Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tækjasjóður Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur til 15. janúar 2004 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs. Við úthlutun úr sjóðnum er tekið mið af eftirfarandi atriðum:  Tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi.  Tæki séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.  Styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir.  Fjárfestingin í tækjabúnaði skapi nýja möguleika.  Samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti.  Áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.  Möguleiki sé að jafnaði á samfjármögnun þannig að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2004 - Nánari upplýsingar: Erlendur Jónsson, Rannís, sími 515 5808/elli@rannis.is Vaxandi þunglyndi, og örvænting samfara ofdrykkju er síðar leiddi til sjálfsvígstilrauna einkenndu líf Lindu á þeim kafla er hér er gripið niður. Í byrjun árs 2001 voru þjáningarmínar orðnar svo óbærilegarað ég var farin að bollaleggjameð hvaða hætti ég gæti bund-ið enda á líf mitt. Dauðahugs- anirnar voru orðnar að þráhyggju og til að bægja þeim frá mér hellti ég í mig áfengi. Ég vann eins og berserkur milli þess sem ég drakk. Kvíðinn vildi ekki sleppa mér og greip mig heljartökum af minnsta tilefni svo að ég skalf og nötraði og gat ekki hugsað mér að láta nokkurn mann sjá mig. Ég reyndi ýmislegt til að yfirvinna fé- lagsfælnina en án árangurs. Ég stundaði líkamsrækt, fór í gönguferð- ir með hundana mína, tók inn lyf og reyndi að beita jógaöndun til að ná tökum á sjálfri mér. En ekkert dugði og líðan mín fór stöðugt versnandi. Sjúkdómurinn virtist hafa náð að grafa um sig. Geðlæknirinn hafði reynt að hjálpa mér með samtölum en það dugði ekki og niðurstaðan var sú að ég væri haldin ofsakvíða. Ég gat aldrei séð fyrir hvenær kvíðakast helltist yfir mig. Skyndilega jókst hjartslátturinn og stundum fékk ég verk eða þrýsting fyrir brjóstið sem magnaði kvíðann og ég hélt jafnvel að ég væri að deyja. Stundum kom líka yfir mig ótti við að sturlast og að ég myndi gera eitthvað hræðilegt af mér. Feluleikurinn Um mitt ár 2001 var alkóhólisminn kominn á það stig að Linda þurfti að beita sig hörðu til að fara allsgáð út á meðal fólks. Henni leið vel undir áhrifum áfengis og skuggarnir í sál- inni hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þynnkan og sektarkenndin næsta dag létu hins vegar ekki á sér standa. Ef ég fór út að skemmta mér varð ég ofurölvi og oftar en ekki mundi ég ekkert daginn eftir. Og þá tók sama sagan við: þynnka, dúndrandi sam- viskubit og ofsalegur kvíði fyrir því að hitta fólk. Það er hræðileg tilfinning að þurfa að horfa framan í fólk á förn- um vegi án þess að hafa hugmynd um hvort það veit eitthvað um týndu kap- ítulana í lífi manns. Þessi þáttur ofdrykkjunnar fór mjög illa með sjálfstraust mitt því að innst inni þoli ég ekki rugl og vitleysu. En ég fann ráð við því. Ég hætti að fara út um helgar og pantaði í staðinn bjórkassa með leigubílum og drakk ein heima þar til ég lognaðist út af. Einstöku sinnum, þegar mikið var um að vera í vinnunni, gat ég hætt eftir einn til tvo bjóra en oftast drakk ég þar til ég dó áfengisdauða, ein heima hjá mér. Ég var einmana og eftir því sem dagarnir liðu jókst depurðin. Í vímunni var ég oftast kát en stundum velti ég mér upp úr