Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Halifax og Brúarfoss koma í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Jóla- vaka verður haldin miðvikudaginn 3. des- ember kl. 20.30 í Ás- garði Glæsibæ. Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni kemur í heim- sókn og flytur jóla- hugvekju. Tónlist og söngur, lesin jólasaga og fleira er til skemmt- unar. Undirleik annast Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Jólakaffi, súkkulaði og meðlæti. Skráning á skrifstofu FEB. Sími: 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og billjardsalir eru opnir alla virka daga frá 9- 16. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá hvern virkan dag frá 9-16.30 m.a. vinnustofur og spilsalur opinn, veit- ingar í Kaffi Bergi. S. 575 7720. Heimasíða: www.gerduberg.is. Hraunbær 105. Mið- vikudaginn 10. desem- ber verður farið í óvissuferð. Lagt af stað kl. 11. Ekið út í óvissuna og borðaður jólagrautur með rús- ínum. Kaffi á eftir. Kertasníkir spilar jóla- lög á harmonikku. Jólaljósin í borginni skoðuð. Komið við á Aflagranda og þar drukkið kaffi og snædd aðventukaka. Vesturgata 7. Jóla- fagnaður verður föstu- daginn 5. desember. Húsið opnað kl. 17. Dagskrá: Jólahlaðborð, eftirréttur og kaffi. Jólasaga. Nemendur frá Vesturbæjarskóla verða með skemmti- atriði. Þráinn Bertels- son les úr nýútkominni bók sinni. Vox Fem- inae syngja, kórstjóri Margrét Pálmadóttir. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fer með hugvekju. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Skráning í síma 562 7077. Kristniboðsfélag karla. Fundur í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 1. desember kl. 20. Skúli Svavarsson hefur Bibl- íulestur. Allir karl- menn velkomnir. Kvenfélag Garða- bæjar heldur jólafund- inn þriðjudaginn 2. desember á Garðaholti kl. 20. Ath.breyttan fundartíma. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM & K, Austurstræti. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Jólafundurinn er í kvöld í Skútunni, Hóls- hrauni, kl. 20. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Jóla- fundurinn verður á morgun, 1. desember, í safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 20. Munið jólapakka og máls- hætti. Ferðaklúbbur eldri borgara fer í ljósa- skreytingarferð til Keflavíkur og Grinda- víkur þriðjudaginn 16. desember kl. 15.30. Kaffihlaðborð á heim- leið. Brottför frá Blómavali í Sigtúni. Skráning hjá Hannesi í síma 892 3011 fyrir 11. desember. Kvenfélagið Heimaey. Jólafundurinn verður í Árseli Hótels Sögu mánudaginn 1. desem- ber kl. 19. Munið eftir litlu jólapökkunum. Tilkynna þarf þátttöku til Gyðu Sirrýjar eða Ágústu. Kvenfélag Bústaða- sóknar. Jólafundurinn verður mánudaginn 8. desember í safn- aðarheimilinu kl. 7.15. Jólamatur, Glæðurnar syngja, happdrætti, helgistund í kirkjunni. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til kirkjuvarð- ar, sími 553 8500, Erlu, sími 897 5094, Guð- ríðar, sími 568 5834. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í s.552 4994 eða 553 6697. Minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju. s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67, og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Í dag er sunnudagur 30. nóv- ember, 334. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.)     Okkur er vandi á hönd-um í þessu þjóðfélagi og hann er mikill, skrifar Geir Ágústsson í rit- stjórnarspjalli í málgagni Frjálshyggjufélagsins. Telur hann reynt að minnka frelsi fólks til orða og athafna á fjöl- mörgum vígstöðvum. „Ekki má tala vel um tób- ak opinberlega. Ekki má greiða starfsmönnum of há laun. Fullfrískir og sjálfráða einstaklingar mega ekki ráðstafa lík- ömum sínum. Peningar eru fluttir úr einum vasa í annan eftir höfði embætt- ismanna. Þetta má ekki viðgangast. Þetta er óréttlæti,“ segir Geir.     