Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekki laust við að það megi finna ákveðinn vorilm í lofti í íslenskri myndlist þótt vetur sé vart genginn í garð. Af hverju hann stafar er öllu erfiðara að geta sér til um þar sem kalt mat segir okkur að fátt hafi breyst. Að minnsta kosti eru engin stórvægileg umskipti í farvatninu þótt ef til vill sé kominn tími fyrir unnendur íslenskr- ar myndlistar að setjast á rökstóla og skiptast á skoðunum um hvert stefni í mál- efnum hennar. Það er alltof lítið um ærleg skoðanaskipti þótt þau séu vænlegasta leið- in til að hleypa út fúlu lofti og viðra gagn og nauðsynjar greinarinnar. Orð eru nefnilega til alls fyrst hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Í menningu hafa þau jafnframt meira vægi en á öðrum vettvangi þar eð menning- armál eru með öllu óhugsandi án skoð- anaskipta. En áður en aftur er horfið til vorsins góða sem getið var í upphafi verður að segja eins og er að það er mikill mis- brestur á umræðu um menningarmál í okk- ar litla samfélagi. Óvíða er sá skortur jafn viðvarandi og einmitt á vettvangi innlendrar myndlistar. Það er engu líkara en listamenn og aðrir sem nálægt faginu koma geri sér að góðu að hrærast í þöglum heimi tækni og framkvæmda án þess að imprað sé á grundvallarspurningum eins og þeim sem hljóta að vera hvað nærtækastar: „Hvers vegna ertu (er ég) að sýna og hvers vænt- irðu (vænti ég) af framtakinu?“ Undirritaður er nefnilega ekki einnum að undrast þá grósku sem ætíðhefur verið í sýningarmálum ís-lenskra myndlistarmanna. Útlend- ingar sem hingað koma reka upp stór augu og eiga vart til orð til að lýsa þessari grósku. Vissulega er hún mikil og rík, enda virðist óvenjuhátt hlutfall þjóðarinnar leggja stund á myndlist. Þá verður jafn- framt að geta þess að hlutfall hæfileika er einnig eftirtektarvert hér heima og virðist það koma til af sterkri vitund innvígðra í faginu og þroskaðri dómgreind þeirra; „krítískum sans“ eins og það kallast í dag- legu tali. Það hlýtur því að teljast jafn furðu-legt hve fáir íslenskir listamenn, til-tölulega, blanda sér í hituna úti íhinum alþjóðlega listheimi. Það er eins og öll þessi rífandi athafnasemi nemi staðar innanlands og menn komist ekki lengra, þótt ekkert ætti að vera því til fyr- irstöðu að þeir köstuðu sér út í straumiðu alþjóðlegrar myndlistar með sama „bravúr“ og tónlistarmenn okkar og söngvarar stinga sér til sunds í djúpu laug alþjóðlegrar hljómlistar. Það hlýtur að teljast alldapurt að sjá sjaldan eða aldrei íslensk nöfn meðal sýnenda á alþjóðlegum listsýningum hverra auglýsingar fylla síður erlendra listtímarita svo varla er lengur pláss fyrir annað ritmál. Vissulega er listamönnum okkar boðið hingað og þangað, oft undir spaltanum „ís- lensk list“, eða í tengslum við norrænt átak þar sem við mátum okkur við frændur okk- ar á hinum Norðurlöndunum. Allt er það gott og blessað og bráðnauðsynlegt ef okk- ar hæfileikaríka blóð á ekki að daga uppi í fullkominni naflaskoðun á endastöðinni Reykjavík. En það er engan veginn nóg að Íslendingar sýni undir slíkum kring- umstæðum. Þeir verða einnig að kunna að ríða á vaðið sem einstaklingar og fóta sig án stuðnings hópsins í heimi sem vissulega er framandi og fráhrindandi við fyrstu sýn, en hlýr og gefandi eins og okkar þegar bet- ur er að gáð. En þá komum við einmitt að umræðunni og þeirri þýðingu sem hún hefur til að brjóta ísa einangrunar og heimóttarskapar. Við vitum að þær þjóðir sem ná langt í menningarlegri umræðu eru jafnframt þær sem finna mest til sín. Mönnum vex ásmeg- in við það eitt að blanda sér í umræðu um sín hjartans mál. Sá sem stjórnar um- ræðunni stjórnar jafnframt