Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Kl. 2, 4, 6 og 8. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 10. B.i. 16. Frumsýning Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Skonrokk FM909 Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stór- borgina að finna pabba sinn. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Beint átoppinn í USA! Kl. 8 og 10. B.i. 16. Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuð- um frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Will Ferrell Tilboð 500 kr.  Skonrokk FM909 KANNSKI er Jackie Chan að verða gamall. Sú var tíðin að hann ríkti sem konungur hasarmyndanna (a.m.k. meðal þeirra sem af honum vissu) og var það ekki síst vegna þess að hann var óhræddur við að fram- kvæma sjálfur glæfralegustu áhættuatriði sem kvikmynduð hafa verið síðan Harold Loyd og Buster Keaton voru upp á sitt besta. Fimi og nær ótrúlegt vald yfir eigin líkama hefur þannig alltaf verið helsti aðall Jackie Chan og samanburðurinn við meistara þöglu gamanmyndanna á líka rétt á sér í ljósi þess að líflegur gamanleikur hefur jafnan fylgt lík- amlegum undraverkunum og Chan hefur sýnt svipaða tilfinningu fyrir sambandi líkamans og veruleika hlut- anna og þeir gerðu. Líkami leikarans í þessu tilviki á alltaf í samskiptum við hluti, hann tekur mið af þeim, nýt- ir þá eða verður fyrir barðinu á þeim. Þaðan hefur kímnin sprottið í hans bestu myndum. En nú er tíðin önnur. Tæknibrellur og tölvugrafík hafa haldið innreið sína í áhættuheim Jackies og hann notast jafnvel við áhættuleikara en hið síðastnefnda er nokkuð sem aðdáendur héldu lengi að myndi aldrei gerast. Þá hefur líka margt breyst eftir að myndir hans tóku í auknum mæli að miðast við Bandaríkjamarkað í stað þess kín- verska. Sögufléttur hafa m.a. orðið þunglamalegari og klisjukenndari, hetjuímynd Jackies er tekin alvar- lega í þeim skilningi að trúðurinn vík- ur meira en góðu hófi gegnir fyrir of- urmenninu. Eftir því sem kímnin færist frá líkamlegum hremmingum í átt að skondnum setningum að hætti bandarískra hasarmynda rofnar líka samband leikarans við hlutveruleik- ann. Helsti kostur nýjustu myndar Jackies er hins vegar að trúðurinn fær að njóta sín. Jackie hefur elst, bardagarnir hafa færst niður á jörð- ina, en kímnin sem alltaf hefur verið mikilvægur hluti af persónugerð hans er hér nýtt með nokkurri vel- gengni. Hætt er þó við að sumum finnist myndin og húmorinn full- barnaleg á köflum. Allt er að minnsta kosti afar augljóst. Og gildir það ekki síst um söguþráðinn sem virðist óskilgetið afkvæmi gamals fíaskós með Eddie Murphy, The Golden Child, sem líkt og þessi mynd fór út fyrir þennan heim og aðra í framand- legum og sundurlausum söguþræði. En hér segir frá merkilegu barni sem í býr mikill kraftur og dýrgrip titils- ins, sem einnig býr yfir krafti, en vondir menn vilja sameina tvíeykið og leysa úr læðingi enn meiri kraft. Þetta gera þeir sökum valdafíknar og eyðileggingarfýsnar, en það eru lest- ir sem óhætt er að telja ættgenga í persónutegund þeirri sem kennd er við illmenni í hasarmyndum. Jackie ásamt Interpol-félaga sínum, sem er nokkuð fyndinn á köflum, lenda í miðju hringiðunnar og gera sitt besta til að greiða úr einfeldningslegum en illskiljanlegum söguþræðinum. Þeg- ar Jackie svo kemur höndum yfir gripinn mikla fyllist hann ofurmætti en þessi flétta getur einnig talist táknræn um hvernig komið er fyrir bardagahetjunni gamalkunnu. Líkt og persónan í myndinni þarf Jackie Chan nú á hjálp kvikmyndatöfra og tæknibrellna að halda, og er það mið- ur og þar glatast stór hluti sjarmans sem einkenndi myndir hans. Bardaga- meistari eldist KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjórn: Gordon Chan. Handrit: Gord- on Chan, Alfred Cheung, Bennett Joshua Davlin, Paul Wheeler. Kvikmyndataka: Arthur Wong. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Lee Evans, Claire Forlani, Julian Sands, John Rhys-Davis. Lengd: 90 mín. Hong Kong & Bandaríkin. Screen Gems, 2003. THE MEDALLION / DÝRGRIPURINN Heiða Jóhannsdóttir MIKILL fjöldi af vel klæddu fólki var saman kominn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið. Skyldi engan undra því tilefnið var opnun vefs Fatahönnunarfélags Íslands og var það Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem opnaði síðuna formlega. Enn- fremur var íslensk hönnun til sýnis frá Ástu creative clothes, Elm, Steinunni, má mí mó, Hönnu, Nikita og Path of love. Á vefnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir fólk með áhuga á tísku og hönnun. Þar er m.a. birt félagatal og hægt að fræðast nánar um íslenska fata- hönnuði. Íslensk hönnun til sýnis Morgunblaðið/ÞÖK Birna Sif Magnúsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Bergþóra Guðnadóttir. Valgerður Sverrisdóttir og Gunnar Hilmarsson, varafor- maður Fatahönnunarfélags Íslands, virða fyrir sér fötin. Ingibjörg Finnbogadóttir og Aðalheiður Birgisdóttir fata- hönnuðir við hönnun Nikita. www.fatahonnunarfelag.is www.icelandicfashion.com Fatahönnunarfélag Íslands opnar vef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.