Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 49 MARGRÉT Eir Hjartardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi dægurlaga- söng hvort sem það er á sólóskífu hennar, sem kom út, sem ein af Ís- lensku dívunum eða sem söngkona á óteljandi upp- tökum fyrir sjón- varp, útvarp eða á plötum annarra listamanna. Aðal Margrétar er falleg rödd hennar og smekkleg túlkun og þeir hæfileikar fá að njóta sín á annarri sólóskífu henn- ar, Andartak, sem kom út fyrir stuttu. Á þeirri plötu syngur hún ýmis lög eftir innlenda sem er- lenda lagasmiði, sum sem áður hafa heyrst á íslensku önnur ekki, og tvö erlend lög hljóma nú í fyrsta sinn í íslenskum búningi. Ekki ræðst Margrét Eir á garð- inn þar sem hann er lægstur að glíma við Kate Bush í öðru lagi disksins og það „Wuthering Heights“, löðrandi í háróman- tískri dramatík, ýktri og barna- lega ofsafenginni líkt og bókin sem hún dregur nafn sitt af; slæmt ritverk að mörgu leyti en samt heillandi fyrir tilfinningarn- ar sem ólga undir. Sumir mál- kunnugir mér hneykslast á þessu tiltæki Margrétar, en ég tek ofan fyrir henni enda syngur hún lagið af bravúr, sannkallaður gæsahúð- arsöngur. Það eina sem ekki gengur upp að mínu viti er þegar hún reynir að beita röddinni barnalega, henni fer betur að vera hún sjálf. Margrét Eir syngur annars víða frábærlega á diskinum, af næmi og innsæi, til að mynda í upphafs- lagi hans, „Augnabliki“, en út- setningin á því er nett gamaldags, mærðarleg jafnvel þó að allt sé vel unnið. „Haust“ er einnig bráð- gott lag en geldur þess að vissu leyti að fylgja eftir bravúrsöng- num í „Heiðinni hárri“, en streng- ir í því eru líka dauflegir á köfl- um. Annað gott lag er „Nær eða fjær“, drífandi með skemmtileg- um gítar, og „Mannamál“ er líka gott lag sem brýtur upp stemn- inguna á plötunni, skemmtilega útsett, og textinn líka góður, bráðsmellinn þó að sumar líkingar missi marks („og fagurgali vellur eins og sjóðheitt hraun“). Það er fullt af drama í „I Be- long to You“, en ekki eins spenn- andi, þvingaðra, og fiðlurnar þunnar. Kannski er það bara full Bylgjulegt fyrir minn smekk, út- vötnuð rómantík með gamaldags útsetningu. Annað lag er á plötunni sem Margrét Eir „vogar sér“ að syngja: „Sameiginlegt“, lag sem allir kunna, en bara í allt annarri útsetningu. Á plötunni er útsetn- ingin mun einfaldari frumgerð- inni, tærari, og hljóðfæraskipan einfaldari. Fyrir vikið nýtur lagið sín mun betur að mínu mati, kem- ur í ljós hversu gott það er og vel samið. Margrét Eir syngur það líka afskaplega vel á sinn hátt, gerir það að sínu í stað þess að reyna að elta Andreu Gylfadóttur sem söng það á sínum tíma. Þegar Margrét syngur „Sam- eiginlegt“ nýtur hún þess vissu- lega að höfundur lagsins, Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson, situr við stjórnborðið á plötunni og á að auki obba laganna. Hann stýrir öllum upptökum á plötunni og fer það verk vel úr hendi sem hans er von og vísa, en ég hefði kosið að hann væri aðeins djarfari í útsetn- ingunum, þó að hugsanlega eigi það ekki við á plötu sem þessari. Þessi plata snýst þó um Mar- gréti Eir og er skemmst frá því að segja að hún stendur sig afskap- lega vel, syngur af innlifun og fimi, jafnvíg á magnaða tilfinn- ingakeyrslu og fínlegan trega. Tónlist Andartak með Margréti Andartak Margrét Eir 21 12 Andartak, geisladiskur söngkonunnar Margrétar Eirar Hjartardóttur. Á plöt- unni syngur Margrét Eir lög eftir ýmsa lagasmiði, helst þó eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Guðmundur Pétursson leikur á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Ólafur Hólm Einarsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa, en auk þeirra koma ýmsir hljóð- færaleikarar við sögu. Upptökustjórn og útsetningar önnuðust Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Kjartan Valde- marsson. 