Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 42
HUGVEKJA 42 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðventan er byrjuð,með tilheyrandi und-irbúningi fyrir jólin,björtustu hátíðkristninnar, þótt á myrkasta tíma ársins sé að finna. Aðventukransarnir eru komnir á borðin eða í glugga- kisturnar eða aðra staði, og af fyrsta kertinu stafar ljóma, sem bendir á þann sem er að koma í minningunni, ljósið sem aldrei slokknar. Orðið aðventa er nefnilega dregið af latnesku orð- unum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sí- græna greni táknar lífið, sem er í Kristi, og hringurinn eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádóma- kertið; það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testament- isins, er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið; athygl- inni er hér beint að þorpinu, sem Jesús fæddist í, og þar sem ekk- ert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið; snauðum og ómenntuðum fjár- hirðum voru sögð tíðindin góðu, á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið, og minnir okkur á þá, sem báru mannheimi fregnirnar. Aðventu- kransinn, sem talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður- Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir 1940 og kom þaðan hingað. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á ís- lenskum heimilum og er nú orð- inn ómissandi hluti þessara ynd- islegu daga. Um aðventukertin var fyrir nákvæmlega 40 árum ort ljóð, sem við á íslensku þekkjum und- ir heitinu „Við kveikjum einu kerti á“. Lagið er sænskt, frá 1898, og höfundur þess Emma Christina Köhler (1858–1925), rithöfundur, kennari og tón- skáld. Upphaflegur texti frá sama tíma, og einnig gerður af Köhler, fjallar um annað, eða nánar tiltekið um öll heimsins ljós á þessum árstíma, og nefnist „Nu tändas tusen juleljus“. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri (1927–1999) gerði nýjan texta við þetta lag árið 1963 og tileinkaði aðventukertunum. Sá nefnist „Nå tenner vi det første lys“. Báðar útgáfurnar eru við lýði ytra, en sú nýrri festi ein rætur hér, í þýðingu Lilju Sól- veigar Kristjánsdóttur (1923–), fyrrverandi kennara og safn- varðar í Reykjavík, og er á góðri leið með að verða einn þekktasti aðventusálmur Íslendinga fyrr og síðar. Hann er á þessa leið: Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda‘ í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. En um aðventukertin er líka til þýsk saga, er ber heitið „Fjögur kerti“. Höfundur er ókunnur, en þýðinguna gerði Pétur Björgvin Þorsteinsson og er hana m.a. að finna á http:// www.kirkjan.is/hateigskirkja/: Það var búið að kveikja á öllum fjór- um kertunum á aðventukransinum. Í kringum þau ríkti þögn. Ef einhver hefði verið nálægur þá hefði hann heyrt kertin tala saman. Fyrsta kertið andvarpaði og sagði: „Ég er friðarkerti. Ljós mitt lýsir en fólkið býr ekki í friði hvert við annað. Fólkinu er alveg sama um mig!“ Ljós- ið á fyrsta kertinu varð minna og minna þangað til það slokknaði alveg. Annað kertið flökti og sagði: „Ég heiti trú. En ég er alveg óþarfi. Fólk- inu er alveg sama um Guð, það vill ekkert af honum vita. Það hefur eng- an tilgang að það sé ljós á mér.“ Krafturinn í kertinu sem nefndi sig trú var þrotinn. Lítill trekkur dugði til. Ljósið slokknaði. Með lágri, dapurri röddu tók þriðja kertið til máls: „Ég heiti kærleikur. En ég hef enga orku til þess að láta ljós mitt skína. Fólkið er búið að ýta mér til hliðar. Það sér bara sig sjálft og ekki náungann sem þarf á kærleik- anum að halda.“ Að þessum orðum mæltum slokknaði á þriðja kertinu. Lítið barn kom inn í herbergið þar sem aðventukransinn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: „Mér finnst ekki gaman þegar það er slökkt á ykkur.“ Þá svaraði fjórða kertið: „Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kert- unum. Ég heiti von.“ Það var gleði- svipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu, trúar- kertinu og friðarkertinu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: „Nú geta jólin komið í alvöru.