Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 35 ✝ Guðbjörg SvavaGuðnadóttir fæddist á Skúmsstöð- um á Eyrarbakka 5. mars 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 23. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Andrea Andrésdóttir og Guðni Sigurðsson. Hún átti tvo bræður, Andrés og Sigurdór Rafn, sem lést ungur. Fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja og ólust börnin þar upp til fullorðinsára. Síðan fluttu þau í Mosfellssveit. Eiginmaður Svövu var Kristinn Rögnvaldsson blikk- smiður, d. 13.6. 1982. Þau áttu þrjú börn, þau eru: Sigur- dóra, f. 26.9. 1944, maki Hrólfur Ingi- mundarsson, þau eiga þrjú börn, Þor- steinn Sigurður, f. 19.10. 1956, var kvæntur Karólínu Árnadóttur, eiga þau eina dóttur og Guðmundur Börkur, f. 14.8. 1959, maki Kristín Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn. Útför Svövu verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Því fækkar óðum samferðafólkinu, sem hefur fylgt manni í gegnum lífið. Þegar ég kveð hana Svövu nágranna- konu mína í meira en hálfa öld, er margs að minnast. Það var 1946 sem fjölskylda mín flutti í Ullarnes, sem var braggi sem faðir minn keypti eftir herinn. Á sama tíma var Guðni faðir Svövu að innrétta húsið sitt sem var líka frá hernum, hann nefndi það Mel- stað. Þar sem þetta voru aðeins tvö hús, að vísu sitthvorum megin við Vesturlandsveginn, var strax mikill samgangur á milli fjölskyldnanna. Svava bjó hjá foreldrum sínum með unga dóttur sína Sigurdóru. Eftir að ég gifti mig byggðum við í næsta ná- grenni við Melstað, svo við höfum ver- ið nágrannar í öll þessi ár. Synir Svövu voru á svipuðum aldri og strákarnir mínir. Það fjölgaði smám saman í hverfinu, og þetta var gott samfélag sem ég minnist með mikilli hlýju. Og allt þetta unga fólk sem ólst þar upp, býr örugglega að því alla ævi. Allt umhverfið var leik- svæði þar sem maður gat verið örugg- ur um börnin sín. Klettarnir heilluðu, strákarnir smíðuðu sér vörubíla, og gátu þeir dundað sér daglangt við að leggja vegi. En stelpurnar áttu sér þar bú. Svava vann ekki utan heimilisins, hún hugsaði um móður sína sem var sjúklingur, síðan hugsaði hún um föð- ur sinn þar til hann lést. Hún var myndarleg húsmóðir, og leiðbeindi hún mér með ýmislegt mín fyrstu bú- skaparár. Á sjötugsaldri eftirlét hún Guðmundi syni sínum Melstað. Hún fór á dvalarheimilið á Hlaðhömrum, þar bjó hún notalega um sig í litlu íbúðinni sinni, þangað var gott að heimsækja hana. Eftir að heilsu hennar hrakaði, fór hún á hjúkrunar- heimilið í Víðinesi þar sem hún lést 23. nóvember. Það er mikil gæfa að eiga góða ná- granna. Ég og börnin mín sendum börnum hennar og öllum afkomend- um innilegar samúðarkveðjur og þökkum þeim tryggð og vináttu í gegnum árin. Blessuð veri minning um góða konu. Hulda Jakobsdóttir, Litlagerði. SVAVA GUÐNADÓTTIR Friðrik Pétursson réðst ungur til starfa á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og starfaði þar samfellt í fjóra áratugi eða þar til hann lét af störfum fyrir þrettán ár- um sjötugur að aldri. Hann fékkst við skepnuhirðingar en sá jafnframt um akstur á starfsfólki til og frá vinnu, en þegar hann hóf störf var Tilraunastöðin talin afskekkt þó að hún sé sennilega nú nokkurn veginn miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Farskjótinn sem hann stýrði af ör- yggi og mikilli stundvísi var lengstaf steingrá rúta sem entist vegna natni hans ótrúlega vel og hefði því getað FRIÐRIK PÉTURSSON ✝ Friðrik Péturs-son fæddist á Bjarnastöðum í Reykjarfirði 17. ágúst 1920. Hann lést á líknardeild Landakots 17. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensás- kirkju 25. nóvember. borið nafnið Gamli Gráni með sóma, þó að það heiti hafi reyndar verið notað um aðra bifreið. Jafnframt þessum störfum sinnti hann bæjarferðum til að reka margvísleg er- indi fyrir stofnunina. Hann var ekki orð- margur maður, en það sem hann tók að sér innti hann af hendi af stakri samviskusemi. Stundum hummaði hann aðeins þegar hann var beðinn um viðvik svo að maður var ekki viss um að hann sinnti erindinu, en hummið reyndist jafngildi heitstrengingar, því að hann leysti að jafnaði það af hendi sem farið var framá. Ég hélt að í humminu fælist kerskni en eftir á að hyggja komst ég að því að hann var tregur til að lofa nokkru sem hann var ekki fullviss um að geta staðið við. Hann var maður ósérhlíf- inn og ekki kvartsár. Hann var mjög bagaður af slitgigt í hnjám á síðari árum og þegar þáverandi skrifstofu- stjóri vildi létta af honum snúning- um í bænum vegna þess tók hann þvert fyrir það. Hann vildi sinna skyldum sínum meðan stætt væri. Það er mikill akkur í slíkum mönn- um sem Friðrik var Tilraunstöðinni. Þeir undirstrika það að minni hyggju að hvert það starf sem unnið er af samviskusemi og trúmennsku er merkilegt. Við samstarfsfólk Friðriks á Keldum minnumst hans með þökk og vottum ekkju hans, Jónínu Jónasdóttur, og öðru skyldu- liði samúð okkar. Guðmundur Georgsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessi orð eiga svo vel við hann Frissa frænda okkar sem við kveðjum nú í dag. Hann var hljóð- látur og hógvær en bar alltaf hag okkar fyrir brjósti. Við systurnar og fjölskyldur okkar sendum Nínu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nína, þú varst ljós lífs hans. Lilja, Guðlaug og Ragna. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON húsgagnabólstrari, Stórholti 19, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 13.30. Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir, Ástríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r Okkar ástkæri, JÓEL KR. SIGURÐSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Sunnuflöt 30, Garðabæ, sem andaðist föstudaginn 28. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 4. desember kl. 13.30. Dóra Jóelsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Snorri Jóelsson, Ásdís Björnsdóttir, Jóel Jóelsson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Gerður Jóelsdóttir, Rafn Svanur Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐJÓNS E. LONG prentara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Jónína Guðjónsdóttir, Benny Jensen, Sigurður R. Guðjónsson, Rebekka Kristjánsdóttir, Georg Guðjónsson, Hrafnhildur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN DALMANN ÁRMANNSSON, Hjallalundi 14, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 28. nóbemver. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Ásta Björg Þorsteinsdóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, Drífa Björk Dalmannsdóttir Radiskovic, Zoran Radiskovic, Aleksandar Radiskovic, Sara Radiskovic. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR EINARSDÓTTUR HÖJGAARD, Lyngbergi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Ólöf Díana Guðmundsdóttir, Njáll Sverrisson, Jón Guðmundsson, Viðar Guðmundsson, Lára L. Emilsdóttir, Sæunn Helena Guðmundsdóttir, Haraldur Haraldsson, Fanney Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Eiríksson, Már Guðmundsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.