Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 33
hafa setið sem æðstu stjórnendur bæjarins á meðan á þessu hefur gengið og þeir stjórna Akureyrarbæ nú í sameiningu, Kristján sem bæj- arstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jakob sem formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Margir hafa unnið vel að jafnréttismálum á Ak- ureyri, t.d. jafnréttisfulltrúar und- angenginna ára, sem eru orðnir nokkrir. Fleiri Akureyringum finnst að bærinn standi sig verr í jafnrétt- ismálum en önnur sveitarfélög en þeim sem finnst að bærinn standi sig betur. Sjálfsmyndin er ekki sterk að þessu leyti, sem er óvenjulegt. Höfundur er kennari við MA og fulltrúi Samfylkingarinnar í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 33 SIÐMENNTAÐ samfélag geng- ur ekki án laga og reglna. En það er mikilvægt að þessar reglur og ákvarðanir séu sanngjarnar, skýrar og auðveldar í fram- kvæmd. Lög um fjöleign- arhús (nr. 26 frá 1994) eru t.d. lög sem mörgum finnst erfitt að sætta sig við og skilja. Samt sem áður geta lögleg fasteignaviðskipti í fjöleignarhúsum ekki farið fram nema eftir þeim sé farið. En menn þurfa helst að skilja að tilgangur laganna er að koma í veg fyrir óvissu og illdeilur vegna ófaglegrar umsýslu eigna. Íslendingar munu vera lengra komnir en margar aðrar þjóðir í þessum málum. Það má e.t.v. teljast eðlilegt þar sem land okkar byggð- ist mikið til vegna ágreinings um eignarrétt. Fjöleignarhúsalögin og reglugerð þar að lútandi snúast m.a. um útreikning á hlut eigenda í sam- eiginlegum kostnaði. Eins og þeir vita sem hafa látið gera fyrir sig eignaskiptayfirlýsingu, þurfa merktir uppdrættir að fylgja með henni þar sem hvert rými, allt niður í smæstu geymsluskápa, er auð- kennt með númeri og lit (sem sýnir hvaða eign það tilheyrir). Þessir uppdrættir eru minnkuð ljósrit (í A4) af gildandi aðaluppdráttum. Ef teikningar hjá byggingarfullrúum eru ekki í samræmi við skiptingu eigna þarf að leggja fyrir réttar teikningar, svokallaðar reynd- arteikningar. Það er ekki óalgengt að fyrirliggj- andi teikningar, sérstaklega af mjög gömlu húsnæði, teljist ekki boðlegar sem fylgiskjöl með nýjum eigna- skiptayfirlýsingum. Stundum eru engar merkingar rýma t.d. hvorki eldhús né baðherbergi merkt, hvorki með táknum né herberg- isheitum. Teikningar þurfa m.ö.o. að sýna rétta skiptingu og notkun mis- munandi eigna. En eins og menn þekkja er ekki óalgengt að annað eða hvorttveggja hafi breytzt frá upphaflegum teikningum t.d. sam- eignir og geymslur í kjallara. Þá standa eigendur frammi fyrir því að það þarf að breyta eða jafnvel teikna uppá nýtt, stundum alla aðal- uppdrætti hússins. Kostnaður vegna þessa getur hlaupið á tugþúsundum jafnvel hundruðum þúsunda króna. Það er því ekki furða þótt menn spyrji: Hver á að borga? Svarið við þessari spurningu er reyndar einfalt; eigendur/húsfélag viðkomandi eigna þurfa að bera þann kostnað. Það er m.ö.o. á þeirra ábyrgð að eignaskiptayfirlýsing sé til og þar með að teikningar séu réttar. En þótt þessi kostnaður dreifist á alla eigendur viðkomandi húss (matshluta) getur hann verið tilfinnanlegur. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir honum áður en gengið er til kaupa á fast- eign, en á því er miður oft mikill misbrestur. Fasteignasölum ber að gera kaupendum tæmandi grein fyrir öllu því sem tilheyrir þeim fast- eignum sem þeir hafa umboð fyrir. Teikningar, réttar eða ófullkomnar, eru hluti þess sem tilheyrir eigninni rétt eins og t.d. skúr á lóð eða bíl- skúrsréttur. Fasteignasalinn á m.