Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 26
JÓNAS Sen er nýr tónlistar- gagnrýnandi við Morgunblað- ið. Jónas Sen er fæddur árið 1962. Hann hóf ungur nám í píanóleik og var yngsti nemandi Tón- listarskólans í Reykjavík sem lauk þaðan einleikara- prófi, þá sautján ára gamall. Kennari hans í Tónlistarskól- anum var Árni Kristjánsson og á námsárum sínum kom Jónas oft fram opinberlega, bæði á Íslandi sem og erlendis. Fjór- tán ára lék hann fyrst einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og ári síðar með hljóm- sveitum í Bandaríkjun- um og Bret- landi. Jónas lauk stúdentsprófi átján ára og hélt þá til Par- ísar þar sem hann naut leið- sagnar Pierre Sancan og Monique Deschaussées í píanóleik. Sína fyrstu sjálfstæðu tón- leika hélt hann á Íslandi vorið 1988 og nokkr- um árum síðar kom út geisla- diskur með leik hans. Jónas lauk MA-prófi með láði frá tónlist- ardeild City University í London árið 1991. Lokarit- gerð hans fjallaði um at- vinnusjúk- dóma píanó- leikara. Í London nam Jónas píanó- leik hjá Carolu Grindeu, sem var lengi for- maður Evr- ópusambands píanókennara. Jónas er kennari við Tónlistarskól- ann í Reykja- vík, Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Nýja tón- listarskólann, auk þess að starfa sem pí- anóleikari. Undanfarin tíu ár hefur hann verið tónlistargagnrýnandi og/ eða greinahöfundur við ýmis blöð, fyrst Pressuna, þá Ein- tak, Morgunpóstinn, Alþýðu- blaðið og Mannlíf. Árið 1995 varð hann tónlistargagnrýn- andi DV, og frá 1998 og þar til í október sl. var hann aðaltón- listargagnrýnandi blaðsins. Þá var hann jafnframt formaður menningarverðlaunanefndar DV í tónlist. Aðrir gagnrýnendur á sviði sígildrar tónlistar við Morgun- blaðið eru Jón Ásgeirsson, Ríkarður Ö. Pálsson, Bergþóra Jónsdóttir, Jón Ólafur Sig- urðsson og Jón Hlöðver Ás- kelsson, sem skrifar um tón- leika sem haldnir eru á Norðurlandi. Nýr tón- listargagn- rýnandi Jón Ásgeirsson Jón Ólafur Sigurðsson Bergþóra Jónsdóttir Jónas Sen Ríkarður Ö. Pálsson Jón Hlöðver Áskelsson LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Rafhlö›ur VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar N‡jar hle›slurafhlö›ur í flest tæki og síma einnig vi›ger›ir og smí›i Endurlífgum rafhlö›ur w w w .d es ig n. is © 20 03 Leikið á forfeður Mörgum finnst hátíðleg barokk- tónlistin vera óaðskiljanlegur hluti jólanna, og víst er að hún er aldrei eins áberandi og um þetta leyti árs. Um helgina fór undirritaður á þrenna barokktónleika, og voru þeir fyrstu haldnir í Salnum í Kópavogi. Þar voru á ferðinni flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir sellóleik- ari og Arngeir Heiðar Hauksson gít- arleikari. Á efnisskránni voru aðallega tónsmíðar eftir lítt þekkt barokktónskáld, en einnig mátti heyra verk eftir Händel. Eingöngu var leikið á upprunaleg hljóðfæri, barokkflautur, gömbu sem er einskonar barokkselló, smágerðan barokkgítar og teorbu, er lítur út eins og ofvaxin lúta. Segja má að þetta séu forfeður nútímahljóðfæra. Flautan sem Martial lék á í fyrsta atriði efnisskrárinnar, Svítu í e-moll eftir Jaques Hotteterre Le Romain, mun vera eftirlíking af flautu er smíð- uð var í París um svipað leyti og Hotteterre var uppi, þ.e. á átjándu öld. Hljómurinn í henni er talsvert frábrugðinn því sem við eigum að venjast í dag, hann er holari, kraft- minni og heyrðust veikustu tónarnir ekki alltaf nægilega vel. Martial virt- ist eilítið óöruggur í fyrsta þætti svít- unnar, en náði sér fljótt á strik og var túlkun hans eftir það bæði fumlaus og tilfinningaþrungin. Rödd flautunnar var aðalatriði tón- listarinnar; gömbu- og teorbuleikar- arnir voru í undirleikshlutverki og sáu þau Ólöf og Arngeir um það af talsverðri nákvæmni. Arngeir spilaði á teorbu, en einnig barokkgítar, og var greinilegt að hann er jafnvígur á bæði hljóðfærin. Í næsta atriði dagskrárinnar spil- aði Arngeir einn á teorbuna, forspil og þrjá dansþætti eftir Robert de Visée. De Visée mun ekki