Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með tilkomu Atlants-olíu hefur orðið um15–18% lækkun áverði dísilolíu áhöfuðborgarsvæð- inu, að sögn Guðmundar Kjærne- sted, annars aðaleiganda og stofn- anda fyrirtækisins. Hann segir að með samkeppni Atlantsolíu við hin olíufélögin á bensínmarkaði, sem muni hefjast um miðjan desem- bermánuð, muni verð á bensíni væntanlega einnig lækka. Ekki sé úr vegi að ætla að lækkunin geti orðið svipuð og á dísilolíunni. Það eitt og sér myndi að sögn Guð- mundar leiða til þess að kostn- aðarlækkun almennings og fyrir- tækjanna í landinu vegna kaupa á bensíni myndi vera ígildi þess að aka frítt í einn mánuð. „Hagur almennings af þeirri samkeppni sem komin er hér landi á eldsneytismarkaði, og er vænt- anleg á bensínmarkaði einnig, er því umtalsverður,“ segir Guðmund- ur, sem býst einnig við að með til- komu Atlantsolíu muni verðmunur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar aukast. Til þess að samkeppni verði að raunveruleika á eldsneytismarkaði segir Guðmundur að þörf sé á breyttum hugsunarhætti hjá stjórnendum sveitarfélaganna í landinu. „Við viljum að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu ígrundi aftur þá stöðu sem er kom- in upp á þessum markaði,“ segir hann. „Í markmiðum samkeppnis- laga er kveðið á um að tryggja skuli aðkomu nýrra aðila að mark- aði. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu virðast ekki hafa áttað sig á þessu, því lóðaskortur og frá- teknar lóðir eru klárlega sam- keppnishindrun að okkar mati. Við höfum sótt um lóðir undir bens- ínstöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mos- fellsbæ. Einungis Hafnarfjörður hefur orðið við beiðni okkar að hluta, því við fengum leyfi til að setja upp dælu við olíubirgðastöð- ina, sem bærinn veitti okkur heim- ild til að reisa. Að öðru leyti hefur erindum okkar verið hafnað.“ Kappsmál fyrir neytendur Guðmundur segir að lækkun á eldsneytisverði hljóti að vera mikið kappsmál fyrir neytendur, og þar með stjórnendur sveitarfélaganna í landinu, stjórnmálamannanna sem séu í þjónustu almennings. Afstaða þeirra til stóru olíufélaganna þriggja, sem búi við algjöra yf- irburði hér á landi, hljóti því að breytast. Þeim verði ýtt til hliðar og Atlantsolía, og þar með almenn- ingur, fái að njóta ávinningsins af því að fyrirtækið er byrjað að hreyfa við samkeppninni á þessu sviði. „Við erum ekki að biðja um vernd. Við viljum einfaldlega að al- menningur fái að njóta þess lága verðs sem við getum boðið upp á, en það verði ekki einungis þeir sem keyra um Hafnarfjörðinn sem fái notið þess. Við viljum því sjá önnur svör frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en höfnun við málaleitan okkar um lóðir fyrir bensínstöðvar, eins og við fengum síðastliðið vor. Nú þegar eru þrjár eða fjórar bensínstöðvar á skipu- lagi í Reykjavík, allar ætlaðar gömlu olíufélögunum. Því er hægt að breyta.“ Að sögn Guðmundar hefur al- menningur einnig hagnast með til- komu Atlantsskipa, þó að það sé e.t.v. ekki eins einfalt að reikna það út og þann ávinning sem orðið hafi og verði með aukinni sam- keppni á eldsneytismarkaði. „Við erum með um þúsund viðskiptavini í skipaflutningunum. Stærsti við- skiptavinurinn er innan við 5% af heildinni, en við höfum fengið meira af litlum viðskiptavinum en stórum, enn sem komið er. Við- skiptavinir okkar spara sér tölu- verða peninga með því að skipta við okkur. Almenningur nýtur þess væntanlega með óbeinum hætti, svo sem í lægra vöruverði eða þjónustukostnaði.“ Byrjaði fyrir varnarliðið Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Rose stofnuðu Atlantsskip í febr- úar 1998 og einnig félagið Trans- atlantic Lines í Bandaríkjunum. Þeir eiga hvor sinn helming í fyr- irtækjunum. Guðmundur og Rose voru skóla- og herbergisfélagar í háskóla í Bandaríkjunum, en Guð- mundur útskrifaðist þaðan með gráðu í frumkvöðlafræðum árið 1991. Fyrstu fjögur árin sigldu Atl- antsskip eingöngu milli Íslands og Bandaríkjanna. Í apríl á síðasta ári hóf félagið siglingar til Danmerk- ur. Þaðan er siglt til Rotterdam í Hollandi og aftur til Íslands. Guð- mundur segir að fjöldi starfsmanna Atlantsskipa hafi aukist úr þremur til fjórum við þessar breytingar í fyrra. Hjá Transatlantic Lines í Bandaríkjunum starfa sjö manns. Að sögn Guðmundar hefur velta Atlantsskipa stöðugt aukist frá stofnun fyrirtækisins. Hann segir að veltan á þessu ári sé áætluð um 31 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Veltuaukningin miðað við síðasta ár sé allt að 50%. Fyrirtækið hafi verið rekið með hagnaði ef undan er skilið fyrsta árið. Hagnaðurinn á þessu ári verði sá mesti til þessa. „Siglingar á Ameríkumarkað hafa ekki verið að aukast. Við sjáum Evrópusiglingarnar sem helsta vaxtarbrodd Atlantsskipa, en um 90% af viðskiptum milli Ís- lands og annarra landa fara í gegn- um Evrópu. Það var alltaf hug- myndin hjá okkur þegar við stofnuðum fyrirtækið að sigla á Evrópu.