Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E f lýðræði á að lifa af upplýsingaöldina verður það að þróast þannig að það sé hagkvæmur þáttur í lífi fólks, sem tekur einn- ig til þess tíma sem það eyðir á Netinu,“ segir Steven Clift í sam- tali við Morgunblaðið en hann var hér á landi í liðinni viku og hélt þá m.a. tvo fyrirlestra á veg- um opinberra stofnana. Clift hefur skrifað bækur og haldið fyrirlestra víða um heim um hvernig megi bæta þjónustu við borgarana og greiða fyrir opnari samskiptum almennings og stjórnvalda með net- samskiptum. Og hann er á því að verkefnið sé svo mikilvægt að lýðræðið sjálft liggi jafnvel undir. „Við stöndum ekki frammi fyrir því að þurfa að bæta lýðræðið heldur að bjarga því,“ segir hann. Þetta er sterkt til orða tekið en Clift rök- styður skoðun sína þannig að lýðræðishall- inn sé víða svo mikill, og þá er hann ekki síst að vísa til Bandaríkjanna, að í óefni stefni. Sjón- varpsstjórnmál nú- tímans einkennist mest af því að menn tali í fyr- irsagnastíl og umræður séu af þeim sökum oft harla innantómar. „Flestir borgarar eru hættir að líta á stjórn- mál sem sitt viðfangs- efni, láta einfaldlega stjórnmála- mennina um þau. Ef þeir standa sig vel þá er það auðvitað í lagi. En við þurfum að fá fólk til að gera meira en bara mæta á kjör- stað og kjósa, við þurfum að gera því kleift að taka þátt og hafa áhrif, bæði í sínu nánasta um- hverfi og á landsvísu,“ segir Clift. Netið hraðar framþróun alls þess versta í stjórnmálum „Framan af litu margir svo á að lýðræði væri innbyggt í Net- heima, að Netið væri svo öflugur miðill að það myndi valda straumhvörfum í stjórnmálunum eins og við þekkjum þau. Ég hef aldrei verið þessarar trúar og ég er núna að komast á þá skoðun að Netið sé í reynd að hraða framþróun alls þess sem er að í stjórnmálum okkar tíma. Þá er ég að tala um stífa flokkadrætti – við verðum mikið vör við þetta í Bandaríkjunum – þar sem menn takast harkalega á og halda uppi vörnum fyrir einn eða annan mál- stað. Markmiðið er að skapa reiði meðal fólks, þannig að það hringi fleiri símtöl, kvarti hærra yfir hinu og þessu sem ráðandi öfl eru að gera vitlaust.“ Clift er lítið hrifinn af því að Netið sé notað með þessum hætti. „Ég held ekki að stjórnmál eigi að vera svona, að minnsta kosti kæri ég mig ekki um að stjórnmál séu svona. Ég vil að fólk brúi bil milli ólíkra skoðana, hlusti hvert á annað.“ Clift segir að nú um stundir sé lítið um gagnvirk samskipti milli stofnana samfélagsins og al- mennings, þar sem fyrri aðilinn hlýði á raddir hins almenna borg- ara. Samskipti stjórnmálaflokka og ríkisvaldsins við borgarann felist oftast nær í því að verið sé að mata almenning á upplýsing- um eða koma á framfæri tilskip- unum. „Ég hef áhuga á að leita að til- fellum þar sem stjórnmálaflokkar og aðrir aðilar eru í reynd að leitast eftir að snúa þessu ferli við, hlusta á fólkið og heyra skoð- anir þess í staðinn fyrir að tala einfaldlega til þess,“ segir Clift um störf sín. „Ég leita jafnan að dæmum um að stjórnvöld, frjáls félagasamtök og aðrir noti tæknina í þágu lýð- ræðisins með frumlegum og áhugaverðum hætti,“ segir Clift. „Ef ég er alveg heiðarlegur eru dæmin þó afar fá. Yfirleitt er um það að ræða að hefðbundin stjórnmál hafi einfaldlega verið flutt óbreytt á Netið. Þá er ég að tala um að aðgangur að upplýs- ingum hafi verið auðveldaður, fólki sé gert kleift að fá úrlausn sinna mála, fái góða þjónustu. Allt eru þetta reyndar góðir upp- hafspunktar. Ég horfi hins vegar til þess hvernig menn fara að því að fá fólk til að nota þessa tækni með meira afgerandi hætti, þann- ig að tengslin milli borgarans og stjórnvaldsins séu gerð nánari.“ 99% pólitískra umræðna á Netinu tómt blaður Clift segir að það sé reynsla sín að þegar hið opinbera sé með á nótunum í Netheimum sé það vel í stakk búið til að bregðast við hversdagslegum umkvörtunarefn- um fólks, þ.e. taka fyrr á þeim málum sem snerta borgarana í þeirra nánasta umhverfi. „Árið 1994 tók ég þátt í því að setja upp netsíðu í Minnesota þar sem mátti finna upplýsingar um frambjóðendur í kosningum. En við settum líka upp spjallsíðu og við komumst að því að eftir kosn- ingarnar hélt fólk áfram að skiptast á skoðunum þar. Árið 1998 víkkuðum við síðan út þetta spjallsvæði. Við komumst semsé að því að vettvangur þar sem borgarar gátu rætt við aðra borgara, sem og við kjörna fulltrúa, blaðamenn og aðra, gat haft stefnum áhrif á samfélagið. Ég verið að upplifa þann kr er leystur úr læðingi óbreyttir borgarar sjá þeirra getur skipt máli. líka séð hvernig þessi tæ við beitum, geta fært l upp um eitt þrep.