Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 41 Röng nöfn menntamálaráðherra Í bréfi til blaðsins sl. laugardag misritaðist nafn menntamálaráð- herra, Tómasar Inga Olrich. Enn- fremur misritaðist nafn Ingvars Gíslasonar fyrrverandi mennta- málaráðherra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Muse tónleikar Rangt var farið með dagsetningu tónleika hljómsveitanna Muse og Mínus í frétt í blaði gærdagsins. Hið rétta er að tónleikarnir fara fram í Laugardalshöllinni 10. des- ember. LEIÐRÉTT MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina vegna ölv- aðs fólks, slagsmála og árása en nokkrir voru fluttir á slysadeild vegna þess. Ekki var þó um alvarleg mál að ræða. Um helgina voru 13 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 14 um of hraðan akstur. Þá voru 39 umferðaróhöpp með eignatjóni til- kynnt Um hádegi á föstudag var bifreið ekið norður Nóatún. Skammt norð- an við gatnamótin við Laugaveg hljóp kona yfir götuna. Hún varð fyrir bifreiðinni, fór upp á vélarlok hennar og í framrúðu en féll síðan í götuna. Konan var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðslin ekki talin alvarleg. Nálægt miðnætti á föstudags- kvöld var sérstakt eftirlit með um- ferð. Kannað var ástand og ökurétt- indi á fimmta hundrað ökumanna. Sex ökumenn reyndust vera með út- runnin ökuréttindi og 2 ökumenn voru kyrrsettir vegna áfeng- isneyslu. Aftur var umferðarátak á laug- ardagskvöld er 481 bifreið var stöðvuð. Nokkuð var um vöntun á ökuskírteini og 5 ökumenn voru með útrunnin skírteini. Enginn var ölvaður. Réðust á unglingspilt Á föstudagskvöld var tilkynnt um árás á Bústaðavegi við Flugvall- arveg. Þarna höfðu nokkrir piltar ráðist á pilt og hlaut hann skurð á kinn. Hann var fluttur á slysadeild en árásarmennirnir fundust ekki. Eftir hádegi á laugardag féll þriggja ára barn á höfuðið úr inn- kaupakerru í verslun í Austurborg- inni og lenti á járnlista í gólfinu. Barnið var með áverka á hnakka og í andliti og var flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild. Lögreglan aðstoðaði við hóp- göngu 400 barna og forráðamanna frá Rimaskóla að Fjörgyn á laug- ardagskvöld. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um börn að leik í hólma í Reykjavík- urtjörn og ísinn sagður ótraustur. Börnunum var bent á að leika sér á öruggari stað. Þá var tilkynnt um eld í gröfu við Stakkahlíð. Eldur var í sæti gröf- unnar og var hann slökktur af slökkviliði. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um innbrot í bifreið í Skerjafirði. Rúða í hægri afturhurð var brotin og stolið bensíni og hljómtækjum. Þá tilkynnti maður í Seljahverfi að hann hafi komið að manni sem var búinn að brjótast inn í geymsl- una hjá honum. Sá lagði á flótta og komst undan með heilt golfsett. 28. nóvember til 1. desember Mikill erill hjá lögreglunniJólafundur Samhjálpar kvenna,hóps til stuðnings konum sem grein-ast með brjóstakrabbamein, verður í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, húsi Krabbameinsfélagsins, í dag, þriðju- daginn 2. desember, kl. 20. Anna Pálína Árnadóttir syngur lög tengd aðventu og ræðir um lífið og til- veruna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son leikur undir. Anna Dröfn Ágústsdóttir les jólahugvekju sem móðir hennar, Ingileif Ólafsdóttir, samdi