Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÆÐRASTYRKSNEFND á sér 75 ára farsæla sögu, en nefndin er samstarfsverkefni sem að standa átta félög kvenna í Reykjavík. Mæðra- styrksnefnd hefur verið nokkuð í fréttum undanfarið vegna skyndi- legra starfsloka Ásgerðar Jónu Flosadóttur, fyrrverandi formanns nefndarinnar. Sumt af því sem Ás- gerður Jóna hefur haldið fram í fjöl- miðlum um þessi starfslok sín og fleira sem tengist starfi hennar fyrir Mæðrastyrksnefnd er ekki alls kost- ar rétt og því vilja formenn þeirra fé- laga sem standa að Mæðrastyrks- nefnd skýra nokkur atriði málsins ögn betur. Aðdragandi að breytingu á formennsku Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur Aðdragandi afsagnar Ásgerðar Jónu er sá að formenn aðildarfélag- anna hafa unnið að endurskoðun á störfum nefndarinnar frá vorinu 2001. Formennirnir hittust á fundum í september 2003 og töldu þá að fram væru komnar nýjar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar sem gerðu nauðsynlegt að skipta um formann þegar í stað. Ásgerður var boðuð á fund for- manna aðildarfélaganna en neitaði að mæta þar sem hún taldi ekki form- lega boðað til fundarins. Þá var hald- inn fundur með öllum konum í Mæðrastyrksnefnd ásamt formönn- um í lok okt. en þar mætti Ásgerður ekki heldur. Þar voru áform um for- mannaskipti kynnt fyrir nefnd- arkonum án mótmæla. Síðan var boðað til aukaaðalfundar 6. nóvember sl. þar sem fram kom í skriflegu fundarboði að breytingar á formennsku væru á dagskrá fund- arins. Ásgerður boðaði þá til fundar í Mæðrastyrksnefnd 3. nóvember þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku. Á aukaað- alfundi hinn 6. nóvember sl. var ein- róma kjörinn nýr formaður, Hildur G. Eyþórsdóttir, sem hefur sinnt starfinu með ágætum. Ein af ástæðunum fyrir því að við töldum nauðsynlegt að skipta um for- mann var skortur á lýðræði innan Mæðrastyrksnefndar þar sem fyrr- um formaður virtist algerlega einráð. Ákvarðanir sem vörðuðu starf nefnd- arinnar voru iðulega teknar utan funda til að forðast mótmæli og þá hafði lögum Mæðrastyrksnefndar verið breytt með óeðlilegum hætti. Meðal annars hafði verið bætt inn í lögin ákvæði um rétt formanns til að hafna tilnefndum fulltrúum og fá þannig nánast alræðisvald yfir því hvernig nefndin væri skipuð. Fyrir vikið vissu skipaðir fulltrúar aðildarfélaganna oft ekkert um það sem nefndin var að aðhafast. Ásgerður beitti sér mjög gegn fulltrúum sem hún taldi vinna gegn sér og gerði ítrekaðar tilraunir til að losna við „ómögulega“ fulltrúa úr stjórn Mæðrastyrksnefndar, meðal annars með því að fara þess á leit við einstök aðildarfélög að skipt yrði um fulltrúa þeirra og taldi sig jafnvel hafa vald til að reka einstaka fulltrúa úr nefndinni. Gagnrýni aðildarfélaganna á starfsaðferðir hennar tók Ásgerður afar illa og reyndi m.a. að halda því fram að aðildarfélögunum kæmi starfið ekki við þar sem Mæðra- styrksnefnd væri sjálfseign- arstofnun. Það er alrangt. Á árinu 2001 var því skipaður starfshópur þriggja kvenna sem skyldi fara yfir starf Mæðrastyrksnefndar og gera tillögur að úrbótum. Starfshópurinn skilaði ítarlegri skýrslu vorið 2002 en jafnhliða var unnið að gerð nýrra laga fyrir nefndina. Ritun sögu Mæðrastyrksnefndar