Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ríkið hafði sem kunnugt ereinkarétt á rekstri út-varps- og sjónvarpsstöðvaá Íslandi allt fram á miðj- an níunda áratuginn. Ríkisútvarpið hafði lengst af lítið sinnt popptón- list og dægurmenningu, en árið 1982 var hafinn undirbúningur að stofnun nýrrar rásar sem ætti fyrst og fremst að útvarpa léttri tónlist og höfða til ungu kynslóðarinnar. Rás 2 fór síðan í loftið 1. desember 1983. Fyrsti forstöðumaður hennar var Þorgeir Ástvaldsson. Þorgeir hafði unnið við dagskrár- gerð í útvarpi og sjónvarpi og meðal annars haft umsjón með tónlistar- þættinum Skonrokki. Hann segist hafa verið fenginn til þess í maí 1983 að stýra hinni nýju útvarpsrás og tíminn til undirbúnings hafi því verið skammur. „Þetta bar brátt að og var mikill handagangur í öskj- unni. Á svipuðum tíma var verið að setja á fót aðra ríkisútvarpsrás í Noregi og þar sá 20 til 30 manna nefnd um undirbúninginn, en ég var einn í þessu til að byrja með þótt síðar bættist í hópinn. Forskriftin var fyrst og fremst tónlistarútvarp eða eins og Andrés Björnsson, þá- verandi útvarpsstjóri, orðaði það: Undirspil í amstri dagsins.“ Þorgeir nefnir að viss bylting hafi átt sér stað í útvarpsrekstri víða í Evrópu á áttunda áratugnum, en ekkert hafi þá gerst í frjálsræðisátt á Íslandi. „Þegar svo Rás 2 fór í loftið var eins og allar flóðgáttir opnuðust. Ég hafði gert mér grein fyrir því að rásin myndi fara af stað með hvelli, en mig óraði ekki fyrir því hvað hann yrði stór. Ef mig mis- minnir ekki var rásin samkvæmt fyrstu hlustendakönnuninni með um 75% hlustun. Stærsti hluti þjóð- arinnar fylgdist með því sem við vorum að gera.“ Hartnær fjögur hundruð manns sóttu um starf við dagskrárgerð á nýju rásinni. „Það ríkti mikill spenningur og margir vildu komast á öldur ljósvakans. Mikið verk var að vinna úr umsókn- unum en úr þessum hópi kom margt gott fólk til liðs við Rás 2 sem síðan hefur spjarað sig í samfélaginu.“ Skemmtilegir tímar en mikið álag Þorgeir segir að margir hafi haft skoðun á því hvernig dagskránni ætti að vera háttað á fyrstu nýju út- varpsstöðin á Íslandi um áratuga skeið. „Það urðu allt í einu til marg- ir útvarpsstjórar á Íslandi, ef svo má segja, og margir tjáðu sig í ræðu og riti. Allir vildu fá sitt og þegar ég lít til baka finnst mér dagskráin í aðra röndina brosleg, því það voru hólf fyrir hinar ýmsu tónlistar- tegundir. Unga fólkið vildi heyra framsækna poppmúsík, aðrir vildu þjóðlög, djass, sveita- tónlist og svo framveg- is.“ Nánast allri dagskrá Rásar 2 var útvarpað í beinni útsendingu, sem var nýlunda. „Út- varp í þessum búningi hafði ekki heyrst áður á íslensku og rásin kall- aði í raun fram hálfgildings menn- ingarsjokk. Í beinum útsendingum gafst vitaskuld ekki færi á að snyrta efnið til, taka út mismæli eða annað slíkt, og varð óhefðbundið mál- far ýmsum hneykslun- arefni. Margir töldu rásina líkjast banda- rískum útvarpsstöðv- um, en menn höfðu þá hlustað hér á Kanaút- varpið um árabil og við fengum skammir fyrir það. Þeir sem tóku dýpst í árinni létu í ljósi áhyggjur af því að með þessu áframhaldi yrði Ísland orðið að ríki í Bandaríkjunum áður en langt um liði. En ég sótti þó hugmynda- fræðina sem lá rásinni til grundvall- ar fyrst og fremst til Bretlands, en ekki til Bandaríkjanna.