Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Súrefnishjúpurinn sem verndar húðina Fallegar gjafapakkningar - tilvalið í jólapakkann Mánudaginn 1. des. Lyfja Lágmúla Þriðjudaginn 2. des. Lyfja Lágmúla Miðvikudaginn 3. des. Lyfja Smáratorgi Fimmtudaginn 4. des. Lyfja Smáratorgi Föstudaginn 5. des. Lyfja Smáralind Laugardaginn 6. des. Lyfja Smáralind 20% kynningarafsláttur Þ eir sem muna Ave Maria, O’Sole Mio, Mamma og Santa Lucia í flutningi Ro- bertino, heyra fyrir sér undurfagran söng barnastjörnunnar, Robertino Loreti. Robertino fæddist í Róm 22. októ- ber 1947, fimmti í röð átta systkina. Fjölskyldan bjó í nágrenni Cinecitta- kvikmyndaversins og sex ára gamall komst Robertino á hvíta tjaldið í hlutverki óþekka sonar Peppones borgarstjóra í einni af myndun- um um Don Cam- illo, þar sem franski gaman- leikarinn Fernan- del fór með aðal- hlutverkið. Ári seinna kom Robertino fram í annarri kvikmynd; Önnu, þar sem Anna Magnani var í aðalhlutverki. Nágrennið við kvikmyndaverið og tilviljun virðast hafa ráðið mestu um þennan kvikmyndaleik Robertino, sem ekki varð meira af fyrr en tíu ár- um síðar, þegar hann var orðinn heimsfræg söngstjarna. Þegar Robertino var á ellefta ári varð faðir hans óvinnufær vegna veik- inda og drengurinn var sendur í fóst- ur til Brunnu frænku. Hún sendi hann í prestaskóla og þar uppgötv- uðust sönghæfileikar hans. Kennari þar kom honum í söngskóla Tito Schipa og eftir það lá leiðin uppávið. Robertino tók m.a. þátt í uppfærslu Óperuleikhússins í Vatíkaninu og heillaði páfann svo að hans heilagleiki bað um að fá að hitta drenginn eftir sýninguna. Brauðsendingar gerðu útslagið Sumarið 1960 var Robertino sendill í bakaríi og þessi brauðsendill var sí- syngjandi svo eftir var tekið. Hann af- henti brauð í brúðkaupsveizlu og var þá beðinn að taka lagið og ekki leið á löngu áður en veitingahúsin kepptust um að fá Robertino; ekki aðeins til þess að koma með brauðmetið heldur umfram allt til að syngja fyrir gestina. Þetta sumar voru haldnir Ólympíu- leikar í Róm og þeir urðu til þess að koma Robertino í sviðsljós heimsins. Og Robertino lagði heiminn að fót- um sér. Hann fór í tónleikaferðir vítt og breitt um Evrópu og kom þá m.a. til Íslands og hann fór í sannkallaðar sigurferðir til Bandaríkjanna, Kan- ada, Suður-Ameríku, Sovétríkjanna, Japan og Ástralíu. Meðal nafnbóta voru Drengurinn með gullröddina og Hinn nýi Caruso. Haustið 1960 kom fyrsta platan út og lagið Mamma sló strax í gegn. Síð- an var hljóðritað í kapp við tímann og 1961 náði Robertino efsta sæti evr- ópska vinsældalistans, þar sem Elvis Presley var í þriðja sæti. En lífið lagði þessa barnsrödd af sem aðrar og önnur tónlist tók völdin í veröldinni. Kurteis drengur, sem söng vel og gegndi pabba sínum Nú rýfur barnsröddin þögnina á ný og það gerist hér uppi á Íslandi; hljómplötuútgáfan Sonet - Óttar Fel- ix Hauksson er að gefa út hljómdisk með fjórtán „beztu lögum“ barna- stjörnunnar. „Ég kem úr tónelsku umhverfi, al- inn upp á Laugaveginum, var mikið með afa og ömmu og þau sungu mikið. Ég gekk í barnamúsíkskólann og var söngelskur krakki. Ég hreifst af Ro- bertino þegar lögin hans voru leikin í útvarpinu,“ segir Óttar Felix Hauks- son. „Það má segja að plöturnar með Robertino hafi verið spilaðar í tætlur á árunum upp úr 1960. Svo skolaði honum einhvern veginn fyrir borð, þegar Bítlarnir og brezka tónlistarbylgjan riðu yfir.