Morgunblaðið - 02.12.2003, Side 49

Morgunblaðið - 02.12.2003, Side 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 49 MARGRÉT Eir Hjartardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi dægurlaga- söng hvort sem það er á sólóskífu hennar, sem kom út, sem ein af Ís- lensku dívunum eða sem söngkona á óteljandi upp- tökum fyrir sjón- varp, útvarp eða á plötum annarra listamanna. Aðal Margrétar er falleg rödd hennar og smekkleg túlkun og þeir hæfileikar fá að njóta sín á annarri sólóskífu henn- ar, Andartak, sem kom út fyrir stuttu. Á þeirri plötu syngur hún ýmis lög eftir innlenda sem er- lenda lagasmiði, sum sem áður hafa heyrst á íslensku önnur ekki, og tvö erlend lög hljóma nú í fyrsta sinn í íslenskum búningi. Ekki ræðst Margrét Eir á garð- inn þar sem hann er lægstur að glíma við Kate Bush í öðru lagi disksins og það „Wuthering Heights“, löðrandi í háróman- tískri dramatík, ýktri og barna- lega ofsafenginni líkt og bókin sem hún dregur nafn sitt af; slæmt ritverk að mörgu leyti en samt heillandi fyrir tilfinningarn- ar sem ólga undir. Sumir mál- kunnugir mér hneykslast á þessu tiltæki Margrétar, en ég tek ofan fyrir henni enda syngur hún lagið af bravúr, sannkallaður gæsahúð- arsöngur. Það eina sem ekki gengur upp að mínu viti er þegar hún reynir að beita röddinni barnalega, henni fer betur að vera hún sjálf. Margrét Eir syngur annars víða frábærlega á diskinum, af næmi og innsæi, til að mynda í upphafs- lagi hans, „Augnabliki“, en út- setningin á því er nett gamaldags, mærðarleg jafnvel þó að allt sé vel unnið. „Haust“ er einnig bráð- gott lag en geldur þess að vissu leyti að fylgja eftir bravúrsöng- num í „Heiðinni hárri“, en streng- ir í því eru líka dauflegir á köfl- um. Annað gott lag er „Nær eða fjær“, drífandi með skemmtileg- um gítar, og „Mannamál“ er líka gott lag sem brýtur upp stemn- inguna á plötunni, skemmtilega útsett, og textinn líka góður, bráðsmellinn þó að sumar líkingar missi marks („og fagurgali vellur eins og sjóðheitt hraun“). Það er fullt af drama í „I Be- long to You“, en ekki eins spenn- andi, þvingaðra, og fiðlurnar þunnar. Kannski er það bara full Bylgjulegt fyrir minn smekk, út- vötnuð rómantík með gamaldags útsetningu. Annað lag er á plötunni sem Margrét Eir „vogar sér“ að syngja: „Sameiginlegt“, lag sem allir kunna, en bara í allt annarri útsetningu. Á plötunni er útsetn- ingin mun einfaldari frumgerð- inni, tærari, og hljóðfæraskipan einfaldari. Fyrir vikið nýtur lagið sín mun betur að mínu mati, kem- ur í ljós hversu gott það er og vel samið. Margrét Eir syngur það líka afskaplega vel á sinn hátt, gerir það að sínu í stað þess að reyna að elta Andreu Gylfadóttur sem söng það á sínum tíma. Þegar Margrét syngur „Sam- eiginlegt“ nýtur hún þess vissu- lega að höfundur lagsins, Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson, situr við stjórnborðið á plötunni og á að auki obba laganna. Hann stýrir öllum upptökum á plötunni og fer það verk vel úr hendi sem hans er von og vísa, en ég hefði kosið að hann væri aðeins djarfari í útsetn- ingunum, þó að hugsanlega eigi það ekki við á plötu sem þessari. Þessi plata snýst þó um Mar- gréti Eir og er skemmst frá því að segja að hún stendur sig afskap- lega vel, syngur af innlifun og fimi, jafnvíg á magnaða tilfinn- ingakeyrslu og fínlegan trega. Tónlist Andartak með Margréti Andartak Margrét Eir 21 12 Andartak, geisladiskur söngkonunnar Margrétar Eirar Hjartardóttur. Á plöt- unni syngur Margrét Eir lög eftir ýmsa lagasmiði, helst þó eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Guðmundur Pétursson leikur á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Ólafur Hólm Einarsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa, en auk þeirra koma ýmsir hljóð- færaleikarar við sögu. Upptökustjórn og útsetningar önnuðust Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Kjartan Valde- marsson. 