Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT, Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14, Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 5/12 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ****************************************************************GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDA ENDALAUST ****************************************************************GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 7/12 kl 20 AUKASÝNING Su 12/12 kl 20 AUKASÝNING Allra síðustu sýningar SAUNA UNDER MY SKIN Noregi - Gestasýning Inclusive Dance Company Su 14/12 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA í samstarfi við KRINGLUSAFN Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum: Linda Vilhjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Þráinn Bertelsson, Sjón, Guðmundur Andri Thorsson, Elísabet Jökulsdóttir - JÓLADJAZZ Fi 4/12 kl 20:30 - Aðgangur ókeypis www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sun. 14. des. kl. 20.00. Laus sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 7. des. kl. 14. UPPSELT Sun. 7. des. kl. 18. Sun. 14. des. kl. 14. Sun. 21. des. kl. 14. Hirðarar sjá og heyrðu Söngsveitin Fílharmónía og kammersveit Aðventutónleikar í Langholtskirkju Mán. 1. des. kl. 20.00 Mið. 3. des. kl. 20.00 Stjórnandi: Óliver Kentish Einsöngvari: Hulda Björk Garðarsdóttir Aðgöngumiðar fást í versl. Tólf tónum, Skólavörðustíg 15, hjá kórfélögum og við inng. Panta má miða á vefsíðu kórsins: www.filharmonia.mi.is . Verð kr. 1900. FIM. 4/12 - KL. 19 UPPSELT LAU. 6/12 - KL. 21 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 22 LAUS SÆTI SUN. 14/12 - KL. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA JÓLASÝNINGAR Í MÖGULEIKHÚSINU JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Þri. 2. des. kl. 10 uppselt Sun. 7.des kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Fi. 4. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 5. des. kl. 10 og 14 uppselt Sun. 7. des. kl. 16 laus sæti Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson Frumsýning 4. des. kl. 20 2. sýn. 11. des. kl. 20 3. sýn. 13. des. kl. 20 4. sýn 14. des. kl. 20 Sveinsstykki Arnars Jónssonar ATRIÐIÐ í fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, þegar Urs- ula Andress birtist í fjöruborðinu klædd í gul baðföt með hníf við mittið, er kynþokkafyllsta kvikmynda- atriði allra tíma, að mati áhorfenda bresku sjónvarps- stöðvarinnar Channel 4. Myndin var gerð fyrir 41 ári og Andress, sem þá var 25 ára gömul, lék Honey Rider sem framfleytti sér með því að tína skeljar. Sundfötin sem Andress klæddist voru seld á uppboði fyrr á þessu ári fyrir nærri 4 millj- ónir íslenskra króna. Svipað atriði var í nýjustu Bond- myndinni, Die Another Day, þegar Halle Berry birtist í sjónum snemma í myndinni. Í öðru sæti á listanum yfir kynþokkafyllstu kvik- myndaatriðin er koss þeirra Söru Michelle Gellar og Selmu Blairs í myndinni Cruel Intentions. Dans Sölmu Hayek við slöngu í myndinni From Dusk Till Dawn var í 3. sæti og í 4. sæti var atriði úr myndinni Out of Sight þar sem George Clooney og Jennifer Lopez lokast inni í farangursgeymslu bíls. Í fimmta sæti er frægt yfirheyrsluatriði úr myndinni Basic Instinct með Sharon Stone. Í sjötta sæti er atriði úr myndinni 9½ Weeks þar sem Mickey Rourke notar ýmis matvæli til að láta vel að Kim Basinger. Í 7. sæti eru ástaratriði úr myndinni Queer as Folk, í 8. sæti er atriði með teiknimyndahetjunni