Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA menntamálaráðu- neytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs kom út í haust og boðar umfangsmikla endur- skipulagningu á almennri bók- námsleið til stúdentsprófs. Að mörgu þarf að hyggja verði farið í svo viðamiklar skipulagsbreytingar og mikilvægt að fagleg og vönduð vinnubrögð verði viðhöfð. Við þá vinnu þurfa hagsmunir nemenda og velferð þeirra að varða leiðina. Menntamálaráðherra segir að nú sé „að hefjast lokakaflinn í und- irbúningsferli sem staðið hefur síð- an málið var fyrst sett á dagskrá fyrir hartnær tíu árum“. (M.m.rn: rit 8, sept. 2003.) Erfitt er að greina markvissa menntastefnu þegar litið er til breytinga síðustu ára. Enn út- skrifa framhaldsskólarnir nem- endur samkvæmt tveimur nám- skrám og nemendur og annað starfsfólk skólanna eru átta sig á nýju skipulagi námsbrauta í nám- skránni frá árinu 1999. Sú námskrá gerir ekki almennt ráð fyrir styttra námi til stúdentsprófs þó sá mögu- leiki hafi ætíð verið fyrir hendi inn- an fjölbrautakerfisins. Breytingar nú, ef af verða, kalla því á þriðju námskrána á örfáum árum. Brottfall Hátt hlutfall brottfallsnemenda setur svartan blett á okkar íslenska framhaldsskólakerfi. Ástæðurnar eru margvíslegar, m.a. skortur á námsleiðum við hæfi, óljós markmið nemenda með námi sínu og mikil launavinna nemenda. Í skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs er ekki fjallað um þessa þætti, aðeins nefnt að dregið gæti úr brottfalli í kjölfar styttingarinnar (bls.14). Engin tilraun er gerð til að skýra það frekar enda illmögulegt að sjá hvernig komast má að þeirri nið- urstöðu. Stytting námstíma til stúdents- prófs er talin verða til þess „að nemendur geti unnið viku skemur að sumri. Ekki er líklegt að það hafi mikil áhrif á getu nemenda til að afla sér tekna, einkum þar sem stór hluti þeirra vinnur líka samhliða námi á veturna“ (bls. 31). Hér er lit- ið á málið í undarlegu samhengi. Eru skýrsluhöfundar með þessu að samþykkja óhóflega launavinnu framhaldsskólanema? Horft er framhjá þeirri staðreynd að hún er ein af meginástæðum brottfalls. Full ástæða er til að bregðast við þeim vanda með afgerandi hætti. Námsval og sveigjanleiki Tillögur skýrsluhöfunda fela í sér mun minna val á stúdentsbrautum en námskráin frá árinu 1999 gerir ráð fyrir. Þar eru sveigjanleiki og val lykilatriði sem m.a. hafa gert fjölbrautaskólum kleift að útskrifað stúdenta eftir þrjú til þrjú og hálft ár. Sá möguleiki er því ekki nýr af nálinni. Stytting námstíma til stúdents- prófs mun vafalítið hafa áhrif á námsval og hætt er við að nem- endur flykkist á 3 ára bóknáms- brautir á kostnað verknáms. Merkjum iðn- og starfsnáms þarf að halda á lofti og ekki má á nokk- urn hátt halla á mikilvægi þess og þeirra starfsréttinda sem það veit- ir. Íslenskt atvinnulíf má ekki við frekari fækkun nemenda í starfs- námi og auka þarf veg og virðingu þess í verki en ekki aðeins í orði. Ef af breytingunni verður hafa stúdentsefni ári skemmri tíma til að kynna sér námsleiðir og störf. Kannanir hafa sýnt að jafnvel eftir fjögur ár í framhaldsskóla er stór hluti stúdentsefna óráðinn um framtíðar náms- og starfsval. Mik- ilvægi þess að efla og styrkja náms- og starfsráðgjöf í skólakerfinu eykst því enn frekar. Aðliggjandi skólastig Lítið er komið inn á áhrif stytt- ingarinnar á aðliggjandi skólastig. Aðeins er talað um að „kanna skuli nýtingu kennslutíma í grunnskóla og möguleika á að auka hlutfall kjarnagreina á kostnað valgreina í efstu bekkjum“ (bls. 20). Í aðal- námskrá grunnskóla hefur verið lögð áhersla á að búa nemendur undir upplýst val námsgreina og tengingu þess vals við komandi framhaldsskólanám og starfsval. Lagt er til að úr þessu verði dregið, stýringin endurvakin og valmögu- leikum fækkað. Gengur sú stefnu- breyting gegn meginstefnu Aðal- námskrár grunnskóla. Hafa ber í huga að tiltölulega lágt hlutfall nýnema háskólanna eru nýútskrifaðir stúdentar. Há- skólarnir fagna því flestir að stytta skuli námstíma til stúdentsprófs „...enda verði ekki dregið úr þeim undirbúningi sem stúdentsprófið felur í sér nú...