“ Clift segist aðspurður telja að 99% allra pólitís ræðna sem fram fari á Ne tómt blaður. „Það sem vefsíðunni okkar, E-Dem Org, er hins vegar bara helmingi!“ segir hann gla legur. „Við höfum búið til reg gilda um umræðu á þessu vangi. Fyrsta reglan er s skrifir undir nafni. Í öðru hver og einn bara að se innlegg á dag. Með þessu við í veg fyrir að tveir ingar deili sín á milli allan og geri okkur hin brjáluð Langmest af hinni p umræðu á Netinu fer hin fram nafnlaust og hún er ast í nokkrum tengslum v veruleikann.“ Blaðamaður veltir þeirr ingu hvort felist sögn Fólk þannig Netið eigi a lýðræ og þ menn að hr yfir si „ólýðr legra vinnubragða“ eins o að banna mönnum að skri laust eða setja þau takm menn skrifi aðeins tvisva „Ég held,“ segir Clif nokkra stund, „að ég sva svona: ef þú beitir of rollum á einn grasblett er að hann eyðileggist. Það svo sorglegt hvað varðar ur á Netinu er að þega Borgarinn þarf að rödd hans h Helstu stofnanir samfélagsins þurfa nýta sér upplýsingatæknina með ma vissari hætti í því skyni að eiga gagnvi samræður við almenning. Að öðrum k er lýðræðið sjálft í hættu. Davíð Lo Sigurðsson ræddi við bandaríska fræ manninn Steven Clift um þessi má Mo Steven Clift segir að lýðræðið þurfi að verða hagkvæmur þáttur í lífi fólks. ’ Langmest afhinni pólitísku um- ræðu á Netinu fer […] fram nafnlaust og hún er jafnan úr öllum tengslum við raunveruleikann. ‘ STEFNUMÓTUN EFTIR SAMEININGU Skýrsla Ríkisendurskoðunar umárangur af sameiningu sjúkra-húsanna í Reykjavík er mikil- vægt innlegg í umræðu um framtíð Landspítala – háskólasjúkrahúss. LSH varð til við sameiningu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í mars árið 2000 en ári áður hafði ríkið tekið yfir rekstur síðarnefnda spítalans. Markmið sameiningarinnar var að byggja upp eitt stórt hátæknisjúkrahús þar sem starfsemin yrði skilvirkari og ódýrari en fyrir sameiningu, auka gæði þjón- ustu og styrkja rannsóknir og kennslu innan sjúkrahússins. Það er mat Ríkisendurskoðunar að enn sem komið er hafi þessi markmið ekki náðst. Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að umfang þjónustu sé óbreytt og að í lok ársins 2002 hafi ekki tekist að auka afköst sjúkrahússins. Bið eftir þjónustu hafi heldur ekki styst á þeim tíma þó svo virðist sem árangur hafi náðst í þeim efnum á yfirstandandi ári. Framleiðni á hvert stöðugildi hefur aukist lítillega en allur tilkostnaður hins vegar hækkað. Þannig fæst nú minni þjónusta fyrir hverja krónu sem veitt er til spítalans. Loks hafa breyt- ingar tengdar sameiningunni ekki skil- að „áþreifanlegum umbótum“ á kennslu- og rannsóknarþættinum. Kostnaður við rekstur spítalans hef- ur að sögn Ríkisendurskoðunar hækkað um 33% á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 24% og almennt verð- lag í landinu um 17%. Þetta rekur stofn- unin annars vegar til launahækkana starfsmanna, sem sagðar eru sambæri- legar við almenna launaþróun innan heilbrigðisgeirans, og hins vegar aukins kostnaðar vegna tækninýjunga og nýrra lyfja. Í skýrslunni er einnig að finna athygl- isverðan samanburð við breska spítala. Ríkisendurskoðun Bretlands aðstoðaði við forkönnun á verkefninu og að henn- ar ráði var leitað aðstoðar hjá bresku ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í samanburðarupplýsingum og að veita breskum sjúkrahúsum ráðgjöf. Samkvæmt skýrslunni skilar starfs- fólk LSH minni afköstum en starfsfólk sjúkrahúsa í breska samanburðarhópn- um. Hins vegar er tekið fram að mis- munandi samsetning verkefna geti haft áhrif á þá niðurstöðu. Þá eru laun á LSH heldur hærri en hjá samanburð- arhópnum miðað við magn þjónustu og fleira starfsfólk tengist rekstri og um- sýslu hjá LSH. Hvað gæði læknisþjón- ustu varðar kom hins vegar í ljós að sjúklingum LSH