Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 41 Oddný I. Björgvinsdóttir, s. 861 2140/520 9502 Fasteignasala: RE/MAX Kópavogi Guðmundur Þórðarsson hdl. og löggiltur fasteignasali Heimilisfang: Þverbrekka 4, 3. h. Stærð eignar: 104 fm. Brunabótamat: 11,9 millj. Byggingarefni: Steinsteypa. Verð: 13,9 millj. Einstaklega góð 4ra-5 herb. íbúð á 3ju hæð í lyftublokk. Tvennar svalir, mikið útsýni og snyrtileg sameign. Gólfefni á flest öllum gólfum eru flísar, herbergi eru með parketi og dúk. Íbúðin er björt og skemmtileg. Eldhús er með stórum borðkrók og þaðan er gengt út á svalir. Þvottahús er innaf eldhúsi, var áður nýtt sem herbergi, þaðan er gengt út á suðvestursvalir. Sérgeymsla og sam- eiginlegt þvottahús er í sameign. Íbúð í toppstandi. Myndir og nánari lýsing á netinu. 4ra herbergja - 200 Kópavogi HAMRAVÍK 24, 2. H. V. - GLÆSILEG ÍBÚÐ SPÍTALASTÍGUR 7 NEÐRI HÆÐ - GLÆSILEG EIGN Mjög glæsileg 105 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérinng. á frábærum stað í Víkur- hverfi í Grafarvogi. Eignin skiptist m.a. í for- stofu, hol, stofu/borðstofu, eldhús, þvotta- hús/búr, baðh. og tvö herb. Merbeau-parket og flísar eru á allri íbúðinni. Vandaðar innrétt- ingar úr kirsuberjavið eru í íbúðinni. Húsið lít- ur vel út að utan. Laus fljótlega. V. 13,9 m. 3788 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) frá kl. 13-16. Sérlega glæsileg uppgerð 80 fm neðri hæð í húsi sem hefur allt verið tekið í gegn að ut- an. Eignin skiptist m.a. í hol, baðherbergi, eldhús, tvö herbergi og stofu. Nýjar raflagnir. Ný tafla. Allt húsið er nýklætt að utan. Búið er að endurnýja glugga og gler. Þak er yfir- farið. Glæsileg eign. V. 12,9 m. 3735 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 15-17. HOLTAGERÐI - KÓP. Mjög fal- leg 119 fm efri sérhæð í 2-býli. Hæðin skipt- ist m.a. í stofu og þrjú herbergi. Glæsilegt eldhús. Útsýni. Húsið hefur verið klætt að utan. Bílskúrsréttur. V. 16,0 m. 3782 VESTURBERG - M. SÓL- STOFU 4ra herb. góð 111,0 fm íbúð á 3. hæð í glæsilegu nýviðgerðu fjölbýlishúsi - góðar yfirbyggðar svalir með glæsilegu út- sýni. Ákv. sala. Mjög eftirsótt blokk. V. 13,5 m. 3790 HÖRPULUNDUR 145 fm einbýlis- hús á einni hæð með tvöföldum 53 fm bíl- skúr samt. 200 fm. Húsið stendur á 1290 fm fallegri lóð innst í botnlanga og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, búr/þvottahús. Húsið er nýlega múrað að utan en er ómál- að. Húsið er búið upphaflegum innr. og gólf- efnum. V. 22,5 m. 3704 Hrafnhildur Haraldsdóttir s: 869 8150 Netfang: hrafnhildurh@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Heimilisfang: Rjúpufell 46 Stærð eignar: 97 fm Bílskúr: 21,2 fm Brunabótamat: 11,084 millj. Byggingarár: 1974 Áhvílandi: 0 millj. Verð: 11,5 millj. 4ra herb. íbúð á 4. hæð ásamt 21,2 fm bílskúr. Húsið nýklætt að utan, yfir- byggðar svalir og nýir gluggar. Rúm- gott hol með skáp. 3 herb., 2 með góðum skápum. Eldhús með borðkrók og eldri innréttingu, þvottahús inn af eldhúsi. Hrafnhildur Haraldsdóttir sölufulltrúi Re/max tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16 OPIÐ HÚS - Rjúpufell 46  ÞORSTEINN Þorsteinsson líf- efnafræðingur varði doktorsritgerð sína við lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands 4. apríl sl. Heiti ritgerðar- innar er Fatty acid derivatives as lipophilic pro- drugs and as soft antibacterial agents (Fitusýru afleiður sem fitu- sækin forlyf og mjúk bakteríu- drepandi efni.) Fjallar ritgerðin um efnasmíði á fitusæknum for- lyfjum og mjúkum efnum og lyfja- fræðilegar prófanir á þessum efn- um og var rannsóknin unnin undir leiðsögn dr. Þorsteins Loftssonar prófessors. Andmælendur voru dr. Nicholas Bodor prófessor frá Uni- versity of Florida og dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor emeritus. Forlyf eru lyf sem hefur verið breytt með efnafræðilegum aðferð- um í óvirkt efnasamband sem brotnar niður í hið virka lyf í lík- amanum og mjúk lyf eru skilgreind sem líffræðilega virk efnasambönd (lyf) sem brotna niður með fyr- irsjáanlegum hraða og hætti in vivo í óeitruð efni eftir að þau hafa haft tilætluð áhrif. Fituefni unnin m.a. úr fiskiolíu hafa verið notuð sem frásogshvatar til að auka flutning lyfja inn í og í gegnum bæði húð og slímhúð. Í