Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var aldeilis jóla-stemning hjánokkrum starfs-stúlkum Símans þegar þær komu saman eitt kvöldið fyrir skömmu að af- loknum vinnudegi til að föndra fyrir jólin. Sá siður er nú orðinn árviss hjá þeim samstarfskonum og mæta venjulega um það bil fimmtán konur í fönd- urgerðina ár hvert. Að þessu sinni fengu þær til liðs við sig Hrönn Ósk- arsdóttur, sem er lærður blómaskreytingameistari frá Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, en áður hafa þessar handlögnu konur ávallt notað eigið hug- myndaflug við jólaföndrið. „Við lögðum út í mikla óvissu í sambandi við jóla- föndrið í ár. Hrönn kom með allt efnið í föndrið og við mættum bara án þess að vita hvað við værum að fara út í. Þetta er voða gaman og skreytingarnar hinar skemmtileg- ustu, með alls konar skrauti og ljósum,“ sagði Margrét Hauks- dóttir þegar blaðamaður og ljós- myndari Daglegs lífs litu inn hjá föndurkonunum. Í ár samanstóð föndurgerðin af tveimur hlutum, annars vegar tvíburaskreytingu og hins vegar af skreytingum í gleri, en áður hafa þær m.a. gert þurrblómaskreytingar, tréfígúrur og bútasaum.  JÓLASTEMMNING| Sam- starfskonur föndra saman Morgunblaðið/Sverrir Símakonur: Sitjandi frá vinstri: Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Helga Áskels Jónsdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir, Guðmunda Lilja Gunnarsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri: Margrét Hauksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, María Lísa Benediktsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Sigrún Ósk Ingadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir blómaskreytingameistari, Ester Jónatansdóttir, Sigfríður Guðjónsdóttir og Sigrún Sif Stefánsdóttir. join@mbl.is Náttúruvæn glerskreyting: Epli, könglar, kanill, ljósasería, jólasnjór og lerkigreinar sett saman í víðan glervasa. Tveir pottar: Tengdir saman í tví- buraskreytingu með lurki. „Oasis“ er sett í pottana og silkigreinum og mosa komið fyrir ásamt ýmsu skrauti og jólaljósum. Einbeiting: Það er eins gott að vanda sig. Tvíburaskraut fyrir þessi jól mæður hefðu tekið þátt í rannsókninni og hefðu þær fengið ítarlega spurningarlista þar sem þær voru beðnar að skrá niður marghátt- aðar upplýsingar um líðan og hegðan barna sinna síðustu vikurnar áður en börnin dóu. Var spurningunum skipt upp í alls 26 flokka. „Í ljós hefur komið að ýmis einkenni voru al- geng hjá mörgum börnum sem létust. Þau voru föl, önug, svitnuðu og voru með munn- angur eða viðkvæma góma. Við völdum mæður í rannsóknina sem höfðu eignast börn á ný og voru þær beðnar um að bera saman einkenni lifandi barna sinna og þeirra sem létust. Þær áttu ennfremur að skrá hvaða lyf börnin tóku inn og við hverju,“ sagði Weiloo og bætti svo við: „Börn sem létust vöggudauða voru átta sinnum líklegri til að vera föl, sex sinnum lík- legri til að svitna mikið og tvisvar sinnum lík- legri til að vera önug og pirruð. Þrisvar sinn- um líklegri til að vera með viðkvæma og auma góma. Einnig voru þau mörg hver líklegri en önnur til að vera kulvís.“ Joyce Epstein, forstjóri Foundation for the Study of Infant Deaths, sem kostaði rannsókn- ina, sagði að markmiðið með henni hefði verið að fá úr því skorið hvort börn sem létust vöggudauða hefðu á einhvern hátt verið frá- brugðin öðrum börnum þegar frá fæðingu og að rannsóknin hefði leitt í ljós að svo væri. Þess vegna væri um mikilsverðar niðurstöður að ræða. Weiloo bætti við að niðurstöðurnar gæfu foreldrum tilefni til að fylgjast betur með börnum sínum og ef eitthvað virtist vera í ólagi ættu mæður ekki að hika við að leita eftir ráð- gjöf og aðstoð. „Síst af öllu eiga mæður að halda að þær séu að íþyngja læknum og vera með móðursýki. Ég tel að niðurstöður þess- arar rannsóknar eigi að rata inn í fræðslu til verðandi barnalækna hér eftir.“ LÆKNAR í Englandi og Wales hafa greint frá niðurstöðum viðamikillar rannsóknar sem miðaði að því að bera kennsl á einkenni sem gætu leitt til svokallaðs vöggudauða, sem er dularfullur dauðdagi sem herjar á kornabörn. Telja læknar að niðurstöður þeirra geti leitt af sér virkari fyrirbyggjandi aðgerðir. Mike Weiloo, yfirlæknir á Leicester Royal- barnasjúkrahúsinu, sem er í forsvari fyrir rannsóknarliðið, tjáði fréttamönnum að 187 kornabörn hefðu dáið vöggudauða í Englandi og Wales á síðasta ári. Hann sagði að 119 Alls dóu 187 kornabörn vöggudauða í Englandi og Wales á síðasta ári.  HEILSA|Hægt að sjá fyrir vöggudauða? Sviti og munnangur algeng einkenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.