ö.o. að vera búinn að kynna sér öll gögn varð- andi eignina, þar með talið teikn- ingar, áður en hann býður hana til sölu. Þegar þessum gögnum er ábóta- vant tel ég að fasteignasalar eigi að áætla kostnað við að láta lagfæra þau og meta þann kostnað til lækk- unar á kaupverði, ef kaupandi tekur að sér að tryggja gerð þeirra. Hitt mun þó vera algengara, að seljanda er falið að tryggja að þessi vinna fari fram, og er þá lokagreiðsla gjarnan skilyrt því að fyrir liggi ný eignaskiptayfirlýsing. Ókostur þess fyrirkomulags er þó nokkuð ljós: Það er ákaflega erfitt fyrir seljanda að tryggja að einhverri vinnu verði lokið þegar lokagreiðsla á að fara fram. Auk þess má til sanns vegar færa að það sé kaupanda meira hags- munamál en seljanda að ný eigna- skiptayfirlýsing sé gerð og að fyr- irliggjandi teikningar séu réttar. Hvor aðferðin sem notuð er tel ég það mikilvægast að menn viti í hverju þessi vinna felst og að hana þarf að framkvæma til að tryggja sem best hrein og skýr fasteigna- viðskipti. Það er því von mín að þessi litla hugvekja geri bæði seljendur og kaupendur fasteigna sem og fast- eignasala meðvitaðri um að hafa þessa hluti á hreinu áður en við- skipti fara fram. Það getur komið í veg fyrir leiðinlega eftirmála fast- eignakaupa, svo sem drátt á greiðslum og kostnað honum sam- fara. Húseign er mikil fjárfesting sem stundum fylgja ófyrirsjánaleg út- gjöld. Óþarfi er að láta hið fyr- irsjáanlega koma sér á óvart. Reyndarteikningar – hver á að borga? Eftir Árna Þorvald Jónsson Höfundur er arkitekt og eignaskiptalýsandi. HAFIÐ hefur tekið sinn toll hjá okkur Íslendingum gegnum tíðina. Í byrjun síðustu aldar fórust árlega að meðaltali u.þ.b. 70 sjómenn við Ísland oft vegna þess að við- búnaður og björg- unartækni var lítil sem engin. Það var því mikil þörf á að bregðast við. Ef til vill var og er hvergi jafn- mikil þörf fyrir öflug samtök á sviði björg- unarmála og á Íslandi, í strjálbyggðu landi með erfið veðurskilyrði. Sá at- burður sem vakti þjóðina umfram ann- að til umhugsunar um þessi mál var 7. apríl 1906 þegar þrjú skip fórust á Faxaflóa með samtals 68 mönnum. Þar á meðal var þilskipið Ingvar sem fórst á skeri við Viðey og fjöldi manns varð vitni að vonlausri baráttu 20 skipverja fyrir lífi sínu. Eitt mikilvægasta björg- unar- og hjálpartæki íslenskra sjó- manna er öflugt björgunarskip og rekstur þeirra á Íslandi sannar svo um munar nauðsyn öflugs tækjakosts. Saga björgunarskipa við Ísland er löng. Árið 1918 var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað, elsta skipu- lagða björgunarsveit á Íslandi. Þar voru menn stórhuga og með sameig- inlegu átaki var björgunarskipið Þór keypt árið 1920. Það sinnti á næstu ár- um gæslu og björgunarstörfum víða um land. Þór varð síðan fyrsta varð- skip okkar Íslendinga og í raun var þarna lagður grunnur að stofnun Landhelgisgæslu Íslands, þeirri merku og mikilvægu stofnun. Það sama má segja um skip eins og Sæbjörgu, Maríu Júlíu og Albert. Um allt land var safn- að fyrir smíði þessara stóru skipa þess tíma en rekstur þeirra var félaginu um megn og því nauðsynlegt að sameina björgunarþáttinn landhelgisgæslu við landið. Slysavarnarfélag Íslands var stofn- að árið 1928 og strax var farið að huga að kaupum á björgunarbát. Eins og al- gengast er í dag fékkst bátur frá syst- urfélagi okkar, Konunglega breska sjó- björgunarfélaginu, og kom hann til landsins ári seinna. Þorsteinn Þor- steinsson skipstjóri og kona hans Guð- rún Brynjólfsdóttir gáfu félaginu bát- inn og bar hann nafn Þorsteins. Báturinn er enn til, varðveittur í Sand- gerði og bíður þess að verða hlúð að og settur upp á viðeigandi safni. Fleiri björgunarskip voru tekin í notkun, t.d. björgunarbáturinn Herjólfur í Vest- mannaeyjum og margir smærri brim- róðrabátar víða um land. Þekktastur björgunarbáta á síðari hluta síðustu aldar er björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen sem gerður var út frá Reykja- vík. Gísli J. Johnsen stórkaupmaður og kona hans Anna gáfu félaginu þann bát. Þannig hefur það verið í gegnum tíðina að einstaklingar og fyrirtæki hafa verið félaginu ómetanlegir bak- hjarlar til stórra átaka á sviði björg- unarmála. Ákveðin tímamót urðu árið 1989 þegar grunnur var lagður að núver- andi stefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur stærri björgunarskipa. Þá kom til landsins björgunarskipið Henry A. Hálfdán- arson en með komu hans má segja að tónninn hafi verið gefinn fyrir rekstri slíkra skipa víða um land. Eftir 1993 gerðust hlutirnir hratt og í dag rekur félagið 9 stór björg- unarskip. Staðsetning þeirra er í Reykjavík, Rifi, Ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum, Grindavík og Sandgerði. Auk þess hefur Björgunarsveit Hafn- arfjarðar nýlega fest kaup á og fengið til landsins björgunarskip í þessum stærðarflokki. Á hverjum stað hefur verið stofnað rekstrarfélag um rekstur þessara skipa. Þessi skip krefjast þess að vélstjóri sinni reglubundu viðhaldi og sú leið hefur verið farin að launa að hluta það starf þannig að gott viðhald sé tryggt. Rekstrarfélagið fær framlag úr félagssjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar og samkvæmt þjónustu- samningi fær hver sjóður rekstr- arframlag á fjárlögum. Það sem á vant- ar safnast heima í héraði og með þjónustuverkefnum. Það má öllum vera ljóst hve hagkvæmur þessi rekst- ur er fyrir samfélagið. Áhafnir skip- anna sinna útköllum, æfingum og við- haldi í sjálfboðavinnu eins og allt annað björgunarstarf félagsins er unnið. Kaupverð skipanna er einungis brot af því sem raunvirði þeirra er og munar þar mest um góðan hug systurfélaga okkar í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi til okkar. Nýsmíði skipa, sambærileg því sem félagið hefur feng- ið að undanförnu, kostar vel á annað hundrað milljónir króna en kaupverð okkar er um tólf milljónir. Við fáum skipin í mjög góðu ástandi. Til að tryggja enn betur árangur þessa verkefnis er nauðsynlegt að mati félagsins að fjölga þessum skipum. Þeir staðir sem þurfa að bætast við eru sunnanverðir Vestfirðir, Húnaflói, Vopnafjörður og Höfn. Þar með yrðu stór björgunarskip komin á fjórtán staði sem að okkar mati uppfyllir þörf- ina eins og hún er skilgreind í dag. Landhelgisgæsla Íslands sinnir mjög mikilvægu hlutverki varðandi ör- yggi og björgunarmál á sjó. Munar þar langmest um rekstur þyrlna sem hafa valdið byltingu í björgunarmálum. Áríðandi er að taka sem fyrst ákvörðun um eflingu tækjakosts Landhelg- isgæslunnar og vil ég í því samhengi minna á samþykkt þings Slysavarna- félagsins frá því í vor. Endurnýjun á skipakosti og flugflota þarf að vera for- gangsmál og hefur alltof lengi verið að velkjast í kerfinu. Við ákvörðun á þeirri endurnýjun er nauðsynlegt að líta til reksturs björgunarskipa okkar og horfa á heildarmyndina. Því má ekki gleyma að margt getur orðið til þess að þyrlur og stærri björgunarskip komast ekki nægilega fljótt á staðinn og geta valdið því m.a. veðurfarsaðstæður og fjarlægð. Rekstur þessara smærri skipa er vegna þess mjög mikilvægur og um leið hagkvæmur valkostur. Mér er til efs að nokkuð annað geti aukið svo á öryggi sjómanna með minni til- kostnaði. Reynslan staðfestir þetta. Á síðasta ári fóru björgunarskip félagsins í meira en hundrað útköll og ferðir til aðstoðar. Lengsta þjónustuferð björg- unarskips félagsins er um 600 sjómílur þegar m.a. sóttir voru sóttir tveir sjó- menn sem þurftu á læknisaðstoð að halda. Stærsta skip sem björgunarskip félagsins hefur bjargað er þegar full- lestuðu 1.500 tonna flutningaskipi var bjargað utan við innsigluna í Grindavík á þessu ári. Hugmyndir félagsins eru að fjölga björgunarskipum eins og áður er nefnt á næstu tveimur árum. Auk þess er á dagskrá að skipta út eldri björg- unarskipum okkar á Raufarhöfn og í Neskaupstað. Það verður gert í vetur. Heildarkostnaður félagsins við þessa endurnýjun og fjölgun er áætluð 60-70 milljónir. Við höfum kynnt ráðherrum dómsmála og samgöngumála hug- myndir okkar og fjárlaganefnd Alþing- is hefur erindi okkar til skoðunar. Til þess að hugmyndir okkar verði að veruleika þarf samstillt átak og félagið er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Mikið hefur áunnist í slysavörnum til sjós. Samt er sjómannsstarfið enn í dag eitt hið hættulegasta sem menn taka sér fyrir hendur. Þótt miklar breytingar hafi átt sér stað í atvinnu- þáttum okkar eru það íslenskir sjó- menn sem halda hér hjólum atvinnulífs samfélagsins gangandi. Sem þjóð stöndum við í þakkarskuld við íslenska sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það er skylda okkar að efla öryggi þeirra sem best. Stefnt er að fjölgun björgunar- skipa á næstu tveimur árum Eftir Jón Gunnarsson Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.