hafa verið mikið fyrir að skrifa niður tónlist sína, en úr því bætti bókhaldari nokk- ur, J.S. de Saisenay, sem var nem- andi tónskáldsins. Tæknilega var leikur Arngeirs gallalaus, en því mið- ur var það ekki nóg. Tónlistin var ekki mjög áhugaverð, hún byggðist að mestu á tilbreytingarsnauðum endurtekningum og hefði sennilega komið betur út ef Arngeir hefði kryddað leik sinn ríkulegri styrk- leikabrigðum, snarpari áherslum og þessháttar. Engin stígandi var í túlk- uninni, og á ég bágt með að trúa að ekki sé hægt að spila með meiri til- þrifum á teorbu. Mun líflegri voru hin tónverk efnis- skrárinnar, og seinna sólóatriði Arn- geirs, þar sem hann lék á barokkgítar þrjár tónsmíðar eftir Gaspar Sanz, var verulega gott. Fyrst var einskon- ar svíta, þvínæst Jacaras og loks Canarios. Túlkun Arngeirs var ástríðufull og markviss, stígandin hnitmiðuð og síðasta verkið var sér- lega sannfærandi í meðförum hans. Annað á tónleikunum lét einnig vel í eyrum. Bæði sónata í h-moll eftir Händel og tríósónata í G-dúr eftir Franz voru ákaflega fallega fluttar, styrkleikajafnvægið fullkomið og túlkunin einlæg. Í síðarnefndu són- ötunni bættist Guðrún Birgisdóttir í hópinn og lék á barokkflautu sem virtist eilítið hljómmeiri en sú er Martial spilaði á. Var það síst verra og var atriðið skemmtilegur endir á tónleikunum. Óviðjafnanlega fögur tónlist Í Hallgrímskirkju daginn eftir var ekkert verið að hafa fyrir því að leika á upprunaleg hljóðfæri barokktím- ans. Samt var tónlistin á efnisskránni eftir samtímamann ofangreindra tón- skálda, Johann Sebastian Bach. Áttu öll verkin eftir hann, sem voru fimm talsins, sameiginlegan lítinn sálm, Nú kemur heimsins hjálparráð. Þessi sálmur er frá árinu 1524 og er eftir Martein Lúter, en reyndar er hann þýðing á miklu eldri sálmi, Veni re- demptor gentium eftir heilagan Ambrósíus, sem uppi var uppi á fjórðu öld. Fyrst lék Björn Steinar Sólbergs- son orgelforleik BWV 659, sem er ein af útsetningum Bachs á sálminum. Þetta er friðsæl og hástemmd tónlist, og túlkaði organistinn hana af djúpri yfirvegun. Þvínæst söng Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar og við undirleik Kammersveitar Hall- grímskirkju, kantötu BWV 62. Hún hefst á sama sálminum, hugvitssam- lega útfærðum. Upphafsatriðið er eitthvert tilkomumesta kórverk í ger- vallri tónlist Bachs og var söngur Schola cantorum sérlega áhrifaríkur, heildarhljómurinn þéttur og í prýði- legu jafnvægi. Ekki síðri var leikur kammersveitarinnar, en hann var undir forystu Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara, sem var konsertmeist- ari. Hraður strengjaleikurinn var skýr og jafn, og sömu sögu er að segja um óbóleik þeirra Daða Kol- beinssonar og Peters Tompkins, sem var hvað mest áberandi þáttur hljóm- sveitarraddarinnar. Í kantötunni komu fram fjórir ein- söngvarar, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Alex Ashworth bassi. Þau stóðu sig ágætlega, rödd Þorbjörns var að vísu dálítið hvell og hrá, sérstaklega á efstu tónunum, en bassarödd Ash- worth var verulega glæsileg, og túlk- un hans í hvívetna sannfærandi. Enn- fremur var dúett þeirra Hallveigar og Guðrúnar undir lok kantötunnar ákaflega hljómþýður, og blönduðust raddir þeirra mjög vel. Eftir annan orgelforleik, í þetta sinn BWV 660, sem innblásinn var af umræddum sálmi og var ekki síðri í meðförum Björns Steinars, flutti kór- inn og hljómsveitin kantötu BWV 36. Þrátt fyrir smáónákvæmni í karla- röddunum og sömuleiðis í strengja- leiknum snemma í verkinu var túlkun tónlistarfólksins einstaklega sann- færandi og þrungin einlægri trúar- tilfinningu. Ashworth var magnaður sem fyrr og söngur Þorbjörns var talsvert afslappaðri en í fyrri kant- ötunni, enda kom hann mun betur út. Eitt mergjaðasta atriði tón- leikanna var þegar lágstemmdar ten- órraddir kórsins sungu kóral við þýð- an undirleik hljómsveitarinnar. Undirbjó það áheyrendur fyrir há- punkt dagskrárinnar, sópranaríu þar sem sungið var fyrir hönd þeirra er minna mega sín: „Jafnvel mildum veikum rómi er hátign Drottins lofuð, þó lofgjörðin hljómi aðeins í andan- um, þá endurómar hún hjá Honum á himnum.