fortíðinni, sam- bandi okkar Les, ástinni og ofbeldinu. Þá drakk ég mest og í örvæntingu minni og sjálfsvorkunn fletti ég alb- úmum með myndum af okkur frá Japan þar sem við áttum framtíðina fyrir okkur, frá Mílanó þegar ástin blómstraði og frá ruglinu í London og Reykjavík. Aldrei hefði mig órað fyrir því að þetta brosleita fólk ætti eftir að ganga í gegnum aðrar eins þjáningar. Og þá var eins og flóðgáttir opnuðust og ég hágrét eins og lítið barn. Ég taldi sjálfri mér trú um að ekk- ert sæist utan á mér og kunni vissu- lega að fela verstu einkennin. En sumt er útilokað að fela. Húð illa hald- inna alkóhólista verður hvapkennd og sjúklingurinn verður órólegur, jafn- vel síkátur og ræðinn, og forðast augnsamband við annað fólk. Í meðferð á Vogi Þrátt fyrir erfiðleika í einkalífi gekk rekstur Baðhússins vel og vorið 2001 var Linda kjörin formaður Fé- lags kvenna í atvinnurekstri. Um sama leyti kynnist hún Fjölni Þor- geirssyni, sem skotist hafði upp á stjörnuhiminn íslensks skemmtana- lífs þegar hann átti í sambandi við Mel B., úr hljómsveitinni Spice Girls. Mikill glaumur var í kringum Fjölni og félaga hans og Linda hellti sér út í skemmtanlífið. Hún lét áhyggjur fjöl- skyldu sinnar af sambandinu sem vind um eyru þjóta og eftir aðeins mánaðar samveru trúlofa þau sig á ættarmóti hjá fjölskyldu Lindu. Samband okkar Fjölnis reyndist ekki burðugt. Helgina eftir ættarmót- ið fórum við út að skemmta okkur og eins og venjulega drakk ég of mikið. Daginn eftir helltist vonleysið yfir mig og til þess að bægja frá mér þunglyndinu fékk ég mér aftur í glas. Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgni gerði ég mér grein fyrir því að nú yrði ég að taka á mínum málum og hafði samband við meðferðarstöðina á Vogi. Þar var mér vel tekið og þegar ég hafði fengið mér afréttara fór ég upp í Grafarvog í örvæntingarfullri tilraun til að ná bata. Fjölnir ók mér þangað en ég hafði á tilfinningunni að hann botnaði ekkert í þessum sjúk- dómi mínum. Ég var drukkin þegar ég mætti á Vog, aðeins hálfu öðru ári eftir að ég var þar síðast, veturinn 2000. Starfs- fólkið var elskulegt og sýndi mér alúð og nærgætni. Að þessu sinni var mér komið fyrir á sjúkrastofu og gefin sterk lyf til að fráhvarfseinkennin yrðu ekki eins slæm. Næstu þrjá sól- arhringana vissi ég varla í þennan heim né annan. Milli þess sem ég svaf þungum lyfjasvefni var ég í móki og hugsanir mínar voru þokukenndar. Á föstudegi var ég enn undir áhrif- um lyfjanna og það eina sem komst að hjá mér var að komast út af stofn- uninni. Ég hafði samband við lækni og bað um bæjarleyfi, bar því við að það væri opið hús í Baðhúsinu og að ég þyrfti að vera til taks. Læknirinn féllst á þessa ósk mína og ég fékk leyfið. Ekki var þarna við lækninn að sakast. Alkinn verður sjálfur að taka ábyrgð á lífi sínu og hafa vilja til að vera í meðferð. Ég tók leigubíl heim og var ekki með sjálfri mér á leiðinni. Þegar heim kom hringdi ég samstundis á annan leigubíl og bað um að bílstjórinn kæmi við í Ríkinu og keypti fyrir mig bjórkassa. Ég beið viðþolslaus eftir sendingunni. Innan tíðar birtist leigu- bílstjórinn færandi hendi. Ég var skjálfhent þegar ég opnaði bjórkass- ann og tók upp fyrsta bjórinn. Ég sturtaði honum í mig í örfáum sopum og opnaði annan og þann þriðja. Sam- anlögð áhrif af bjórnum og lyfjunum voru skelfileg. Ég fann hvernig