Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLÝJASTA ÁRIÐ Fyrstu ellefu mánuðir ársins eru þeir hlýjustu sem mælst hafa frá því að samfelldar mælingar hófust í Reykjavík árið 1871. Meðalhitinn var 6,58 gráður til samanburðar við 5,47 gráður í fyrra. Flugóhapp á Raufarhöfn Lítil flugvél stakkst niður í flug- brautina á Raufarhöfn í gær en flug- mann og farþega sakaði ekki. Friðaráætlun kynnt Ný áætlun um frið í Mið- Austurlöndum var kynnt í Genf í Sviss í gær en að henni hafa unnið stjórnmála- og menntamenn í Ísrael og Palestínu. Hefur hún þegar feng- ið mikinn hljómgrunn í Evrópu og Bandaríkjunum og margir telja hana eina raunhæfa friðarkostinn. Barnahúsið vekur áhuga Barnahúsið sem er starfrækt hér á landi er farið að vekja mikinn áhuga erlendis. Forstjóri Barna- verndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hefur kynnt starfsemina m.a. fyrir Svíum, Litháum og Jórdönum. Átti Bragi fund með sænska félagsmála- ráðherranum í gær vegna þessa. BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 2.desember 2003 Veruleiki fyrri alda Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá nýrri skáldsögu sinni Stranda- nornir. Tyrkjaránið í Vestmanna-eyjum sumarið 1627 er sáatburður Íslandssögunnarsem hvað dýpst hefur rist í þjóðarsálina. Ránsmennirnir fóru reyndar víðar eins og fram hefur komið, fóru með ránskap um Aust- firði, Vestmannaeyjar og Grindavík en létu Bessastaði, höfuðvígi hinnar dönsku stjórnar, í friði og sigldu burt með feng sinn óáreittir suður í Bar- baríið svokallaða. „Það var Reisubók Ólafs Egils- sonar, prests úr Vestmannaeyjum, sem vakti upphaflega áhuga minn,“ segir Úlfar Þormóðsson og bætir við að hann hafi verið nokkuð lengi að finna fram úr því með hvaða hætti væri best að gera þessum viðburðum skil. „Ég fór síðan til Marokkó og lenti þar í dálitlu ævintýri sem varð til þess að ég ákvað að skrifa skáldsögu um Tyrkjaránið.“ Samdi um ránskap Hann segir að þrátt fyrir að ýmsar heimildir séu til um atburðina sé saga þessa atburðar í sjálfu sér lítið rannsökuð. „Eftirleikurinn er enn minna rannsakaður og þegar ég fór að lesa erlendar fræðibækur áttaði ég mig á því hversu ranglega þessi saga hefur verið sögð.“ Úlfar segist hafa lagt áform um skáldsögu á hilluna um nokkurra ára skeið og skrifað þess í stað almenna fræðibók um aðdraganda Tyrkja- ránsins og eftirmála þess. „Þegar ég fór á fund útgefanda með handrit að þeirri bók vildi hann að ég skrifaði fyrst skáldsöguna og síðan myndi fræðibókin fylgja í kjölfarið.“ Í Hrapandi jörð segir af afdrifum þess fólks sem flutt var suður í Bar- baríið, en það voru löndin Marokkó, Alsír og Túnis í Norður-Afríku kölluð af kristnum Vestur-Evrópumönnum. Ránskapnum sjálfum og aðdrag- anda hans er lýst í upphafi bókar og segir Úlfar þar farið rétt með sögu- legar staðreyndir, en ályktað út frá öðrum, t.a.m. að sjóræningjakaf- teinninn Mórat reis, sem leiddi her- förina, gerði samning við danska prinsinn sem fór með völd í fjarveru föður síns Kristjáns 4. „Mórat reis tók að sér að ræna við Noregsstrendur til að uppfylla sín skilyrði samningsins og fékk í stað- inn að herja óáreittur á Íslandi þetta sumar. Það gæti einnig verið skýr- ingin á því hvers vegna hann barðist ekki við hirðstjórann á Bessastöðum og lið hans en honum hefði verið í lófa lagið að yfirbuga þá litlu mót- stöðu sem þar var.“ Alls voru 400 Ís- lendingar hnepptir í þrældóm og fluttir suður og það er saga nokkurra þeirra sem Úlfar segir. „Ég er fyrst og fremst að skrifa um afdrif þessa fólks en ég var hissa á því þegar ég fór að leita heimilda hversu lítið var til um það. Nokkur hópur var keyptur laus af Dana- kóngi.“ Heimför þessa hóps úr Bar- baríinu yfir lönd Evrópu og til Dan- merkur og þaðan til Íslands hefur verið lýst í bók Steinunnar Jóhann- esdóttur Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur. En margir urðu eftir og komu aldrei heim aftur og það er fólkið sem Úlfar skrifar um. Hvorki vosbúð né gigt „Það voru skrifuð bréf úr Barbara- íinu heim til Íslands. Flest þeirra bréfa enduðu á biskupsstólunum og komust aldrei til réttra eigenda. Ástæðan gæti verið sú að fólkinu lík- aði vel í Barbaríinu, það hafi lýst að- stæðum þar fjálglega og kirkjunnar menn óttast viðbrögð fátækrar al- þýðunnar ef hún fengi bréf með lýs- ingum af landi og gæðum þar sem ekki þyrfti annað en teygja út hönd eftir ávexti á tré. Skilaboðin í bréf- unum voru þau að þarna væri vinnu- tíminn styttri og veðursæld án vos- búðar og engri gigt. Á kirkjuþingi 1663 er samþykkt ályktun um skatt til landvarna sem lýkur með þessum orðum: „En upp á fátækan almenn- ing höfum vér ei samvisku meiri þyngsl að leggja en á honum liggja, svo honum leiðist ei of mjög sín fá- tækt og ánauðgun, og mætti falla í þá freystni að vera til friðs að vera her- tekinn, upp á von og æfintýr, því mart er hér víti að varast.