Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert í viðskiptalífinu vekur jafnmik-inn áhuga almennings og laun for-stjóra stórfyrirtækja. Og þessi full-yrðing hefur sjaldan verið jafnsönnog núna þegar nokkur slík mál eru í brennidepli, kalla fram fyrirsagnir í hneyksl- unartón, vekja hluthafa af svefni og fá þá til að taka í taumana. Þetta fyrirbæri er þekkt út um allan heim. Richard Grasso, stjórnarformaður kauphallarinnar í New York, var álitinn þjóð- hetja eftir að hann kom kauphallarstarfseminni í gang aftur eftir hryðjuverkin 11. september en í síðasta mánuði ummyndaðist hann skyndilega í holdtekju forstjóragræðginnar þegar upplýst var að hann myndi fá 140 milljóna dollara [10,6 milljarða kr.] uppsafnaðar aukagreiðslur í ár. Grasso reyndi að lægja öldurnar með því að fall- ast á að afsala sér annarri 40 milljóna dollara [þriggja milljarða kr.] greiðslu sem hann átti að fá, en það sefaði engan og hann neyddist til að segja af sér með smán. Nokkrum dögum síðar var komið að Josef Ackermann, svissneskum yfirmanni Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann var ákærður fyrir „trúnaðarbrot“ og á að svara til saka fyrir rétti í Düsseldorf í byrjun næsta árs. Meintur glæpur hans var framinn í byrjun ársins 2000 þegar hann var í eftirlitsráði og launanefnd Mannes- mann. Þýska farsímafyrirtækið féllst á yfir- tökutilboð Vodafone í Bretlandi en hafði áður lagst gegn því. Eftir að samkomulagið náðist fékk hópur stjórnenda Mannesmann kaupauka að andvirði 57 milljóna evra [5,1 milljarðs króna]. Í Bandaríkjunum er nú réttað í máli Dennis Kozlowskis, fyrrverandi yfirmanns Tyco, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa stolið hundr- uðum milljóna dollara af hlutafélaginu sem réð hann til starfa, og réttarhöldin hafa kynt undir grunsemdum almennings um að himinhá for- stjóralaun tengist fyrirtækjaprettum og ólög- legri starfsemi. Það þarf þó ekki endilega að vera. Ekki hafa komið fram vísbendingar um að Grasso hafi brotið lögin eða að Ackermann, sem hefur reyndar verið sakaður um lögbrot, hafi hagnast sjálfur af kaupaukunum sem stjórn- endur Mannesmann fengu. Upp með sjálfstæðið Nú til dags þurfa fáir yfirmenn að vera með pretti til að verða sér úti um fúlgur fjár. Yfirleitt eru vinnuveitendur þeirra taldir á að undirrita lagalega bindandi samninga, sem tryggja stjórnendum fyrirtækjanna miklar fjárhæðir, og fátt er um spurningar. Þeir minna dálítið á miðaldariddara sem þakklátir konungar úthlut- uðu stórum landsvæðum. Það var alltaf til of mikils mælst að þeir segðu: „þakka þér fyrir, herra minn, en litla kotið við aðalhliðið væri kappnóg handa mér“. Eða að þeir segðu síðar: „úr því að ég tapaði bardaganum skal ég skila helmingi landsins“. Umfjöllun fjölmiðla um auðuga forstjóra, sem skara eld að sinni köku, hefur stóraukist síðustu mánuði. Há laun forstjóra eru orðin að helsta áhyggjuefninu í fyrirtækjastjórnun og hafa tekið við af sjálfstæði endurskoðenda, sem var álitið brýnasta málefnið í fyrra. Áhugi ríkis- stjórna og eftirlitsstofnana á launakjörum for- stjóra fer sívaxandi. Vegna þrýstings frá stofn- anafjárfestum lagði bandaríska fjármálaeftir- litið (SEC) nýlega til reglur sem eiga að auð- velda hluthöfum að tilnefna menn í stjórnir fyrirtækja. Fjárfestar vona að þetta auki sjálf- stæði stjórnarmanna sem geti að lokum ákveðið hversu há laun forstjórarnir eigi að fá. Breska stjórnin gaf í júní út skjal þar sem óskað var eftir ábendingum um hvernig hægt væri að ná tökum á einni hlið þessa máls – háum starfslokagreiðslum þegar ráðningarsamn- ingum forstjóra er rift, greiðslum sem eru óháð- ar því hvernig fyrirtækjum þeirra vegnaði. „Verðlaun fyrir slakan árangur handa örfáum mönnum,“ segir Patricia Hewitt, viðskiptaráð- herra Bretlands, „skaða ímynd og orðspor alls breska viðskiptalífsins.