“ Guðmundur segir að Atlantsskip séu með innan við 5% markaðs- hlutdeild í skipaflutningum milli Íslands og annarra landa. Markmið eigenda félagsins sé að markaðs- hlutdeildin verði á bilinu 5–10%, og svipað hjá Atlantsolíu. Atlantsskip eru með þrjú skip í siglingum. Eitt lestar í Kópavogi og tvö í Njarðvík. „Þetta byrjaði allt hjá okkur með siglingum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Við náðum þeim samningum vegna þess að hin skipafélögin, Eimskip og Samskip, höfðu samið um fyrirkomulag þess- ara flutningana og því var verðið hjá þeim of hátt. Margir hafa spáð því í gegnum tíðina að við myndum ekki geta staðið lengi í þessu, en við erum hér enn. Og okkur hefur tekist að byggja fyrirtækið þannig upp að það myndi í raun ekki miklu breyta þótt við myndum missa varnarliðsflutningana.“ Bensínstöð í Kópavogi Guðmundur og Rose ákváðu í lok árs 2001 að hefja innflutning á olíu hingað til lands. Fyrst leituðu þeir að landi undir olíubirðgastöð og fengu samþykki Hafnarfjarðar við þeirri málaleitan. Vinna við stöðina hófst í október á síðasta ári og var hún síðan tekin í notkun í júlí- mánuði síðastliðnum, er fyrsti olíu- farmurinn kom til landsins. Atl- antsolía kaupir olíu frá norska olíufélaginu Statoil. Rose og fjölskylda hans eiga 75% hlut í Atlantsolíu en Guð- mundur á 24% og faðir hans 1%. „Upprunalega hugmyndin með Atlantsolíu var að hafa starfsemina einfalda og selja eingöngu olíu til útgerða og verktaka með tankbíla. Við vorum hins vegar ítrekað spurðir að því hvenær við myndum setja upp bensínstöðvar. Síðan fór boltinn að rúlla en áætlað er að fyrsta stöðin verði opnuð á Kópa- vogsbraut 115 í desember. Teikn- ingar og verkáætlanir liggja einnig fyrir að þjónustustöð við Óseyr- arbraut í Hafnarfirði og er áætlað að opna þar snemma á næsta ári.“ Kjarabót bíður almennings Guðmundur segir það skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og lagt sé sérstakt flutningsjöfn- unargjald á eldsneyti geti hin olíu- félögin verið með mismunandi verð á dísilolíu, sem hækki eftir því sem lengra sé farið frá Hafnarfirði. Spurning sé hvort þetta geti talist löglegt. Atlantsolía hafi nú þegar sent kvörtun vegna þessa til Sam- keppnisstofnunar. Hann segir að fleira skekki myndina í samkeppninni á elds- neytismarkaði. Hin olíufélögin hafa í gegnum tíðina átt hluti í útgerðarfélögunum í landinu. Þetta hafi oft komið til þegar illa hafi ár- að hjá útgerðinni. Vegna þessa eigi nýtt olíufélag nokkuð erfitt um vik með að komast að á þessum hluta eldsneytismarkaðarins. Þessi við- horf séu þó á undanhaldi. Augu út- gerðarmanna séu að opnast fyrir því að skipta við það olíufélag sem bjóði upp á hagstæðasta verðið. Útgerðin geti sparað mikla pen- inga á því að skipta við Atlantsolíu. „Við höfum orðið vör við alveg einstakt þakklæti frá fjölmörgum viðskiptavinum okkar. Og það er ekki að undra. Tryggir viðskipta- vinir meðal atvinnubílstjóra eru til að mynda að spara allt að einn til tvo mánuði í eldsneytisverði á árs- grundvelli með því að skipta við okkur. Næsta víst er að langt er um liðið síðan þeir hafa fengið við- líka kjarabót. Svipuð kjarabót bíð- ur einnig alls almennings ef sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu breyta afstöðu sinni, og verða við óskum Atlantsolíu um lóðir fyrir bensínstöðvar. Við þurfum fimm lóðir. Það nægir til að samkeppnin komist á legg,“ segir Guðmundur Kjærnested. Ekið frítt í mánuð Atlantsolía stefnir að því að hefja sölu á bensíni um miðjan desem- bermánuð. Guðmundur Kjærnested, annar aðal- eigandi og stofnandi Atl- antsolíu og Atlantsskipa, sagði í samtali við Grétar Júníus Guðmundsson, að verð á dísilolíu hafi lækk- að hér á landi með til- komu Atlantsolíu og gera megi ráð fyrir að það sama muni gerast varð- andi verð á bensíni. Olíubílar Atlantsolíu við birgðastöð fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem var tekin í notkun í júlímánuði síðastliðnum. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Kjærnested segir að samkeppni komist á legg ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða við óskum fyrirtækisins um lóðir fyrir bensínstöðvar. ’ Við erum ekki að biðja um vernd. Við viljumeinfaldlega að almenningur fái að njóta þess lága verðs sem við getum boðið upp á, en það verði ekki einungis þeir sem keyra um Hafn- arfjörðinn sem fái notið þess. ‘ gretar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.