Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 53
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 53 Netfang: auefni@mbl.is ÞENGILL Otri Óskarsson sem er 14 ára gamall, er að jafna sig á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa nær drukknað í Breiðholtslaug 11. nóvember. Á spítalanum er hann kallaður „kraftaverkamaðurinn“, því læknarnir segja að batinn sé líkastur kraftaverki. Það þurfti að endurlífga Þengil tvisvar sinnum eftir slysið, fyrst á sundlaugarbakkanum og síðan á spítalanum. Þar var hann tengdur við vél sem hjálpaði súrefni og blóði að streyma til hjarta og lungna en lungu hans voru mikið skemmd. Þengill segir það ótrúlega tilhugsun að hann hafi verið í lífshættu. „Það er mjög skrýtin tilfinning. Pabbi var að lesa fyrir mig um það sem var gert fyrir mig á spítalanum og ég sagði bara ...vá.“ Þengill var meðvitundar- laus þegar hann kom á spítalann. Þar var hann tengdur við öndunarvél og fór á gjörgæslu. Síðan var líkami hans kældur niður til að minnka líkurnar á að heilinn myndi skaðast. Þengill liggur núna á barnadeild og er að safna kröftum. Hann man ekkert eftir slysinu. Morgunblaðið/Jim Smart Þengill á sjúkrahúsinu. Örið á hálsinum er eftir slöngur lungnavélarinnar. Hjartað stoppaði tvisvar FÓTBOLTAMAÐURINN David Beckham frá Englandi fékk orðu í þessari viku. Beckham hefur verið aðalmaðurinn í enska landsliðinu í mörg ár en lék með félagsliðinu Manchester United í mörg ár. Nú spilar hann með Real Madrid á Spáni. Orðan er kölluð „heiðursorða bresku konungsfjölskyldunnar“. Það var Drottningin í Bretlandi, Elísabet, sem veitti Beckham orðuna og sagði hann við það tækifæri að hann væri mjög ánægður með þennan heiður. „Ég er mjög glaður að hafa fengið orðu fyrir að spila fótbolta. Það er nefnilega það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Beckham. Reuters David Beckham og kona hans, Victoria, voru í sínum fínustu fötum. Beck- ham fékk orðu KEFLVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu CAB Madeira frá Portúgal, 99:88, í bikarkeppni Evrópu á miðvikudag og var þetta annar sigur Íslands- og bikarmeistaranna í b-riðli vesturdeildar keppninnar, en þremur umferðum af sex er lokið. Staða Keflvíkinga er vænleg, það er í efsta sæti H-riðils keppninnar ásamt Overanse frá Portúgal. Keflavíkur-liðið hefur sýnt kosti sína og galla í báðum heimaleikjum sínum til þessa, gegn liðum frá Portúgal en Keflavíkingar lögðu Overanse, 113:99, á heimavelli á dögunum. Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford í liði heimamanna lét mest að sér kveða í sókninni í gær, skoraði alls 29 stig en að mati margra breytti varnarleikur Sverris Þórs Sverrissonar í upphafi síðari hálfleiks mestu. Hann lék ekkert í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 41:39. Það sem vekur mesta athygli eftir sigur Keflvíkinga gegn Madeira er að þeir unnu án þess að ná tökum á sterkustu vopnum sínum, þriggja stiga skotunum. Falur Harðarson, þjálfari og leikmaður liðsins, sagði að ekki væri hægt að beita sömu leikaðferð í Evrópukeppninni og liðið beitir öllu jöfnu hér á landi. „Við verðum að vera skynsamir gegn þessum liðum. Það vita það allir sem sjá leiki með evrópskum liðum að þar er ekki stólað á þriggja stiga skotin líkt og gerist oft hér á landi. Við vitum hvað þarf og sýndum það í þessum leik. Við höfum náð markmiðum okkar til þessa í keppninni, vinna heimaleikina. Næst leikum við gegn Toulon frá Frakklandi á heimavelli og ég hef trú á liðinu. Það er alveg hægt að vinna það lið,“ sagði Falur og bætti því við að í ferð liðsins til Portúgals í desember, þar sem leiknir yrðu tveir leikir, væri hægt að „stela“ að minnsta kosti einum sigri. Keflavík á mikilli siglingu í Evrópu- keppninni Morgunblaðið/Sverrir Jón Nordal Hafsteinsson á fullri ferð í Evrópuleiknum. EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, var hrakinn frá völdum um liðna helgi. Þá ruddist fjöldi fólks inn í þinghúsið í höfuðborginni Tblisi. Shevardnadze þurfti að forða sér út úr byggingunni. Fjölmenn mótmæli höfðu staðið yfir í landinu vikum saman. Fólkið sagði stjórnina spillta. Og stjórnin var sökuð um svik í kosningum sem fram höfðu farið. Herinn og öryggisveitir sneru baki við Shervardnadze. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi staðið á bak við mótmælin. Þeir hafi viljað koma honum frá völdum. Stjórnarandstaðan hefur tekið völdin í landinu. Foringi hennar er Míkhaíl Saakasvili. Hann skipulagði mótmælin. Ákveðið hefur verið að kosið verði á ný 4. janúar á næsta ári. Saakasvili ætlar að gefa kost á sér í forsetakosningunum. Hann verður frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Víst er talið að hann sigri. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir styðji nýju stjórnina í Georgíu. Sá stuðningur er mikilvægur. Georgía er fátækt land og efnahagurinn slæmur. Landsmenn binda vonir við hjálp frá Bandaríkjunum. REUTERS Edúard Shevardnadze segir Bandaríkjamenn hafa skipu- lagt mótmælin sem kostuðu hann embættið. Ný stjórn í Georgíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.