þessu doktorsverkefni voru þessi náttúrulegu fituefni tengd lyfjasam- eindum og mynduð forlyf sem juku frásog lyfja inn í og í gegnum húð hárlausra músa. Einnig voru búin til mjúk bakteríudrepandi efnasam- bönd úr fituefnum og virkni þeirra og eiginleikar prófaðir. Nokkrar tvífitusýruglyceról af- leiður (þ.e. forlyf) af lyfinu naprox- en, fitusæknar afleiður af tilrauna- lyfinu ETH-615, fitusýruafleiður af lyfjunum metonidazole og cyclo- serine voru smíðaðar og efna- greindar. Stöðugleiki þessara af- leiða var rannsakaður í stuðpúðalausnum og ensímhvatað niðurbrot þeirra aftur í lyf rann- sakað í mannasermi. Fitusækni þessara forlyfja var ákvörðuð, sækni þeirra inn í músahúð mæld sem og flæði þeirra í gegnum húð- ina. Mjúk bakteríudrepandi efni voru smíðuð, stöðugleiki þeirra prófaður og virkni gegn ýmsum bakteríum ákvörðuð. Sækni naproxen afleiðanna inn í húðina var 110 sinnum meiri en sækni lyfsins sjálfs. Í húðinni brotnaði forlyfið hægt niður í lyfja- sameindina og skilaði lyfinu í gegn- um húðina. ETH-615 afleiðurnar fóru hraðar í gegnum húðina og flutningur á metronidazole í gegn- um húðina jókst allt að 40 falt borið saman við lyfið sjálft. Cycloserine forlyfin fóru einnig mun hraðar í gegn en lyfið sjálft. Þetta sýnir með ótvíræðum hætti að hægt er að smíða fituefnaafleiður af vatns- sæknum lyfjum til að bæta flutning inn í eða í gegnum húð. Mjúku bakteríudrepandi efnin náðu álíka góðri virkni og hefðbundin „hörð“ bakteríudrepandi efni en þau eru óstöðug og brotna auðveldara niður í náttúrunni í óvirk efnasambönd. Sýnt er fram á að það er samband milli líffræðilegri virkni efnanna og helmingunartíma þeirra í vatns- lausnum. Þorsteinn Þorsteinsson er fædd- ur 1968 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorsteins Þorsteins- sonar, skólameistara FG og Eddu Guðmundsdóttur (1946-1997), læknaritara. Þorsteinn útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund og með B.S. gráðu í líf- efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Þorsteinn er kvæntur Sigur- rósu Örnu Hauksdóttur og á dótt- urina Önnu Guðrúnu frá fyrri sam- búð. Varði dokt- orsritgerð í lífefnafræði Þorsteinn Þorsteinsson Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn fimmtudags- kvöldið 4. desember kl. 20, í kjallara Hallveigarstaða að Túngötu 14 í Reykjavík. Íris Kristjánsdóttir flyt- ur hugvekju, Reynir Traustason les kafla út bók sinni, Linda, ljós og skuggar, Anna Heiða Pálsdóttir og Iðunn Steinsdóttir lesa úr bókinni Auga Óðins, Flosi Ólafsson les kafla út bók sinni, Ósköpin öll, Jónína Benediktsdóttir les kafla út bók sinni um íslenskt viðskiptalíf, sem kemur út á næsta ári, Arnaldur Indriðason les úr bók sinni Betty og Sigurlaug Guðmundsdóttir les frum- samið ljóð. Einnig verða flutt tónlist- aratriði. Málþing um persónuvernd og gagnasöfn á heilbrigðissviði verður haldið miðvikudaginn 3. desember n.k. milli kl. 15.30 og 18 í Norræna húsinu. Á málþinginu, sem haldið er af Siðfræðistofnun og Landlækn- isembættinu, verða kynntar niður- stöður rannsóknar um persónu- vernd og gagnasöfn á heilbrigðis- sviði, sem styrkt var af markáætlun Rannís um upplýsingatækni. Málþingið hefst á inngangsorðum Vilhjálms Árnasonar prófessors en hann er jafnframt fundarstjóri. Er- indi halda: Salvör Nordal forstöðu- maður Siðfræðistofnunar, Margrét Lilja Guðmundsdóttir félagsfræð- ingur, Sigríður Haraldsdóttir sviðs- stjóri heilbrigðistölfræðisviðs hjá Landlæknisembættinu Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Jólafundur Félag kvenna í at- vinnurekstri, FKA verður miðviku- daginn 10. desember. Í boði verður jólahlaðborð að hætti Marentzu Poulsen á Hótel Loftleiðum. Hlín Agnarsdóttir mun lesa úr nýútkom- inni bók sinni „Að láta lífið rætast“ – ástarsaga aðstandanda og Ragn- heiður Gröndal syngur nokkur lög af nýtúkomnum hljómdiski sínum. Til- kynna þarf þátttöku til Elínar á Impru á fka@fka.is eða í síma í síð- asta lagi 9. desember. Síðasta Hittið í ár verður haldið þriðjudaginn 2. desember kl. 20– 22, á 2. hæð á Kaffi Sólon Banka- stræti 7a. Hlín Agnarsdóttir rithöf- undur heldur erindi og svarar spurningum. Tilboð verður á heitu súkkulaði með rjóma og piparkök- um. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.