21 12 Culture Company gef- ur út. Árni Matthíasson Á annarri plötu sinni stendur Margrét Eir „sig afskaplega vel, syngur af innlifun og fimi“. STANDING Still heitir nýútkomin plata tónlistarkonunnar Láru Rún- arsdóttur. Þetta er fyrsta plata þess- arar 21 árs gömlu söngkonu sem hefur verið að fást við tónlist síðan hún var fimm ára gömul, en hún byrjaði á blokkflautunni í tónlistar- skólanum eins og svo margir. Lára er nemi á myndlistarbraut í FB en er auk þess í söng- og píanónámi. Hún var að spila og syngja á körfuboltahófi í vor þegar Kristinn Jónsson í Geimsteini sá hana og bauð henni að koma og taka upp. „Síðan þá hef ég verið að semja efni svo fór ég í stúdíó í október,“ segir hún og bætir við að hún sé afar ánægð með afraksturinn. Lára samdi öll lögin á plötunni sjálf nema þrjú sem hún gerði með föður sínum Rúnari Þórissyni gít- arleikara. Hún segist spennt að heyra hvernig fólk tekur plötunni. „Ég hef fengið góð viðbrögð hingað til en hlakka til að heyra meira frá fólki.“ Hún er borin og barnfædd í Kópa- vogi en af einhverjum ástæðum halda margir að hún sé úr Keflavík. „Ég hef oft verið kölluð Keflavík- urmær í viðtölum, líklega er það vegna þess að ég gef út hjá þeim Rúnari Júl og Kidda í Geimsteini, en ég er sem sagt úr Kópavogi,“ segir hún ákveðin og brosir. Dido og Cardigans áhrifavaldar Lára spilar gítar popp/rokk en með henni á plötunni er fjögurra manna hljómsveit. Hún segir að helstu áhrifavaldar sínir séu til dæmis hin norska Lene Marlen, Dido, og Sarah Maclachlan. Hún segist einnig hafa hlustað á Nick Cave og Tom Waits í gegnum tíðina. „Svo auðvitað Cardigans sem er í miklu uppáhaldi en ég hlustaði mikið á sveitina á meðan ég var að gera plötuna.“ Núna segir hún mikið að gera, hún sé sjálf að fara um og kynna plötuna sína m.a. í fjölmiðlum. Þá verður hún með útgáfutónleika á Grandrokki á miðvikudagskvöld. „Þetta er æðislega spennandi og ég hlakka mikið til tónleikanna.“ Lára Rúnarsdóttir gefur út sína fyrstu plötu Útgáfutónleikarnir verða á Grandrokki, þeir hefjast kl. 22 og það kostar ekkert inn. Morgunblaðið/Ásdís Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika á Grandrokki í kvöld. Hófst allt í körfuboltahófinu KÖTTURINN með höttinn reyndist toppmynd helgarinnar en naumlega þó. Þessi barna- og fjölskyldumynd með Mike Myers sem frumsýnd var um þarsíðustu helgi rétt svo náði að slá við fjölskylduhrollvekjunni Ógn- aróðalið (The Haunted Mansion) með Eddie Murphy yfir hefðbundnu þriggja daga sýningarhelgina. Kötturinn með höttinn er byggð á frægri barnabók eftir Dr. Seuss en Ógnaróðalið er Disney-framleiðsla og tengist beint draugahúsinu í Disneyl- andi. Þegar mið er tekið af því að um svokallaða „langa helgi“ var að ræða vegna frídaganna í kringum Þakka- gjörðarhátíðina þá sló Murphy við Kettinum í aðsókn og sem slík er Ógnaróðalið áttunda farsælasta myndin sem frumsýnd er yfir Þakka- gjörðarhelgina. Þriðja fjölskyldumyndin, Álfur, hélt svo þriðja sætinu. Svo skemmtilega vill til að aðalleik- arar toppmyndanna þriggja, Mike Myers, Eddie Murphy og Will Ferr- ell, hófu allir feril sinn í skemmtiþátt- unum Saturday Night Live. Þrjár myndir til viðbótar við Ógn- aróðalið voru frumsýndar fyrir helgi. Í sjötta sæti fór Vondi jóli (Bad Santa), gráglettin gamanmynd með Billy Bob Thornton. Vestrinn Hinir týndu (The Missing) með Tommy Lee Jones og Cate Blanchett fór í 7. sæti og tímaferðalagsmyndin Tíma- flakk (Timeline) sem gerð er eftir sögu Michaels Crictons fór í 8. sæti. Óbreytt staða á toppi bandaríska bíólistans                                                                                                       ! "               $%&% $%&' $$&$ ($&) ($&) ($&* ((&) +&* )&+ *&, ))&- '%&- ('-&( *(&( .)&* (.&+ (.&% ($&. *'&$ ))&) Kötturinn tók ofan fyrir Eddie Murphy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.