Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 327. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tónlistin í blóðinu Semur mest sjálf en fær líka aðstoð pabba síns | Fólk Sigurvilji hjá Chelsea Leikmennirnir vilja afreka meira en þeir hafa áður gert | Íþróttir Reisubók vakti áhugann Segir frá afdrifum fólks sem flutt var suður í Barbaríið | Bækur alhitinn á sama tíma og var frávikið mest í apríl, 3,35°C, en minnst í maí, 0,02°C. Trausti segir að þar sem desem- ber í fyrra hafi verið afskaplega hlýr sé ólíklegt að árið í heild verði jafn hlýtt og síðustu tólf mánuðir hafa verið en meðaltalshitinn á því tímabili var 6,41°C. Hins vegar hafi hann haldið því fram að júní í ár gæti ekki orðið hlýrri en júní í fyrra en annað hafi komið á daginn og því sé best að bíða með alla spá- dóma þar til árið sé liðið. „Þetta er tilviljunarkennt með smáhjálp frá auknum gróðurhúsa- áhrifum,“ segir Trausti spurður um ástæður hlýindanna. „En er á með- an er,“ segir hann. FYRSTU ellefu mánuðir ársins eru þeir hlýjustu sem mælst hafa frá því að samfelldar mælingar hófust í Reykjavík 1871, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veð- urstofu Íslands. Meðalhiti í nóvember var 2,69°C og er það um 1,6°C yfir meðallagi áranna 1961–1990. Meðalhiti ellefu fyrstu mánuði ársins í Reykjavík var 6,58°C. Í fyrra var meðalhiti sömu mánuði 5,47°C, 5,40°C árið 2001 og 4,93°C árið 2000. Árið 1871 var meðalhitinn 3,96°C, 3,49°C árið 1874 og 3,14°C árið 1892 svo dæmi séu tekin. Í janúar sem leið var meðalhitinn 1,48°C sem er 2,05°C fyrir ofan meðallag. Hver einasti mánuður ársins var hlýrri en með-                !" #      $  % $  &' ( ) * ( ( + , - . / % 0 1 $  &'    Hlýjasta ár frá því mælingar hófust RÚSSNESKI auðjöfurinn Roman Abramo- vítsj, eigandi enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur verið sakaður um að ganga er- inda Moskvustjórnarinnar en fyrir helgi hætti hann skyndilega við fyrir- hugaða sameiningu olíufé- laganna Sibnefts og Yukos. Með sameiningu Sibnefts, olíufélags Abramovítsj, og Yukos hefði orðið til fjórða stærsta olíufélag í heimi en Míkhaíl Khodorkovskí, aðal- eigandi síðarnefnda félags- ins, er nú á bak við lás og slá og er mikil óvissa um framtíð fyrirtækisins. Dagblöð í Moskvu segja, að Abramovítsj hafi reynt að neyða hluthafa í Yukos til að af- henda sér öll ráð í félaginu en þegar það hafi ekki gengið hafi hann hætt við sameininguna. Geta blöðin sér til, að þetta hafi Abramovítsj gert að skipan Vladímír Pútíns, forseta Rúss- lands, en þeir Abramovítsj áttu nýlega með sér fund. „Það er mjög líklegt, að Yukos komist með einum eða öðrum hætti undir stjórn Abramo- vítsj,“ sagði viðskiptablaðið Vedomostí en ónefndur, rússneskur embættismaður hrósaði Abramovítsj fyrir ákvörðunina. Hann hefur þó oft verið harðlega gagnrýndur fyrir að dæla stórfé í Chelsea í stað þess að nota það í Rúss- landi. Fer Yukos til Chelsea- eigandans? Moskvu. AFP. Abramovítsj ÞAÐ eru engar ýkjur að þúsundir snjótittlinga hafi síðustu daga verið á flögri í kringum kart- öflugarða við bæina Helgustaði og Ósabakka á Skeiðum, en eins og fram kom í Morgunblað- inu á sunnudag hafa bændur á bæjunum aldrei séð þvílíka fuglamergð. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur seg- ist aldrei hafa séð eins stóran hóp af snjótitt- lingum. Hann giskar á að þarna séu 3.000– 5.000 fuglar. Algengt sé að snjótittlingar séu „Fuglarnir hafa greinilega nóg að éta, en þeir koma sér eitthvað annað þegar þeir eru búnir með þennan kornakur,“ sagði Jóhann Óli. Hann sagði að það væri ekki bara veislu- borð hjá snjótittlingunum því að smyrill hefði nýtt tækifærið. Vetrarstofn snjótittlinga er álitinn vera á milli 100.000 og 300.000 fuglar, en það veit það í raun enginn með vissu. Varpstofninn er talinn vera milli 50.000 og 100.000 pör. nokkrir tugir saman og hann segist stundum hafa séð um 300 fugla í hóp í Stokkseyrarfjöru, en hópurinn á Skeiðum sé engu líkur. Ástæðan fyrir því að snjótittlingarnir hópast að Helgustöðum og Ósabakka er að bændur þar settu niður bygg í kartöflugarðana til að viðhafa skiptirækt og bæta jarðveginn. Bygg- inu var seint sáð og var ákveðið að láta það liggja. Kornið er töluvert þroskað og því kjarn- góð fæða fyrir fuglana. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Aldrei séð annað eins af snjótittlingum „FÓLKIÐ styður það en það eru leiðtogarnir, sem standa í veginum fyrir friði,“ sagði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er hann fagnaði í gær Genfarfrum- kvæðinu, nýrri áætlun um frið í Mið-Austurlöndum, sem einu raunhæfu leiðinni. Að þessari óop- inberu áætlun standa stjórnmála- og menntamenn í Ísrael og Palest- ínu en margir kunnir menn í Evr- ópu og Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við hana. „Það er líklegt, að þetta sé eini raunhæfi kosturinn á friði. Hinn er aðeins áframhaldandi ofbeldi,“ sagði Carter en um 700 manns víðs vegar að voru viðstaddir at- höfnina, sem bandaríski kvik- myndaleikarinn Richard Dreyfuss stýrði. Áætlunin gerir ráð fyrir, að stofnað verði palestínskt ríki á 97,5% Vesturbakkans og á Gaza og að sameiginleg stjórn verði í Jerú- salem. Palestínskir flóttamenn, 3,8 millj., skulu setjast að í þessu nýja ríki en ekki í Ísrael. 58 fyrrverandi þjóðarleiðtogar lýstu í gær yfir stuðningi við áætl- unina í auglýsingu í International Herald Tribune og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafa sent aðstandendum hennar hvatningarorð. Williams Burns, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar í Mið-Austur- löndum, fagnaði áætluninni í gær án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi við hana. Harðlínumenn mótmæla Palestínska heimastjórnin hefur hingað til verið mjög hálfvolg í af- stöðu sinni til Genfarfrumkvæðis- ins en Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hefur lýst því sem „hættulegu“ fyrir hagsmuni Ísr- aelsríkis. Skipaði hann fyrir um aðgerðir Ísraelshers í Ramallah á Vesturbakkanum þar sem fjórir Palestínumenn voru skotnir í gær, þar á meðal níu ára gamall dreng- ur. Aðstandendur friðaráætlunar- innar vonast til, að almenningur í Ísrael og Palestínu snúist á sveif með þeim en mikil andstaða er við hana meðal harðlínumanna. Efndu þeir til mótmæla á báðum stöð- unum í gær. „Eini raunhæfi kosturinn á friði“ Óopinber áætlun um frið í Mið-Austurlöndum kynnt í Genf Genf. AP, AFP. Reuters LIÐSMENN í Heilögu stríði, einum samtökum herskárra Palest- ínumanna, dubbuðu í gær upp leik- skólabörn á Gaza í mótmælum gegn Genfarfrumkvæðinu og í Ísrael komu harðlínumenn einnig saman til að mótmæla því. Börn í mótmælum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.