Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Þeim er gjarnan lýst af utan-aðkomandi sem helvíti ájörðu, fátækrahverfunum í
„guðsborginni“ Rio de Janeiro. Að
ekkert því líkt fyrirfinnist, hvergi ríki
önnur eins skálmöld, hvergi eins eld-
fim blanda af örbirgð og glæpum.
Þetta er týnda Brasilía, sú hlið á
þessu stóra og fallega landi sem
ferðamenn upplifa ekki. Sem er
kannski engin furða, ekki á meðan
innfæddir af öðrum þjóðfélagsstigum
snúa líka bakinu við þessum hörm-
ungum.
„Brasilíska þjóðin er rækilega klof-
in í þrjár stéttir. Hinir yfirlýstu og
opinberu brasilíubúar – hinir hvítu –
eru í efsta þrepinu og fulltrúar lands-
ins út á við. Hin óskilgreinda milli-
stétt kemur þar á eftir en þar fyrir
neðan eru svo lægstu stéttirnar,
týndu stéttirnar, sem enga rödd
hafa.“
Skilgreining þessi á brasilísku
þjóðinni er ekki fengin upp úr
sænskri kennslubók í landafræði.
Þetta eru orð Fernando Meirelles,
liðlega fimmtugs kvikmyndagerð-
armanns, leikstjóra myndarinnar
Cidade de Deus eða Borg Guðs sem
frumsýnd var hér á landi fyrir helgi.
Orð sem hann mælti símleiðis við
blaðamann Morgunblaðsins, norður
yfir Atlantshafið, en hann var stadd-
ur í heimaborg sinni, Sao Paulo.
„Sjálfur tilheyri ég millistéttinni og
þótt ég og mínir séum fullkomlega
meðvitaðir um þetta ömurlega ástand
sem stór hluti landa okkar þarf að lifa
við þá óraði mig aldrei fyrir því að
það væri nákvæmlega svo ömurlegt.
Ekki fyrr en ég las bók Paulo Lins
sem myndin er byggð á. Um leið og
ég hafði lesið hana vissi ég að ég
þyrfti að gera eftir henni kvikmynd.
Ekki vegna áhuga míns á sögunni
heldur einnig til að geta sýnt fleirum
löndum mínum fram á hvað á sér
stað, svo gott sem beint fyrir framan
nefið á þeim.“
Umrædd bók er 700 síðna stílfærð-
ar endurminningar manns sem sjálf-
ur ólst upp í einu af fátækrahverfum
Ríó og er því um að ræða lýsingar frá
fyrstu hendi. Það segir millistétt-
armaðurinn Meirelles hafa riðið
baggamuninn, ráðið mestu um að
hann hætti sér út í að fjalla um þenn-
an heim sem hann sjálfur segist hafa
þekkt svo lítið til.
„Það skipti öllu máli að sagan skuli
sögð frá fyrstu hendi.“
Vinsæl en umdeild
Borg Guðs gerist á tímaskeiði er
spannar eina tvo áratugi frá sjöunda
áratugnum fram á níunda. Mið-
punktur framvindunnar er drengur
sem fyrir náð og miskunn listagyðj-
unnar tekst að finna sér leið út af
braut glæpa og glötunar. Ljósmynd-
unin er hans ástríða og í gegnum lins-
una fylgist hann með sínum nánustu
vinum og kunningjum stráfalla hver
af öðrum á vígvelli vímuefnanna, sal-
ar, fíklar eða hvortveggja.
„Myndin var harðlega gagnrýnd
heima fyrir. Ekki hvað síst vegna
þess að mörgum þótti óviðeigandi að
dregin skyldi upp svo stíliseruð mynd
af þetta myrkum veruleika. Ég var
sakaður um að fegra ofbeldið, færa
það í stílinn, jafnvel upphefja það.
