Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 29 markandi hef því raft sem i þegar að rödd Ég hef æki, sem lýðræðið reyndar skra um- etinu séu finnst á mocracy.- rusl að ðhlakka- glur sem um vett- sú að þú lagi fær enda tvö u komum vitleys- n daginn . pólitísku ns vegar r sjaldn- við raun- ri spurn- upp ekki þver- í þessu. líti jú g á að sé og að vera ðislegt því séu fljótir rópa upp ig vegna ræðis- og þeirra ifa nafn- mörk að ar á dag. ft eftir ari þessu mörgum r hætta á sem er umræð- ar örfáir leggja of mikið til málanna hætta aðrir að fylgjast með. Ef menn því nota miðilinn of mikið eru þeir í reynd að drepa umræðuna. Okkur fannst mikilvægast að þverskurður umræðunnar kæmist til skila. Svo ég líki þessu við op- inn umræðufund þá lúta þeir ávallt þeim lögmálum að aðeins þeir sem hafa fengið hljóðnemann afhentan geta tekið til máls. Við erum semsé að tala um að setja reglur þannig að umræðan sé ein- hvers virði.“ Kosið á Netinu? Clift er spurður um möguleikann á því að senn muni atkvæðagreiðslur um ýmis málefni, jafnvel kosningar til þings, fara fram á Netinu. „Ég trúi því að einn góðan veður- dag muni þær aðstæður hafa skapast að kosningar fari fram á Netinu,“ segir hann. „En ég styð slíkt aðeins ef menn geta jafn- framt kosið með venjuleg- um pósti. Annað er ekki sanngjarnt. Fólk á að fá að velja hvernig það greiðir atkvæði.“ Clift segir að menn hafi í upphafi upplýsingabylt- ingarinnar haft óraunhæf- ar væntingar. „Of margir vonuðust eftir því að lýð- ræðisbylting [democratic revolution] myndi eiga sér stað. Of fáir voru hins vegar að vinna að þeirri lýðræðisþróun [democra- tic evolution] sem öllu skiptir.“ Clift segir í þessu samhengi að sér hafi þótt mjög merkilegt að heyra um umræðuþing mennta- málaráðuneytisins íslenska á www.menntagatt.is og umræðu- vettvang þann sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur sett á laggirnar fyrir íbúa bæjarins. Þetta séu góð dæmi um viðleitni opinberra aðila til að eiga viðræður við borgarana og stuðla að skoðanaskiptum þeirra í millum um mál er varða borgarana miklu. „Góð dæmi eru hins vegar ekki nógu mörg og við þurfum að skrá- setja þau bestu og byggja síðan á þeim og þróa hlutina áfram. Við þurfum líka að átta okkur á því að mikilvægt er að endurskoða hið lagalega umhverfi. Nú er það t.d. þannig í Minnesota að þegar halda á borgarafund þá segja lög- in svo fyrir um að hann verði að auglýsa á veggspjöldum fyrir utan stjórnarskrifstofur og jafnvel í dagblöðum. Við þurfum að bæta því við þessi lög að einnig þurfi að auglýsa á Netinu. Fæstir hafa ráðist í lagabreyt- ingar eins og þessar. En ég held að við munum sjá þróun í þessa átt og að menn taki að horfa til Netsins. Það er lykilatriði hvað varðar aðgang fólks að upplýs- ingum á Netinu að sömu reglur gildi um þær og annað.“ Clift tekur undir að í raun séum við því á byrjunarreit hvað varðar samspil lýðræðisþróunar og upp- lýsingatækninnar. „En fyrir vikið erum við auðvitað að upplifa mjög spennandi tíma,“ segir hann. „Ný tækni er að ryðja sér til rúms og hún er þess eðlis að við getum tekið þátt í að þróa hana og móta. Hún er líka þess eðlis að hana má nýta til margra hluta. Þegar öllu er á botninn hvolft verður hins vegar að innræta fólki þá hugsun að þessi tækni færi það nær stjórnvaldinu og geri því þannig kleift að taka þátt í ákvörðunum yfirvalda. Sé fólk ekki meðvitað um þetta munu engar breytingar eiga sér stað,“ sagði Steven Clift. f að sjá heyrist a að ark- irkar kosti ogi æði- ál. orgunblaðið/Kristinn david@mbl.is F umiko Saiga sendi- herra Japans á Íslandi með aðsetur í Noregi afhenti