“ Við skulum ekki gleyma því að lífs- kjör íslenskrar alþýðu voru nær óbærileg á þessum tímum og landið líklega aldrei verið nær því en á 17. öld að falla úr byggð. Sem dæmi um vilja fólks til að komast annað þá lét danska stjórnin gera könnun nokkru síðar meðal almennings um það hvort áhugi væri fyrir því að flytjast frá Íslandi til Grænlands. Þegar í ljós kom að mikill meirihluti aðspurðra vildi endilega komast til Grænlands var þessu hætt. Það er líka runnið undan rifjum kirkjunnar að nefna ræningjana einu nafni Tyrkja en þetta voru menn af ýmsu þjóðerni, margir evrópskir, t.a.m. var Mórat reis hollenskur og hafði verið rænt ungum af hollensku kaupskipi. Upprunalegt nafn hans var Jan Jansz og hann ólst upp í borginni Haarlem í Hollandi. Mórat reis hafði aflað sér leyfa til sjórána hjá bæði breskum og hollenskum yf- irvöldum og gat því farið tiltölulega óáreittur um höfin. Skipstjórinn á hinu ránskipinu sem kom til Íslands sumarið 1627 var flæmskur, Amor- ath Fleming að nafni, frá Ostende sem nú er í Belgíu. Margir í liði þeirra voru hollenskir og breskir sjóliðar úr alþýðustétt sem flúið höfðu úr sjóher hennar há- tígnar og töldu sér mun betur borgið sem sjóræningjar. Þeir í hópi Íslend- inganna sem rænt var og kunnu hrafl í dönsku, ensku eða þýsku gátu auð- veldlega gert sig skiljanlega við ræn- ingjana á leiðinni suður í Barbaríið. Sagt er að straumur ungra manna hafi verið til Norður-Afríku norð- „Mætti vera til friðs að vera her- tekinn, upp á von og æfintýr“ Morgunblaðið/Jim Smart „Kirkjan hér heima gerði hins vegar mikið úr íslamstrú ræningjanna,“ segir Úlfar Þor- móðsson. eftir Hávar Sigurjónsson  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 14/15 Umræðan 32/33 Erlent 16/17 Minningar 34/35 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Kvikmyndir 48 Landið 23 Fólk 48/53 Neytendur 24/25 Bíó 50/53 Listir 26/27 Ljósvakar 54/55 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Sparimagazín. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsinga- blaðið Baráttan um bikarinn frá ÍA. STÓRU olíufélögin þrjú hækkuðu í gær bensínverð um 3,90 kr. í kjölfar breytinga sem Alþingi gerði á bens- íngjaldi og vörugjaldi af bensíni. Þessi breyting leiðir til þess að 62,6% af verði eins lítra af 95 oktana bensíni fer nú til ríkisins. Fyrir breytinguna fór 61,1% bensínverðs- ins til ríkisins. Einn lítri af 95 oktana bensíni kostar núna 99,90 kr. hjá Olíufélag- inu Essó, Olís og Skeljungi. Verðið er lægra ef viðskiptavinir dæla sjálf- ir á bílana. Bensínorkan var ekki búin að breyta verðinu hjá sér í gær og feng- ust þær upplýsingar hjá félaginu að menn væru að fara yfir málin og skoða hverning brugðist yrði við ákvörðun Alþingis um að auka skatt- heimtu af bensíni. Vænta má ákvörð- unar fljótlega. Samkvæmt frumvarpi því sem fjármálaráðherra lagði fram í haust um hækkun bensíngjalds og vöru- gjalds af bensíni er áætlað að viðbót- artekjur ríkissjóðs af þeirri hækkun sem frumvarpið gerir ráð fyrir séu samtals um einn milljarður króna á ársgrundvelli. Þar af nema tekjur af mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar, þ.e. sérstöku vörugjaldi af bensíni og þungaskatti, samtals 850 milljónum króna.                                                                       , 2 " 3  1 4    !  