Þessi hvimleiða klisja sem eilíflega
gerir vart við sig þegar höfundar of-
beldisfullra en um leið raunsærra
mynda hafa haft vit á að huga að list-
rænu útliti.“
En þrátt fyrir að sæta þessari
hörðu gagnrýni, hafa farið fyrir
brjóstið á mörgum borgurum í siða-
vandaðri kantinum sló myndin ræki-
lega í gegn í Brasilíu. Segja má að
hún hafi einnig farið sigurför um
heiminn. Ekki eins og einhver Holly-
wood-smellur, heldur hefur henni
hvarvetna verið tekið ákaflega vel,
verið sýnd á hverri kvikmyndahátíð-
inni á fætur annarri og unnið þar til
fjölda verðlauna. Auk þess hefur hún
verið sýnd víðar en
brasilískar myndir al-
mennt, þ.m.t. hér á Ís-
landi en það gerist
sannarlega ekki oft að
brasilísk mynd rati í al-
mennar sýningar hér-
lendis. Skýringin er
einfaldlega sú að
myndin hefur hlotið fá-
dæma góðar viðtökur
og gagnrýnendur
keppast um að hlaða
hana lofi. Þannig er
hún með 80 stig af 100
mögulegum sam-
kvæmt áætlun me-
tacritic.com sem mælir
viðhorf helstu gagn-
rýnenda í Bandaríkj-
unum. Á rottentom-
atoes.com sem er sams
konar vefur er hún
með 92% af jákvæðum
eða ferskum viðbrögðum gagnrýn-
enda af 100% og á imdb.com þar sem
notendum gefst kostur á að gefa
kvikmyndum einkunn er hún með
meðaltalið 8,6 í einkunn af 10, sem er
56. hæsta einkunnin.
Snertir taugar fólks
um allan heim
Leikstjórinn hæverski segist eng-
an veginn hafa búist við að myndin
ætti eftir að fá þvílíkar viðtökur utan
Brasilíu. Hélt hreinlega að viðfangs-
efnið einskorðaðist of mikið við bras-
ilískan veruleika og myndi ekki höfða
til annarra.
„En myndin virðist snerta taugar
fólks mun víðar en lagt var upp með.
Sem sýnir hversu mikinn áhuga og
áhyggjur alþjóðasamfélagið, eða alla-
vega hinn víðsýni og upplýsti hluti
þess, hefur af vandamálum þriðja
heimsins. Framtíð ungs fólks á að
varða alla, hvar sem þeir eru nið-
urkomnir í heiminum.“
Blaðamaður spyr Meirelles næst
að því hvað hann vonast til að myndin
skilji eftir í hugum íslenskra áhorf-
enda.
„Auðvitað vona ég að myndin sé
upplýsandi og veki fólk til umhugs-
unar um þær hörmungar sem fólk
annars staðar í heiminum neyðist til
að ganga í gegnum. En um leið er
myndin listaverk og afþreying. Því
má ekki gleyma. Það er því hverjum
og einum í sjálfsvald sett hvernir þeir
upplifa myndina og mér að meina-
lausu ef einhverjir kjósa að sjá hana
sem afþreyingu, reyfara, svo lengi
sem hún veitir þeim einhverja
ánægju. Síst af öllu var það meiningin
að búa til eitthvert áróðursverk.“
Meirelles segist samt ekki enn bú-
inn að átta sig á því hvað það sé við
myndina sem gerir það að verkum að
hún virðist hafa svo víða skírskotun.