Hann telur að berjastþurfi fyrir frelsinu. „Sú barátta er nú varn- arbarátta en henni þarf að snúa í sókn. Eftir því sem fleiri staðlar eru sett- ir á mannlega breytni því verr erum við stödd. Fjöl- breytileiki einstaklinga er virtur að vettugi í nafni siðgæðis, góðra gilda og smekks meiri- hlutans. Hve lengi getum við umborið það?“ spyr hann og segir kjörna full- trúa eiga að setja sann- gjarnar leikreglur fyrir samfélagið en ekki ná- kvæmar reglur um rétta breytni og ranga. „Í stað þess að verja einstaklinga gegn ofbeldi beitir rík- isvaldið þá oft á tímum of- beldi. Ofbeldi er óréttlátt. Frelsi er réttlátt.“     Árni Ólafsson skrifar ísama málgagn, Ósýnilegu höndina, um óvini einstaklingsfrels- isins, sem hann telur leyn- ast víða. Hann segir að fæstir sem tali fyrir frels- isskerðingu geti tekið undir þessa lýsingu á sjálfum sér því þeir „gera það nefnilega í þeim til- gangi að gera líf þeirra, sem fyrir henni verða, betra. Skerðing frelsis, þrátt fyrir að hún sé í nafni umhyggju og góð- mennsku, hefur þó oftar en ekki í för með sér eitt- hvað allt annað en upp- haflega var ætlað.     Árni tekur nýjastadæmið sem hann seg- ir vera frumvarp um bann við kaup á kynlífs- þjónustu. Meðmælendur frumvarpsins telji það vera skyldu sína að banna fólki þá iðju sem þeir segi hættulega og siðlausa. Slíkur hugsunarháttur hafi því miður töluverðan hljómgrunn því mörg lög séu þegar í gildi sem taki mið af honum. Hann segir að sjúklingum sé einnig meinaður aðgangur að lyfjum sem gætu linað þjáningar þeirra vegna vilja löggjafans til að verja þá fyrir hugsanlegu dómgreindarleysi. „Vandinn hverfur svo sannarlega ekki þótt hann sé bannaður. Hann verður áfram til staðar og oft byrja vandræðin ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að bann er sett á,“ segir Árni. Yfirráðaréttur yfir eigin líkama séu grund- vallarréttindi. STAKSTEINAR Baráttan fyrir frelsi er nú varnarbarátta Víkverji skrifar... Víkverji vill þakka húsbændumsjónvarvarpsstöðvarinnar Sýnar fyrir að hefja útsendingar frá leikj- um Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik. Það var löngu tímabært vegna mikils áhuga á handknattleik hér á landi. Að vísu langar Víkverja að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu en viðureignir Hauka, þótt skemmti- legar séu. T.d. væri ekki úr vegi að sjá hin „Íslendingaliðin“, Ciudad Real og Magdeburg, en Íslendingar leika stór hlutverk hjá þeim báðum. Ólafur Stefánsson með Ciudad Real og Sigfús Sigurðsson og Alfreð Gíslason, þjálfari. hjá Magdeburg. Það hefur verið nokkur huggun að upptökur frá öðrum leikjum keppn- innar hafa stundum verið sýndar eins og t.d. leikur Ciudad Real og þýsku meistaranna, Lemgo. Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson, báðir hoknir reynslu af handknattleik, hafa farið á kostum í lýsingum, enda þekking þeirra á íþróttinni óumdeild. Gullkorn hafa flotið með eins og t.d. í fyrrgreindum leik þar sem Guðjón hreifst mjög að framgöngu Talants Dujshebaev, samherja Ólafs. Sagði Guðjón m.a. að Dujshebaev hafi stigið fram í sviðsljósið með unglingalandsliði Sovétríkjanna fyrir margt löngu. Hefðu hæfileikar hans verið slíkir að þeir sem á horfðu hefðu hvorki hald- ið vatni né vindi af hrifningu! x x x Eitt hefur vakið sérstaklega at-hygli Víkverja þegar hann hefur fylgst með útsendingum Sýnar frá knattspyrnu í haust og í vetur að þeim knattpyrnuleikjum sem fram fara innanhúss fjölgar stöðugt, bæði á Englandi og á meginlandi Evrópu. Hefur þessi þróun einhverra hluta vegna farið afar leynt og kann Vík- verji ekki á því skýringu en telur að um all nokkur tíðindi sé að ræða. Víkverji telur sig ekki vera að mis- skilja neitt því marg oft hafa íþrótta- fréttamenn stöðvarinnar tekið fram að fullt hús sé á leikjum, oft og tíðum þykir