“ Að sögn Þorgeirs var Rás 2 tákn um nýja tíma. Það hafi einkum verið unga kynslóðin sem tók rásinni fagnandi, en þó hafi einnig verið reynt að gæta þess að dagskráin spannaði breitt svið. „Þetta voru skemmti- legir tímar, en starfinu fylgdi líka gríðarlegt álag,“ segir Þorgeir. „Ég neyddist til dæmis til að láta fjar- lægja nafn mitt úr símaskránni. Ég sat einnig í útvarpsráði og þurfti þar að svara fyrir ýmislegt, eins og hvort það væri Ríkisútvarpinu sæmandi að þar væri selt hross í beinni útsendingu. Það kom líka fyrir að ég þyrfti að standa í baráttu innanhúss vegna þess að dagskrá Rásar 2 skyggði á Rás 1. En þorri hlustenda var þó himinlifandi yfir því að það væri orðin til íslensk út- varpsstöð í öðrum stíl en Rás 1. Og mörg af þeim atriðum sem var bitist um innanhúss eða gagnrýnd voru opinberlega virðast í raun hlægi- lega léttvæg í dag.“ Kveðinn niður draugur Þorgeir kveðst geta rifjað upp margar sögur og skemmtileg augnablik frá upphafsárum stöðv- arinnar. „Starfsfólk Rásar 2 var fyrst til þess að flytja inn í útvarps- húsið í Efstaleiti og þar þótti bera á draugagangi. Sumir voru órólegir yfir þessu og ég leitaði því til sér- fræðings í yfirskilvitlegum fyrir- bærum. Mig minnir að draugsi hafi í framhaldinu haft sig á brott! Einn- ig má rifja upp söguna af því þegar mikið óveður skall á í byrjun árs 1984, en um fimm starfsmenn rás- arinnar lokuðust þá inni í útvarps- húsinu. Við vorum föst þar allan daginn og engir viðmælendur kom- ust til okkar. En við brugðum á það ráð að vera með opið útvarp í beinni útsendingu og allar línur glóðu. Fólk hringdi til að spyrja um færð- ina og umferðina, hvernig börnin kæmust heim úr skólum og svo framvegis. Lögreglan gat einnig komið skilaboðum áleiðis. Þetta hafði aldrei gerst áður á Íslandi og vakti mjög jákvæð viðbrögð í sam- félaginu. Þetta þótti byltingarkennt þá en er sjálfsagt nú. Þetta var gríðarlega skemmtilegur og átaka- mikill skóli,“ segir Þorgeir, en hann starfar nú á útvarpsstöðinni Bylgj- unni. „…og allar línur glóðu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgeir Ástvaldsson, fyrsti forstöðumaður Rásar 2, með nokkrum af fyrstu starfsmönnum rásarinnar: Frá vinstri eru þau Páll Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Arnþrúður Karlsdóttir og Ásgeir Tómasson. Óhætt er að segja að straumhvörf hafi orðið í út- varpsmálum á Íslandi þegar Rás 2 var stofnuð fyrir tutt- ugu árum. Rásinni var að mestu tekið fagnandi, enda hafði „gamla gufan“ lítið sinnt ungu kynslóðinni, en sumir höfðu þó horn í síðu nýstárlegrar dagskrárgerðar. Þorgeir Ástvaldsson JONATHAN Stroud stendur fyrir framan unga áheyrendur sína í bókabúð í Naperville í Illinoisríki í Bandaríkjunum, með tússliti í hönd og með stóra teikniblokk á statífi sér við hlið. Hann spyr hvernig börnin telji að hefðbundinn galdra- maður líti út. „Hár, með oddlaga hött,“ segir ein stúlka. „Sítt skegg,“ segir önnur. „Töfrasproti.“ „Uppbrettir skór.“ „Einmitt!“ segir Stroud og bætir hverju atriði við teikninguna jafn- óðum. Og þetta er, tjáir hann börn- unum, einmitt sú gerð galdra- manns sem hann vildi ekki hafa í sinni bók, Verndargripurinn frá Samarkand, fyrsta bindinu í bóka- röð sem hann nefnir Barimaeus- þríleikinn. Sumir í bókaútgáfuheiminum telja bókaröðina lofa svo góðu að þeir hafa kallað hana „næsta Harry Potter“. Nú þegar er í undirbún- ingi kvikmyndun fyrstu bókar- innar, sem kom nýlega út í Bret- landi, heimalandi höfundarins, og í Bandaríkjunum. Rithöfundurinn Stroud er 33 ára og býr rétt utan við Lundúni. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir óhjá- kvæmilegum samanburði ritverks síns við hinar vinsælu Harry Pot- ter-bækur. Sem fyrrverandi barna- bókaritstjóri hjá bókaforlagi vissi hann þegar hann settist niður við að skrifa barnabók sjálfur að töfrar væru efni sem gæti slegið í gegn. „Vandinn var sá að vilja gera eitthvað öðruvísi,“ segir hann um hugmyndina, sem kom honum í hug er hann var á göngu heim til sín kvöld eitt fyrir tveimur árum. „Ég var á gangi í þungum þönk- um, niðurdreginn, að bera þunga innkaupapoka,“ tjáir hann ungum áheyrendum sínum. Og þá fæddist hugmyndin að sögunni – og helztu sögupersónunum. Þegar hann kom heim til sín settist hann að skriftum og svo að segja lauk fyrstu þremur köflunum í einu vetfangi. „Þetta datt bara niður í mig,“ segir hann. „Vondur“ galdramaður með stresstösku Í sögunni hans eru töframenn- irnir reyndar vondu kallarnir. „Og þeir líta nokkurn veginn svona út,“ segir hann og teiknar aðra fígúru á nýtt blað í stóru teikniblokkinni. Börnin og foreldr- arnir sem fylgjast með brosa og hlæja. Í þetta sinn er galdramaðurinn unglegur maður í jakkafötum með skjalatösku. Hann heitir Simon Lovelace og er aðalþrjóturinn í sögunni. Aðalhetjur sögunnar eru Nat- haniel, ungur galdranemi sem er á báðum áttum hvort hann á að beita galdrakunnáttunni til góðs eða ills, og Bartimaeus, sem er „djinni“ – eða töfraandi eins og Vestur- landabúar myndu kalla hann. En Bartimaeus er enginn þjónkunar- viljugur andi geymdur í flösku. „Ég vildi að minn „djinni“ yrði harðari nagli,“ segir Stroud í við- tali vð AP-fréttastofuna um sög- una. Bartimaeus sé vera sem geti tekið á sig hinar margvíslegustu myndir, allt frá fugli eða manni til reykjarslæðu. „Hann er ekki dyggðum prýdd góðgerðarvera. Hann er svolítið ydduð mynd af hetju.“ Bartimaeus og Nathaniel kynn- ast í byrjun sögunnar og Nathaniel reynir að fá Bartimaeus til að stela verndargrips-hálsmeni frá Love- lace. Og ævintýrið spinnst út frá þessu. Jonathan Burnham, útgáfustjóri bókaútgáfudeildar Miramax- fyrirtækisins, sem er hluti Disney- samsteypunnar, stökk á söguna um leið og hann sá fyrstu þrjá kaflana, sem dreift var til að kanna við- brögð útgefenda. „Það var eitthvað við stílinn sem vakti mig. Hann er fyndinn og sérstakur,“ segir Burn- ham. „Texti Strouds er af hæsta gæðaflokki. Hann er eins og á beztu skáldsögum fyrir fullorðna.“ Burnham hefur trú á því að bók- in muni höfða bæði til barna og fullorðinna. Þess vegna var hann tilbúinn til að bjóða „rausnarlega sex stafa upphæð“ fyrir réttinn bæði að útgáfu bókarinnar og kvik- myndun sögunnar. Samkeppni um titilinn „næsti Harry Potter“ Fyrsta upplag bókarinnar var 100.000 eintök – 25.000 fleiri en „Þjófahöfðinginn“ eftir þýzka höf- undinn Corneliu Funke. Hennar bók, sem í fyrra var af sumum köll- uð „næsti Harry Potter“, hefur selzt í hálfri milljón eintaka í Bandaríkjunum. Í ár kom út fyrsta bindið í nýjum þríleik eftir Funke, undir titlinum „Blekhjarta“. „Verndargripinn frá Samark- and“ skortir því ekki samkeppni um titilinn „næsti Harry Potter“. Gagnrýnendur hafa tekið bók Strouds vel. Einn bar hana saman við „Ferðir Gúllivers“ vegna póli- tískra undirtóna hennar (sumir segja að sagan sé gagnrýni á Tony Blair, en Stroud segir það aldrei hafa vakað fyrir sér). Aðrir gagn- rýnendur segja að of mikið sé gert úr samanburðinum við Harry Potter. Næsti Harry Potter? AP Rithöfundurinn Jonathan Stroud útskýrir hér fyrir ungum áheyrendum sínum með aðstoð teikniblokkar hvernig töfraandinn Bartimaeus skiptir um ham til að stela „verndargripnum frá Samarkand“ . Jonathan Stroud tekur á töfrum á óhefðbundinn hátt, en gerir sér vonir um að hans útgáfa af þessu vinsæla efni verki sem galdrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.