“ Stjórnin hefur fengið yfir hundrað svör við skjalinu og vonast til þess að geta lagt fram tillögur um málið innan tveggja mánaða. Ríkisstjórnir eru yfirleitt tregar til að skipta sér af ráðningarsamningum einstaklinga. Bresk þingnefnd sem rannsakaði þetta mál, þ.e. mikl- ar fjárhæðir sem stjórnendum fyrirtækja eru greiddar þótt þeir hafi brugðist, komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hún vildi að stjórnin léti reyna á frumkvæði viðskiptalífsins sjálfs í þessum efnum fremur en að setja ný lög. Verkalýðssamtökum og mörgum hluthöfum er hins vegar mjög í mun að stjórnin taki í taum- ana. Í Bretlandi er uppsagnarfrestur forstjóra oft tvö ár en bresku verkalýðssamtökin vilja lagaákvæði um að hámarkið verði hálft ár, þannig að það verði í meiru samræmi við upp- sagnarfrest annarra breskra launþega sem er yfirleitt þrír mánuðir. AFL-CIO, samtök flestra verkalýðsfélaganna í Bandaríkjunum, beita sér nú fyrir lögum til að halda aftur af lífeyris- sjóðum sem eru aðeins ætlaðir fyrirtækja- stjórnendum og tryggja fáum útvöldum meiri ávöxtun en gerist og gengur á markaðnum. Mjúk lending, hörð gagnrýni „Gullnu fallhlífarnar“ svokölluðu, háar greiðslur til stjórnenda jafnvel þótt þeir hafi brugðist, eru í brennidepli í ár í umræðunni um laun forstjóra. The Corporate Library, eftirlits- stofnun sem gætir hagsmuna hluthafa í Banda- ríkjunum, áætlar að meðalforstjórinn sem fær reisupassann þar í landi fái starfslokasamning að andvirði 16,5 milljóna dollara [1,2 milljarða króna]. Í maí sl. gerðu hluthafar á aðalfundi GlaxoSmithKline (GSK), stærsta lyfjafyr- irtækis heims, uppreisn og mótmæltu starfs- lokagreiðslum sem forstjóra fyrirtækisins, Jean-Pierre Garnier, hafði verið lofað ef hann yrði rekinn áður en ráðningarsamningurinn rynni út. Þar sem hluthöfunum þótti líklegast að forstjórinn yrði ekki rekinn nema hann stæði sig illa fannst þeim 35,7 milljóna dollara [2,7 milljarða kr.] kveðjugjöf keyra um þverbak. Samkvæmt nýjum reglum geta hluthafar greitt atkvæði á hverju ári um launakjör forstjóra breskra fyrirtækja og eigendur GSK höfnuðu gullnu fallhlífinni hans Garniers. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hjá GSK olli titringi meðal breskra forstjóra og hún var sögð marka tímamót í fyrirtækjastjórnun. Samt breytti hún í reynd ekki starfslokasamningnum við Garnier. Atkvæðagreiðslan er ekki bind- andi, aðeins ráðgefandi. Sir Christopher Hogg, stjórnarformaður GSK, bendir á að fyrirtækið hafði þegar tekið launastefnu sína til endur- skoðunar (með aðstoð Deloitte & Touche) áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Endurskoð- uninni er ólokið og sir Christopher segir að hver sem niðurstaðan verði sé ætlunin að „óska eftir samþykki hluthafanna á aðalfundi næsta árs“. Hann hefur skrifað Sambandi breskra vá- tryggjenda til að greina frá því að stjórnin hafi „bókað sérstaka viðkvæmni hluthafa fyrir greiðslum við starfslok, hvort sem þær eru samningsbundnar eða fyrir góðsemi fremur en af lagalegri skyldu“. Leiðtogar breskra verkalýðssamtaka vilja að atkvæðagreiðslur hluthafa um laun forstjóra verði gerðar bindandi. Þeir vilja einnig að hlut- hafar láti í ljósi meiri áhyggjur af málinu. Þrátt fyrir allt fjaðrafokið vegna máls Garniers er GSK enn eina breska fyrirtækið í ár þar sem skýrsla um launakjör stjórnenda hefur ekki verið samþykkt. Í Frakklandi varð óánægja með verðlaun fyr- ir slakan árangur til þess að Pierre Bilger, fyrr- verandi forstjóri iðnfyrirtækisins Alstom, sam- þykkti í ágúst að skila 4,1 milljón evra [370 milljónum kr.] sem hann hafði fengið sam- kvæmt starfslokasamningi sem gerður var í mars þegar hann lét af störfum fyrir félagið, en það hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. „Ég vil ekki,“ sagði hann, „valda hneyksli meðal þeirra 100.000 starfsmanna Alstom sem ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að stjórna í tólf ár“ – eða þar til franska ríkisstjórnin þurfti að bjarga fyrirtækinu. Landi hans, Jean-Marie Messier, fyrrverandi forstjóri Vivendi Univers- al, hefur ekki farið að dæmi Bilgers. Hann berst Stríðaldir forstjórar Hvers vegna fá stjórnendur fyrirtækj- anna himinhá laun? © The Economist Newspaper Limited, London Laun stjórnenda stórfyrirtækja hafa verið mikið í um- ræðunni að undanförnu, ekki einungis á Íslandi heldur um allan heim. Breska tímaritið The Economist birti í síðasta mánuði úttekt á umræðunni og leggur meðal annars til að launanefndir fyrirtækja beri aukna ábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.