“ (bls. 25). Að ofansögðu má því spyrja hvernig viðhalda á gæðum núver- andi stúdentsprófs þegar námstím- inn hefur verið styttur og námsein- ingum fækkar um 24. Hvorki háskóla- né grunnskólastiginu er ætlað að taka til sín hluta þess náms sem áður tilheyrði framhalds- skólastiginu miðað við tillögur skýrsluhöfunda. Samanburður við nágrannalönd Skýrsluhöfundar leggja áherslu á samræmingu við nágrannaríki hvað varðar aldur stúdenta. Samkvæmt samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð (mmrn. sept. 2002) er mikil einföld- un að segja að nemendur hér kom- ist ekki í háskóla fyrr en tvítugir á meðan unglingar í nágrannalönd- unum hefji þar nám 18 eða 19 ára. Um 60% grunnskólanemenda í Danmörku taka viðbótarár í grunn- skólanum, sem jafngilda myndi 11. námsárinu hjá okkur, áður en þeir hefja framhaldsskólanám. Aðeins 11% drengja og 20% stúlkna í Dan- mörku ljúka stúdentsprófi 19 ára. Sem sagt „... um 15% danskra ung- menna hafa lokið stúdentsprófi ári fyrr en íslensk“(bls. 38). Á hinum Norðurlöndunum eru námsgögn öll ókeypis, framhaldsskólanemar á námsstyrkjum og hafa auk þess möguleika á námslánum. Hins veg- ar vinna um 70% íslenskra fram- haldsskólanemenda samhliða námi sínu og er það uggvænlega hátt hlutfall. Hvað er til ráða? Áberandi er sú áhersla sem lögð er á fjárhagslegan ávinning og sparnað sem af kerfisbreytingunn mun leiða fyrir ríkið. Rík ástæða er til þess að aðgæta áhrif fram- kvæmdarinnar á skólasamfélagið í heild. Varast skal að halda af stað í svo víðtæka aðgerð með nið- urskurðarhnífinn sem aðalvopnið. Náms- og starfsráðgjafar hitta í starfi sínu nemendur í brottfalls- hættu. Þetta er sá hópur sem skól- ar þurfa að sinna betur. Til þess þurfa þeir að geta boðið upp á fjöl- breytt nám, aukna náms- og starfs- ráðgjöf, náms- og starfsfræðslu, persónulegan stuðning og náms- stuðning. Örar breytingar á námskrám, nýjar tegundir stúdentsprófa, mikil fjölgun skóla og námsmöguleika á háskólastigi, mismunandi forn- ámskröfur þeirra ásamt fleiru, auka enn kröfur um vandað náms- og starfsval meðal grunn- og fram- haldsskólanema. Við breytinguna er líklegt að brottfall muni aukast á háskólastig- inu. Bilið breikkar, bæði félagslega og námslega, milli framhalds- og háskólanema. Bjóða þarf fram nemendaráðgjöf (eldri nemendur leiðbeini hinum nýju við upphaf náms), samhliða eflingu náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastig- um. Á fundum og málþingi sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir árin 2001 og 2002 með hags- munaaðilum þessa máls var lögð rík áhersla á samstarf milli skólastiga. Því miður sér þeirri umræðu og til- lögugerð ekki stað í þessari skýrslu. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hafa velferð nemenda að leið- arljósi við svo umfangsmiklar kerf- isbreytingar sem stytting náms- tíma til stúdentsprófs myndi leiða til. Mikilvægt er að geta bent á óyggjandi ávinning fyrir nemendur og eyða þarf óvissuþáttum sem benda til hins gagnstæða. „Greindur maður túlkar bæði bókina og lífið“ Eftir Hrönn Baldursdóttur, Ragnheiði Bóasdóttur, Svandísi Ingimundardóttur og Þórdísi Guðmundsdóttur Höfundar eru náms- og starfsráðgjafar á grunn-, framhalds- og háskólastigi. Hrönn Baldursdóttir Ragnheiður Bóasdóttir Svandís Ingi- mundardóttir Þórdís Guð- mundsdóttir Til leigu í Fákafeni 11 Upplýsingar í síma 894 3121. Eitt besta verslunarhorn borgarinnar. Stærð 185 fm. Næg bílastæði. Einnig til leigu: Lagerhúsnæði, 300 fm og 400 fm. Faxafen 9, ca 100 fm verslunarpláss. Vorum að fá í einkasölu fullinnréttað stórglæsilegt 400 m² skrifstofuhúsnæði sem getur verið til afh. strax, þrátt fyrir leigusamning sem rennur út í maí 2004. Húsnæðið er vel skipulagt með fjölda lokaðra skrifstofa í bland við opið vinnurými. Auðvelt að breyta og aðlaga veggjakerfi nýrri starfsemi. Fullkomið fundarherbergi, móttaka og eldhús m. góðri innr. Parket. Halogenlýsing. Nýjar tölvulagnir og tölvurekki til staðar. Lyfta. Sturta. Svalir. Allt til alls - bara stinga í samband og fyrirtækið er komið á fullann snúning. Allar nánari uppl. á skrifstofu okkar. Til sölu í Hlíðasmára Sími 511 2900 Skipholti 50b, 105 Reykjavík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Fjárfestar! Eignir með langtímaleigusamningum Til sölu í vesturbænum eign með 15 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Eignin skiptist í verslun 64,8 fm ásamt kjallara 33,3 fm, samtals 96,9 fm. Leiga kr. 115.000 á mán. Mögul. hagst. fjármögnun. Til sölu á svæði 105 eign með 15 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Eignin er samtals 1.900 fm. Leiga kr. 2 millj. Góðar tryggingar. Til sölu í vesturbæ Kópavogs eign með leigusamningi til 2018, traustur leigutaki. Eignin er samtals 370 fm. Leiga kr. 340.000 á mán. Mögul. hagst. fjármögnun. Til sölu á svæði 105 - rétt við Höfða. Eignin er til sölu með 5 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Leiga kr. 700.000 á mán. Eignin er ein sér og staðsett á mjög góðum stað með einstöku útsýni. Eignin er á einni hæð, verið er að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir eignina og er þar gert ráð fyrir að byggja megi allt að 4 hæðir. Þetta er tækifæri fyrir byggingaraðila, fjárfesta. Uppl. veitir Magnús á skrifstofu. Guðrún Antonsdóttir REMAX (867-3629) Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali Heimilisfang: Skólagerði 49 Stærð eignar: 203,4 fm Bílskúr: 43 fm Byggingarár: 1967 Brunabótamat: 22,3 millj. Áhvílandi: 2 millj. Verð: 23,9 millj. Mjög fallegt og mikið endurnýjað parhús á rólegum og góðum stað í Kópavogi. Stofa og borðstofa, eld- hús með borðkrók. 3 rúmgóð herb. Rúmgott og fallegt baðherb. Gesta- snyrting í forstofu. 3ja herb. íbúð með sérinngangi. Jeppa-bílskúr með sjálfv. hurðaopnara, hita og rafmagi. Guðrún Antonsdóttir sölufulltrúi RE/MAX tekur á móti gestum milli kl.14-16 OPIÐ HÚS - Skólagerði 49 GLÆSILEG ÍBÚÐ Á ÆGISÍÐU MEÐ MEIRIHÁTTAR ÚTSÝNI YFIR SKERJAFJÖRÐ Íbúð 112 fm - Bílskúr 34 fm Íbúð á annarri hæð á Ægisíðu með glæsi- legu útsýni yfir Skerjafjörð til Álftaness. Tvö stór svefnherbergi og aukaherbergi með svölum út frá aðalsvefnherbergi. Tví- skipt stofa með útbyggðum glugga og stórum svölum. Eldhús með nýlegri inn- réttingu. Snyrtilega flísalagt baðherbergi. Upprunalegir skrautlistar í loftum. Nýleg hellulögn í innkeyrslu, bílskúr og gróinn garður. Mjög góð eign á góðum stað. Verð 21 milljón. Sigurður Gizurarson hrl., lögg. fasteignasali. AB Fasteignir - Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi - Sími 551 6520 & 822 9970, fax 561 7600. Tölvupóstur: abf@abfasteignir.com Heimasíða: www.abfasteignir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.