Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 27 Fagni› n‡ju ári í dásamlegum hl‡indum og hla›i› batteríin. Kanaríeyjar eru lífsins lystisemdir, stórbroti› landslag og endalaust gó›vi›ri. Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 4 nætur. 49.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› m/morgunver›i á Barbacan Sol í 4 nætur. 69.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann í tvíb‡li me› 1/2 fæ›i á hótel Riu Palace í 4 nætur. 79.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann í m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 18 nætur. 79.830 kr.*Ver› frá: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting skv. ofangreindu, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 29 90 11 /2 00 3 ar fyrir vefsetur sín og innri vefi og fyrir vikið læra nemendur að nota og meta Google-tæknina og halda sig við hana þegar úr námi er komið. Í lok árs 2000 voru leitarniður- stöður á dag komnar yfir 100 millj- ónir. Spjallrásir og fleira Áður en vefurinn kom til var ýmis þjónusta á Netinu sem mörgum er gleymd í dag, IRC, Gopher, WAIS, og Usenet, en síðastnefnda fyrir- bærið, sem kallaðist spjallrásir, var vettvangur skoðanaskipta um ólík- legustu málefni þar sem áhugamenn um tiltekið fyrirbæri eða atriði gátu skipst á skoðunum og fróðleik hvar sem þeir voru staddir í heiminum. Nokkur fyrirtæki tóku sér fyrir hendur að safna spjallrásaefni eða -póstum, saman á einn stað og gera gestum á vefsetur sín kleift að leita í póstunum, enda er þar saman komið ótrúlegt magn af fróðleik. Helst þessara fyrirtækja og það eina sem nokkuð kvað að var DejaNews sem síðar varð Deja.com í ársbyrjun 2001 tók Google að sér rekstur á Deja- .com, keypti reksturinn sem var á fallandi fæti, og skipaði öllu efninu, um 500 milljón tölvubréfum, í gagna- grunn til að auðveldara væri að leita í þeim. Þótt það komi ekki þessari samantekt um Google við er ástæða til að benda þeim sem ekki hafa reynt að prófa að leita í Groups / Hópar. Ekki er bara að Google-stjórar hafi verið naskir á að nýta sér tæknina til að ná árangri vestanhafs heldur hafa þeir verið iðnir við að snúa viðmóti leitarvélarinnar á ýmis tungumál. Þannig er hægt að fá upp- hafssíðuna upp á íslensku til að mynda og allmörg tungumál til, en talsvert er síðan íslensk útgáfa varð til af Google, hugsanlega fyrir tilstilli íslenskra starfsmanna sem þar störf- uðu og starfa enn. Ef íslenskt viðmót er valið er einnig hægt að velja að Google leiti aðeins í íslenskum vef- síðum. Þegar ég leitaði til að mynda að vefsíðum á íslensku þar sem orðið „sjónaukar“ kemur fyrir fékk ég upp 412 síður með leit í Leit.is, sem er helsta íslenska leitarvélin, en 1.470 síður með því að láta Google aðeins leita að vefsíðum á íslensku (leit á öll- um vefnum skilar fimmtíu síðum til viðbótar). Upphafssíður á 90 tungumálum Hægt er að velja um upphafssíðu á 90 tungumálum sem sum hver eru ekki eiginleg tungumál, sjá til að mynda hvað gerist ef menn velja að láta síðuna birtast á tungumáli El- mers Fudd, sem er bandarísk teikni- myndapersóna, eða Bork, bork, bork! tungumálinu sem sænski kokkurinn talaði í Prúðuleikurunum. Annað sem Google-menn hafa komið sér upp og rétt að vekja at- hygli á í þessu sambandi er það sem þeir kalla Directory/Flokkar, en það er síðusafn álíka og Yahoo! Ef not- andi er þannig með íslenskt viðmót valið fær hann upp yfirlitið á ís- lensku og þar er að finna talsvert af íslenskum síðum sem búið er að skipa í efnisflokka (undir World > Íslenska). Hinar gríðarlegu vinsældir Google hafa gefið fyrirtækinu færi á að fylgjast með því að hverju fólk er að leita, raða því í gagnagrunna fyrir- tækisins og síðan birta samantekt undir heitinu tíðarandi/zeitgeist. Á sérstakri síðu hjá Google, undir Press, er þannig hægt að sjá hvert var vinsælasta leitarorð í nokkrum löndum í september sl., hvaða stýri- kerfi eru vinsælust, hvaða tungumál eru helst notuð, vinsælustu knatt- spyrnulið og svo má telja. Google hefur líka bætt við leitar- möguleika á síðustu árum, myndaleit var sett upp 2001, þ.e. leit að mynd- um á vefsíðum eftir orðum sem vísa á myndirnar á viðkomandi síðu, en innan fyrirtækisins er nú unnið að hugbúnaði sem getur greint mynd- irnar, þ.e. af hverju viðkomandi mynd er. Einnig er nú hægt að leita að upplýsingum í vörulistum, um 1.000 listar aðgengilegir, vefurinn www.froogle.com, sem enn er á til- raunastigi, leitar að vörum á Netinu og verði þeirra, Í desember 2001 voru vefsíðurnar í gagnagrunni Google komnar yfir þrjá milljarða. Ekki er bara að þessi mikli síðu- fjöldi í grunninum geri kleift að leita að upplýsingum heldur hafa ýmsir nýtt sér það að forritaskil Google, API, eru aðgengileg og því hægt að láta hugbúnað hafa bein samskipti við gagnagrunninn sem menn hafa meðal annars nýtt sér í tölvuleiki á Netinu. Fleira er í bígerð, í undir- búningi er að notandi geti hringt í Google og óskað eftir upplýsingum, en talgreinir myndi þá snara fyrir- spurninni yfir á tölvumál og tal- gervill lesa svarið fyrir þann sem hringdi. Meðal helstu nýjunga sem Google hefur kynnt á síðustu árum er frétta- veita, vefsíða þar sem fréttum er safnað saman frá fjölda vefmiðla. veitan er á bak við flipann News ef menn eru með upphafssíðu á ensku, en sést ekki á íslensku síðunni. Hægt er að fá hana upp með því að slá inn google.com/news. Google News safnar saman frétt- um frá 4.500 fréttavefjum, skipar þeim í gagnagrunn og flokkar svo eftir efni. Fleiri vefir hafa gert álíka, þótt enginn hafi komist nálægt fréttamagninu sem Google innbyrðir daglega, en það sem er merkilegast við fréttavef Google er að fréttum er raðað eftir mikilvægi; leitarvélar Google meta mikilvægi frétta eftir því hvar þær eru staðsettar á frétta- síðu viðkomandi fjölmiðils og eftir því hve margir miðlar eru með frétt um sama eða svipað efni. Í þessu er Google því að nýta sér vinnu annarra líkt og þegar þeir félagar Larry Page og Sergey Brin fengu þá hug- dettu að setja saman leitarvél sem flokkaði niðurstöður sínar eftir því hvaða síður vísuðu í tilteknar vefsíð- ur, eftir mati vefsmiða á mikilvægi upplýsinganna á viðkomandi vefsíð- um. Væntanlega skýrir það vinsæld- ir Google að einhverju leyti; fólk kann yfirleitt best að meta það sem það býr til sjálft. ’ Keppikefli leitar-véla í dag er því ekki lengur bara að vera með sem flest- ar síður undir í leit- inni, heldur hvernig þær geti skilað sem bestum og gagnleg- ustum niðurstöðum og í því hefur Google vinninginn sem stendur. ‘ arnim@mbl.is AUGLÝSINGADEILDnetfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.