Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. Er kólesterólið of hátt? Mælingar í síma 564 5600 SÍÐUSTU daga hefur sést til þúsunda snjótittlinga á flögri í kringum kartöflugarða við bæina Helgustaði og Ósabakka á Skeiðum. Bjarni Sveinsson, bóndi á Helgustöðum, segist ekki hafa áður séð þvílíka mergð af þessum fuglum, þetta hafi verið eins og ský af snjótittlingum. Hrafnar hafi einnig flykkst að. En Bjarni segir þetta eiga sér eðlilega skýringu, fugl- unum hafi í raun verið boðið í veislu. „Við settum bygg í kartöflugarðana til að viðhafa skiptirækt og bæta jarðveginn. Bygginu var seint sáð og við höfum látið þetta liggja. Kornið er orðið töluvert þroskað og því kjarngott veislufæði,“ segir Bjarni. Hann á ekki von á því að fuglarnir yfirgefi svæðið svo glatt á næstunni, af nógu sé að taka. Morgunblaðið/Ómar Þúsundir snjótitt- linga í veislufæði FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Stoðir hef- ur aukið hlut sinn í Högum, sem áður hét Baugur Íslandi ehf. og á nú 27% í Högum. Forsvarsmenn Stoða segja ekki um stefnu- breytingu að ræða hjá félaginu, og ekki sé ætlunin að víkka út starfsemi þess, en félag- ið starfar á fasteignamarkaði. að kaupin styrki eignasafn Stoða. Jónas þvertekur fyrir að hér sé um að ræða breyt- ingu á starfsemi Stoða, en hún gengur út á að eignast fasteignir og leigja þær síðan út. Jónas segir að Stoðir séu ekki að færa sig út fyrir fasteignamarkaðinn heldur sé einungis um hagkvæma fjárfestingu að ræða. Baugur Group á 49,6% í Stoðum, sem er stærsta fasteignafélag á Íslandi. Jónas Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Stoða, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Stoðir hefðu aukið hlut sinn í Högum um 9%, úr 18% í 27%. Ástæðuna segir hann vera þá að Hagar séu góður fjárfestingakostur og Stoðir hafa eignast 27% í Högum SÁ áfangi náðist í vikunni á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) að fimmþúsundasta kransæðavíkk- unin var framkvæmd á hjartaþræð- ingardeild við Hringbraut. Aðgerðir sem þessar voru fyrst gerðar hér á landi í maí árið 1987 og það ár fóru fram aðeins 12 víkkanir, 37 árið eftir og síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Á síðasta ári voru þær alls 568 og að sögn Kristjáns Eyjólfssonar, sérfræðings í hjartasjúkdómum, sem stýrir deildinni, stefnir í að um eða yfir 600 kransæðavíkkanir verði framkvæmdar á þessu ári. Kristján segir að með bættum tækjabúnaði, sem er stöðugt í þróun, hafi geta og afköst deildarinnar auk- ist. Sá búnaður sem hafi verið not- aður fyrstu árin þætti til dæmis ekki fullkominn í dag. Kransæðavíkkanir, hjartaþræð- ingar og aðrar æðarannsóknir og -aðgerðir fara fram samtímis á tveimur stofum á deildinni, og hefur svo verið í rúm tvö ár eða síðan nýr og fullkominn tækjabúnaður var tek- inn í notkun í september árið 2001. Þá lagði gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupum, til 40 millj- ónir króna til kaupa á búnaðinum, sem kostaði um 100 milljónir. Hjartaþræðingar vel yfir 20 þúsund Frá árinu 1987 hefur vel á fimmta þúsund manns farið í þessar víkk- anir, sem oft eru gerðar í kjölfar hjartaþræðingar, og í mörgum tilvik- um er nú sett stoðnet innan í krans- æðar sjúklinganna. Kristján segir að víkkunum sé nú í vaxandi mæli beitt sem meðferð við bráðakransæða- stíflu. Með þeirri meðferð megi ým- ist koma í veg fyrir eða minnka skemmd í hjartavöðva, sem af krans- æðastíflu getur hlotist. Þess má geta að frá árinu 1970 hafa verið fram- kvæmdar um 21 þúsund hjartaþræð- ingar hér á landi, þar af nærri 18 þúsund á Landspítalanum við Hring- braut og ríflega 3.000 í Fossvogi árin 1989 til 2001. 