forseta Ís- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt á dög- unum. Saiga, sem starfað hefur í utan- ríkisþjónustu Japans frá árinu 1966, þekkir mjög vel til Norður- landanna og er menntuð í norræn- um fræðum. Hún vann við sendiráð Japans í Noregi í átta ár á sjöunda og áttunda áratugnum og í fjögur ár í Danmörku á þeim níunda. Áður en Saiga sneri aftur til Noregs var hún sendiherra fastanefndar Jap- ans hjá Sameinuðu þjóðunum. Samskiptin styrkst með tilkomu sendiráðs í Tókýó „Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom til Íslands, en ég hafði bæði heyrt og lesið mikið um landið. Auðvitað hjálpar það að ég þekki vel til Norðurlandanna og ég hef átt náið samráð við fulltrúa Íslands þegar ég var í fastanefnd Japans hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.“ Saiga segir samskiptin milli Ís- lands og Japans vera góð og hafa verið það lengi og raunar styrkst allmikið þegar Ísland opnaði sendi- ráð í Tókýó. Löng hefð sé einnig fyrir viðskiptum milli Íslands og Japans, japönsku fyrirtækin þekki vel hér til, hafi sín sambönd og þau mál komi því lítt hennar til kasta. Hins vegar sé ekki ólíklegt að jap- anskir aðilar sem hyggi á viðskipti við Ísland leiti kannski frekar beint til sendiráðs Íslands í Japan. „Ég hitti sendiherra Íslands í Tókýó áður en ég hélt til Noregs og Íslands. Það er búið að rita þó nokkuð af bókum á japönsku um Ís- land þannig að Japanir eru farnir að þekkja nokkuð vel til landsins. Það hefur verið flogið beint með ferðamenn frá Japan til Íslands og þeim hefur fjölgað mjög og auðvit- að viljum við nú reyna að fá fleiri ferðamenn frá Íslandi til Japans. En það kallar á nokkra vinnu af okkar hálfu enda er Japan langt í burtu í huga Skandinava.“ Samherjar í hvalamálum Saiga segist sérstaklega ánægð með að farið sé að kenna japönsku við Háskóla Íslands og ekki spilli fyrir að fagið hafi reynst vera vin- sælt. Saiga segir fá ef nokkur ágrein- ingsmál vera á milli Íslands og Jap- ans en á hinn bóginn séu þjóðirnar bandamenn á nokkrum sviðum al- þjóðamála, s.s. að því er varðar hvalveiðar, áherslur í landbún- aðarmálum á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. „Ég er mjög ánægð með sam- vinnu Íslands, Noregs og Japans á sviði hvalamála hjá Alþjóðahval- veiðiráðinu (IWC). Við leggjum áherslu á vísindalega nálgun en því miður er þetta orðið að tilfinn- ingalegu máli IWC og við viljum sjá það breytast. En það er hörku- vinna. Við stöndum einnig saman hvað varðar landbúnaðarmálin á vettvangi WTO en það eru flókin mál. Þannig að við höfum átt og eig- um töluverða samleið á sviði al- þjóðamála og ég átti náin samskipti við fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þannig að mér finnst gaman að geta unnið áfram með Íslendingum,“ segir Saika. Bandamenn á mörgum sviðum alþjóðamála Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Fumiko Saiga, sendiherra Japans, ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. H elgi Valdimarsson, prófessor í ónæm- isfræði og yfirlækn- ir við Landspítala – háskólasjúkrahús, hlaut nýlega svonefnda Fogarty- viðurkenningu sem árlega er veitt nokkrum reyndum vísindamönn- um sem njóta alþjóðlegrar við- urkenningar fyrir góðan árangur í vísindarannsóknum. Viðurkenninguna veitir Banda- ríska heilbrigðisstofnunin (Nation- al Institute of Health) en yf- irmenn deilda þar tilnefna vísindamenn til slíkrar viðurkenn- ingar að fengnum umsögnum átta til tíu utanaðkomandi vísinda- manna. Nokkrir íslenskir læknar og líffræðingar hafa áður hlotið Fogarty-styrk til vísindaþjálfunar en þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur vísindamaður hlýtur Fogarty-viðurkenningu. Ársdvöl við Bandarísku heilbrigðisstofnunina Ekki er um að ræða hefðbund- inn styrk en viðurkenningin felur í sér greiðslu á ferða- og dval- arkostnaði fyrir ársdvöl við Bandarísku heilbrigðisstofnunina auk kostnaðar vegna rannsókna sem Fogarty-fræðimaðurinn vinn- ur að. Þannig er gert ráð fyrir að vísindamaðurinn sé áfram að mestum hluta á launum í sínu heimalandi. „Ég hef fengið leyfi til að skipta dvölinni upp í þrjá mánuði á ári næstu fjögur árin. Þar með get ég sinnt minni kennslu hér á Íslandi, bæði fyrir læknanema og eins fyrir doktors- og meistaraprófsnema, en jafn- framt fæ ég tækifæri til að sækja um ferðastyrki fyrir nemendur sem ég leiðbeini í rannsókn- arnámi við læknadeild Háskóla Íslands þannig að þeir geti farið með til Bandaríkjanna og unnið við sömu stofnun.“ Helgi hefur stundað rannsóknir á sviði ónæmisfræða í meira en 30 ár en rannsóknir hans hafa undanfarin ár aðallega beinst að psoriasis annars vegar og hins vegar að afleiðingum skorts á efninu mannose binding lectin (MBL) sem hjálpar átfrumum við að útrýma sýklum og öðrum framandi efnum úr líkamanum. „Þetta eru þau verkefni sem ég kem til með að vinna að í Banda- ríkjunum. Bandaríska heilbrigð- isstofnunin er gríðarlega öflug rannsóknastofnun, og ég fæ m.a. tækifæri til að tengja þær rann- sóknir sem ég hef verið í forsvari fyrir hér á Íslandi við hliðstæðar rannsóknir sem þar fara fram. Þetta getur svo leitt til nýrra rannsóknaviðfangsefna eða áherslubreytinga. Það skiptir svo miklu máli í rannsóknum að geta skipst á skoðunum og rökrætt við einstaklinga sem eru að vinna að sömu eða hliðstæðum viðfangs- efnum.“ Samstarf við Íslenska erfðagreiningu Helgi segir að markmið psor- iasisrannsóknanna sé að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir sjúkdóminn eða varanlega lækn- ingu. „Við sýndum fram á það fyrir allmörgum árum að útbrotin orsakast af því að eitilfrumur lík- amans, sem eiga að sjá um að verja hann, ráðast á eitthvað í húðinni,“ segir Helgi og bætir við að næsta skref sé að komast að því hvers vegna frumurnar ráðist með þessum hætti á húðina í sumum en ekki öðrum. „Þar koma erfðirnar m.a. inn í og við höfum verið í árangursríku sam- starfi við Íslenska erfðagreiningu í þeim rannsóknum. Okkur hefur tekist að staðsetja nokkur gen sem tengjast sjúkdómnum, m.a. gen sem veldur því að sumir psoriasissjúklingar fá slæma lið- verki og liðbólgur.“ Rannsóknir Helga og sam- starfsfólks hans á efninu MBL hafa meðal annars leitt í ljós að skortur á því getur stuðlað að kransæðastíflu, einkum hjá sjúk- lingum með sykursýki. „Enn- fremur höfum við sýnt fram á að sjúklingar með liðagigt fá verri sjúkdóm ef þá skortir MBL. Það er frekar algengt að fólk skorti MBL, og það þarf að skoða hvaða vandamál fylgja þessum skorti. Þegar er vitað að fólk með MBL- skort sem þarf að fara í stranga ónæmisbælandi meðferð, t.d. vegna krabbameins eða sjálfs- ofnæmissjúkdóma, fær frekar al- varlegar sýkingar meðan það er á meðferðinni. Það er líklega hægt að minnka þessa áhættu með því að gefa slíkum sjúklingum MBL í æð meðan á meðferðinni stendur. Við höfum þegar gert fyrsta stigs rannsókn á slíkri meðferð hérlendis. Þessi rannsókn sýndi að það koma ekki fram neinar aukaverkanir þegar fólki með MBL-skort er gefið efnið í æð,“ segir Helgi. Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði, hlaut Fogarty-viðurkenningu Veitir ný tækifæri við rannsóknir Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Valdimarsson prófessor hlaut Fogarty-viðurkenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.