Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi London 19.500kr./100 kg m.v. flug frá Heathrow til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 20 67 11 /2 00 3 LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prok- aria hefur gert samning við sviss- neska matvælafyrirtækið Nestlé um leit að nýjum ensímum til matvæla- framleiðslu. Að sögn Jakobs K. Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Prokaria, munu tveir til þrír starfs- menn fyrirtækisins vinna við að upp- fylla samninginn, en starfsmenn eru alls um 25. Fjárhæðir samningsins eru ekki gefnar upp, en Jakob segir að hann sé góður fjárhagslega fyrir Prokaria og feli bæði í sér fyrirfram- greiðslur sem standi undir rann- sóknakostnaði og árangurstengdar greiðslur. Jakob segir að samningurinn sé mikill áfangi fyrir Prokaria. Nestlé sé stærsta matvælafyrirtæki heims og unnið hafi verið við að ná samn- ingnum frá því í byrjun ársins. Hann segir að samningurinn sé til eins árs, en reynslan sýni að eftir að búið sé að ná slíkum samningi einu sinni aukist líkurnar á að fá hann framlengdan og stækkaðan. Samkvæmt samningnum munu Nestlé og Prokaria vinna saman að því að finna og þróa nýja náttúrulega efnaþætti til að nota í matvælafram- leiðslu. Nestlé mun eignast réttindi til að nota niðurstöður rannsóknanna í matvælaiðnaði, en Prokaria mun eignast réttindi til að til að nota nið- urstöðurnar á ýmsum öðrum sviðum. Að sögn Jakobs eru rannsóknirnar metnaðarfullar þar sem verið sé að leita að nýjum lausnum, en þar með sé jafnframt óvíst hvort þær muni skila niðurstöðu sem hægt verði að nýta við matvælaframleiðslu. Samdráttur að baki Jakob segir að Prokaria hafi geng- ið í gegnum samdrátt frá því í fyrra- sumar, en nú sé það versta að baki og horfur séu bjartari. Kostnaður hafi verið skorinn niður og tekjur hafi aukist þannig að umskipti hafi orðið á seinni hluta þessa árs. Tekjur fyr- irtækisins séu orðnar yfir ein milljón Bandaríkjadala, sem jafngildir um 75 milljónum króna, og útlit sé um auknar tekjur á næsta ári, meðal annars vegna samningsins við Nestlé. Jakob segir að þrátt fyrir þetta sé gert ráð fyrir lítilsháttar halla af rekstri næsta árs, en að hagnaður verði af rekstrinum árið 2005. Prokaria semur við Nestlé um leit að nýjum ensímum Matvælaframleið- andinn greiðir fyrir rannsóknirnar FORSTJÓRI Hf. Eimskipa- félags Íslands, Ingimundur Sigurpálsson, hefur látið af störfum frá og með 1. desember 2003. Ingi- mundur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað taki við. „Ég hafði hugsað mér að láta jólamánuðinn og ára- mótin ganga í garð áður en ég velti því sérstaklega fyrir mér enda í nógu að snúast.“ Ingimundur sinnti starfi for- stjóra Eimskipafélagsins í rétt liðlega þrjú ár. Hann segir það hafa verið mjög viðburðaríkan og ánægjulegan tíma þar sem hann hafi átt gott samstarf við áhugasamt og traust sam- starfsfólk. „Vissulega hefði verið ákjós- anlegt að fá betra tækifæri til að sanna gildi þeirra breytinga sem gerðar voru á félaginu um síðustu áramót en ég virði ákvarðanir nýrra eigenda um breytingu á skipulagi fyrir- tækisins nú og óska þeim alls hins besta í að fylgja þeim far- sællega eftir.“ Nýr forstjóri ekki verið ráðinn Samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur nýr forstjóri ekki verið ráðinn. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Eimskipa- félagsins, hefur stjórnin ákveðið að hann verði starf- andi stjórnarformaður þar til annað verður ákveðið. Ingi- mundur hættur Ingimundur Sigurpálsson Eimskipafélagið ÁRLEG ráðstefna SITE, alþjóðlegra samtaka fagaðila úr hvataferðageir- anum, hefst á Nordica hóteli á morg- un og stendur til 7. desember. Um 300 gestir koma til landsins vegna ráð- stefnunnar en að sögn Sigríðar Gunn- arsdóttur, verkefnastjóra ráðstefn- unnar, er um mjög merkilegan viðburð að ræða fyrir íslenska ferða- þjónustu. Hún segir að á ráðstefnunni gefist einstakt tækifæri til að kynna fyrir fagfólki hvaðanæva úr heimin- um það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir hvataferðahópa og einnig að kynna Reykjavík sem ráð- stefnuborg. „Þetta er stórt markaðs- tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og prófsteinn á það hvort að við get- um leyst þetta jafnvel af hendi og þessum aðilum finnst við eiga að gera,“ sagði Sigríður. Hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hér á landi sé haldin alþjóðleg fagráðstefna um hvataferðir. „Gestir ráðstefnunnar eru allt aðilar sem geta haft mikil áhrif á það hvaða lönd verða fyrir valinu þegar velja skal áfangastað fyrir hvataferðir, fundi og ráðstefnur.“ Sigríður segir að oft hafi verð deilt um hvort ferðaþjónustan hér á landi væri hæf til að taka við jafnflottum viðburðum og þessi er, eins og hún orðar það. „Þetta er próf- steinn á það hvort við komumst í fremstu röð hvað þetta varðar. Þetta er óvenju kröfuhart fólk.“ Tveggja ára vinna Flugleiðahótelin áttu frumkvæðið að því að ráðstefnan kæmi til Íslands, en margir aðilar hafa lagt hönd á plóginn við fjármögnun verkefnisins, þ.á m. ríki og borg, að sögn Sigríðar. Hún segir að vinna við að fá ráðstefn- una hingað til lands hafi byrjað fyrir tveimur árum. Í lokaatrennunni hafi valið staðið um um Reykjavík, Sydn- ey og Prag. „Okkur brá svolítið þegar okkur var loksins tilkynnt um að við hefðum orðið fyrir valinu, þrátt fyrir að þetta hafi verið það sem við stefndum að. Við höfum lært mjög mikið á að tak- ast á við þetta verkefni.“ Spurð að því hvað hvataferð er seg- ir Sigríður að hvataferðir séu ferðir þar sem fólkið sem kemur er ekki hefðbundnir ferðamenn. „Allir sem koma í hvataferð eru gestir. Oftast er verið að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf eða þá að fyrirtæki eru að bjóða fólki eitt- hvað í einhverjum ákveðnum tilgangi, oft tengdum ráðstefnum og funda- höldum.“ Sigríður vildi að lokum hvetja ís- lensk ferðaþjónustufyrirtæki til þátt- töku í ráðstefnunni, enda er tækifær- ið einstakt, að hennar sögn. Ráðstefna SITE um hvataferðir hefst á morgun Stórt markaðstækifæri MASTERCARD-KREDITKORT hf. hafa hækkað gjaldskrá sína vegna debetkorta verulega, einkum gagn- vart söluaðilum sem kjósa að skipta við keppinautinn, PBS, að því er seg- ir í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu. Hækkunin nemur allt að 73% segir þar. „Þetta eru við- brögð MasterCard-Kreditkorta við þeirri ákvörðun söluaðila að nýta hagstæð kjör og beina öllum kred- itkortafærslum sínum til danska greiðslumiðlunarfyrirtækisins PBS“, að því er fram kemur í Fréttapósti SVÞ. Að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Kreditkorta, er þetta alls ekki rétt fullyrðing hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Hið rétta sé að lágmarksgjöld hafi verið lækkuð og hámarksgjöld hækkuð hjá Kreditkortum. Þóknun- in sem seljendur semja um sé hlut- fallsleg, en háð hámarki og lágmarki skv. gjaldskrá. Þetta þýði því aðeins að hver og einn viðskiptavinur greiði í dag gjöld fyrir debetkortafærslur sem séu nær þeim samningi sem við- komandi hafi gert við Kreditkort en þetta hafi ekki verið endurskoðað í tæp tíu ár. Þetta geti haft áhrif til lækkunar hjá sumum viðskiptavinum en hækkunar hjá öðrum, að