Starfsaðferðir Ásgerðar vegna rit- unar sögu Mæðrastyrksnefndar hafa verið til umræðu. Ásgerður réð mann til þess að rita söguna og skuldbatt nefndina upp á hundruð þúsunda króna án nokkurs samráðs við stjórn nefndarinnar. Þegar slitnaði upp úr samstarfi við hann réð hún tvo aðra í hans stað. Við gerum engar at- hugasemdir við störf þessara höfunda enda hefur samstarf þeirra við núver- andi formann verið með ágætum, en það er sjálf ákvörðun fyrrverandi for- manns að fara af stað með þetta verk- efni sem er ámælisverð. Ásgerður ráðstafaði 2 milljóna króna styrk frá Alþingi til ritunar sögu nefndarinnar og 1,3 milljónum af eigin fé nefnd- arinnar til þessa verkefnis eða alls rúmum 4 milljónum króna þegar með eru taldar greiðslur til fyrsta höfund- arins. Þetta fé teljum við að hafi frek- ar átt að renna til skjólstæðinga nefndarinnar og að ekki hefði átt að ráðast í verkefni af þessari stærð- argráðu án þess að styrkir væru fengnir fyrirfram sérstaklega til að standa undir kostnaði af því. Fataúthlutun Mæðrastyrksnefndar Því hefur ranglega verið haldið fram að Mæðrastyrksnefnd væri hætt að úthluta fötum til skjólstæð- inga. Aðildarfélögin ákváðu að leita samstarfs við Rauða krossinn um móttöku fata og flokkun þeirra. Það er alrangt að nefndin hafi ætlað að hætta fataúthlutun, það var aðeins ákveðið að breyta fyrirkomulagi hennar svo það hentaði betur starf- semi nefndarinnar og þörfum skjól- stæðinga. Staðreyndir um fjármál nefndarinnar Ásgerður hefur sagt í fjölmiðlum að Mæðrastyrksnefnd eigi nógan pening, en það er ekki alveg rétt. Nefndin á ekki nóg fé í verkefni af þessu tagi, heldur á Mæðrastyrks- nefnd nokkurt fé í sjóði sem á að út- hluta til skjólstæðinga eða styrkja þá sem minna mega sín með einum eða öðrum hætti. Þar fyrir utan fær nefndin styrki frá Alþingi og Reykjavíkurborg sam- tals um 2,7 milljónir á þessu ári, en einungis launakostnaður nefnd- arinnar var um 3 milljónir á síðasta ári. Styrkir sem koma frá öðrum eru ætlaðir skjólstæðingum og hafa aðild- arfélögin talið að óheimilt væri að leggja þá í aðra starfsemi nefnd- arinnar. Þessu er Ásgerður ósam- mála og virðist telja að Mæðrastyrks- nefnd megi ráðstafa fé sem henni berst að geðþótta. Rekstrarkostnaður nefndarinnar hefur aukist stórum skrefum í tíð Ás- gerðar og munar þar til dæmis um þætti eins og launagreiðslur til for- manns sem komu til í formannstíð Ásgerðar, en hún gerði sjálf tillögur til stjórnar um launagreiðslur til sín. Slík vinnubrögð munu vera eins- dæmi. Aðrir formenn Mæðrastyrks- nefndar hafa aldrei þegið laun fyrir vinnu sína. Auk þessa ákvað Ásgerð- ur Jóna að greiða hluta sjálfboðalið- anna í nefndinni laun að eigin geð- þótta. Það er einnig einsdæmi. Ásgerður lét Mæðrastyrksnefnd kaupa fyrir sig GSM-síma og greiða símareikninga af honum. Þetta núm- er lét hún svo færa á sitt eigið nafn daginn áður en hún sagði af sér, sama símanúmer og nær allir styrktarað- ilar telja vera símanúmer Mæðra- styrksnefndar. Eftir því sem við best vitum kom André Bachmann tónlistarmaður til Ásgerðar með þá hugmynd sl. vor að gefa út geisladisk til styrktar starfi Mæðrastyrksnefndar. Samningurinn um þá útgáfu gætir engan veginn nógu vel hagsmuna nefndarinnar og í nafni