Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FÖSTUDAGINN 14. nóvember síðast liðinn fórum við þrjú saman með Flugleiðum til Kastrup. För- inni var heitið til suðurhluta Sví- þjóðar. Á Kastrup vantaði eina ferða- tösku. Við snerum okkur beint til Ground Service á staðnum. Í tölv- unni þar eru upplýsingar um allt sem máli skiptir. Á svipstundu upplýstist að umrædd taska hafði ekki komið með vélinni til Kaup- mannahafnar og upplýst var að hún kæmi með morgunvélinni dag- inn eftir. Yrði þá send umsvifa- laust til Svíþjóðar og henni ekið heim til okkar þar. Gott er að hafa aðgang að svona góðum upplýs- ingum. Það liðkar fyrir öllum mál- um þegar eitthvað fer úrskeiðis. Engar áhyggjur. Afgreiðslukonan sagði aðspurð að það væri 95% öryggi fyrir því að þetta færi allt eftir. Taskan yrði komin um hádegisbil á laugardeg- inum. Í tæka tíð svo eigandinn fengi upp úr henni sparifötin sín og afmælisgjöfina og gæti komist í níræðisafmælið á laugardags eft- irmiðdeginum, en til þess var förin gerð. Já, gott að vita. Ekki þarf að kaupa spariföt til að nota í afmæl- inu. Athygli vakti raunar að ekki skyldi áætlað að senda töskuna með kvöldvélinni strax á föstudeg- inum. Til að gera langa sögu stutta er vert að geta þess að takan skilaði sér kl. 21:30 að staðartíma á sunnudagskvöld! Sunnudagskvöld. Þá vorum við búin að hringja 8 símtöl. Flest til Ground Service á Kastrup. Þegar litið er yfir framansagt vakna fáeinar spurningar. Spurn- ingar sem ég trúi að fleirum en mér finnist áhugaverðar. 1. Með hvaða vél fór taskan? 2. Hvað voru farnar margar áætl- unarferðir sem ekki voru not- aðar til að koma töskunni til skila? 3. Hvernig stendur á því, þegar svona gerist, að gleymdi farang- urinn fer ekki rakleiðis með næstu vél? 4. Hversu langan tíma tók að koma töskunni til Svíþjóðar, eftir að hún var komin til Kastrup? 5. Hversu margar vélar fóru þar á milli sem taskan hefði getað far- ið með en gerði ekki? 6. Hvað tafði töskuna svo hún komst ekki með fyrstu mögulegu ferð frá Kastrup til Svíþjóðar? Starfsmenn Ground Service á Kastrup upplýstu uppúr kl. 15:30 á sunnudeginum að taskan væri í til- tekinni vél sem myndi lenda í Sví- þjóð kl. 16:00. Taskan var þar ekki. Fór með næstu vél. 7. Hvað fór þá úrskeiðis? 8. Er það kerfi sem notað er til að koma eftirlegutöskum til skila fullnægjandi að mati þeirra stjórnenda Flugleiða sem málið varðar? Mér er ljóst að sumar spurn- ingar varða Ground Service á Kastrup. Ég bíð glaður eftir svari meðan Flugleiðir afla upplýsinga þaðan til að hafa þau svör með. Það tekur varla langan tíma. Umrædd ferðataska bar númer- ið: CPHFI 17494. Með fyrirfram þökk fyrir grein- argóð svör. ÞÓR JENS GUNNARSSON, Esjugrund 23, Reykjavík. Fyrirspurn til Flugleiða Frá Þór Jens Gunnarssyni ÞAÐ hefur ekki farið framhjá nein- um, sem horfir á kristilegu sjón- varpsstöðina Omega að þar er mik- il þörf á aðstoð fjárhagslega. Ég er eldri borgari og er mikið heima og má alls ekki til þess hugsa að missa stöðina. Mér hefur alltaf ver- ið það ljóst að sjónvarpið er stór- kostlegur miðill til þess að dreifa fagnaðarerindinu um Jesúm Krist. Það er að mínum dómi jafnvel stærsta kristniboðið. Þeir mögu- leikar, sem eru að opnast í dag, sanna það. Ég vil hvetja alla sem kristnir vilja vera, að styrkja stöðina fjár- hagslega. Áhorf á aðrar stöðvar kostar. Peningarnir eru afl þess sem gera skal. Reglulegt framlag margra getur verið mikil hjálp. Við getum öll orðið „kristniboðar“ á þann hátt. Ekki er það mín meining að þú, sem styrkir annað kristniboð eða líknarstarf, eigir að draga úr þeirri aðstoð, heldur að „sá“ einnig í þetta starf og uppskera af því ómælda blessun. Ég varð undr- andi, er ég heyrði stöðvarstjóra Omega upplýsa það að aðeins 300 manns styrktu stöðina mánaðar- lega. Elskulegu kristnu vinir, er ekki kominn tími til að vakna upp og verða þátttakendur í þessu mik- ilvæga starfi? Prestar eða for- stöðumenn. Hversu margir eru skráðir meðlimir í söfnuðunum? Líklega þyrfti aðeins uppörvun, hvatningu, til þess að fólk gerði sér ljóst mikilvægi stöðvarinnar og kæmi inn með reglulegt framlag, og blessunin myndi ekki láta á sér standa. Öfluga unga fólk, komið með í þetta. Margt smátt gerir eitt stórt. Akrarnir eru hvítir – þá verður yndislegt að gleðjast saman við uppgjör allra hluta, vitandi það að við lögðum okkar lóð á vog- arskálina. Með kærleikskveðju. JÓHANNA F. KARLSDÓTTIR, Hlíðasmára 5, Kópavogi. Kristniboð Frá Jóhönnu F. Karlsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.