sögn Ragnars. „Við reiknum ekki með auknum tekjum af þessu, þetta er frekar réttlætismál gagnvart mörg- um smáum kaupmönnum. Við skilj- um ekki af hverju SVÞ halla réttu máli og draga taum stórfyrirtækj- anna,“ segir Ragnar. Rangar fullyrðingar „MasterCard er hins vegar einka- réttaraðili hér á landi varðandi færsluhirðingu Maestro debetkorta, sem hafa um 30% markaðshlutdeild á Íslandi, og því geta söluaðilar ekki sent þær færslur annað en þangað. Þarna er verið að hegna þeim versl- unum og þjónustufyrirtækjum sem greiða samkeppni atkvæði sitt með óeðlilegum gjaldskrárhækkunum. Eðlilega er óánægja er með þessa hækkun meðal verslana og þjónustu- fyrirtækja. Engin tilkynning mun hafa verið send söluaðilum um hækk- unina heldur aðeins birt á heimasíðu kortafyrirtækisins,“ segir í Frétta- pósti SVÞ. „Einnig þessi fullyrðing er al- röng,“ segir Ragnar. „Einkaleyfi hafa aldrei verið á viðtöku Maestro debetfærslna og er þar af leiðandi ekki til staðar í dag. PBS getur ekki komið nálægt debetviðskiptunum af því að þau eru á svo lágum gjöldum að slíkt þekkist hvergi annars staðar. Hins vegar má geta þess að PBS er reiknistofa sem ekki hefur starfsleyfi sem fjármálastofnun eins og íslensk lög krefjast af þeim sem taka við færslum. Þeir eru að brjóta íslensk lög með því að taka við færslum héð- an,“ segir Ragnar. Varðandi það að þessi breyting sé aðeins tilkynnt á Netinu segir Ragnar það að segja, að þetta sé sami háttur og aðrar fjár- málastofnanir hafi á birtingu sinna gjaldskráa. „Þetta er skv. skilmálum og þar sem þetta færir okkur ekki auknar tekjur tel ég þetta léttvægt atriði,“ bætir Ragnar við. Fleiri til PBS SVÞ segja að ástæða þess að ýmsir söluaðilar hafi ákveðið að færa kred- itkortaviðskipti sín til PBS sé sú að þá fari uppgjör fram mun fyrr en ella, eða tveimur virkum dögum eftir að viðskipti eigi sér stað. „Um leið og þjónustugjöld eru hækkuð, mest hjá þeim sem aðeins beina debetkorta- færslum til MasterCard-Kredit- korta, er kynnt lækkun gjalda vegna kreditkortafærslna. Fyrirspurn SVÞ um hvort þetta gerðist sjálfvirkt var svarað þannig að hver sölusamning- ur væri skoðaður sérstaklega og skilja samtökin það þannig að sölu- aðilar verði að krefjast lækkunar til að fá hana. SVÞ hvetja aðildarfyrir- tæki til að gæta að þessu atriði,“ að því er segir í Fréttapósti SVÞ. Aðspurður segir Ragnar að það sé út af fyrir sig rétt að MasterCard sé að lagfæra tekjutöku sína innbyrðis. Nú séu til staðar skekkjur frá fyrri tíð sem erlend samkeppni geri óhjá- kvæmilegt að lagfæra. „Allar götur síðan 1995 hafa kreditkortaviðskipti verið látin niðurgreiða debetkorta- viðskipti. Slíkt er ekki mögulegt að láta viðgangast áfram því það er vegna þessa sem PBS er að reyna fyrir sér hér á landi. Barnalegt er að halda því fram að PBS eigi heimtingu á að ekki sé brugðist við samkeppn- inni,“ segir Ragnar. Nú er til með- ferðar hjá Samkeppnisstofnun erindi SVÞ frá því í vor varðandi lögmæti uppsagna greiðslukortafyrirtækisins MasterCard-Kreditkorta hf. á kred- itkortasamningi og gjaldskrárhluta debetkortasamnings þeirra fyrir- tækja sem hófu viðskipti við PBS og þjónustuaðila þess hér, Kortaþjón- ustuna ehf. „Því miður er nú ljóst að Samkeppnisstofnun mun ekki úr- skurða í þessu máli fyrr en á næsta ári vegna takmarkaðrar afgreiðslu- getu,“ segir í Fréttapósti SVÞ. Ragn- ar segir að öllum fyrirspurnum Sam- keppnisstofnunar hafi verið svarað greiðlega og að stofnuninni sé kunn- ugt um aðgerðir MasterCard. SVÞ gagnrýna gjaldskrár- breytingar á debetkortum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.