Bensínlítrinn hækkaði í gær um 3,90 krónur 62,6% af bensínverði í ríkissjóð FYRSTA fjölskyldan úr hópi styrk- þega styrktarsjóðs Vildarbarna, sjóðs sem Flugleiðir stofnuðu ásamt viðskiptavinum til að styrkja lang- veik börn og foreldra þeirra til ferðalaga, lagði upp í ferð í gær. Alva Lena Hermannsdóttir hélt áleiðis til Orlanda með foreldrum sínum Lísu Bryndísi Matthews og Hermanni Hjartarsyni. Með í för var einnig systir hennar Lilja Sóley. Lísa Bryndís sagði í samtali við Morgunblaðið að Alva Lena hefði greinst með æxli við heila fyrir sex árum en hún er nú sjö ára. Unnt hefði verið að skera um 90% þess burtu og í kjölfarið sigldi lyfja- meðferð. Hún sagði æxlisvöxt hafa farið af stað að nýju en ekki væri ákveðið ennþá hvernig meðferð yrði beitt en læknar fylgdust vel með gangi mála. Alva Lena og Lilja Sóley systir hennar, sem er sex ára, eru í Borgaskóla og segir Lísa Bryndís námið ganga vel. Lísa Bryndís kvaðst hafa sótt um styrk í sumar og verið búin að gleyma þessu þegar hún fékk til- kynningu um hann og það komið skemmtilega á óvart. Ferðinni er heitið til Orlando þar sem heim- sækja á Disney-skemmtigarðinn og fleira mun drífa á daga þeirra í átta daga ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Systurnar Alva Lena (t.v.) og Lilja Sóley Hermannsdætur með móður sinni, Lísu Bryndísi Matthews, tilbúnar í Ameríkuferðina í gær. Á leið til Orlando með styrk Vildarbarna SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort tryggingafélögunum sé heimilt að bjóða þeim viðskiptavinum, sem ætli að flytja viðskipti sín yfir til samkeppnisaðila, sérstakan afslátt. Eitt ár er liðið frá því að Íslands- trygging, sem hóf starfsemi hér á landi 30. júlí í fyrra, kvartaði yfir þessu framferði stærstu trygginga- félaganna. Í maí sl. sendi Sam- keppnisstofnun bréf til stjórnenda Íslandstryggingar þar sem tilkynnt var að gagnaöflun væri lokið og málið yrði lagt fyrir næsta fund samkeppnisráðs. „Síðan þá hefur ekkert gerst,“ segir Einar Baldvins- son, framkvæmdastjóri Íslands- tryggingar. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki færa viðskipti sín til Íslandstrygg- ingar sjá starfsmenn um að segja upp tryggingum hjá gamla trygg- ingafélaginu. Einar segir að þá sé hringt í þessa einstaklinga frá gömlu tryggingafélögunum og þeim boðinn sérstakur afsláttur sem standi ekki öðrum til boða. „Við teljum þetta ólöglegt,“ segir Einar og þessar aðgerðir séu samkeppn- ishindrandi. Segja að ekkert gerist Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi óskaði Íslandstrygging eftir bráðabirgðaúrskurði Sam- keppnisstofnunar strax fyrir ári til að stöðva þessi sértæku tilboð. Ein- ar segir að því hafi verið hafnað. Öllum tryggingafélögunum var gert að skila inn greinargerð um málið og samkvæmt bréfi stofnunarinnar var því lokið í maí. „Við höfum hringt og ýtt á eftir þessu en það gerist ekkert,“ segir Einar Baldvinsson. Eðlilega geri þetta nýju tryggingafélagi erfiðara að ná fótfestu á þessum markaði. Eini aðilinn sem Íslandstrygging geti leitað til sé Samkeppnisstofnun nema ef til vill umboðsmanns Al- þingis. Íslandstrygging hefur sent kvörtun Saka trygginga- félögin um ólög- leg afsláttarkjör „ÞAÐ hefur vissulega gengið vel en það er ennþá langt í tveggja milljóna tonna múrinn,“ sagði Sturla Þórðarson, skip- stjóri á aflaskip- inu Berki NK, en skipið landaði um síðustu helgi ríflega eitt þúsund tonnum af kol- munna í Neskaupstað og hefur þar með landað meira en einni milljón tonna af fiski frá því að það kom fyrst hingað til lands árið 1973. „Það hefur margt breyst á þess- um þrjátíu árum, ekki síst skipið sjálft en það er búið að toga það og teygja á alla kanta. Það er nú samt talsvert eftir af gamla stálinu í skipinu og það stendur enn fyrir sínu,“ sagði Sturla í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá á kolmunnaveiðum austan við Fær- eyjabanka en aflinn var tregur. Hann átti samt sem áður von á að skipið yrði á kolmunna fram að áramótum en þá færu menn að huga að loðnu. Börkur yfir milljón tonna markið Búið að toga skipið og teygja á alla kanta Sturla Þórðarson  Afli Barkar/15 LÖGREGLU- og sjúkraflutn- ingamenn frá Borgarnesi voru kallaðir að Grundartangahöfn um kvöldmatarleytið í gær vegna vinnuslyss um borð í erlendu vöruflutningaskipi. Pólskur skipverji klemmdist illa á hendi og var hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akranesi. Að sögn lögreglu reyndust meiðsl mannsins ekki al- varleg en óttast var að hann hefði fingurbrotnað. Talið var líklegt að hann gæti slegist í för með skipsfélögum sín- um úr landi. Vinnuslys á Grundartanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.