Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ítölsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Í FIMM af sex síðustu mánaðar- skýrslum Íbúðalánasjóðs er fjallað um hugmyndir um hækkun láns- hlutfalls húsbréfalána sjóðsins í 90% og hækkun há- markslána. Guð- mundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir aðspurður að sjóðurinn verði ekki flokk- aður sem hags- munaaðili í þess- um efnum, heldur sé sjóðurinn að- eins að vinna það verkefni sem stjórnvöld setji honum fyrir hverju sinni. Í októberskýrslu sjóðsins segir meðal annars að áhrif 90% lána á fasteignaverð séu óveruleg til lengri tíma litið. Í septemberskýrslu sjóðs- ins segir að mikill meirihluti al- mennings sé sammála 90% lánum og í ágústskýrslunni að hámarkslán sjóðsins ættu minnst að vera 13,5– 17,5 milljónir ef miðað væri við há- markslán við upptöku húsbréfakerf- isins og að fasteignaverð fylgi launaþróun ekki þróun hámarkslána Íbúðalánasjóðs. Í júlískýrslunni seg- ir að þriðjungur útlána Íbúðalána- sjóðs séu nú þegar 90% lán. Engin umfjöllun um þetta efni er í júní- skýrslunni en í maískýrslunni er fjallað um hugmyndir Árna Magn- ússonar um 90% lán og gagnrýni þess efnis að kerfið muni valda verð- hækkunum á húsnæði svarað á þann veg að húsnæðislán séu fjárfesting- arlán en ekki neyslulán. Ekki flokkaður sem hagsmunaaðili Aðspurður hvort Íbúðalánasjóður eigi einhverra hagsmuna að gæta hvað varði hækkun lánshlutfalls sjóðsins í 90% sagðist Guðmundur Bjarnason ekki telja að Íbúðalána- sjóður sem slíkur yrði flokkaður sem hagsmunaaðili í þeim efnum. „Ég held að Íbúðalánasjóður sem slíkur verði ekki flokkaður sem hagsmunaaðili í því. Við erum nátt- úrlega bara að vinna það verkefni sem stjórnvöld setja okkur fyrir hverju sinni og ákvörðun um þetta er alfarið pólitísk,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að hitt væri annað mál að hann teldi það afar auðvelt mál fyrir Íbúðalánasjóð að taka þetta verkefni að sér. Þeir væru nú þegar að lána þriðjungi lántakenda 90% lán, þ.e.a.s. þeim sem hefðu rétt til að taka viðbótarlán, og það myndi einfalda kerfið hjá Íbúðalánasjóði að þetta væru einsleit lán og ekki þyrfti að flokka þetta í húsbréfalán og viðbótarlán. Það yrði bara til hagræðingar og hægðarauka í kerf- inu. „Ég hef líka leyft mér að fullyrða það að þótt þetta færi í 90% lán þá myndi það ekki auka mikið umsvif sjóðsins rekstrarlega séð í mann- skap og verkefnum, því það skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli hvort við lánum hér átta milljóna króna lán eða 18 milljóna króna lán,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort ekki væri gert ráð fyrir auknum vaxtamun og tekjum Íbúðalánasjóðs ef lánshlut- fallið hækkaði sagði Guðmundur að það væri engin ákvörðun um það. Sá aukni vaxtamunur kæmi fyrst og fremst til ef niðurstaðan yrði sú að auka þyrfti afskriftarsjóð vegna þess að 90% lánin væru áhættusam- ari, en það væri alls ekki reynslan af viðbótarlánunum. Guðmundur bætti við að það væri ekkert ólíklegt að það þyrfti eitt- hvað að hækka vaxtamuninn, en minnti jafnframt á að vaxtamunur Íbúðalánasjóðs væri 0,35% „en ekki 3,5% eða ég veit ekki hvað eins og hann er sums staðar annars staðar í sumum öðrum ónefndum stofnun- um,“ sagði Guðmundur. Lántökugjaldið lægra Hann benti jafnframt á að lán- tökugjald Íbúðalánasjóðs væri lægra en annars staðar. Það væri 1% og reyndar ekki nema hálft pró- sent af viðbótarlánunum. Aðspurður hvort Íbúðalánasjóður ætti að hafa skoðun í þessum efnum sagði Guðmundur að hann hefði sagt við sína starfsmenn að þeir ættu að reyna að vera í þessu mál- efnalega og skýra frá staðreyndum. „Við eigum ekki að leggja hina póli- tísku línu, hún á að koma úr ráðu- neytinu. Það er auðvitað rétt sem þú ert að velta upp og ég get tekið und- ir að við eigum að gæta okkar í því. Við eigum bara að segja