og birtist í Takmarki fyrir fimm árum. Súkkulaði og rjómi, kon- fekt og smákökur. Aðventufundur FAAS Félag að- standenda Alzheimersjúklinga, FA- AS, heldur aðventufund í Áskirkju þriðjudaginn 2. desember kl. 20. Í DAG Málstofa um kynslóðareikninga á Íslandi Málstofa Hagfræðistofn- unar verður á morgun, miðvikudag kl. 16.15 á Aragötu 14. Sólveig F. Jóhannsdóttir hjá Hag- fræðistofnun fjallar um Kynslóða- reikninga á Íslandi 1994–2001. Kyn- slóðareikningar eru aðferð til að skoða fjármálastefnu hins opinbera og áhrif hennar á afkomu kynslóða. Á málstofunni verður hug- myndafræði kynslóðareikninga og aðferðafræðin á bak við þá kynnt. Kynslóðareikningar hafa verið gerð- ir fyrir Ísland og verða niðurstöður þeirra og þróun kynnt. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu Hag- fræðistofnunar www.ioes.hi.is Tölvupóstur starfsmanna og einkalífsvernd Á morgun, miðviku- daginn 3. desember, kl. 12.15 mun Hjördís Halldórsdóttir héraðsdóms- lögmaður hjá LOGOS lögmanns- þjónustu og LL.M í lögum og upp- lýsingatækni flytja erindi í málstofu Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101. Í málstofunni mun Hjördís fjalla um eftirlit vinnuveitenda með tölvupóstsamskiptum starfsmanna. Farið verður yfir það hversu langt vinnuveitendur mega ganga í þess- um efnum og þá sérstaklega í tengslum við annars vegar vinnu- tengdan tölvupóst og hins vegar einkapóst starfsmanna o.fl. Á MORGUN Ný menntaáætlun norrænu ráð- herranefndarinnar tekur gildi í ársbyrjun 2004 af því tilefni stendur Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins fyrir kynningarfundi Nordplusáætl- uninni í Norræna húsinu fimmtu- daginn 4. desember kl 14.30. Kynn- ing verður á styrkveitingum í einstökum þáttum Nordplusáætl- unarinnar. Þátttaka tilkynnist á vef- síðu www.ask.hi.is/page/sprogreg. Upplýsingar um Nordplus- áætlanirnar fást á www.ask.hi.is Skyndihjálparnámskeið hjá RKÍ Rauði kross Íslands, Reykjavík- urdeild, heldur námskeið í almennri skyndihjálp dagana 5., 6. og 7. des- ember í húsnæði deildarinnar Fáka- feni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er: Aðgerðir á vettvangi, endurlífgun með hjartahnoði, blástursaðferðin, hjálp við bruna, beinbrotum, um blæðingar og sár, umbúðir og sára- bindi, eitranir, bit og stungur o.fl. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þar með talin slys á börn- um og almennar forvarnir. Nám- skeiðið er 16 kennslustundir og að því loknu fá þátttakendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Leiðbeinandi er Birgir Freyr Birgisson. Skráning og nánari upplýsingar hjá Rauða krossi Íslands, Reykjavík- urdeild. Á NÆSTUNNI DIKTA hefur opnað nýja ljós- myndavöruverslun að Laugavegi 178. Hjá Diktu fást Canon, Kodak, Mamiya, Contax, Sigma, Gitzo, Gossen, Imacon, Leaf o.fl. vöru- merki. Dikta selur hefðbundnar og stafrænar myndavélar með öll- um aukabúnaði. Einnig fást þar sérsmíðaðar tölvur til mynd- vinnslu, ljósmyndaprentarar, skannar, minniskort, filmur, pappír og önnur rekstrarvara fyrir ljósmyndarann. Grunnkennsla er veitt á öllum seldum búnaði. Ítarlegri einka- námskeið eru í boði fyrir þá sem vilja læra meira á stafrænu myndavélina og möguleika staf- rænnar myndvinnslu. Hjá Diktu eru einnig unnar stafrænar ljós- myndastækkanir í öllum stærð- um. Einnig er boðið