Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 33 verandi formaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson. Hluti Samfylkingarinnar ber því pólitíska ábyrgð á markaðsfrelsinu með Sjálf- stæðisflokknum, þótt þess sjáist ekki alltaf merki í þjóðmálaumræðum. Það er hægt að skilja þörf þingmanna stjórn- arandstöðunnar fyrir að leita að veikum blettum í málflutningi talsmanna stjórnarflokkanna um þessi mál. Þetta er hins vegar ekki það sem skipt- ir máli nú heldur hitt að skapa víðtæka pólitíska samstöðu í landinu um aðgerðir til þess að koma viðskiptalífinu í þann farveg, að það geti lifað og starfað í sátt við samfélagið. Stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma því, að þeir sem hafa alla þá milljarða á milli handanna, sem nokkrir íslenzkir viðskiptajöfrar hafa nú geta haft mikil áhrif. Þeir geta haft áhrif innan stjórn- málaflokkanna og leitast við að sundra þeirri sam- stöðu sem þar er að verða til. Þeir hafa nú þegar mikil áhrif í fjölmiðlun og leita eftir enn meiri áhrifum á því sviði og þeir munu beita þessum áhrifum á næstu mánuðum og misserum til þess að koma í veg fyrir að ný löggjöf gangi gegn hags- munum þeirra að þeirra sjálfra mati. Það er brýnt að þingmenn hafi þetta í huga á næstu mánuðum og leggi áherzlu á efni málsins og þá löggjöf, sem nauðsynlegt er að setja í stað þess að eyða of miklum tíma í karp um það, sem liðið er. Athyglisvert dæmi um þá þverpólitísku sam- stöðu, sem er að verða til á Alþingi um þessi mál er þingsályktunartillaga, sem flutt er af þing- mönnum allra flokka um sérstaka athugun á eign- arhaldi fjölmiðla og löggjöf þar um. Ekki einangrað fyrirbæri Umræður um þessi mál eru ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði. Á forsíðu Morgun- blaðsins í dag, laugardag, er frétt þess efnis, að Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segi að stjórnendur tryggingafélagsins Skandia (sem einu sinni starfaði hér) eigi að greiða til baka risa- vaxna kaupauka, sem þeir hafi fengið greidda. En skýrt hefur verið frá því, að ellefu háttsettir starfsmenn Skandia hafi fengið alls um 30 millj- arða íslenzkra króna í kaupauka. Persson sagði: „Það er ekki hægt að verja þessar upphæðir- ...Þetta mál er þannig vaxið að það skapar spennu í samfélaginu, sem er erfitt að draga úr.“ Í umræðum hér að undanförnu hefur annars vegar verið vísað til þess, að með kauprétti í fyr- irtækjum hér (sem tekið skal fram að Morgun- blaðið er alls ekki að mæla gegn í grundvallarat- riðum heldur er deilt um útfærslu) sé gert það sama og tíðkast annars staðar og jafnframt hefur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verið gagn- rýndur fyrir það, að hafa afskipti af málefnum einkafyrirtækis, með því að hafa skoðun á kaup- rétti, sem það ætlaði að veita tveimur starfs- manna sinna. Ummæli Perssons, forsætisráðherra Svía sýna hins vegar að fleiri forsætisráðherrar telja sig hafa fullan rétt á að hafa skoðun á málum sem þessum, þótt einkafyrirtæki eigi í hlut. Úr því vís- að er til þess sem gert er m.a. í sænskum fjár- málafyrirtækjum í þessum efnum geta þeir hinir sömu varla haft athugasemdir við að íslenzkir stjórnmálamenn vinni með sama hætti og sænskir stjórnmálamenn – eða hvað?! Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, minnti á það í umræðunum á Alþingi sl. fimmtu- dag að komið hefðu upp hneykslismál í Bandaríkj- unum, sem leitt hefðu til þess að Verðbréfaeft- irlitið þar í landi og kauphallir hefðu sett reglur um, að meirihluti stjórnarmanna í skráðum fyr- irtækjum skyldi vera óháður. Í Bandaríkjunum og í Bretlandi hefur hvert málið á fætur öðru komið upp, sem kallað hefur á strangari löggjöf, strangari reglur og sterkara eftirlit opinberra eftirlitsaðila. Þessari þörf er fylgt eftir af fullri festu í þessum löndum og stjórnmálamenn láta sér ekki detta í hug að taka upp hanskann fyrir fyrirtækin, sem staðin eru að óviðunandi vinnubrögðum. Í Bandaríkjunum er líka sterk hefð fyrir því, að verði fyrirtæki of um- fangsmikil þannig að hagsmunum neytenda og viðskiptavina sé ógnað vegna ígildis einokunar eru þau brotin upp með lögum. Eitt frægasta dæmi um það í bandarískri sögu er mál Standard Oil fyrir einni öld en á síðari tímum er þekkt dæm- ið um Bell-símafélagið, sem var skipt upp í nokkr- ar sjálfstæðar einingar með lögum, svo og mála- ferli á hendur Microsoft, sem að vísu hefur ekki verið brotið upp en hins vegar settar margvísleg- ar skorður. Það er barnaskapur og fáfræði að halda því fram, að markaðurinn ráði óheftur í nokkru landi nema þá, þar sem frumstæðir stjórnarhættir ríkja. Í helzta ríki kapítalismans í heiminum, Bandaríkjunum, er markaðnum settar mjög strangar skorður. Ungir frjálshyggjumenn innan og utan Sjálfstæðisflokksins, sem sýna tilburði um að þeir vilji berjast gegn því, að markaðnum hér séu settar eðlilegar starfsreglur, ættu að taka sér ferð á hendur til höfuðvígis frjálshyggjunnar í heiminum og afla sér þekkingfar á þeim raun- veruleika, sem þar ríkir í viðskiptalífinu. Í þeirri löggjafarvinnu, sem augljóslega er framundan er einmitt nauðsynlegt að þingmenn afli sér upplýsinga ekki sízt frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem víðtæk þekking er til staðar á því, hvernig bezt er að taka á vandamálum af því tagi, sem nú eru að koma upp í viðskiptalífinu hér. Og þar er líka fyrir hendi mikil þekking og reynsla í löggjafarstarfi á þessu sviði. Alþingi þarf að vanda vel til verka en þingið þarf líka að bregð- ast skjótt við. Það er ekki oft, sem jarðvegur er fyrir svo víð- tækri pólitískri samstöðu um grundvallarmál, eins og nú blasir við á Alþingi. Og jafnframt aug- ljóst að í þeim efnum endurspeglar Alþingi þjóð- arviljann skýrt og greinilega. Morgunblaðið/Ásdís „Þessi upprifjun á afstöðu og sjón- armiðum Morg- unblaðsins fyrir rúmum áratug ætti að duga til þess að sýna fram á, að í umfjöllun sinni á seinni árum er Morgunblaðið ekki að gera neinn mannamun. Frá sjónarhóli blaðsins skiptir ekki máli hverjir eigi hlut að máli heldur hitt hver þróunin er og hvort hún er æski- leg eða óæskileg frá sjónarmiði almanna- hagsmuna.“ Laugardagur 29. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.