Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 37 þá um það þegar þjóðþekktir gagn- rýnendur láta í ljós álit sitt á bók án þess þó að hafa tekið beinlínis að sér að gagnrýna hana? Er þeim ekki frjálst að segja skoðanir sínar eins og hverjum öðrum. Kannski, en hér hangir þó fleira á spýtunni. Útgáfustjórar segja t.d. stundum álit sitt á bókum sínum í fjöl- miðlum og er það jafnan afar já- kvætt eins og gefur að skilja. En vegna þess hve hagsmunatengslin eru augljós dytti engum í hug að nota þess konar ummæli í auglýs- ingum, hversu vel kynntur og mæt- ur maður sem útgáfustjórinn ann- ars væri. Þegar fólk sér hins vegar nafn þekkts gagnrýnanda undir auglýsingatexta liggur þráðbeint við að álykta að hann hafi tekið að sér að gagnrýna viðkomandi bók og alveg ábyggilega dettur fæstum í hug að hann sé á launaskrá for- lagsins. Þá er vísvitandi verið að notfæra sér þá trú fólks að hann sé óháður. Og ef sú leið er farin ættu fjölmiðlar líka að kynna það ræki- lega fyrir almenningi að viðkom- andi hefur hagsmuna að gæta. Í stærri löndum er sérhver dóm- ur bara eitt lítið innlegg í risastór- an belg. Þótt einn virtasti rithöf- undur á enska tungu, A.S. Byatt, rakki t.d. niður Harry Potter, eins og gerðist nýlega í bandaríska stórblaðinu New York Times, breytir það auðvitað engu um vel- gengni bókarinnar. Enda því skyldi álit hennar eiga að skipta svo miklu? Hér er umræðubelgurinn hins vegar dvergvaxinn í sniðum. Fáeinir dómar geta ráðið örlögum einstakra bóka. Fjölmiðlar á Ís- landi eru fáir en um leið gríðarlega útbreiddir, Morgunblaðið hefur þannig meiri hlutfallslega út- breiðslu en öll stórblöð Bandaríkj- anna samanlagt. Hvergi annars staðar þekkist að rithöfundar selji stóran eða jafnvel langstærstan hluta bóka sinna á fáeinum vikum eftir að dómarnir birtast, hvergi þekkist jafnmikið auglýsingafár í kringum bækur. Hvort þessi eða hinn fjalli um tiltekna bók getur skipt sköpum. Nálægðin er auk þess glannalega mikil, kunnings- skapur, vina- og fjölskyldutengsl á öllum vígstöðvum, allir þekkja alla, þeir sem lifa og hrærast í þessu eru nánast eins og ein lítil mennta- skólaklíka. Hér er lágt til lofts og stutt til veggja. Þetta er eins og í slönguspilinu góða. Með einum já- kvæðum dómi fær höfundurinn sendan stiga sem hann getur klifr- að hratt upp en verði hann hins vegar fyrir slöngubiti getur hann hrapað jafnhratt niður aftur. Ofan á allt þetta leggst að kröfur sem gerðar eru til gagnrýnenda skáld- sagna eru jafnan mun minni hér en annars staðar, því á meðan erlend- is skrifa helstu rithöfundar og mætustu fræðimenn gjarnan bóka- dóma þá koma kollegar þeirra á Ís- landi ekki nálægt því að skrifa fjöl- miðlagagnrýni um skáldsögur. Allir ættu að vita að gagnrýni segir ekkert annað en hvað einni manneskju finnst um eina bók. Hún segir ekkert til um hvað fólk vill lesa. Oft má kannski frekar snúa dómum á hvolf þegar á að yf- irfæra þá á almenningshylli. En bókadómar segja heldur ekkert um hvaða bækur eru góðar og hverjar ekki. Bækur sem eru margdásam- aðar sem ógleymanleg snilldarverk gleymast iðulega um leið og prent- svertan er þornuð á blaðsíðunum á meðan þær sem rakkaðar eru niður verða eldri en sjálfur Gamli-Nói. Dæmin úr fyrri flokknum eru auð- vitað margfalt fleiri, en þau úr þeim seinni hins vegar miklu skemmtilegri. Ekkert skáld er jafn lélegt og Cervantes, enginn jafn vitlaus og sá sem lýkur lofsorði á Don Kíkóta – sagði eitt helsta skáld og rithöfundur í samtíma hans, Lope da Vega. Og annað ámóta textadæmi svona rétt í lok- in: Dickens skrifar fyrir fullorðna lesendur sem eru ekki þroskaðri en börn – sagði Thackerey, einn helsti samtímahöfundur hans. En sagna- meistarinn lét auðvitað ekki vaða yfir sig. Einmitt, svaraði Dickens, ég skrifa fyrir mannkynið. Höfundur er rithöfundur. ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17– 23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til á sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Sölumenn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Til sölu/leigu öll eignin við Álftamýri 1-3. Samt. ca 1600 fm, 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknast. 264 fm á 2. hæð, innréttað fyrir sjúkraþ. og skrifst. 602 fm. Verslun og lager innréttað sem Apótek. Mjög góð staðsetning, mjög góð aðkoma, næg bíla- stæði, mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. 1686 Álftamýri Til leigu, um er að ræða fullb. skrifst. Mjög góð staðsetning, næg bílastæði. Hentar undir alla almenna skrifstofustarf- semi svo sem lögm., endurskoð., læknast. og fl. Hagstæð leiga. 2029 Hátún - 250 fm Til sölu/leigu. Innrétt. fyrir rekstur bif- reiðaverkstæðis. Móttaka, skrifst. og verkst., auk kaffist og aðst. fyrir starfsm. Staðsett á mjög áberandi og góðum stað sem er í alfaraleið rétt við Smáratorg og Smáralind. Húsnæðið er í mjög góðu standi og hefur verið haldið mjög vel við. Einstakt tækifæri. Verð tilboð. 2164 Dalvegur - 341,7 fm Til sölu. Skrifstofur á 2. hæð 577 fm í þessu glæsilega lyftu húsi. Allur frágang- ur og innréttingar að vönduðustu gerð. Hagstæð leiga. 1885 Suðurlandsbraut Til leigu ca 690 fm á 3. hæð. Sama húsn. og 10-11. Um er að ræða skrifst. tilbúnar til innréttinga. Búið er að klæða húsið að utan og er unnið að endurnýjun eignarinn- ar að innan. Húsnæðið hentar undir alla almenna skrifstofustarfs. Hagstæð leiga. 2027 Efstaland - Grímsbær Til leigu í þessu glæsilega lyftuhúsi á 2. hæð, framhúsi. Skrifst. í toppstandi, glæsilegt útsýni yfir Laugardalinn. Verð tilboð. 2133 Suðurlandsbraut - 336 fm Til sölu/leigu Skrifst. á 2. hæð. Sérstak- lega bjartar og vandaðar skrifst. með glæsilegu útsýni. Mjög góð staðsetning. Tölvulagn. Verð tilboð. 2162 Stórhöfði - 250 fm Til leigu. Jarðhæð í þessu glæsil. húsi. skrifstofur, að mestu einn stór salur en einnig er um að ræða geymslur og salerni í kjallara. Einnig mögul. aðgangur að mötuneyti. Hagstæð leiga. 1761 Sætún 476 fm - Jarðhæð ATVINNUHÚSNÆÐI Áhugaverðar eignir til sölu og leigu Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.