Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 17 Bók þín – Hver drap Daniel Pearl? – var metsölubók í Frakk- landi og var nýlega þýdd á enska tungu. Hvað heldur þú að valdi þessum mikla áhuga? Saga Daniels Pearls snertir á tveimur þáttum sem skipta okkur öll mjög miklu máli um þessar mundir: heilagt stríð, jíhad, ísl- amskra bókstafstrúarmanna og það hlutverk sem blaðamenn hafa við að koma upplýsingum því tengdu á framfæri við almenning. Dauði hans var síðan að sjálfsögðu af- skaplega sorglegur og átakanlegur atburður. Hann var mikill mann- vinur og frábær blaðamaður. Hvers vegna ákvaðstu að hefja rannsókn á hörmulegum örlög- um Daniels Pearls? Dauði Daniels Pearls hafði sterk áhrif á mig en að mörgu leyti átta ég mig ekki fyllilega á því hvers vegna. Ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi þurfa að gera tvennt: segja frá aðdraganda þess að hann var myrtur og síðan taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið í rann- sókninni sem hann var að vinna að. Þegar ég síðan hófst handa við þetta tóku þau gildi, sem hann stóð fyrir, að skipta mig æ meira máli. Það er eitthvað stórkostlegt og fallegt við það hvernig hann hafnaði hugmyndinni um stríð milli menningar- heima, hvernig hann leitaði eftir samræðum við and- stæðinginn og hvernig hann leitaðist sífellt við að skilja hatur annarra [á Vesturlandabúum]. Þú kallar bók þína „rannsóknarskáldsögu“: er það aðferð til að segja að þegar staðreyndir skorti munirðu búa þær til? Hvað græðirðu á slíkri nálg- un? Það er alls ekki um það að ræða að ég „búi til stað- reyndir“. Ég geri hins vegar tilraun til þess að gera það sem allir rannsakendur gera – nefnum rannsókn- arlögreglumenn sem dæmi – þegar þeir reyna hvað þeir geta að skilja hvað fyrirliggjandi staðreyndir þýða. Ég legg fram tilgátu um hvað staðreyndirnar þýða í raun og veru. Þetta er að mínu mati nauðsyn- legt að gera þegar staðreyndir málsins snerta hluti sem skipta veröldina svo miklu máli. Þú heldur því fram í bókinni að pakistanska leyni- þjónustan hafi átt þátt í morði Daniels Pearls. […] Pearl var myrtur af glæpasamtökum sem hafa inn- an sinna raða marga hópa íslamskra bókstafstrúar- manna og sem njóta stuðnings pakistönsku leyniþjón- ustunnar. Tilgangur morðsins var að senda Vesturlandabúum skilaboð um hvernig þeir mættu vænta þess að komið yrði fram við þá. Í öðru lagi átti að valda forseta Pakistans, Pervez Musharraf, vandræðum og í þriðja lagi var markmiðið að koma í veg fyrir að Pearl, sem var fær blaðamaður, tækist að fletta ofan af ýmsu sem öfl í Pakistan vildu að áfram ríkti leynd yfir. Þú færir rök fyrir því að það séu mistök að einblína á Írak þegar hið eiginlega „útlagaríki“ sé Pakistan, sem búi yfir kjarn- orkuvopnum og þar sem öfg- arnar ráði ríkjum, en eigi þó að heita bandamaður Vesturlanda í baráttunni gegn hryðjuverkum. […] Ef kenning þín er rétt: hvað ber þá til bragðs að taka? Það þurfti vitaskuld að lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkum eftir at- burðina 11. september [2001] og það ber að halda því áfram, með að- stoð allra þeirra sem geta veitt að- stoð. En hvaða þörf er á bandalagi milli Bandaríkjanna og Pakistans í þessu samhengi? Er nauðsynlegt að halda áfram fjárhagslegum stuðn- ingi við stjórn Musharrafs? Má ekki að minnsta kosti tengja þá