Mæðrastyrksnefndar hefur verið stofnað til kostnaðar vegna disksins sem eðlilegra hefði verið að stofna til í nafni framkvæmdaaðila. Vegna þessa hefur reynst nauðsyn- legt að leita samkomulags við fram- kvæmdaaðila um framkvæmd verk- efnisins og hafa þau mál verið falin lögmönnum beggja aðila. Það sem við teljum þó alvarlegast í þessu sambandi er að Ásgerður Jóna gerði sitt eigið óstofnaða félag, Fjöl- skylduhjálp Íslands, að aðila að þessu fjáröflunarverkefni og skrifaði undir samninga um það sem formaður Mæðrastyrksnefndar og Fjöl- skylduhjálparinnar, nokkrum mán- uðum áður en Fjölskylduhjálp Ís- lands var stofnuð og eignaðist sína eigin kennitölu. Með því að framselja hugsanlegan ágóða af útgáfu disksins til fyrirtækis í sinni eigu teljum við að Ásgerður Jóna hafi brugðist hlutverki sínu sem formaður Mæðrastyrksnefndar og að nefndin eigi ekki að taka þátt í verk- efnum af þessu tagi þar sem henni er aðeins tryggður hluti ágóðans. Ásgerður Jóna hefur haldið því fram að hún hafi ekki haft neitt með fjármál Mæðrastyrksnefndar að gera. Hið rétta er að árum saman hef- ur sérstakur starfsmaður nefnd- arinnar haft prókúru fyrir hönd hennar. Ásgerður Jóna hafði þó pró- kúru fyrir Mæðrastyrksnefnd allt til þess dags sem hún hætti störfum þar þótt hún hefði formlega verið beðin að afsala sér þeirri prókúru árið 2001. Það er trú okkar að með brott- hvarfi Ásgerðar sé ákveðnum kafla í sögu þessarar merku nefndar lokið og aðildarfélögin geti nú snúið sér að því verkefni að byggja aftur upp það traust sem nefndin hefur áunnið sér í farsælu starfi í 75 ár. Ákall til styrktaraðila Það er einlæg von og ósk okkar formanna aðildarfélaganna að styrkt- araðilar nefndarinnar láti þau sorg- legu atriði sem hér hafa verið reifuð ekki koma í veg fyrir áframhaldandi rausnarlegt starf sitt með Mæðra- styrksnefnd í þágu bágstaddra. Nú fer í hönd sá árstími þegar skjólstæð- ingar nefndarinnar, okkar minnstu bræður og systur, þurfa mest á henni að halda og það er trú okkar sem stöndum að þessu verkefni að við munum með aðstoð velgjörðamanna okkar og styrktaraðila koma til móts við nauðþurftir þeirra hér eftir sem hingað til. Staðreyndir um störf og formennsku Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur Eftir formenn aðildarfélaga Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Formenn aðildarfélaga Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, Aðalheiður Franzdóttir, formaður Félags Alþýðuflokkskvenna Erla Jónsdóttir, formaður Hvíta- bandsins Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags Háskólakvenna- Kvenstúdentafélagsins Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins Rúna Malmquist, formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar Steinunn V. Jónsdóttir, formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. FYRIR nokkru greindi Hrannar B. Arnarsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Eddu – út- gáfu, frá því í fréttatíma sjón- varpsins að hann hefði fengið tilboð frá manni á vegum Stöðvar 2 um að út- gáfufélagið gæti fengið jákvæða bókaumfjöllun í þættinum Ísland í dag gegn greiðslum. Snæbjörn Arngrímsson hjá Bókaútgáfunni Bjarti segist í Morgunblaðinu þann 13. nóv hafa fengið svipaða heim- sókn, því „markaðsdeild Stöðvar tvö hafi komið til sín til að selja auglýsingar og eiginlega gefið það mjög sterkt í skyn að ef Bjartur ætlaði að fá umfjöllun í Íslandi í dag skyldi fyrirtækið auglýsa hjá Stöð tvö og að það fengi ekki um- fjöllun nema það auglýsti“. Báðir höfnuðu þessir menn tilboðinu, ekki væri siðlegt að kaupa sér já- kvæða umfjöllun. Í framhaldinu sagði Guðmundur Atlason hjá markaðsdeild Stöðvar 2 að um mis- skilning hefði verið að ræða því maðurinn á þeirra vegum hefði bara viljað vita hvort von væri á auglýsingum frá þeim svo hægt væri að réttlæta að borga gagnrýn- anda fyrir að dæma bækur. Þar með var málið úr sögunni að því er virtist. En eru þeir sem fjalla um bækur alltaf óháðir peningum bókaforlag- anna? Flestar fréttastofur, sem vilja láta taka sig alvarlega, setja blaða- mönnum sínum siðareglur. Þeir eru t.d. ekki látnir fjalla um fyrirtæki sem þeir þiggja laun hjá, eiga hlutabréf í eða tengjast sterkum fjölskylduböndum. Það þykir sjálf- sagt að almenningur geti treyst því að umfjöllun þeirra litist ekki af neins konar hagsmunatengslum. Einhverra hluta vegna hefur það hins vegar viðgengist athuga- semdalaust að þeir sem fjalla um bækur þiggi laun frá útgáfufyr- irtækjum þeirra eða tengist þeim öðrum böndum. Tökum dæmi. Nokkru áður en hæsta flóðbylgj- an reið yfir í ár var gefin út bókin Biobörn eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hún fékk Íslensku barnabókaverð- launin 2003, en það eru verðlaun veitt eftir handritasamkeppni hjá Eddu-útgáfu, nánar tiltekið Vöku- Helgafelli, sem vitanlega gefur bókina út. Yrsa var af því tilefni fengin í viðtal í Kastljós og með henni kona sem var kynnt sem einn helsti sérfræðingur landsins í barnabókmenntum, Silja Að- alsteinsdóttir, og fór hún fögrum orðum um bókina. Silja var að vísu ekki fengin beinlínis til að gagn- rýna bókina en engu að síður var hún þarna til að segja álit sitt á henni sem mikill áhugamaður og sérfræðingur í barnabókmenntum. Hún var ekki kynnt sem talsmaður bókaforlagsins, eins og væntanlega hefði verið ef t.d. útgáfustjóri Yrsu hefði verið með í för. Silja var samt þarna engan veginn sem hlutlaus sérfræðingur, enda þiggur hún laun frá Eddu – útgáfu, en eitt for- laga þess, Mál og menning, hefur gefið út fjölmargar bækur frá henni mörg undanfarin ár, ævisög- ur, kennslubækur og þýðingar, þar á meðal tvær þýddar barnabækur um þessi jól. Og ekki nóg með það því Silja hefur líka sterk fjöl- skyldutengsl við Eddu – útgáfu en dóttir hennar, Sigþrúður Gunn- arsdóttir, er ritstjóri barnabóka hjá Máli og menningu. Silju tókst því að opna bókaumræðuna á þessu herrans hausti með því að slá tvær vafasamar flugur í einu höggi. Silja var umsjónarmaður menn- ingarefnis DV frá ’96 og þar til í haust og ekki er óhugsandi að hún hafi getað haft einhver áhrif á það hver gagnrýndi hvaða bók. En burtséð frá því skrifaði Jón Yngvi Jóhannsson lofsamlega dóma um bækur frá Eddu eftir bæði Ólaf Jó- hann Ólafsson og Hallgrím Helga- son árið 2001. Jón Yngvi er tengdasonur Silju, vildarvinar Eddu – útgáfu, maður ofan- greindrar Sigþrúðar, en þetta ár hafði hún þá þegar hafið störf hjá Eddu. Dæmi svo hver fyrir sig hversu hlutlaus sá maður er þegar gagnrýna á bækur frá þeirri