“ Ljósmynd/Sigurður Ægisson Fjögur kerti Aðventukransinn er eitt af helstu táknum jóla- föstunnar. Og þó ekki hann einn og sér, því fjög- ur kerti eru þar jafnframt áföst. Sigurður Æg- isson fjallar í dag um það efni og ekki hvað síst aðventusálminn góða, sem um kertin fjallar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is MINNINGAR Ungur vinur minn Kjartan Halldór Rafnsson er látinn, allt of ungur. Við kynntumst fyrst, er hann og elsta dóttir okkar hófu sambúð, en þó ekki að ráði fyrr en þau fluttust hingað til Stokkhólms 1990. Hann var myndarlegur, bjartur yfirlitum og með hús fullt af draum- um. KJARTAN HALLDÓR RAFNSSON ✝ Kjartan HalldórRafnsson fædd- ist í Reykjavík 31. desember 1968. Hann lést í Svíþjóð 27. október síðast- liðinn og var útför hans gerð þar en minningarathöfn var um Kjartan í Bústaðakirkju 24. nóvember. Ferðin sjálf virtist vera honum jafn stórt takmark og takmarkið með ferðinni, við hvern klifinn hjalla birtist nýr grænn dal- ur, og þangað vildi hann. Fljótlega eftir flutn- inginn hingað fékk hann starf á vinnustað mínum, þótt hann kynni ei sænsku. Hann vann sig fljótt í álit, eins og það er kallað, félagslyndur og dug- legur við þau störf er honum voru falin, og sænskan varð honum fljótt töm. Snemma hrókur fagnaðar í víðfeðmum félagsskap og kunni vel við sig í góðra vina hópi. Það var eins og hann hefði dvalið hér frá bernsku. Heimili þeirra var alltaf fullt af gestum og litli geislinn þeirra, Rak- el, blómstraði. Vanhagaði mig um aðstoð, þurfti ég aldrei að bíða lengi, hann hljóp með mér með pí- anó, reisti með mér milliveggi o.s.frv. Hann var glaðlyndur og bros- mildur, en samt var eins og ein- hverjir sorgarþræðir væru ofnir í lífsvefinn. Hann var aldrei alveg glaður, líkt og hann væri fjarver- andi og örlítið annars hugar, en duldi það vel og ég vænti þess ekki að margir hafi áttað sig á því. Við tjöldum oft með gleðinni, þeg- ar við búum við sorg í hjarta. Kjartani og dóttur okkar varð ei þeirrar hamingju auðið að eiga sam- fylgd lengur en fáein ár, og slitu samvistir. Eigi löngu síðar flytur hann aftur á heimaslóðir, hefur þar nám í mat- reiðslu, og hefur störf í greininni. Okkur, fjölskyldunni, var ljúft að fylgjast með velgengni hans, og ósk- uðum honum alls hins besta enda hefur aldrei fallið skuggi á vinsemd hans og okkar, þótt hann og dóttir okkar Ella Lilja ættu ekki lengur samleið. Höfðum við af honum góð- Guðbjörg J. Hassing hefur kvatt í hinsta sinni. Sérstæð kona, er hlaut gott veganesti í vöggugjöf. Æskuheimili hennar var að Kambi í Reykhólasveit. Þar ólst hún upp á fjölmennu heimili, systkinin voru átta en einnig áttu þar margir athvarf, ungir sem aldnir, sem ekki áttu í annað hús að venda og GUÐBJÖRG HASSING ✝ Guðbjörg Hassingfæddist á Bakka í Geiradal í A-Barða- strandarsýslu 31. ág- úst 1905. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 21. nóvember. fengu þar notið góðrar umönnunar. Foreldrar Guðbjargar bjuggu myndar- og rausnarbúi alla tíð. Jón Brandsson, faðir Guðbjargar, fékk orð fyrir að vera fram- sýnn og afkastamikill búhöldur. Ég man þau hjón vel. Jón hafði áberandi skýr og leiftr- andi augu og hún Sess- elja var flink húsmóðir og gestrisni þeirra rómuð. Ég kom að Kambi sem unglingur og átti eftir að kynnast æskuvinkonum mínum betur, bæði Wíví Hassing og Lilju Hannesdóttur. Er þau Kambshjón fluttu suður til Reykjavíkur, þá heimsótti ég Sess- elju og vinkonur mínar. Wíví stundaði nám og Lilja vinnu. Sesselja tók á móti mér með sama rausnarskapnum og í sveitinni. Síðan setti hún plötu á fóninn og spilaði fyrir mig uppáhalds músíkina sína. Guðbjörg fór ung að heiman, fyrst til náms og síðar vinnu. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hún kynntist manni sínum Mikael U. Hassing. Þau komu frá ólíkum grunni ef svo má orða það. Stórborginni við sundið og afskekktri sveit, sem skart- aði óvenju fallegu landslagi. Mikael var kórdrengur í kirkjunni sinni. Síðar gegndi hann herþjónustu í danska hernum. Á báðum stöðum giltu ákveðnar reglur. Í hernum var og er strangur agi sem fáir hérlendis hafa kynnst. Heimskreppan og hernám Þjóð- verja í Danmörku hafa að einhverju valdið því að ungu hjónin ákváðu að flytja með börnin sín tvö, Jón og Wíví, til Íslands og það var heilmikið mál, framundan biðu feiknamiklar breyt- ingar og sameiginlega tókust þau á við sín verkefni, æðrulaus og dugleg. Þau virtu hvort annað og samheldni ríkti í þeirra fjölskyldu. Síðan var ákveðið að hefja búskap í Berufirði í sveitinni hennar Guð- bjargar. Þar var byggt á einu sumri íbúðarhús um „þjóðbraut þvera“. Við íbúðarhúsið var síðar reist vegleg fánastöng þar sem þjóðfánar beggja hjónanna þ.e. sá íslenski og sá danski, blöktu á hátíðarstundum. Í Berufirði stóð þá samkomuhús Reykhólasveitar og voru þar haldnar allar helstu samkomur, fundir og leið- arþing. Geta má nærri að mikið og oft var leitað fanga og hjálpar í Berufirði Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.