21 12 Culture Company gef- ur út. Árni Matthíasson Á annarri plötu sinni stendur Margrét Eir „sig afskaplega vel, syngur af innlifun og fimi“. STANDING Still heitir nýútkomin plata tónlistarkonunnar Láru Rún- arsdóttur. Þetta er fyrsta plata þess- arar 21 árs gömlu söngkonu sem hefur verið að fást við tónlist síðan hún var fimm ára gömul, en hún byrjaði á blokkflautunni í tónlistar- skólanum eins og svo margir. Lára er nemi á myndlistarbraut í FB en er auk þess í söng- og píanónámi. Hún var að spila og syngja á körfuboltahófi í vor þegar Kristinn Jónsson í Geimsteini sá hana og bauð henni að koma og taka upp. „Síðan þá hef ég verið að semja efni svo fór ég í stúdíó í október,“ segir hún og bætir við að hún sé afar ánægð með afraksturinn. Lára samdi öll lögin á plötunni sjálf nema þrjú sem hún gerði með föður sínum Rúnari Þórissyni gít- arleikara. Hún segist spennt að heyra hvernig fólk tekur plötunni. „Ég hef fengið góð viðbrögð hingað til en hlakka til að heyra meira frá fólki.“ Hún er borin og barnfædd í Kópa- vogi en af einhverjum ástæðum halda margir að hún sé úr Keflavík. „Ég hef oft verið kölluð Keflavík- urmær í viðtölum, líklega er það vegna þess að ég gef út hjá þeim Rúnari Júl og Kidda í Geimsteini, en ég er sem sagt úr Kópavogi,“ segir hún ákveðin og brosir. Dido og Cardigans áhrifavaldar Lára spilar gítar popp/rokk en með henni á plötunni er fjögurra manna hljómsveit. Hún segir að helstu áhrifavaldar sínir séu til dæmis hin norska Lene Marlen, Dido, og Sarah Maclachlan. Hún segist einnig hafa hlustað á Nick Cave og Tom Waits í gegnum tíðina. „Svo auðvitað Cardigans sem er í miklu uppáhaldi en ég hlustaði mikið á sveitina á meðan ég var að gera plötuna.“ Núna segir hún mikið að gera, hún sé sjálf að fara um og kynna plötuna sína m.a. í fjölmiðlum. Þá verður hún með útgáfutónleika á Grandrokki á miðvikudagskvöld. „Þetta er æðislega spennandi og ég hlakka mikið til tónleikanna.“ Lára Rúnarsdóttir gefur út sína fyrstu plötu Útgáfutónleikarnir verða á Grandrokki, þeir hefjast kl. 22 og það kostar ekkert inn. Morgunblaðið/Ásdís Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika á Grandrokki í kvöld. Hófst allt í körfuboltahófinu KÖTTURINN með höttinn reyndist toppmynd helgarinnar en naumlega þó. Þessi barna- og fjölskyldumynd með Mike Myers sem frumsýnd var um þarsíðustu helgi rétt svo náði að slá við fjölskylduhrollvekjunni Ógn- aróðalið (The Haunted Mansion) með Eddie Murphy yfir hefðbundnu þriggja daga sýningarhelgina. Kötturinn með höttinn er byggð á frægri barnabók eftir Dr. Seuss en Ógnaróðalið er Disney-framleiðsla og tengist beint draugahúsinu í Disneyl- andi. Þegar mið er tekið af því að um svokallaða „langa helgi“ var að ræða vegna frídaganna í kringum Þakka- gjörðarhátíðina þá sló Murphy við Kettinum í aðsókn og sem slík er Ógnaróðalið áttunda farsælasta myndin sem frumsýnd er yfir Þakka- gjörðarhelgina. Þriðja fjölskyldumyndin, Álfur, hélt svo þriðja sætinu. Svo skemmtilega vill til að aðalleik- arar toppmyndanna þriggja, Mike Myers, Eddie Murphy og Will Ferr- ell, hófu allir feril sinn í skemmtiþátt- unum Saturday Night Live. Þrjár myndir til viðbótar við Ógn- aróðalið voru frumsýndar fyrir helgi. Í sjötta sæti fór Vondi jóli (Bad Santa), gráglettin gamanmynd með Billy Bob Thornton. Vestrinn Hinir týndu (The Missing) með Tommy Lee Jones og Cate Blanchett fór í 7. sæti og tímaferðalagsmyndin Tíma- flakk (Timeline) sem gerð er eftir sögu Michaels Crictons fór í 8. sæti. Óbreytt staða á toppi bandaríska bíólistans                                                                                                       ! "               $%&% $%&' $$&$ ($&) ($&) ($&* ((&) +&* )&+ *&, ))&- '%&- ('-&( *(&( .)&* (.&+ (.&% ($&. *'&$ ))&) Kötturinn tók ofan fyrir Eddie Murphy

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.