listheiminum. Sönnur þess eru mýmargar, en til að gera langa sögu stutta má nefna tilfelli banda- ríska gagnrýnandans Clements Greenberg (1909–94), sem sumir vilja meina að hafi verið merkasti listgagnrýnandi móderníska tímabilsins. Án elju hans er óvíst hve langt Jackson Pollock og félagar hefðu komist í að sigra listheiminn. Áhrif Greenberg eru samofin sigurgöngu bandarískrar mynd- listar á eftirstríðsárunum. Þetta litla dæmi sýnir það eitt að list-heimurinn gengur fyrir samspiliólíkra afla og einstaklinga innanhans. Ef árangur á að nást á ein- hverju sviði, svo sem á listasviðinu, eru menn dæmdir til að samhæfa krafta sína. Öðruvísi hafa þeir ekki erindi sem erfiði. Það nær engri átt að hólfa niður listheiminn eins og við Íslendingar gerum gjarnan, í þeirri frómu von að geta gleymt öllum öðr- um en sjálfum okkur. Það virðist nefnilega vera eitur í beinum sjálfsþurftarbóndans – Bjarts og bústofns – að þurfa að viðurkenna að við komumst ekki alla leið án ut- anaðkomandi aðstoðar. Hversu hugljúf sem sagan um sjálfmegandi manninn annars er, sem er allt fyrir eigin rammleik, þá er hún bara saga og annað ekki. Það er vert að hafa í huga nú þegar vorið lætur á sér kræla á miðjum vetri. Það fer nefnilega af því sögum að útflutnings- og upplýsingaskrifstofa myndlistar sé í burð- arliðnum og muni verða opnuð, jafnvel hérna megin við áramótin. Um það hvað slík stofa hefur í för með sér er ekki gott að spá en víst er að væntingarnar eru þegar orðnar miklar. Í slíkri þíðu og blíðu þegar allir láta sig dreyma um framhaldið er mik- ilvægt að halda haus. Það hefur alltaf verið falinn vandi íslenskrar myndlistar hve rík tilhneiging er til að gefa sig draumum á vald en slá um leið slöku við heimavinnuna. Sú heimavinna heitir upplýsing, einkum um það hvernig listheimurinn lítur út í raun og veru, bæði hér heima og erlendis. Í staðinn fyrir að skáskjóta sér hjá vandanum og halda að með slíkri skrifstofu sé komin alls- herjarlausn á vanda íslenskrar myndlistar, þurfa allir í okkar litla listheimi að axla ábyrgð og setjast á rökstóla. Spyrja verður áleitinna spurninga, svona rétt eins og Paul Gauguin í árdaga nútímavæðingarinnar, þegar hann málaði sína frægu frumstæðu altaristöflu, „Hvaðan komum við? Hvað er- um við? Hvert ætlum við?“ Um vorboðann í íslenskri myndlist Hvaðan komum við? Hvað erum við? Hvert ætl- um við?, frá 1897–8, eftir Paul Gauguin. Mynd- in er í eigu Museum of Fine Arts í Boston. Hún er rúmir fjórir metrar á lengd. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson ÓPERA Reykjavíkur og veitinga- húsið Tjarnarbakkinn hafa tekið höndum saman og bjóða upp á óp- erudagskrá í Iðnó nú í desember. Söngvarar af ungu kynslóðinni flytja atriði úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet. Lögin ættu flestir að kannast við, s.s. söng nautabanans – Toreador – og Hab- aneruna sem Carmen syngur. Ópera Reykjavíkur breytti ný- lega um nafn, hét áður Sumarópera Reykjavíkur. Hún gerði nú nýlega þriggja ára samning við Reykjavík- urborg um samfellda óperudagskrá allt árið, og eru þessi óperukvöld í Iðnó fyrsti liður í því. Aðeins verð- ur sýnt þrisvar, 12., 13. og 19. des- ember. Sex söngvarar taka þátt í flutn- ingnum. Hlutverk Carmen syngur Rósalind Gísladóttir, en hún er ný- komin úr framhaldsnámi á Spáni. Snorri Wium syngur Don José, Val- gerður Guðnadóttir syngur Mi- caelu, Hrólfur Sæmundsson syngur hlutverk nautabanans og Hrafn- hildur Björnsdóttir syngur hlut- verk Frasquitu. Iwona Jagla leikur á píanó. Morgunblaðið/SverrirÓpera Reykjavíkur syngur úr Carmen í desember. Óperugleði á Tjarnarbakkanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.