staðreynd- irnar og við erum bara að benda á það í umræðunni sem hefur dunið ég segi kannski ekki á sjóðnum, en hún hefur verið dálítið einlit,“ sagði Guðmundur einnig. Félagsmálaráðherra, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra tilkynntu fyrir helgi að þeir hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að hækkun lánshlutfalls al- mennra íbúðalána í 90% af verði hóflegrar íbúðar verði gerð innan vébanda Íbúðalánasjóðs. Stjórnvöld hafa tilkynnt fyrirhugaðar breyting- ar á hækkun lánshlutfallsins til Eft- irlitsstofnunar EFTA en ekki liggur fyrir ákvörðun um hver hámarks- fjárhæð lána verður. Niðurstaða ráðherranna byggist á vinnu ráðgjafarhóps félagsmála- ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis- ins og viðskiptaráðuneytisins, sem félagsmálaráðherra skipaði til að vinna úr tillögum um útfærslu á framtíðarskipulagi húsnæðismála með hliðsjón af stefnu stjórnarinnar að koma á 90% húsnæðislánum. Fjallað er um 90% lán í 5 af 6 síðustu mánaðarskýrslum Íbúðalánasjóðs „Eigum bara að segja staðreyndir“ Í mánaðarskýrslum Íbúðalánasjóðs að undanförnu hefur mikið verið fjallað um hækkun lánshlutfalls húsbréfalána í 90%. Hjálmar Jónsson blaðaði í gegnum skýrslurnar og ræddi við Guðmund Bjarnason, forstjóra Íbúðalánasjóðs. hjalmar@mbl.is Guðmundur Bjarnason KATLA Þorsteinsdóttir, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsi, segir lagafrumvarp sænsku stjórnarinnar um að fórnar- lömb mansals fái dvalarleyfi vera já- kvætt í alla staði. Frumvarpið felur í sér að fórnarlömb mansals og smygls á fólki fái dvalarleyfi í Svíþjóð ef þau vitna fyrir rétti gegn þeim sem standa á bak við hina ólöglegu fólks- flutninga en Katla segir að að hér á landi séu engin lög sem tryggja fólki sem selt er mansali dvalarleyfi. „Fyrir ári síðan var ég á ráðstefnu um mansal þar sem þetta var m.a. kynnt. Ég held að þetta sé jákvætt að öllu leyti. Svo ég tali nú ekki um í þágu rannsóknar málsins því að það getur tekið tíma að rannsaka svona mál og þá er mikilvægt að vitnin séu í landinu.“ Rúna Jónsdóttir, starfskona Stíga- móta, segir lagafrumvarp Svía vera skref í rétta átt en að hún vilji hins vegar ganga mun lengra. „Það er verið að innleiða vitnavernd alls stað- ar í Evrópu til þess að það sé mögu- legt að fólk vitni gegn þessum glæpa- samtökum. Eftir að ég áttaði mig á því að vændi og mansal er kynferðis- ofbeldi þá finnst mér að við ættum að mæta fórnarlömbum þess eins og fólki sem mannréttindi hafa verið brotin á.“ Rúna bendir á að hér á landi eigi konur sem hefur verið nauðgað rétt á alls konar þjónustu, s.s. læknisþjón- ustu, lögfræðiaðstoð og sálfræðiað- stoð, burt séð frá því hvort þær kæra eða ekki. „Við gerum ekki þá kröfu til þeirra að þær segi frá hver beitti þær ofbeldinu. Ég held að þetta sé hin rétta lausn gagnvart fórnarlömbum mansals. Þær konur sem eiga í hlut eru dauðhræddar um líf sitt. Jafnvel þó þeim sé boðin vitnavernd er það ekki nóg heldur þurufm við að byrja á fórnarlambavernd. Ég held að þegar konur skilja það að þær eiga rétt á hjálp sjálfra sín vegna, ekki bara vegna þess að við ætlum að ná smygl- urunum, þá sé miklu auðveldara að fá þær til að vitna,“ segir Rúna. Lagafrumvarp um skilyrðislausa vitnavernd Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, ætlar að leggja lagafrumvarp fyrir Alþingi eftir helgi sem er í anda hugmynda Rúnu Jóns- dóttur og felur í sér að fórnarlömb mansals fái fórnarlamba- og vitna- vernd. „Það sem er fólgið í því er það að íslensk stjórnvöld veiti þessum konum sem gefa sig fram og eru fórn- arlömb þessara glæpahringa dvalar- leyfi og alla þá aðstoð sem þær þurfa,“ segir Kolbrún og vísar til þess að þær fái lagalega, læknisfræðilega og félagsfræðilega aðstoð óháð því hvort þær vilji bera vitni gegn glæpa- mönnunum. „Hins vegar njóta þær líka vitnaverndar en það er ekki sett sem skilyrði fyrir verndinni að þær beri vitni.