upp á skönn- un, hefðbundnar eða stafrænar eftirtökur, fjölföldun skyggna, stafræna myndvinnslu og al- menna ráðgjöf er lýtur að mynd- vinnslu. Heimasíða fyrirtækisins er: http://www.dikta.is_ Dikta opnar ljósmyndavöru- verslun við Laugaveg Dikta hefur opnað nýja ljósmyndavöruverslun á Laugavegi 178. STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Á kortinu er vetrarmynd eftir Bjarna Jónsson listmálara. Kortin verða m.a. seld á skrifstofu Krabba- meinsfélagsins. Jólakort Styrks NORRÆNA áfengis- og eiturlyfja- rannsóknarnefndin (Nordiska nämnden för alkohol och drogfor- skning, NAD) vill að ráðherrar Norð- urlandanna fari fram á undantekn- ingu frá samningum um þjónustuviðskipti á vegum Alþjóða- heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) að því er varðar lög um áfengi og tób- ak og þar með lýðheilsu. „Í nýbirtri skýrslu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) er með sannfærandi hætti sýnt fram á hvaða ógn lýðheilsu í hinum ýmsu heims- hlutum stafar af áfengis- og tóbaks- neyslu,“ segir í tilkynningu nefndar- innar sem send var íslenska heilbrigðisráðuneytinu. Fyrirbyggjandi áfengisstefna á Norðurlöndum árangursrík „Alþjóðlega rannsóknarskýrslan, Alcohol-No Ordinary Commodity, sem nýlega kom út svo og norræna skýrslan, The Effects of Nordic Alco- hol Policies, styðja þá rannsóknarnið- urstöðu að fyrirbyggjandi áfengis- stefna á Norðurlöndum sé áhrifarík með tilliti til lýðheilsu. Þeir viðræður sem nú standa yfir á vettvangi Alþjóðaheimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) um almennan samning um þjónustuviðskipti (Gene- ral Agreement on Trade Services, GATS) geta á mörgum sviðum ógnað tilvist fyrirbyggjandi áfengis- og tób- aksstefnu og þá um leið haft neikvæð áhrif á lýðheilsu á Norðurlöndunum og um heiminn allan. Á ráðstefnu NAD í Asker í Noregi 19.–20. nóvember undir heitinu „Globalisering – alkoholpolitiska ut- maninger och alternativ“ var bent á þessa hættu. Á fimmta tug vísinda- manna, stjórnenda og annarra starfs- manna sem koma að meðferð og fyr- irbyggjandi aðgerðum tók þátt í ráðstefnunni. Margir þeirra lögðu áherslu á mikilvægi þess að stjórn- völd á Norðurlöndunum beittu sér sérstaklega í þessum samningavið- ræðum og eins í samskiptum við hinar ýmsu stofnanir ESB, þ.e: Að Norðurlöndin leggi áherslu á skaðleg áhrif áfengis- og tóbaks- neyslu á lýðheilsu, bæði sjálf og á vettvangi framkvæmdastjórnar ESB. Að þau hvetji ESB til að móta sam- eiginlega lýðheilsustefnu, byggða á nýjustu rannsóknarniðurstöðum, að því er varðar tóbak og áfengi sem síð- an verði stuðst við í GATS-viðræðun- um. Að Norðurlöndin sjálf og á vett- vangi framkvæmdastjórnar ESB beiti sér fyrir því að sambandið dragi til baka kröfur sínar og áform um aukið frelsi í dreifingu á áfengi og tób- aki. Að Norðurlöndin beiti sér sjálf og á vettvangi framkvæmdastjórnarinn- ar fyrir því að GATS-samningurinn þrengi ekki möguleika einstakra þjóðríkja til þess að viðhalda ábyrgri stefnu í áfengis- og tóbaksmálum,“ segir í tilkynningu norrænu nefndar- innar. Hætta á að alþjóðasamningar hafi áhrif á norrænar áfengisreglur Haldið verði fast í ábyrga stefnu í áfengismálum Sýnt fram á að neysla áfengis og tób- aks er ógn við lýðheilsu í heiminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.