ég sökk ofan í svartnætti þunglyndis og lífsviljinn hvarf á nokkrum mínútum. Ég átti leðuról inni í skáp og ákvað að stytta mér aldur með því að hengja mig. Eftir að hafa hnýtt lykkju á ólina batt ég hana í bita í loftinu. En fyrst varð ég að skrifa kveðjubréf til fólks- ins sem mér þótti svo vænt um. Ég settist við tölvuna og ræsti hana. Ég var rétt byrjuð á kveðjunni þeg- ar ég heyrði að lykli var stungið í úti- dyraskrána og Fjölnir gekk inn. Þeg- ar hann sá mig rak hann upp hálfkæft undrunaróp og spurði hvort ég væri drukkin. Og þegar hann sá snöruna hangandi í loftinu brást hann reiður við, reif hana niður og rauk á dyr. Ég botnaði ekkert í þessum við- brögðum hans en skil þau núna mjög vel. Hann þekkti ekki sjúkdóminn og vissi ekki hvernig hann ætti að bregð- ast við. Aðkoman hefur heldur ekki verið skemmtileg. Hann hélt að ég væri inni á Vogi en kemur að mér heima dauðadrukkinni með heng- ingaról hangandi í loftinu. Önnur sjálfsvígstilraun Fjölnir hefur samband við foreldra Lindu sem gista ásamt þeim í íbúð Lindu. Um nóttina fer hún inn á kló- sett með steikarhníf úr eldhúsinu. Það þyrmdi yfir mig þegar ég hugsaði um atburði dagsins. Ég sett- ist á hækjur mínar, fól andlitið í hönd- um mér og grét hljóðlaust. „Hvernig gat þetta gerst og hvar enda þessi ósköp?“ spurði ég sjálfa mig í sífellu en svo tók ég ákvörðun. Þetta gekk ekki lengur. Ég sótti svefntöflur upp í skáp, lét vatn renna í glas og byrjaði að gleypa þær en kúg- aðist svo mikið að mér tókst ekki að koma þeim öllum niður. Á milli baðherbergisins og svefn- herbergisins var gluggi. Þegar Fjölni var farið að lengja eftir mér ákvað hann að kíkja inn á baðherbergið til að vita hvort allt væri með felldu. Ég var þá að skera mig á púls. Hann braut upp hurðina og þau óku í dauðans ofboði með mig á sjúkrahús. Ég var hálfdofin af lyfjum og áfengi en fann þó til hálfgerðs létt- is yfir því að hafa mistekist áform mín. Þetta var skrýtin tilfinning þar sem ég sveiflaðist á milli þess að vilja deyja og fá hjálp. Ég var ráðþrota. Skammturinn af svefntöflunum var ekki banvænn og því ekki ástæða til að dæla upp úr mér. Búið var um skurðina á úlnliðunum en síðan þurft- um við að bíða á meðan tekin var Bókarkafli Fegurð, frægð og veraldleg velgengni skapa ekki lífshamingjuna, það hefur Linda Pétursdóttir fengið að sannreyna. Fyrrverandi Ungfrú alheimur og ímynd glæsileika og velgengni í viðskiptum átti á seinni árum sér aðra og stormasamari tilveru í skugga ofbeldis og botnlausrar örvæntingar líkt og fram kemur í frásögn Reynis Traustasonar. Í skugga þunglyndis Linda á mynd sem tekin var af henni við fyrirsætustörf í Bláa lóninu. Morgunblaðið/Golli Linda var um skeið formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Á myndinni, sem tekin var sumarið 2001, er stjórn félagsins. Frá vinstri: Aðalheiður Héðinsdóttir gjaldkeri, eigandi Kaffitárs, Hildur Petersen ritari, einn eigenda Hans Petersen hf., Dagný Halldórsdóttir varaformaður, frá Íslandssíma, Linda Pétursdóttir for- maður, framkvæmdastjóri Baðhússins, Edda Sverrisdóttir meðstjórnandi, eig- andi verslunarinnar Flex, og Katrín Óladóttir meðstjórnandi, frá KPMG. Á myndina vantar Hansínu Einarsdóttur frá Skref fyrir skref. Linda Pétursdóttir er hún var kjörin fegurst fljóða í keppninni Ungfrú heimur árið 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.