“ Kolbrún bendir jafnframt á að það þurfi mikið til að konur sem hafa verið seldar mansali gefi sig fram við stjórnvöld. „Ítalir hafa sett lög með skilyrðislausri fórnarlamba- vernd. Evrópusambandið hefur lýst því yfir að þessar konur skuli fá vernd í löndum sambandsins en þar er það reyndar háð því að þær vitni gegn glæpamönnunum. Ég vil ganga aðeins lengra en það,“ segir Kolbrún. Má ekki bjóða upp á misnotkun Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir mikilvægt að hafa í huga að lagaheimildir sem þessar bjóði ekki upp á misnotkun. „Mér finnst sjálfsagt að skoða þetta mál og líst vel á þetta, sérstaklega ef slík lagabreyting myndi þjóna þeim tilgangi sem talað er um, það er að segja að hafa upp á skipuleggjendum mansals og smygls á fólki og þá sér- taklega á konum og ungum stúlkum sem eru hnepptar í kynlífsþrældóm,“ segir hún. Sólveig segir engar beinar heim- ildir vera lögum hér á landi um þessi mál en að umræðan um vitnavernd og fleiri sambærileg mál hafi verið í gangi á Norðurlöndunum undanfarin ár og verið tekin upp á fundum nor- rænna dómsmálaráðherra. „Sem fyrrverandi dómsmálaráðherra tók ég þátt í slíkum fundum. Það er mat norrænu ríkjanna að nauðsynlegt sé að grípa til ýmissa aðgerða á þessu sviði, m.a. til að tryggja öryggi vitna í alvarlegum glæpamálum,“ segir Sól- veig og bætir við að öll ríkin hafi grip- ið til aðgerða og þá einkum laga- breytinga til að treysta réttarstöðu vitna. „Fulltrúar Norðurlandanna hafa rætt saman í vinnunefnd sér- fræðinga úr ráðuneytum og frá lög- reglu um að setja á laggirnar sér- stakt vitnaverndarprógramm sem gæti komið að notum í málum að þessu tagi,“ segir Sólveig. Hugmyndir um að fórnarlömb mansals fái dvalarleyfi Mikilvægt í þágu rannsóknar málsins KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR út- hlutaði við athöfn í Þjóðmenning- arhúsi í gær 94 milljónum króna til 66 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifa- rannsóknum. Kristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: Að efla fræðslu og rannsóknir á menn- ingar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn; – að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þing- völlum, í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir kr. fyrir hvert starfsár. Verulegur hluti þeirra verkefna sem hlutu styrk í ár fékk úthlutað í fyrra, enda uppfylltu þau kröfur um fram- vindu og árangur. Réttlæti og ást fékk hæsta styrkinn Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur, að tillögu verkefnisstjórnar, sam- þykkt að hæstu styrkina hljóta Sól- veig Anna Bóasdóttir, Rannsókn- arstofu í kvennafræðum, 1,6 millj. kr., fyrir verkefnið Réttlæti og ást og Þórunn Valdimarsdóttir, 1,6 millj. kr., fyrir verkefnið Saga Matthíasar Jochumssonar. Sjóðurinn veitir styrki til fornleifa- rannsókna, auk kynningar á nið- urstöðum þeirra. Stjórn kristnihátíð- arsjóðs hefur samþykkt að níu umsækjendum verði veittur styrkur samtals að upphæð 51,7 milljónir kr. Rannsóknir á sviði fornleifafræði munu fara fram á Þingvöllum, á Hól- um í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkju- bæjarklaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Auk þess er veittur styrkur til rann- sóknar á kumlum á Íslandi, en mark- mið þeirrar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða vitnisburð þau geyma um samfélag og byggð á 9. og 10. öld. Uppgröfturinn á fornum gröfum í Keldudal í Hegranesi fær einnig styrk. Hæsti styrkurinn, 11 milljónir kr., fer til fornleifarannsóknar á Hólum í Hjaltadal. Morgunblaðið/Kristinn Uppgröftur fornra bæjarhúsa að Hólum í Hjaltadal síðastliðið sumar. Kristnihátíðarsjóður úthlutar 94 milljónum TENGLAR .............................................. www.post@for.stjr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.