„Ætli frásagnarmátinn sé ekki frekar
alþjóðlegur og mátulega nýtísku-
legur. Persónurnar eru sterkar, að-
gengilegar og leiknar af mikilli sann-
færingu af þessum áhugamönnum
sem ég var svo lánsamur að hafa upp
á. Ég lagði einmitt svo mikið upp úr
því að finna fremur amatöra en að
þurfa að nota lærða leikara, sem
þyrftu að leika sig niður í þessar
lægri stéttir.“
Brasilískt bíó í blóma
Eins og fyrr segir þá
gerist það sárasjaldan
að brasilísk mynd rati í
íslenskt bíóhús. Samt er
Borg Guðs önnur bras-
ilíska myndin sem frum-
sýnd er á þessu ári, því í
haust var sýnd hér á
kvikmyndahátíð nýjasta
mynd Hectors Babenc-
os, kunnasta leikstjóra
Brasilíu, sem heitir Car-
andiru. Meirelles segir
þetta vissulega vísbend-
ingu um betri tíð bras-
ilískrar kvikmyndagerð-
ar. Yfirvöld þar í landi
hafi fyrir nokkrum árum
ákveðið að styðja fram-
vegis vel við bakið á
kvikmyndagerð-
armönnum með því að útdeila til
þeirra 10% af skatttekjum ríkisins af
kvikmyndasýningum. Við það hafi
kippur komist í listgreinina sem þá
var komin út í miklar ógöngur. Og nú
síðustu árin hafi árangurinn orðið
sýnilegur.
„Fyrir nokkrum árum var verið að
framleiða einar 6–7 myndir á ári í
Brasilíu en nú skipta þær tugum og
verða trúlega 60 í ár. Þessar tvær
sem þið hafið fengið að sjá eru heldur
ekkert endilega þær bestu skal ég
segja þér. Svo er það hitt, sem er
jafnvel enn jákvæðara að fyrir þrem-
ur árum var hlutdeild brasilískra
mynda 8% á innlendum bíómarkaði
en nú í ár er það komið upp í 22%.
Það er því mjög bjart fram undan hjá
brasilískri kvikmyndagerð.“
Mereilles tekur undir með blaða-
manni að þær brasilísku myndir sem
náð hafa alheimshylli síðustu áratugi,
Borg Guðs, Carandiru og hin tveggja
áratuga gamla Pixote dragi upp mjög
myrka mynd af þjóðinni. Það sé samt
alveg dæmigert fyrir tilhneigingu
vesturlandabúa, sem sækist miklu
fremur í það neikvæða en jákvæða.
„Fréttaflutningurinn er sönnun þess.
Iðulega eru fremur fluttar fréttir af
neikvæðum en jákvæðum viðburðum.
Ég er með rómantíska gamanmynd í
maganum sem mig langar að gera.
Fróðlegt verður að sjá hvort hún
komi til með að vekja sömu athygli og
Borg Guðs.“
Mereilles hefur hins vegar hafist
handa við gerð annars verkefnis sem
er öllu alvarlegra eðlis. En það segir
hann harða ádeilu á alþjóðavæð-
inguna, verkefni sem hann segist
kalla „Intolerance“.
„Þar reyni ég að færa rök fyrir því
að ástandið í „þriðja heiminum“ er
undir „fyrsta heiminum“ komið. Ég
tek hana í Mexíkó, Bandaríkjunum,
Kína, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum, Kenýa og Filippseyjum.
Þetta er stórt verkefni.“
Brasilískar kvikmyndir rekur sárasjaldan á íslenska fjöru en þegar það gerist eru ástæður alveg sérstakar. Ástæða
Borgar Guðs er einföld, þar fer einhver rómaðasta kvikmynd síðari ára. „Það fer fram úr mínum björtustu vonum að
hún skuli sýnd í löndum eins og Íslandi,“ segir leikstjórinn Fernando Meirelles í samtali við Skarphéðin Guðmundsson.
Linsan í stað byssuhlaups: Busca-Pé, sögumaðurinn í Borg Guðs.
Borg Guðs á heljarþröm
Þeir reyna hvað þeir geta að lifa sínu lífi unglingarnir í frumskóginum.
Sýningar á Borg Guðs eru hafnar
í Háskólabíói.
skarpi@mbl.is
Fernando Meirelles á að
baki tvær aðrar myndir
í fullri lengd en hefur
lengu unnið við gerð
auglýsinga og tónlistar-
myndbanda í heima-
landinu.