út- gáfu. Vaka-Helgafell hefur undanfarin ár margoft notfært ummæli Kol- brúnar Bergþórsdóttur til að aug- lýsa bækur sínar. Þannig fór gagn- rýnandinn t.d. undurlofsamlegum orðum í Kastljósi um bók Ólafs Jó- hanns, Höll minninganna, frá 2001. „Falleg og töfrandi – sérlega vel heppnuð skáldsaga,“ er haft eftir henni utan á kiljunni. Lof hennar um spennusögur Arnalds Indr- iðasonar hefur verið prentað utan á þrjár síðustu bækur hans. Þetta árið er hólið um metsöluhöfundinn enn vel auglýst og er það ættað úr Fréttablaðinu, en ekki virðist þó sem hún skrifi almennt gagnrýni um bækur þar nú. Ummælin má rekja til viðtals sem hún tók við höfundinn 2. nóvember síðastliðinn. Þarna eru engin skil milli blaða- mennsku annars vegar og gerðar kynningarefnis og auglýsingatexta fyrir bókaútgáfu hins vegar. Kol- brún sat í dómnefnd Bókmennta- verðlauna Halldórs Laxness árin 2000, 2001 og 2002. Með henni þar sat m.a. útgáfustjóri Vöku- Helgafells. Það forlag veitir verð- launin og gefur út bókina sem hreppir hnossið. Einnig sendi hún árið 2002 frá sér fyrra bindi af ævi- sögu Jóns Baldvins en hún var gef- in út hjá, viti menn, Vöku- Helgafelli. Síðara bindið mun svo væntanlegt að ári. Aðrar útgáfur í Eddu-fjölskyldunni hafa líka notið góðs af störfum Kolbrúnar. Um Óvinafagnað eftir Einar Kárason frá 2001 segir þannig: „Sterk skáldsaga, spennandi og skemmti- leg.“ Þau ummæli eru látin prýða forsíðu kiljuútgáfunnar. Og enn er hún að skrifa auglýsingatexta fyrir Eddu í viðtali við Einar 22. nóv. síðastliðinn en þar segir hún að nýjasta bók hans sé „frábærlega skemmtileg“ og að það sé „gríð- arlega gaman að lesa hana“. „Þeg- ar ég var búin að lesa hana langaði mig til að lesa hana aftur því ég hafði skemmt mér svo vel.“ Í auglýsingu um nýjustu bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörð- in, eru notuð ummæli eftir Illuga Jökulsson úr ritdómi sem birtist í veftímaritinu Kistan.is. „Æsispenn- andi … Ólafur hefur aldrei skrifað betri bók.“ Illugi hefur undanfarin ár unnið að stóru verkefni fyrir forlag Ólafs, JPV, en í ár kemur út Ísland í aldanna rás 1900–2000, heildarútgáfa. Bókin er upp á 1.306 blaðsíður og með 5.000 ljósmyndun. Nýjasta bók Vigdísar Gríms- dóttur var nýlega auglýst með lofs- orðum um bók hennar frá því í fyrra og undir þau skrifar Súsanna Svavarsdóttir. Súsanna hefur lengi verið dyggur aðdáandi rithöfund- arins og ekki alltaf látið hags- munatengsl koma í veg fyrir að hún segði eindregna skoðun sína. Árið 2000 skrifaði hún ritdóm í Morgunblaðið um skáldsöguna Þögnina eftir Vigdísi. Sama ár sendi Súsanna frá sér bókina Hættuleg kona, en báðar voru bækurnar gefnar út hjá Iðunni. Í þessum dómi er aldeilis úr miklu að moða fyrir markaðsdeild Iðunn- ar enda sparar Súsanna ekki stóru orðin. „Snilld“, „einstakt snilld- arverk“ og „stórbrotið listaverk“ eru allt einkunnir sem hún gefur bókinni. Ef eitthvað sambærilegt gerðist í öðrum kimum þjóðfélagsins mundu eflaust sumir hlaupa upp á hæsta hól og gala: Spilling, spilling. Flestir geta sammælst um að enginn ætti að taka að sér að gagn- rýna bók og þiggja um svipað leyti laun frá útgáfuforlaginu. En hvað Góðir bóka- dómar til sölu? Eftir Björgúlf Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.