Jessicu Rabbit í mynd- inni Who Framed Roger Rabbit. Í 9. sæti voru nokkur atriði úr myndunum um Emanuelle og í 10. sæti var at- riði úr myndinni American Pie þar sem Jason fylgist með skiptinemanum Nadiu afklæðast. Völdu kynþokkafyllsta atriði kvikmyndasögunnar Ursula á bað- fötum kyn- þokkafyllst Ursula Andress í Dr. No. BJÖRN Árnason hefur verið mik- ilvirkur á tónlistarsviðinu í ár. Þessi fyrrum rokkhundur úr Deep Jimi and The Zepp Creams er nefni- lega höfuðið á bak- við hina stór- skemmtilegu plötu Tube, ...a Nickle ain’t worth a Dime anymore..., sem hann gerir ásamt Kristbjörgu Karí, heitmey sinni, en hér er hann hins vegar einn á ferð, og einbeitir sér að tiltölulega hefð- bundinni slökunar- eða hugleiðslu- tónlist. Slökunar/hugleiðslutónlist er í raun afar merkilegt fyrirbæri því að hún dansar á mörkum þess að vera tónlist og ekki-tónlist. Mörgum finnst – stundum réttilega – tónlistin einfaldlega vera, eða eigi a.m.k. að vera, tæki sem fólk notar til að slaka á. Listrænt gildi er oftar en ekki tal- ið lítið, og oft og tíðum er það lítið. En stundum, þótt það sé ekki nema óvart, spretta gripir úr þessum geira sem ná því vel að verða „al- vöru“ tónlist. Og eins og með allt er hægt að gera svona hluti vel – og illa. Diskur Björns fellur í fyrri flokk- inn. Þetta er haganlega gert og tón- listin er fín sem slík. Auk þess róar hún. Sem er gleðilegt því það kemur fyrir að slökunardiskar pirri fremur en rói. Opinberum tilangi er þar með náð. Björn notast við hljóðgervil, sem liggur til grundvallar lögunum eða „þáttunum“ sjö, sem eru allt frá sjö mínútum upp í tólf. Úr gervlinum koma seyðandi, róandi hljómar. Yfir þeim er svo píanó og stundum kem- ur panflauta inn. Já, því ekki að fara með þetta alla leið því panflautan er einu sinni orðin tákngervingur ró- andi – en reyndar líka hálfúrkynj- aðrar – tónlistar. Björn sleppur þó blessunarlega undan úrkynjuninni og það er eiginlega svolítið sætt er panflautan kemur inn. Reyndar má geta þess að í sumum lögunum fer Björn hættulega nærri einhvers konar nýklassík. Þá fer hann á fullmikinn sprett á píanóinu og hjartað tekur að sama skapi kipp. En hraðinn, ef hraða má kalla, er ekki það mikill að rósemin bíði hnekki. En það sem má hins vegar alveg gagnrýna umslag og umbúðir sem eru ekki fyrir augað. Fullmikill heimabruggsbragur yfir þeim þátt- um. Þá eru lagatitlarnir fremur klisjukenndir, „Trú“, „Von,“, „Blær“, „Dögg“ o.s.frv. En eins og áður segir er aðalmál- ið, sjálf tónlistin, prýðilega heppnuð og meira en vel nothæf til að slaka á spenntum vöðvum eftir dagsins önn. Tónlist Tökum því nú rólega Björn Árnason Flæði Eigin útgáfa Slökunardiskur eftir Björn Árnason. Höf- undur flytur. Arnar Eggert Thoroddsen KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í Bæjarbíói í kvöld mynd eftir einn af meisturum danskrar kvik- myndagerðar, Carl Dreyer. Myndin heitir Orðið eða Ordet á frummálinu og er frá 1955. Dreyer gerði kvikmyndina eftir leikriti Kaj Munk. Sagan segir frá ógæfusamri fjölskyldu sem styrkist og binst traustari böndum við skyndilegt dauðsfall innan fjölskyldunnar. Hér er tek- ist á við grundvallaratriði krist- indómsins, sjálfa upprisuna. Orðið verður sýnt í kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16. Myndin er 126 mín. að lengd, er í svarthvítu og á dönsku. Miðasala verður opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 kr. Dreyer á ný í Bæjarbíó Fréttir í tölvupósti SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.