Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 23 Blönduós | Þórhildur Ísberg, fyrr- verandi skjalavörður Héraðs- skjalasafns A-Húnavatnssýslu, af- henti Héraðsskjalasafninu fyrir skömmu 17 kassa sem hafa að geyma bréfasafn Halldóru Bjarna- dóttur frá árinu 1883 til 1980. Halldóra Bjarnadóttir er lands- þekkt fyrir störf sín sem kennari og skólastjóri sem og fyrir ritstörf en hún gaf út blaðið Hlín, og starf- rækti Tóvinnuskólann og síðast en ekki síst er hún sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð en Halldóra varð 108 ára. Hún fæddist 14. októ- ber 1873 og lést 27. nóvember 1981. Þórhildur, sem hætti störfum við safnið árið 2000, eftir 21 árs starf, óskaði eftir því að fá að ljúka flokk- un bréfa Halldóru og er því starfi nú lokið. Fyrsta bréfið í safninu sendi Halldóra Bjarnadóttir ömmu sinni, Guðríði Ólafsdóttur á Ár- bakka, og þessu bréfi svaraði Guð- ríður með því að rita á bakhlið þess enda pappír verðmætur í þá daga og því vel nýttur. Glöð og stolt Þórhildur Ísberg sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri fyrst og fremst glöð og stolt að hafa fengið að vinna við flokkun bréf- anna og sagði jafnframt að enda- laust væri hægt að gera betur og vonandi yrði það gert í framtíðinni. Þórhildur sagði að hún yrði ekki verklaus þó þessu verki væri lokið því verkefnin væru næg fram und- an. Það var Þórarinn Torfason skjalavörður sem veitti bréfunum viðtöku. Bréfasafn Halldóru Bjarnadóttur komið á Héraðsskjalasafn A-Húnavatnssýslu 17 kassar af bréfum afhentir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gjörðu svo vel: Þórhildur Ísberg afhendir Þórarni Torfasyni skjalaverði hið yfirgripsmikla bréfasafn Halldóru Bjarnadóttur. Mývatnssveit | Slysavarnadeildin Hringur heitir öflugt félag kvenna hér í sveit. Þær konurnar eru dug- legar að afla fjár til góðra verka og eru með fjölbreyttar fjáröflunarleið- ir. Fyrir hver jól koma þær saman í húsnæði sínu og útbúa kertaskreyt- ingar, kransa og fleira jólalegt. Þrátt fyrir heimilisannir gefa þær sér tíma til að útbúa nær 200 skreyt- ingar sem þær fara síðan með um sveitina og selja okkur hinum sem gjarnan bíðum eftir söluferð þeirra. Menn vita orðið að þær munu kveðja dyra þegar líður nær jólum því þannig hefur það verið nú í ein 18 ár og þær eru hvarvetna aufúsu- gestir. Vinnan við gerð þessar skreytinga er mikil og oft eru þar samankomnar 10 til 15 konur lung- ann úr deginum. Þær segja að skreytingarnar séu langstærsta ein- staka fjáröflunarleið félagsins og þeim afar mikilvæg. Morgunblaðið/BFH Jólin undirbúin í Mývatnssveit: Hringskonur við gerð jólaskreytinga. Kveðja dyra þegar líður nær jólum Borgarnes | Kveikt var á ljósunum á jólatrénu í Kveldúlfsgarði fyrsta sunnudaginn í aðventu. Athöfnin hófst á því að Lúðrasveit Akraness lék nokkur jólalög og hýrnaði heldur yfir Borgnesingum þegar þeir sáu að einn meðlimur hljómsveitarinnar er héðan. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún minnist þess að árið sem er að líða er ár fatlaðra. Hún rifjaði upp nýlega söfnun Sjónarhóls þar sem ungur Borgnesingur lék viðamikið hlutverk. Það var Torfi Lárus Karls- son og kom það í hans hlut að tendra jólaljósin ásamt Helgu. Hljómsveitin Þotuliðið tók þar næst við tónlistar- flutningi og upp úr þurru birtust jólasveinar sem gáfu öllum viðstödd- um börnum epli. Jólaandinn virðist vera kominn í Borgarnes. Kveikt á jólatré í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Tendruðu jólaljósin á trénu í Borgarnesi: Helga Halldórsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, Torfi Lárus Karlsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir. að aðsókn hefði gjarnan mátt vera meiri en það verður bara næst. Fljót | Félög sauðfjár- og kúabænda í Skagafirði gengust fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni Svaðastöðum fyrir skömmu. Tilgangurinn var m.a. að fjölskyldur kæmu saman dagstund, skemmtu sér og skiptust á skoðunum. Fenginn var hoppukastali að láni fyrir krakkana og var hann gríðarlega vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Jafnvel þó grillaðar pylsur með tilheyrandi væru í boði gáfu ekki allir sér tíma til að yfirgefa þetta vinsæla leiktæki. Fyrir þá eldri var m.a. keppt í svokölluðum „sveitafitn- is“ auk þess sem grillmatur var á boðstólum. Í fitnis- keppninni kepptu tvö fjögurramanna lið frá hvoru félagi. Þurftu keppendur að leysa ýmsar þrautir af hendi eins og að velta stórum hjólbarða, stökkva yfir girðingu, reka nokkra nagla í staur og skrúfa rær á bolta. Undir lokin þurftu keppendur svo að borða eina kleinu og drekka mjólkurglas með, því eins og þulurinn sagði; „fólk í sveit- inni verður stundum að vera fljótt að borða“. En þessi þraut reyndist hins vegar mörgum tímafrek enda bæði kleinan og glasið stór. Þegar yfir lauk höfðu sauðfjár- bændur sigur í keppninni. Þessi fjölskyldusamkoma sem kúabændur áttu hugmyndina að þótti vel heppnuð þó svo Vel heppnaður fjölskyldu- dagur hjá bændum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hoppukastalinn var vinsæll hjá yngri kynslóðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.