það meira að segja sjálfsagt. Þá er hnykkt á þessu með „fullu hús- in“ þegar skorað er og sagt að mark- inu sé fagnað að hætti hússins. Víkverji hefur aldrei komið á völl- inn í Englandi, en hann hefur þó í einfeldni sinni talið að nær undan- tekningarlaust væri knattspyrna leikin utandyra þar um slóðir, en það virðist alltént ekki vera í öllum til- fellum. Víkverji er hinsvegar viss um að handknattleikur er leikinn innanhúss. Sjaldan er þó tekið fram að fullt hús áhorfenda sé á leikjum Sýnar í Meistaradeildinni í hand- knattleik. Þaðan af síður að þrástag- ast sé á að leikmenn fagni mörkum að hætti hússins, e.t.v. sökum þess að mark í handknattleik er hvers- dagslegri atburður en mark í knatt- spyrnu, hver veit? Reuters Skyldi Ruud van Nistelrooy vera að fagna marki að hætti hússins? Reykjavík í byrjun 21. aldar MÓÐIR, sem stóð með börn sín 13. nóvember sl. heimilislaus á Arnarhóln- um eftir neitun félagsþjón- ustu um hjálp, býr enn í skrifstofuhúsnæði sem henni og börnum hennar var komið í í neyð þeirra. 26. nóvember sl. virtist engin lausn í sjónmáli. Saga þessarar konu er ekkert einsdæmi, fjöldi fólks er heimilislaus, sumir eru hjá ættingjum og vinum, aðrir hírast í algjörlega óviðun- andi húsnæði, jafnvel geymslum. Oft þarf fólk að líða fyrir fúkkalykt og óhreinindi og ég þekki dæmi um manneskju sem beið varanlegan skaða þar sem hún bjó of lengi í slíku húsnæði. Það þarf greinilega stór- átak í húsnæðismálum hér þar sem ríki og borg þurfa að sameina krafta sína. Það þarf sterkan ein- stakling til þess að þurfa að þola það að ganga á milli hjálparstofnana og fé- lagsþjónustu vegna matar- eða húsnæðisleysis. Fólk talar mikið um að þetta sé ákaflega erfitt og niður- lægjandi. Svo er spurning hvernig þetta fer með fólk sálar- lega. Fátækt hefur ætíð verið til hér, segja sumir, það er rétt, en það er neyðar- ástand sem nú ríkir hér. Hvað skyldi svo öll þessi neyð eiga eftir að kosta samfélagið í framtíðinni. Ég er ansi hrædd um að það geti orðið dýrt. Þetta er Reykjavík í byrjun 21. ald- ar. Jafnvel eldra fólk sem man tímana tvenna og ól jafnvel börn sín upp við fá- tækt segir þetta vera miklu verra ástand heldur en það var fyrr á tímum. Sigrún Á. Reynisdóttir. Góð þjónusta BERGLIND Hólm hjá Og Vodafone í Smáralind fær meiriháttar þakklæti fyrir mjög góða þjónustu. Ég keypti mér búnað þarna í fljótfærni, fór með hann heim en var ekki ánægð með hann. Þegar ég vildi skila honum gerði Berglind allt fyrir mig til að bakfæra þetta og leiðrétta. Helga. Tapað/fundið Nokia farsími týndist NOKIA-farsími tapaðist í miðbæ Reykjavíkur þann 10.október. Síminn er af 3330-gerðinni, með sanser- að rautt og svart „kover“ (framhlið + bakhlið) og var í svartri tösku. Ef einhver veit um símann þá vinsam- legast hafið samband við Grétu í síma 863 6226 eða 565 6089, eða skila honum til lögreglunnar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað af Snæfellsnesi eða úr Dalasýslu, e.t.v. af Orms- ætt. Þeir sem kunna að þekkja þá sem eru á myndunum, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557 4302. Hver þekkir fólkið á myndunum? LÁRÉTT 1 handarhalds, 8 guðlega veru, 9 ansa, 10 saurga, 11 líkamshlutar, 13 skurðurinn, 15 reim, 18 gorta, 21 rödd, 22 valska, 23 gróði, 24 kirkjuleið- togi. LÓÐRÉTT 2 einskær, 3 lækkar, 4 ilmar, 5 fuglsnefs, 6 bráð- um, 7 kind, 12 elska, 14 kyn, 15 áræða, 16 blanda eitri, 17 háski, 18 lítinn, 19 skell, 20 óhreinkir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 reiði, 4 fullt, 7 kalla, 8 lítil, 9 nót, 11 asni, 13 angi, 14 lúgan, 15 höll, 17 næpa, 20 ari, 22 pútan, 23 leiti, 24 ranga, 25 tegla. Lóðrétt: 1 rekja, 2 iglan, 3 iðan, 4 fúlt, 5 lútan, 6 tolli, 10 ólgar, 12 ill, 13 ann, 15 hopar, 16 látin, 18 æfing, 19 að- ila, 20 anna, 21 illt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.