Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 40
Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Neskirkja. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðs- félagið kl. 20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. Hádegisverðarfundur presta í Bústaðakirkju mánudag kl. 12. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku- lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Bessastaðasókn. Sunnudagaskól- inn er í sal Álftanesskóla kl. 11. um- sjón með sunnudagaskólanum hafa Kristjana og Ásgeir Páll. Allir vel- komnir. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag höldum við okkar árlega basar frá kl. 13-17. Þar verða á boð- stólum heimabakaðar kökur, smá- kökur, fallegar gjafavörur, geisla- diskar með hljómsveit kirkjunnar og ýmislegt annað á mjög góðu verði. Einnig verða seldir lukkupakkar og haldin tombóla með vinningum á öll- um miðum. Frábærar veitingar verða til sölu, rjómavöfflur og rjúk- andi kaffi eða gos og annað góð- gæti. Hægt verður að njóta veiting- anna undir ljúfri hátíðartónlist sem hljómsveit hússins leikur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Almenn samkoma í boði Samhjálpar kl. 16.30. Ræðumaður Heiðar Guðnason. Mikil lofgjörð. Fyrirbænir. Allir velkomnir. Bæna- stundir alla virka morgna kl. 06. www.gospel.is FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðventukvöld í Seljakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Selja- kirkju sunnudagskvöldið 30. nóv- ember kl. 20 Aðventusöngvar verða fluttir af Kirkjukórnum, Barna- kórnum og Seljum, kór kvenfélags- ins. Martial Nareau leikur á flautu. Gunnar Guðbjörnsson syngur ein- söng. Kristín Ísfeld les aðventu- sögu. Þórður Kristjánsson skóla- stjóri flytur hugvekju. Aðventuljósin tendruð. Verið vel- komin. Jólasamvera í Seltjarnarneskirkju ÞRIÐJUDAGINN 2. desember verður haldin jólasamvera í Sel- tjarnarneskirkju fyrir eldri borg- ara. Stundin hefst að venju kl. 11:00 með helgistund og bæn og mun Pa- vel Manasek leiða tónlistarflutning. Gestir að þessu sinni eru vinir okkar úr Neskirkju, kór eldri borg- ara undir stjórn Ingu Bachmann. Þau munu flytja falleg jólalög og Inga syngur einsöng. Elín Pálma- dóttir, blaðamaður og rithöfundur mun lesa úr bók sinni, „Eins og ég man það“. Eftir góða stund í kirkjunni er gestum boðið að þiggja léttar veit- ingar í safnaðarheimili. Minnum á að fyrsta samvera á nýju ári verður þriðjudaginn, 3. febrúar, 2004. Vonumst til að sjá ykkur öll og verið hjartanlega vel- komin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Myndlistarsýning í Grafarvogskirkju. ALDA Ármanna Sveinsdóttir myn- listarmaður og myndmenntakenn- ari í Húsaskóla sýnir helgimyndir í Grafarvogskirkju á aðventunni. Alda hefur starfað í Grunn- skólum Reykjavíkur við sérkennslu og myndlist ásamt því að vinna í eigin myndlist námskeiðum og sýn- ingarhaldi. Hefur einnig sinnt myndlist fatlaðra. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17 einnig um helgar á messutíma. Jólafundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju JÓLAFUNDUR Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn í kirkjunni mánudaginn 1. desember kl. 20. Dagskrá: Séra María Ágústs- dóttir, héraðsprestur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra, flytur jóla- hugvekju. Þorvaldur Halldórsson söngvari flytur jólalög. Jólaföndur frá versluninni Litum og föndri. Jólalegar veitingar. Mætum vel og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Morgunblaðið/Jim Smart Kirkjustarf Safnaðarstarf Naustabryggja 20 - „penthouse“ Til sölu á þessum spennandi stað í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Íbúðirnar eru í Naustabryggju 20 og er um að ræða glæsilegar „penthose“- íbúðir á tveimur hæðum, samtals um 220 fm ásamt 2 stæðum í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar verða afhentar rúmlega tilbúnar til innréttinga. Tvennar flísalagðar svalir, einar á hvorri hæð. Miklir möguleikar. Íbúðirnar eru tilbúnar nú þegar til afhendingar. Sölumenn verða á staðnum á milli kl. 14 og 16 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Sölusýning í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 í Naustabryggju 20 Vorum að fá í sölu af sérstökum ástæðum þessa rótgrónu og vel þekktu blómaverslun. Um er að ræða vel rekið fyrirtæki sem er sérlega vel búið tækjum og innrétt- ingum. Reksturinn samanstendur af blómasölu og gjafavöru. Er í 225 fm leiguhúsnæði á besta stað í Fákafeni. Tilvalið tækifæri fyrir duglegt fólk. Góð greiðslukjör og verðið kemur á óvart. GÓÐUR SÖLUTÍMI FRAMUNDAN. Uppl. gefur Ólafur B. Blöndal, fasteign.is Dalía - Blómaverslun Ólafur B. Blöndal lögg. fast.sali, Borgartúni 22, 105 Reykjavík. Sími 5 900 800 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Uppl. veita Bárður 896 5221, Ingólfur, 896 5222 og Þórarinn, 899 1882 Höfum verið beðnir að útvega eignir á eftirtöldum stöðum: • Einbýlis- og raðhús í Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kópa- vogi og Grafarvogi. • 3ja-4ra herbergja íbúðum í Kópavogi og Grafarvogi. • 2ja og 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti og Hraunbæ. • Fyrir opinberan aðila leitum við að 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði í mörgum tilvikum HÖFUM FJÁRSTERKA KAUPENDUR ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn hefur verið haldinn 1. desember frá 1988 eða í 15 ár. Í ár er yfirskrift dagsins Fordómar og útskúfun, „hin sama og síðasta ár og ekki að ástæðulausu – því miður,“ segir í frétt frá samtökunum. Í tilefni dagsins hafa Alnæmis- samtökin á Íslandi opið hús á morg- un, mánudag, frá kl. 14-18 í húsnæði samtakanna að Hverfisgötu 69 og eru allir hiv-jákvæðir, vinir og vel- unnarar velkomnir. Alnæmissam- tökin verða 15 ára þann 5. desember. Fræðsla og forvarnarverkefni nemenda í grunnskólum „Afrakstur af starfi samtakanna mælist ekki í tölum, en ýmislegt hef- ur þó áunnist eins og fram kemur í Rauða borðanum, blaði Alnæmis- samtakanna sem er nýútkomið. Þar má til dæmis lesa um fordóma og út- skúfun sem bæði hiv-jákvæðir og að- standendur hafa sannanlega fundið fyrir, en líka um sigra sem unnist hafa. Í Rauða borðanum má einnig lesa um fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna síðastliðinn vetur sem náði til ríflega níu þúsund nemenda í efstu bekkjum allra grunnskóla landsins. Vonandi mun sú fræðsla leiða til meiri ábyrgðar ungmenna á eigin at- höfnum og um leið skilnings og virð- ingar fyrir sjálfum sér og öðrum,“ segir einnig í frétt samtakanna. Alþjóðaalnæmisdagur- inn er á morgun AÐALFUNDUR BSRB mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. Aðalfundurinn lítur svo á að allar breytingar á þessum lögum skuli gerðar í fullu samráði við heildar- samtök opinberra starfsmanna. Með þessu frumvarpi er hins vegar farið fram án alls samráðs og við slíkt verður ekki unað. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðal- fundi BSRB í gær. Settir undir geðþóttavald „Þessar breytingar eru í litlu sam- ræmi við nútímahugmyndir um sam- skipti vinnuveitenda við starfsmenn sína og síst til þess fallnar að bæta starfsumhverfi ríkisstarfsmanna,“ segir m.a. í ályktuninni. Heildarsamtök ríkisstarfsmanna hafa öll lýst andstöðu við frumvarp- ið, að sögn BSRB. Með breytingunni verður áminning ekki undanfari uppsagnar starfsmanna úr starfi og um leið fellur andmælaréttur þeirra niður. „Með því að fella ákvæði 21. gr. úr lögunum eru ríkisstarfsmenn settir undir geðþóttavald stjórnenda þeirra stofnana sem þeir starfa hjá og þegar við bætist að lágmarksrétt- indi stjórnsýslulaganna eiga ekki að gilda um uppsagnir er ljóst að rík- isvaldið er að fara inn á nýjar og afar vafasamar brautir í lagasetningu,“ segir í ályktun BSRB. Verði frumvarpið ekki dregið til baka segir BSRB fjármálaráðherra setja í uppnám allt samstarf ráðu- neytisins við heildarsamtökin, m.a.um endurskoðun á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna sem nú stendur yfir. Aðalfundur BSRB um breytingar á lögum um réttindi og skyldur Setur samstarf við samtökin í uppnám ÍSLANDSPÓSTUR minnir lands- menn á að síðasti sendingardagur fyrir jólapakka til landa utan Evrópu er 3. desember svo þeir komist örugglega til viðtakenda fyrir jól. Síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka til Evrópu er 12. desem- ber hjá Íslandspósti. Móttökustaðir fyrir jólapakkana eru öll pósthús og afgreiðslustaðir Póstsins á landinu. Í desember verða helstu pósthús opin lengur. Pósturinn er einnig með afgreiðslu í öllum Nóatúnsverslun- um á höfuðborgarsvæðinu, opið alla daga frá morgni til kvölds. Sérstök jólapósthús verða sett upp í Kringlunni, Smáralind, Mjódd- inni, Firði í Hafnarfirði og Glerár- torgi á Akureyri í desmber. Allar nánari upplýsingar um skiladaga jólasendinga, afgreiðslutíma og fleira er að finna á heimasíðu Pósts- ins á www.postur.is. Minnt á síð- ustu skila- daga jólapakka Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Nýtt 1.557 fm iðnaðar- og lagerhúsnæði sem selst í einingum í stærðum frá ca 130 fm. Mikil lofthæð, stórar innkeyrsludyr. Stór malbikuð lóð. Laust strax. Allar nánari upplýsingar veitir Ingileifur Einarsson lgf. í síma 568 2444. RAUÐHELLA - HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.