“ - Fórstu á tónleikana hans í Aust- urbæjarbíói 1961? „Nei. Þá var ég í sveit. En seinna meir fór ég að grafast fyrir um Ro- bertino og þá kom í ljós, að hann hafði komið hingað sem gestur Stork- klúbbsins, sem Þorsteinn Viggósson rak þá af miklum móð. Ég hafði sam- band við Dodda, sem nú gerir það gott í Kaupmannahöfn, og hann sagð- ist muna vel eftir því, þegar hann heyrði Robertino syngja í útvarpinu og hugsaði með sér: Þennan dreng verð ég að fá. Doddi hafði svo sam- band við umboðsskrifstofu Robertino og þá stóð einmitt til tónleikaferð hans vestur um haf og það varð að samkomulagi að hann myndi milli- lenda á Íslandi. Hann söng í Storkklúbbnum og Austurbæjarbíói og einnig skemmti hann á Keflavíkurflugvelli. Héðan hélt hann til tónleikahalds í Banda- ríkjunum og Kanada.“ Í Morgunblaðinu 5. maí 1961 segir frá komu Robertino „á vegum Styrkt- arfél. vangefinna“ og er fyrirhugað að hann komi fram á tíu tónleikum á fimm dögum. Robertino söng fyrst í Storkklúbbnum fyrir matargesti og svo í Austurbæjarbíói á eftir; oftast byrjuðu þeir tónleikar klukkan korter yfir ellefu. Í Austurbæjarbíói lék hljómsveit Svavars Gests með Robertino. „Hann var ótrúlega góður, bezti krakka- söngvari sem ég hef hlustað á,“ segir Ragnar Bjarnason. „Ég söng þarna eitthvað með honum og það var mjög gaman. Hann söng eins og engill og varð mjög vinsæll, en það var vel passað upp á hann.“ Í Storkklúbbnum spilaði Krumma- kvartettinn með Robertino. „Hann var ákaflega prúður piltur, “ segir Hrafn Pálsson. „Faðir hans hafði hönd í bagga með honum og varði hann vel. Strákurinn var mjög duglegur, hann var ekki með neina stjörnustæla, en söng bara sín Napólílög. Þetta gekk allt vel fyrir sig. Hann var kurteis drengur, sem söng vel og gegndi pabba sínum. En eitthvað var nú röddin farin að þroskast þegar hann kom hingað.“ „Dagana sem Robertino dvaldi í Reykjavík kom hann meðal annars í Brekkugötu 14,“ segir Óttar Felix Hauksson. „Þar bjó þá bandarískur sendiráðsstarfsmaður, Morris að nafni, og meðal annars eldaði hann einhver ósköp af spaghetti fyrir ítölsku söngstjörnuna. Þetta spurðist út og ég hef heyrt fé- laga mína í músíkinni rifja upp sögur um það, hvernig þeir biðu fyrir utan Brekkugötuna til þess að berja goðið augum.“ „Robertino var sannkallað undra- barn. Hæfileikar hans voru á heims- vísu, “ segir Óttar Felix. „Áheyrendur hans féllu í stafi. Hann var kominn langt á þrettánda ár þegar ferillinn hófst, svo það var ekki langur tími til stefnu til heimsfrægðar og hljóðritana. Ferill hans er einstakur fyrir það hversu glæsilegur hann var, þrátt fyrir stutt- an tíma.“ Robertino var ekki í Napólí „Þegar ég kom á ný að tónlistinni í byrjun þessarar aldar, var mér ofar- lega í huga að reyna að finna Robert- ino,“ heldur Óttar Felix áfram. „Ég sá nafn hans hvergi hjá þessum stóru fyrirtækjum, sem voru að gera gang- skör að því að koma vínylplötum yfir á geisladiska. Í ársbyrjun 2001 gaf ég mér svo tíma til þess að fara til Ítalíu að graf- ast fyrir um Robertino. Ég var þar í tvo mánuði og hélt dagbók, sem ég kallaði Leitin að Robertino. Ég byrjaði í Napólí, það var hrein hugdetta vegna allra Napólílaganna, sem hann söng. En Robertino var ekki þar. Hins vegar fann ég geisla- diska sem sýndu að hann hafði hljóð- ritað aftur á fullorðinsárunum. Ég reyndi að komast í samband við útgef- endur þessara diska í Róm en hafði ekkert upp úr því krafsinu. Hjá ríkisútvarpinu var til plata með Robertino, sem bandaríska fyrirtæk- ið Kapp gaf út, en þegar ég spurðist fyrir um það fyrirtæki, var það farið á hausinn og lengra komst ég ekki með það. Þetta varð allt til þess að ég setti leitina að Robertino í bið. En svo var það í júní síðastliðnum, að ég átti leið um ganga útvarpshússins og þar fram hjá kontór Gerðar G. Bjarklind. Hvað sé ég þá upp við tölvuna hennar Gerð- ar nema gamalt vínylumslag með mynd af Robertino? Ég vappaði inn á kontórinn og kíkti á umslagið. Það var merkt Kapp, en undirtitillinn var Danish Triola Records. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn forframaður útgefandi, með- limur í IFPI, alþjóðasamtökum plötu- útgefenda, og allt hvaðeina! Í gegn um IFPI komst ég að því að danskur plötuútgefandi, Kurt Mörk, hafði gert samning á heimsvísu um útgáfu á söng Robertino og hljóðritað á merki sínu; Triola Records. Kurt þessi dó 1988 og rétturinn á Robertino fór til annarrar útgáfu og þegar mér tókst að negla hann niður var hann kominn til Kick Music.“ Sjónvarpsmaður í sumarfríi Ástæðu þess að plötur Robertino voru fyrst gefnar út í Kaupmanna- höfn má rekja til Ólympíuleikanna í Róm 1960. Einn þeirra fjölmörgu ferðamanna sem sóttu Róm heim af þessu tilefni var danski sjónvarps- maðurinn Volmer Sorensen. Hann var þar í fríi ásamt konu sinni, söng- konunni Grethe Sonck. Kvöld eitt, er þau voru á heimleið, heyrðu þau eng- ilfagra rödd syngja O’Sole Mio og lögðu lykkju á leið sína til að ganga á hljóðið. Þar stóð þá Robertino á stétt fyrir utan veitingahús og söng af hjartans lyst. Sorensen hafði engar vöflur á því að ræða við drenginn og bað hann að fylgja þeim hjónum til foreldra sinna. Tveimur vikum seinna var Robertino kominn til Kaupmannahafnar með föð- ur sínum og Sorensen kynnti hann í laugardagsþætti sínum í danska sjón- varpinu. Og Robertino sló strax í gegn. Þeir voru margir sem vildu fá Ro- bertino á sín snæri, en það var Kurt Mörk sem hreppti hnossið og gull- vagninn. Fann mikinn fögnuð í sálinni „Ég gerði svo leyfissamning við Kick Music til fimm ára með útflutn- ingsréttindum og gat nú loksins hafizt handa við minn gamla draum um að gefa út á geisladiski söng Robertino Loreti,“ segir Óttar Felix Hauksson. „Ég lét yfirfara og hreinsa milli 40 og 50 lög og úr þeim hópi hef ég valið 14, sem ég kalla það allra bezta. Ég hef lagt mig fram um að vanda þetta og fékk til starfans CEDAR- fyrirtækið í Cambridge á Englandi, sem hefur sérhæft sig í að hreinsa tónlist af gömlum plötum og tónjafna með stafrænum hætti. Geisladisknum læt ég fylgja sextán síðna bækling um feril Robertino og fróðleiksmola um lögin fjórtán.“ - Hvernig tilfinning er það að sjá fyrir endann á leitinni að Robertino? „Ég fann fyrir miklum fögnuði í sálinni þegar diskurinn var kominn í sjónmál. Ég veit að með honum hef ég að minnsta kosti gert eitthvað rétt.“ - Hvað með útflutninginn? „Ég hef fullan hug á útflutningi og hef sett í gang þýðingarvinnu á ensku. Eins veit ég að Robertino verður vel tekið í Danmörku.“ - Hefurðu hitt Robertino? „Nei. En ég hef fullan hug á því núna þegar diskurinn er kominn út.“ Ennþá iðinn við kolann Langur tími virðist hafa liðið frá því barnastjarnan þagnaði og þar til Ro- bertino Loreti hóf aftur upp raust sína. En Robertino hefur fullorðinn ver- ið iðinn við kolann í útgáfumálum og hann er enn á ferðinni og syngur ítölsku lögin fyrir áheyrendur vítt og breitt. Ekki alls fyrir löngu var hann á ferð í Rússlandi og þá sagði Pravda, að röddinni svipaði ekkert til barna- stjörnunnar, en sömu lögin hljómuðu úr barka hans með þægilegum barí- tón. Robertino lék í einni danskri kvik- mynd 1962; Fleming á heimavistar- skóla. Hann hefur leikið í þremur kvikmyndum síðan; þeirri síðustu 1976. Að sögn Pravda býr Robertino Loreti í Róm. Hann rekur m.a. klúbb, krá og matsölustað og stendur í hrossarækt. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og einn son í því seinna. Barnastjarnan og barítóninn Fyrir tíma Bítlanna söng þrettán ára ítalskur dreng- ur, Robertino Loreti, sig inn í hugi og hjörtu heimsins. Nú berst barnsrödd hans um heiminn aftur og þá of- an af Íslandi. Freysteinn Jóhannsson fjallar um undrabarnið með gullnu röddina, sem fullorðnaðist barítón. Robertino Loreti; barnastjarnan og barítóninn. freysteinn@mbl.is Óttar Felix Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.