aðstoð við pólitískar aðstæður í landinu – til dæmis gera kröfu um að stjórn- völd sýni svo ekki verði um villst að gerð hafi verið til- raun til umbóta á leyniþjónustu landsins? Eða að þau hafi auga með fremstu kjarnorkuvísindamönnum landsins, auk embættismanna sem starfa á því sviði, sem ítrekað fara í „frí“ til Írans, Norður-Kóreu eða til svæða í Afganistan sem lúta yfirráðum talibana? Þú ert sjálfur gyðingur en hefur í gegnum tíðina haft jákvæð viðhorf gagnvart Íslam og múslíma- heiminum. Hafa skoðanir þínar breyst og hver er framtíðarsýn þín ef hafðar eru í huga kenningar um að upp sé runnið skeið átaka milli menningar- heima? Svar mitt til Samuels P. Huntington – og ég sann- færðist enn frekar um þetta á meðan á rannsókn minni stóð – hljóðar svona: hið raunverulega stríð milli menningarheima á sér stað innan múslíma- heimsins. Þetta stríð er nú háð þar í hverju samfélagi, innan hverrar einustu fjölskyldu, jafnvel í hugum ein- staklinganna. Tökum Musharraf sem dæmi, forseta Pakistans. Í honum togast á freistingin að vera hliðhollur Banda- ríkjunum og síðan hið gamla hugarfar þess sem hneig- ist til jíhads. Víglína þessara átaka menningarheima er klárlega í höfði hans. Spurt og svarað | Bernard-Henri Lévy Víglína átakanna er í höfði Musharrafs Kanadíska blaðamanninum Daniel Pearl var rænt í Pakistan í janúar 2002 og hann fannst síðar myrtur. Mannræningjarnir voru íslamskir öfgamenn. Franski heimspekingurinn Bernard-Henri Lévy hefur sett fram forvitnilegar kenningar um morðið á Pearl í bók sem hann hefur nýlega ritað. Lévy svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Bernard-Henri Lévy ’ Svar mitt tilSamuels P. Huntington […] hljóðar svona: hið raunverulega stríð milli menningar- heima á sér stað innan múslíma- heimsins. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is YFIRMENN bandarísku hersveit- anna í Írak sögðu í gær að þær myndu halda áfram að svara árásum á þær af hörku eftir hörð átök sem Bandaríkjaher telur að hafi kostað 54 menn lífið á sunnudag, þeirra á meðal átta óbreytta borgara. Bandaríkjaher sagði í gær að áætlað væri að bandarískir hermenn hefðu fellt 54 Íraka þegar hermönn- unum var gerð fyrirsát á tveimur stöðum við borgina Samarra, norður af Bagdad, á sunnudag. Bandarískur herforingi sagði að fyrirsátin hefði verið þaulskipulögð og markmiðið með henni hefði verið að ræna nýjum bankaseðlum sem herliðið hefði ver- ið að flytja. Íbúar á svæðinu sögðu hins vegar að mannfallið hefði verið miklu minna og flestir hinna föllnu hefðu verið óbreyttir borgarar. Margir íbúanna sögðu að dyggir stuðnings- menn Saddams Husseins, fyrrver- andi forseta Íraks, hefðu ráðist á bandarísku hermennina. Þegar her- liðið hefði hafið skothríð á hvað sem fyrir var hefðu margir óbreyttir borgarar náð í byssur sínar og skotið á hermennina. Læknir á sjúkrahúsi í Samarra sagði að átta óbreyttir borgarar, þeirra á meðal kona og barn, hefðu beðið bana í árásum bandaríska her- liðsins. Að sögn Bandaríkjamanna voru þetta mannskæðustu átökin í Írak frá því að stjórn Saddams Husseins féll eftir innrásina í Írak. Bandaríkjaher áætlar að 54 Írakar hafi fallið á sunnudag Átta óbreyttir borgarar sagðir liggja í valnum Fyrirsátin sögð gerð til að ræna peningaseðlum Bagdad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.