“ Rödd Hallveigar, sem er björt og sakleysisleg, hæfði aríunni fullkom- lega. Hófstilltur söngur hennar var svo óviðjafnanlega fagur að ekki er hægt að gera betur. Dempaður fiðlu- leikur Rutar Ingólfsdóttur féll líka vel að söngnum, og tignarlegur, hljómsterkur orgelforleikurinn þar á eftir var svo áhrifamikill að maður gersamlega gleymdi stund og stað. Er Herði, Hallveigu, Rut og öllu hinu tónlistarfólkinu hér með þakkað fyrir einstaka upplifun. Stórafmæli Kirkjukórs Háteigskirkju Smágert orgelið sem Kristinn Örn Kristinsson hafði til umráða á tón- leikum Kirkjukórs Háteigskirkju á sunnudagskvöldið er af allt öðrum toga en mikilfenglegt orgel Hall- grímskirkju. Samt hljómaði Kirkjusónata K 366 eftir Mozart, sem Kristinn flutti ásamt strengjasveit, ágætlega. Þetta er stutt og skemmti- legt verk með pínulítilli kadensu, og spilaði Kristinn prýðilega á orgelið. Hröð tónahlaup voru nákvæm og jöfn, og sömuleiðis var leikur strengjaleikaranna góður, enda voru það allt liðsmenn úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Kirkjusónatan var höfð á milli tveggja stórverka, Te Deum eftir Mozart og Introduzione e Gloria RV 588 eftir Vivaldi. Fyrri tónsmíðin var á margan hátt fallega flutt, túlkun stjórnandans, Douglas A. Brotchie, var í anda Mozarts, og almennt talað söng kórinn vel. Hann var þó ekki ævinlega með allt sitt á hreinu, stundum var samhljómurinn loðinn, þrátt fyrir að styrkleikajafnvægi mis- munandi radda hafi verið samkvæmt bókinni. En hljóðfæraleikararnir spiluðu fagmannlega, þar var allt eins og það átti að vera, og í heild var þetta ánægjulegur Mozart. Öllu verri var tónsmíð Vivaldis, því þótt kórinn hafi náð sér á strik er á leið var fyrri hlutinn alls ekki í lagi. Sumt var beinlínis falskt, sérstaklega er einstakir raddhópar sungu einir og óstuddir. Hins vegar var kórinn betri er allir sungu saman, og þegar hljóm- sveitin bættist við í öllu sínu veldi var útkoman best. Einsöngvarar voru þrír og var söngur Jóhönnu Óskar Valsdóttur mezzósóprans öruggur og hljómfag- ur, en Gyðu Björgvinsdóttur sópran virðist enn skorta þjálfun, þótt hún hafi fallega rödd. Þar er greinilega mikið efni á ferðinni. Bergþór Páls- son var hins vegar ekki á heimavelli, en hann mun hafa hlaupið í skarðið fyrir Garðar Thor Cortes á síðustu stundu. Bergþór er fínn söngvari, en hann er samt ekki tenór! Douglas A. Brotchie er augljóslega músíkalskur og hæfileikaríkur, en Kór Háteigskirkju þarfnast engu að síður markvissrar uppbyggingar. Hann fagnar nú fimmtíu ára afmæli sínu og er honum óskað til hamingju með afmælið; megi hann vaxa og dafna um ókomna tíð. Endurómun á himnum Barokkhópurinn sem stóð fyrir Jólabarokktónleikum í Salnum. Morgunblaðið/Jim Smart Schola cantorum ásamt stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni, á æfingu í Hallgrímskirkju. TÓNLIST Salurinn JÓLABAROKK Tónlist eftir Hotteterre, de Visée, Händ- el, Sanz og Benda. Martial Nardeau, bar- okkflautur; Guðrún Birgisdóttir, barokk- flauta; Ólöf S. Óskarsdóttir, viola da gamba; Arngeir H. Hauksson, barokk- gítar, teorba. Laugardagur. Hallgrímskirkja NÚ KEMUR HEIMSINS HJÁLPARRÁÐ Kantötur og orgelforleikir eftir J.S. Bach. Hallveig Rúnarsdóttir, sópran; Guðrún E. Gunnarsdóttir, alt; Þorbjörn Rúnarsson, tenór; Alex Ashworth, bassi. Schola can- torum, Kammersveit Hallgrímskirkju. Orgel: Björn Steinar Sólbergsson. Stjórn- andi: Hörður Áskelsson. Sunnudagur. Háteigskirkja KÓRTÓNLEIKAR Mozart: Te Deum, Kirkjusónata K 366; Vivaldi: Introduzione e Gloria RV 588. Gyða Björgvinsdóttir, sópran; Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzósópran; Bergþór Pálsson, barítón, í staðinn fyrir Garðar Thor Cortes, tenór. Kór Háteigskirkju. Stjórnandi: Douglas A. Brotchie. Sunnu- dagskvöld. Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.