum. Þau hafi meira frum- kvæði, séu öruggari með sig, líði betur og þannig mætti áfram telja.“ Hvað með eftirspurnina, er hún mikil og er hún vaxandi? „Þetta er nú bara annað árið sem við erum að standa í þessu. En eftirspurnin er mikil og hún er vaxandi. Þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst námskeiðin hefur fjöldi þátttakenda tvöfaldast frá því í fyrra.“ En hvað með þörfina fyrir svona námskeið. Hver er hún – er hægt að mæla hana? „Alkóhól og vímuefnavandamál er mikil ógnun við heilsufar manna. Bæði rannsóknir og reynsla sýna að það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni. Margir karlar og konur neyta svo mikils áfengis og/eða annarra vímuefna að þau skaðast líkamlega, andlega og fé- lagslega. Í þeim hópi eru foreldr- ar. Mörg börn eru alin upp á heimilum þar sem alkóhólismi er. Þessi börn búa oft og iðulega við mikið óör- yggi þar sem alkóhól- isma fylgir mikið stjórnleysi. Það er mikilvægt að kringum- stæður barna í þessum fjölskyld- um séu skoðaðar sérstaklega og skipuleg uppbygging mótuð, sem hefur bæði fyrirbyggjandi og meðferðarleg áhrif. Alkóhólismi er fjölskyldusjúk- dómur sem kemur líka niður á börnunum og kannski ekki síst þeim. Á meðan svo er, þá er og verður mikil þörf fyrir námskeið af þessum toga.“ Edda V. Guðmundsdóttir  Edda V. Guðmundsdóttir er fædd 23. desember 1943. Útskrif- aðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Starfaði til 1989 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Al- þýðuleikhúsinu en hóf þá störf hjá SÁÁ sem ráðgjafi. Starfið fel- ur í sér tveggja ára nám auk stöðugrar endurmenntunar. Starfaði hjá SÁÁ til ársins 2002 en tók þá við starfi forstöðukonu Dyngjunnar, sem er áfangaheim- ili fyrir konur sem eru að koma úr áfengismeðferð. Eiginmaður Eddu er Elías Sv. Sveinbjörnsson og á Edda tvö uppkomin börn, Lindu Björk Holm og Arnar Holm. Alkóhólismi er fjölskyldu- sjúkdómur ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti alvarlega hjartveikan mann til Ólafsvíkur um miðjan dag á föstudag og flutti hann til Reykjavík- ur og var maðurinn lagður inn á Landspítala - háskólasjúkrahús. Þyrlan fór í loftið um 11.30 og lenti á flugvellinum á Rifi, en þangað var maðurinn fluttur með sjúkrabíl frá Ólafsvík. Þyrlan lenti svo með sjúk- linginn innanborðs við flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykja- víkurflugvöll um kl. 13. Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítala - háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þyrlan sótti hjartveikan mann EIGNARSKATTUR lögaðila lækk- aði um 39% á milli áranna 2002 og 2003. Þetta kemur fram nýjum sam- anburðu ríkisskattstjóra á opinber- um gjöldum lögaðila. Í ár greiddu lögaðilar 1,2 milljarða í eignarskatt vegna eigna í árslok 2002 en í fyrra um 2 milljarða. Lækkunin á milli ára helgast aðallega af lægri eign- arskattsprósentu og afnámi sér- stakst eignarskatts. Hins vegar er álagður tekjuskatt- ur á lögaðila í ár 36% hærri miðað við fyrra ár. Nam upphæðin 13,8 milljörðum króna en var árið 2002 10,2 milljarðar. Þessi hækkun verð- ur þrátt fyrir lækkun tekjuskatts- hlutfalls fyrirtækja úr 30% í 18%. Sé miðað við tekjuskatt lögaðila ár- ið 1995 þegar núverandi stjórnar- flokkar settust í ríkisstjórn hefur tekjuskattur hækkað um 170% í krónum talið. Hækkun fjármagstekjuskatts af hagnaði opinberra aðila Athygli vekur að fjármagnstekju- skattur lögaðila, sem undanþegnir eru tekjuskatti og eignarskatti sam- kvæmt lögum, hækkar um tæp 750% á milli ára. Indriði H. Þor- láksson, ríkisskattstjóri, segir mis- mun milli ára aðallega skýrast af hagnaði opinberra aðila af sölu hlutabréfa í fyrirtækjum. Opinber fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga greiði hvorki eignarskatt né tekju- skatt. Í ár nam þessi fjármagnstekju- skattur um 1,2 milljörðum króna en var í fyrra 138 milljónir og 99 millj- ónir króna árið 2001. Samanburður ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum Eignarskattur lögaðila lækkar um 39% á milli ára ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.