Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 11 Skólavörðust íg 7 , RVÍK, S ími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins verð kr. 10.200 9,200 6,200 Jólagjöfina færðu hjá okkur 25% afsláttur af öllum fatnaði út vikuna Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá • Sendum í póstkröfu Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.BÆKLINGURINN Staðreyndir um HIV og alnæmi, sem út kom á vegum sóttvarnasviðs Landlæknisembætt- isins fyrir fáum vikum, hefur nú verið þýddur á fimm tungumál. Voru þeir gefnir út í gær á alþjóðlegum bar- áttudegi gegn alnæmi. Erlendu tungumálin eru enska, taílenska, rússneska, pólska og serbó-króat- íska. Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélags- ráðgjafi sóttvarnasviðsins, sagði við kynningu bæklinganna að ákveðið hefði verið að nálgast útlendinga sem búa á Íslandi á þennan hátt. Erlendir ríkisborgarar hérlendis eru um tíu þúsund og um fjögur þúsund útlend- ingar hafa fengið íslenskan ríkis- borgararétt. Sagði Sigurlaug tungu- málin valin annars vegar með hliðsjón af því hvaða hópar væru hér fjölmennir og hins vegar út frá því hvar smitunartíðni HIV er hæst í heiminum og fræðsla af skornum skammti. Sex til tólf greinast árlega hérlendis og sagði hún tvo þriðju hluta hópsins tvö síðustu árin hafa verið gagnkynhneigða. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði að inn- flytjendur væru nú stærri hluti þeirra sem greinast árlega hérlendis með alnæmissmit. Hæsta smitunar- tíðni alnæmis í heiminum er um þess- ar mundir í fyrrum Sovétríkjunum og Suðaustur-Asíu. Fjallað um smit, meðferð og tölur tilgreindar Bæklingurinn nú er byggður á fyrri útgáfum landlæknisembættis- ins um efnið og hefur verið endur- skoðaður verulega nú og útliti breytt. Fjallað er um hvað sé HIV, hvernig alnæmi smitast, hvernig koma megi í veg fyrir smit, meðferð og mótefna- próf. Þá er fjallað um afleiðingar al- næmisfaraldursins og tilgreindar töl- ur um Ísland og umheiminn. Stefnt er að því að fylgja eftir útgáfu er- lendu bæklinganna með því að bjóða útlendingum upp á fyrirlestra. Þeim verður dreift hjá Alþjóðahúsinu og Fjölmenningarsetrinu í Reykjavík, hjá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði og Alþjóðastofunni á Akureyri. Einn- ig verða þeir sendir á heilsugæslu- stöðvar, til erlendra félaga, sérdeildir fyrir útlendinga í framhaldsskólum og félags erlendra stúdenta í Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Haraldur Briem sóttvarnalæknir, Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, og Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi sóttvarnalæknis, við kynningu á nýju bæklingunum. Fræðslurit um alnæmi á erlendum tungum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ og Rauði kross Íslands ætla á næstu fjórum árum að sameina krafta sína í baráttu gegn alnæmisvandanum í Afríku. Heit þessa efnis verður und- irritað á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem hefst í Genf í dag. Ráðstefnan, sem fer fram fjórða hvert ár, er samráðsvettvangur al- þjóða Rauða krossins, landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans og 190 ríkja sem hafa und- irritað Genfarsamningana. Á ráð- stefnunni strengja ríki og Rauðakrossfélög heit til næstu fjög- urra ára í því skyni að ná raunveru- legum árangri í þeim mann- úðarmálum sem þykja mest aðkallandi hverju sinni. Í sameiginlegri heitstrengingu ís- lenskra stjórnvalda og Rauða kross Íslands kemur meðal annars fram að utanríkisráðuneytið ætlar að styðja verkefni Rauða krossins sem miða að fyrirbyggjandi aðgerðum og aðstoð við alnæmissjúka og fjöl- skyldur þeirra í sunnanverðri Afr- íku. Einn mesti mannúðarvandi heimsins í dag Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir alnæmisfarald- urinn vera einn mesta mann- úðarvanda heims í dag og Íslendingar vilji gera allt sem hægt er til að stemma stigu við honum. Það sé meðal annars hægt með því að aðstoða munaðarlaus börn og vinna fyrirbyggjandi starf að því að koma í veg fyrir alnæmissmit. Þrjár milljónir manna í heiminum hafa látið lífið úr alnæmi á þessu ári og talið er að 40 milljónir manna séu smitaðar af HIV-veirunni. Rauði kross Íslands heldur úti al- næmisverkefnum í Malaví og Suð- ur-Afríku, auk heilbrigðisverkefnis með Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands í Mósambík sem einnig er lið- ur í baráttunni gegn alnæmi. Sameiginlegt átak gegn alnæmi í Afríku FYLGI Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eykst um rúmlega fjögur prósentustig frá því í síðasta mánuði. VG fengju rúmlega 14% fylgi ef kosið væri nú, og hefur fylgi þeirra ekki verið meira frá því í september 2002, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæp- lega 3 prósentustig og fengi rúmlega 36% fylgi ef kosið væri nú. Fylgi ann- arra flokka hefur lítið breyst, Sam- fylkingin mælist með rúmlega 28% fylgi, Framsóknarflokkurinn með tæplega 16% og Frjálslyndi flokkur- inn með ríflega 5%. Könnun Gallup á fylgi flokkanna var gerð dagana 29. október til 25. nóvember 2003. Úrtakið var 3.529 manns á aldrinum 18 til 75 ára, valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 65%, og vikmörk í könnuninni á bilinu 1–3%. Vinstri grænir bæta við sig fylgi JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, hyggst leggja fram á Alþingi við þriðju umræðu um frum- varp til fjárlaga 2004 tillögu um 500 millj- óna kr. viðbótarframlag vegna örorkulíf- eyris. „Hér er gerð tillaga um að staðið verði við samkomulag sem gert var á milli rík- isstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins um aukinn lífeyri til þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og koma á til fram- kvæmda 1. janúar 2004,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Fjárhæð þessi er til viðbótar 1.000 milljónum sem eru í frumvarpinu en komið hefur í ljós að til þess að standa við samkomulagið þarf 1.500 milljónir.“ Jón lagði sams konar tillögu fram við aðra umræðu um frumvarpið. Tillagan var hins vegar dregin til baka og boðað að hún yrði lögð fram að nýju við þriðju umræðu. Þriðja og síðasta umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram á Alþingi á föstudag. Öryrkjasamkomulagið til umfjöllunar á Alþingi Tillaga um 500 milljóna viðbót frá þingmanni VG Jón Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.