reiddi almennt betur af en sjúklingum bresku sjúkrahús- anna. Raunar er það mat Ríkisendurskoð- unar að sameiningin hafi almennt orðið til að efla faglega þjónustu innan sjúkrahússins. „Með sameiningu sér- greina hafi myndast faglega sterkar einingar með auknum möguleikum á sérhæfingu,“ líkt og segir í skýrslunni. Það sem Ríkisendurskoðun gagnrýn- ir helst er að ekki hafi verið staðið að sameiningunni með nægilega markviss- um hætti. „Hvorki var gerð tímasett framkvæmda- né kostnaðaráætlun eða sett markmið um það hverju ætti að ná fram með sameiningunni,“ segir í skýrslunni. Þá telur Ríkisendurskoðun að ekki liggi nægilega ljóst fyrir hvern- ig sjúkrahús LSH sé ætlað að vera í framtíðinni. „Slíkt dregur úr möguleik- um til markvissrar stjórnunar og upp- byggingar. Því er nauðsynlegt að móta stefnu sjúkrahússins þar sem helstu spurningum um framtíð þess verður svarað,“ segir Ríkisendurskoðun en bendir jafnframt á að mismunandi skoð- anir séu uppi um stefnumótun sjúkra- hússins innan heilbrigðisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og faghópa innan sjúkrahússins. Þá er bent á mikilvægi þess að tekin verði ákvörðun um framtíðaruppbygg- ingu spítalans. Hugsanlega komi það í veg fyrir fullt hagræði af sameiningunni að meginstarfsemin fari nú fram á tveimur stöðum. Stofnunin telur nauðsynlegt að skil- greina hlutverk spítalans innan heil- brigðiskerfisins í heild og hvernig verkaskiptingu eigi að vera háttað gagnvart öðrum stofnunum og sjálf- stæðum læknastofum. Ríkisendurskoð- un segir að í núverandi kerfi geti skap- ast hagsmunaárekstrar þegar ákvörðun sé tekin um hvert sjúklingi sé beint. „Ljóst er að sjúkrahúsið og sérfræði- læknar geta beinlínis lent í samkeppni um sjúklinga þegar fjármagn fer að fylgja þeim eins og sjúkrahúsið óskar eftir. Þurfi sjúkrahúsið að hafa sam- keppnisaðilana í vinnu hjá sér verður augljóslega erfiðara fyrir þá að keppa á jafnréttisgrundvelli,“ segir í skýrsl- unni. Ríkisendurskoðun veltir einnig vöng- um yfir því hvort öll sú starfsemi sem nú fer fram innan spítalans eigi heima á stofnun sem skilgreinir sig sem há- tækni- og bráðasjúkrahús. Skoða verði kosti og galla þess að færa starfsemi annað sem ekki nýtur góðs af sam- rekstri við slíkt sjúkrahús. Að undan- förnu hafa átt sér stað töluverðar um- ræður um fjármögnun Landspítalans. Það fer hins vegar minna fyrir um- ræðum í því sambandi hvert verksvið hans eigi að vera og hvort hugsanlega sé hagkvæmara að einhver hluti starfsem- innar sé rekinn með öðrum hætti. Er til dæmis hugsanlegt að hagkvæmara sé að öldrunardeildir séu færðar frá há- tæknisjúkrahúsinu án þess að það bitni á þjónustunni? Í öllum umræðum um kostnað við heilbrigðiskerfið hlýtur það að vera lykilatriði hvaða þjónustu beri að veita og hvernig það verði best gert. Skiptar skoðanir voru á sínum tíma um sameiningu sjúkrahúsanna og það er vissulega áhyggjuefni að þau mark- mið sem sett voru í upphafi skuli ekki hafa náðst. Hins vegar verður jafnframt að hafa hugfast að sameining jafnstórra og flókinna eininga og þarna er um að ræða er vandaverk. Það er varla við því að búast að kostir sameiningar skili sér til fulls á jafnskömmum tíma og þarna er um að ræða. Jafnframt er ljóst að innan stofnunarinnar sjálfrar gætir enn töluverðrar óánægju líkt og fram hefur komið í könnunum er gerðar hafa verið. Stjórnendur LSH hljóta að bregðast við þeirri óánægju og leita leiða til úrbóta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar á vafa- lítið eftir að vekja miklar umræður um framtíð LSH. Landspítalinn gegnir lyk- ilhlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Stefnumótun gagnvart spítalanum hef- ur áhrif á alla aðra þætti heilbrigðis- kerfisins, heilsugæslustöðvar, héraðs- sjúkrahús og sjálfstæðar læknastofur. Það er eitt stærsta verkefni næstu ára í heilbrigðismálum að finna eðlilegt jafn- vægi og verkaskiptingu milli þeirra fjöl- mörgu aðila sem mynda heilbrigðiskerf- ið með það fyrir augum að þjóðinni standi besta mögulega þjónusta í heil- brigðismálum til boða á sama tíma og skattpeningar okkar séu nýttir á sem skilvirkastan og skynsamlegastan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.