5.000 kransæðavíkkanir # $  % &'    (' $)*+,- $ - . / 0   *                   " #$% &  *+,-1 *+,+ *++* *++ *++/ *++- *+++ *  LÖGREGLAN í Reykjavík hóf átak gegn ölvunarakstri aðfaranótt laugardags. Sér- stök sveit lögreglumanna stöðvaði 500 bíla á rúmum tveimur klukkustundum á móts við Laugarnesið og voru flestir ökumenn á leið vestur Sæbrautina. Tveimur öku- mönnum var gert að leggja bílum sínum þar sem þeir reyndust hafa neytt áfengis. Þá tók lögreglan fimm ökumenn fyrir ölv- unarakstur við venjubundið eftirlit í fyrri- nótt og þrír voru grunaðir um ölvun undir stýri í gærmorgun. Markaði þetta upphaf sérstaks átaks lögreglunnar gegn ölvunar- akstri. ið teknir fyrir ölvunarakstur á hverjum degi í fyrra. Stefnan sé að fækka stútum undir stýri í ár. Á næstu vikum mun lögreglan stoppa ökumenn kerfisbundið um alla borgina til að athuga hvort þeir séu ölvaðir. Karl Steinar segir ekki búið að kortleggja ná- kvæmlega hvar lögreglan verður á hverj- um tíma. Það muni ráðast af þörfinni hverju sinni. „Við vitum að á þessum tíma er fólk að freistast til þess að keyra eftir að hafa neytt áfengis. Það á að vita að á þessum tíma erum við með meiri aðgerð- ir.“ Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, segir þetta leiða hugann að því hve margir séu tilbúnir að setjast und- ir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Þetta tvennt fari engan veginn saman. „Fólk er greinilega að setjast undir stýri eftir að hafa verið að drekka áfengi og hætta á að mælast undir viðmiðunarmörkum,“ segir Karl Steinar. „Ölvunarakstur er með al- varlegustu umferðarlagabrotum að okkar mati. Við höfum sett okkur þau markmið að fækka þessum tilvikum með þessum að- gerðum okkar. Við sjáum þá þróun á milli ára.“ Að meðaltali hafi tveir ökumenn ver- Morgunblaðið/Júlíus Nokkrir ökumenn á Sæbrautinni voru látnir blása í áfengismæli í átaki lögreglunnar aðfaranótt laugardags gegn ölvunarakstri. Tæp- lega 500 bílar voru stöðvaðir og var þessi ungi ökumaður á myndinni einn af þeim sem voru með allt sitt á hreinu. Sveit lögreglumanna gegn ölvunarakstri í Reykjavík GUÐMUNDUR Kjærnested, annar aðaleigandi og stofnandi Atlantsskipa og Atlantsolíu, segir að sam- keppni á eldsneytismarkaði komist á legg hér á landi ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða við ósk- um Atlantsolíu um lóðir fyrir bensínstöðvar. Hann segir að með tilkomu Atlantsolíu hafi orðið um 15-18% lækkun á verði dísilolíu á höfuðborgar- svæðinu. Fyrirtækið muni hefja sölu á bensíni um miðjan desembermánuð og verð á bensíni muni þá væntanlega einnig lækka. Að sögn Guðmundar er þörf á breyttum hugsunar- hætti hjá stjórnendum sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu. Einungis Hafnarfjörður hafi veitt Atlants- olíu leyfi til að setja upp dælu við olíubirgðastöð fyrirtækisins þar í bæ. „Í markmiðum samkeppnislaga er kveðið á um að tryggja skuli aðkomu nýrra aðila að markaði,“ segir Guðmundur. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki hafa áttað sig á þessu, því lóðaskortur og fráteknar lóðir eru klárlega samkeppnishindrun að okkar mati. Við erum ekki að biðja um vernd.“  Ekið frítt / 12 Atlantsolía boðar sam- keppni á bensínmarkaði Þörf á breyttum hugsunarhætti sveitarfélaga UNGUR karlmaður braust inn í ein- býlishús við Óðinsvelli í Keflavík í fyrrinótt. Húsráðendur voru í fasta- svefni enda klukkan rúmlega fjögur að nóttu. Þeir vöknuðu þó við ferðir þjófsins inni í húsinu og fór karlmað- urinn á heimilinu fram. Þegar inn- brotsþjófurinn varð var við hann hraktist hann á brott og fylgdi heim- ilisfaðirinn honum út á götu. Þjófur- inn komst undan á hlaupum. Talið er að hann hafi ætlað að ræna verðmæt- um úr húsinu en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Sömu nótt var brotist inn í mann- laust herbergi í kjallara fjölbýlishúss við Hringbraut í Keflavík. Þar komst þjófurinn undan með myndbands- tæki og upptökuvél. Lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins. Húsbóndinn hrakti þjóf- inn á brott ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.